Morgunblaðið - 23.10.1980, Page 16

Morgunblaðið - 23.10.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 KÖNNUSTEYPIRINN PÓLITÍSKI: „Ef hann steypir eitt fat, þá er það svo pólitískt í laninu. aó við verðum að smíða það upp,“ set?ir lærlinKur Hermanns von Bremen um lærimeistara sinn. Við erum stódd á æfin«u á verki Luövík IIolberKs, Konnusteypinum pólitíska. i Pjoðleikhúsinu i fyrra- kvold. Handverksmaðurinn Ilermann von Bremen sem hýr i HamborK. Þýzkalandi, á þá ósk heitasta að komast til valda o« metorða i stjórnmálaheiminum. Ilann lÍKKur þvi daKleKa yfir pólitískum skræðum ok lætur handverk sitt lónd ok leið. „Þið vinnið með höndunum. ck með heilanum,“ er svar hans til konu sinnar Gesku. sem orðin er þreytt á leti eÍKÍnmannsins við að framfleyta fjölskyldu sinni. „I'að var nú hver prakkarinn kallaður pólitíkus hér áður fyrr,“ er hennar álit á þessum „starfsvcttvanKÍ“ bónda sins. Milli þess sem Hermann von Bremen les hin pólitísku fræði sín, situr hann í „kolleKÍum pólitíkum" ásamt nokkrum stéttarbræðrum sínum og þar ræða þeir þjóðmálin og sam- þykkja ýmsar tillögur um lands- ins gagn og nayðsynjar, sem þeir hyggjast senda Ráðinu. Tillög- urnar varða hagsmuni Þýzka- lands á hinum ýmsu sviðum, en ekki er laust við að persónulegra hagsmuna þeirra seilufélaga verði vart í tillögugerðinni. Skemmtilegt en þrælerfitt Hermann stefnir hátt og æfir sig leynt og ljóst fyrir „land- steypishlutverkið" og borgmeist- ari Hamborgarastaðar vill hann verða. Hermann er leikinn af Bessa Bjarnasyni og ræddi blaðamaður Mbl. við hann í lok æfingar í fyrrakvöld. „Hann sækir sellufundi þar sem þeir kunningjar ræða þjóðmálin eins og þeir hafa vit á,“ sagði Bessi Margt gerist kátbroslegt Hefðarmennirnir hefja nú skipulagðar ferðir inn á heimili borgmeistara og konu hans, og er Holberg þar í essinu sínu og margt gerist kátbroslegt í mann- anna gjörðum. Lærisveinninn hefur verið dubbaður upp í hlutverk einkaþjóns borgmeist- arans og fáum við nú að sjá hin ýmsu upphugsuðu tilbrigði, flest fengin úr pólitískum fræðum húsbóndans, um hina „réttu" framkomu æruverðugra borg- meistarahjóna. Gegnir þjónninn þar þýðingarmiklu lykilhlut- verki og er hann einnig fljótur að finna leiðir til að mata eigin krók á þessari snöggu umbreyt- ingu í lífi sínu. Þórhallur Sig- urðsson leikur þjóninn. Þetta er ekki fyrsta hlutverk hans í verkum Holbergs, því þegar hann stóð í fyrsta sinn á leik- sviði árið 1965, þá í Herranótt, var hann einnig í hlutverki þjóns í Grímudansi Holbergs. Þórhall- Gluggað í hin pólitísku fræði. lögum Akureyrar og Kópavogs og auk þess leikið í nokkrum sjónvarpsleikritum. „Þetta eru auðvitað viðbrigði. Þjóðleikhúsið er viðameira leikhús en hin sem ég hef leikið í og er það bæði veikleiki og styrkur að mínu mati. En mér finnst alltaf gam- an að reyna eitthvað nýtt og líkar ágætlega að fara á milli leikhúsanna." Viðar hafði eftir- farandi að segja um Könnu- steypinn pólitíska. „Verkið sýnir mannlegan breyskleika, sýndar- mennskuna. Þegar verkið var samið, gerðu áreiðanlega fáir sér grein fyrir að þjóðfélagið ætti eftir að breytast eins og raunin hefur orðið á. Leikstjórinn hefur lagt sig fram um að færa verkið nær nútímanum og mér finnst honum hafa tekist þar vel upp.“ Fjölmargir leikarar aðrir koma fram í Könnusteypinum og má þar helsta nefna Arna Tryggvason, Val Gíslason, Þorstein 0. Stephensen, — en hann lék Könnusteypinn Her- mann í fyrstu uppfærslu verks- ins hérlendis hjá M.R. 1923 og þýddi leikritið þá einnig. — Sigríður Þorvaldsdóttir, Þóra Friðriksdóttir, Edda Þórarins- dóttir, Árni Ibsen o.fl. fara einnig með hlutverk í leiknum. Leikmynd og búningateikningar gerði Björn G. Björnsson, Dóra Einarsdóttir búninga. Lýsingu Sýndarmennska, prjál og aðr- ir mannlegir breyskleikar um Hermann. „Hann er forystu- sauður í þessum hópi. Þetta er þó aðeins venjulegt fólk, en Hermann rekur sig á að það þarf meira en að segjast ætla að gera stóran hlut.“ Bessi sagði þetta skemmtilegt hlutverk, en þræl- erfitt. „Þessi stíll Holbergs krefst þess að leikurinn sé mjög yfirdrifinn, en þó eru mein- ingarnar sterkar." — Á boðskap- urinn erindi til okkar? „Já, eru þetta ekki sömu vandamálin, hefur stjórnum ekki verið koll- varpað, þegar fólkið er ekki ánægt?“ Til sögunnar koma fjórir hefð- armenn, sem heyra á tal könnu- steypisins og sellubræðra hans. Þeir ákveða því að leika á Hermann og telja honum trú um að hann sé orðinn borgmeistari. Margir hlutir gerast nú á skömmum tíma á heimili hins „nýja borgmeistara" og umskipti verða hvað tilþrifamest á eigin- konu Hermanns, Gesku. Hin fyrruni hreinskiptna alþýðukona umbreytist og eiga orð eins aðalmannsins einna bezt við hana, en hann sagði: „Enginn er hortugri en sá sem kemst í skyndi til virðingar.“ Guðrún Þ. Stephensen leikur Gesku og hafði hún eftirfarandi að segja um hana: „Mér þykir va-nt ttm Gesku. Hún gengur hvað lengst í sýndarmennsk- unni, — hún vill þó gera gott en týnir eiginléga öllu niður vegna þessarar hvatar sinnar." Guðrún sagði að Geska væri áreiðanlega til í okkur öllum, grunnt væri á sýndarmennskunni. Verkið fjall- aði mikið um þennan neikvæða þátt mannlegs eðlis og það ætti erindi á öllum tímum sem ádeila og áminning um að aldrei mætti gleyma einlægninni og samúð- inni. — meðal þess sem Holberg hæðist að í þessum fyrsta gamanleik sínum ur sagði lærlinginn og þjóninn í Könnusteypinum pólitíska vera fyrirmynd þjónsins Hinriks, sem þekktur er úr gamanleikjum Holbergs. „Mér þykir vænt um verk Holbergs e.t.v. þar sem það var verk hans sem ég lék fyrst í. Þetta leiksviðsverk er fyrst og fremst ádeila á sýndarmennsku og prjál allra tíma. Lærlingur- inn og kona hans vinna oll verkin og ég held að lærlingur- inn sé nokkru betur gefinn en hústióndinn. Þetta er einfalt og einlægt verk og á erindi til allra tírna," sagði hann í lokin. Frá viðureign Gesku og Hermanns, en Hermann segist hafa tamið sér að stilla skapsmuni sina með þvi að telja upp að 20 or hafði það auðvitað úr pólitískum fræðum. Einum félaga hans varð þá að orði: „Sé það pólitískt að láta konuna sína hárreita SÍK, verð ég aldrei pólitíkus." Ljósmyndir Kristján Einarsson. Dæmigerðir spjátrungar Hefðarmennirnir fjórir eru dæmigerðir spjátrungar þess tíma, cn Holberg samdi leikritið, sem talið er fyrsta verk hans, 1722. Hefðarmennirnir hafa góða skemmtan af að hæða þau hjón og koma fyrir dyr þeirra í ýmsum gervum. Þeir eru leiknir af Baldvini Halldórssyni, Sig- urði Skúlasyni, Þráni Karlssyni og Viðari Eggertssyni. Viðar leikur hér sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu og í tilefni af þvi spurðum við hann hvort mikil viðbrigði væru að leika í Þjóð- leikhúsinu. Viðar útskrifaðist frá Leiklistarskólanum 1976 og hefur síðan starfað hjá Leikfé- Antonius, sem Sigmundur Örn Arngrimsson leikur, til vinstri, iærlingurinn og þjónninn, sem Þórhallur ieikur, til hægri. annast Ásmundur Karlsson. Þýðingu þessarar uppfærslu gerði dr. Jakob Benediktsson. Sígildur boðskapur Leikstjóri sýningarinnar er Hallmar Sigurðsson og er þetta fyrsta verkefni hans fyrir Þjóð- ieikhúsið. Þrátt fyrir annríki við leiðbeiningar gaf hann sér stund til að spjalla við okkur í lok æfingarinnar. „Höfundurinn beitir háði og það er ýmislegt sem vekur háð hans,“ sagði hann. „Þar er sýndarmennskan efst á blaði. Hvort verkið á crindi til dagsins í dag? Við verðum að skoða það í stærra samhengi. Þarna er verið að hæða mannlegan breyskleika, en því er ekki að leyna að verkið er skrifað í byrjun 18. aldar og pólitískur veruleiki þá er gjör- ólíkur þeim sem við þekkjum í dag. Holberg hyllir hið mennt- aða einveldi þess tíma, sem kann að þykja afturfor. En krúnan á í höggi við nýja auðmannastétt og nýjan aðal, sem vill halda óbreyttu ástandi á meðan krúnan berst fvrir betri menntun, bókaútgáfu, leikhús- um o.fl. sem gerir afstöðu Hol- bergs skiljanlegri. — Við hljót- um ætíö að líta verk frá okkar sjónarhorni, og það kallar á ákveðnar breytingar. — Þó er nútímahúningurinn ekki allt. — Það sem felst í verkinu er sígilt." Næsta verkefni sem Hallmar leikstýrir er nýlegt verk eftir Fassbinder, sem sýnt verður í Alþýðuleikhúsinu síðari hluta vetrar. Leikurinn verður frumsýndur í kvöld, næsta sýning er á laugardag. —F.P. MMMMnMMMMnMMMMMMMnMMMnHMMMMMMMMMMMMMMMMMHMMMMMMMNMMMMI Wm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.