Morgunblaðið - 23.10.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 23.10.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1980 Harkaleg gagnrýni f jármálaráðherra á skrif Morgunblaðsins: „Harðvítug viðleitni til að skapa tortryggni í garð stjórnvalda“ í UMRÆÐUM á Alþingi í fyrradag um málefni Flugleiða vék Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, sérstaklega að skrifum Morgunblaðsins um þau, og komst svo að orði, að skrif blaðsins hefðu verið stórhættuleg og í þeim hefði falizt harðvitug viðleitni til þess að skapa tortryggni í garð stjórnvalda. Þessi kafli úr ræðu fjármálaráðherra fer hér á eftir í heild. Hér á síðunni birtast einnig svör Morgunblaðsins við gagn- rýni ráðherrans: „Meðan þessi mál hafa verið á döfinni undanfarnar vikur og mánuði, hefur margt verið skrif- að í blöð, eins og gefur að skilja. Hér verður þó ekki hjá því komist að nefna sérstaklega skrif Morg- unblaðsins, sem hafa skorið sig nokkuð úr. í þessu blaði hefur verið nær daglega mjög harðvít- ug viðleitni til þess að skapa tortryggni á gerðum stjórnvalda í þessu máli og sérstaklega hefur áköf viðleitni verið til að koma höggi á einn stjórnarflokkinn, Alþb., og reyna að telja fólki trú um, að sá flokkur vinni að því öllum stundum að koma þessu félagi á kné. Athugasemdir eftirlitsmanna ríkisins, sem gerðu athugasemdir við reikninga félagsins og fyrir- liggjandi mat á eignum og áætl- aðri veðhæfni eigna, voru gerðar eins tortryggilegar eins og hugs- ast gat, og allt gert til þess 'að telja fólki trú um, að engin ástæða væri fyrir ríkisvaldið til þess að rannsaka þessi mál frek- ar en orðið var. Ég vil segja það hér og nú, að þessi skrif voru ekki aðeins furðuleg, þau voru stórhættuleg. (Gripið fram í: Það voru nú aðallega ráðh. sem voru hættu- legir, held ég.) Ég held, að það væru nú best fyrir hv. þm., að biðja bara um orðið og taka til máls hér á eftir frekar en að vera að tísta hér úr sæti sínu svona inn á milli. (Gripið fram í: Það gat nú verið ástæða til.) En ég endurtek, að hér voru á ferðinni skrif, sem vissulega fólu í sér mikla hættu. (Gripið fram í: Getur þú dæmt — að dæma um það.) Þessi skrif fólu það í sér, að fjmrn. og Alþ. áttu að taka á sig ábyrgð á 10 milljörðum króna án þess að viðhlítandi rannsókn færi fram á því, hvort trygging væri fyrir þessari fjárhæð. Sem sagt: ríkisstj. átti að taka ábyrgð á því, að lögð væri á skattgreiðendur áhætta, sem næmi um það bil öllum þeim gjöldum af eignar- skatti, sem ísl. skattgreiðendur greiða í dag til ríkisins. Þeir menn sem unnu að því, að fá úr því skorið, hversu mikil þessi áhætta væri, voru svívirtir í Morgunblaðinu og kallaðir öllum illum nöfnum. (Gripið fram í.) Ég heyri, að það er töluverð viðkvæmni hjá sumum, að þetta skuli vera rifjað upp hér. En sérstaklega þótti það grunsam- legt að uppi væru skoðanir um það, að félagið þyrfti hugsanlega að selja eignir, til þess að geta talist hafa veð í lagi fyrir þessum ábyrgðarheimildum. I grein eftir grein í þessu blaði var því haldið fram, að um væri að ræða einhliða fyrirskipanir stjórn- valda til Flugleiða hf., að selja þessa eignina eða hina og skrifað- ir um það margir ianghundar, bæði í Reykjavíkurbréfum og leiðurum. (Gripið fram í: Var þetta úr lausu lofti gripið?) Þó dró nú nokkuð úr þessum skrifum. — (Gripið fram í: Var þetta úr lausu lofti gripið?) Já, þetta var úr lausu lofti gripið, það var víst áreiðanlegt, ég skal nú sýna fram á það: Hinn 1. okt. sl., sendu Flugleiðir hf., bréf til ríkisstj., sem stílað var á Stein- grím Hermannsson samgrh., þar sem gerð var grein fyrir því, hvaða eignir gætu komið til greina að selja af heildareignum fyrirtækisins. Þetta bréf er birt með frv. ríkisstj. sem fskj. nr. 2 og ég vil benda hv. þm., sem sumir hverjir kynnu að vera ófróðir um raunverulegt baksvið þessara mála, að lesa efni þessa bréfs. Ég vil sérstaklega nefna hér niðurlag bréfsins, en þar segir með leyfi forseta: „Flugleiðir telja æskilegast, að ef um sölu eigna yrði að ræða væri hagkvæmast að selja eftir- farandi eignir. Er þá gert ráð fyrir, að ekki tækist sala á flugvélum vegna erfiðs markaðar: 1. Cargolux.“ Fyrirtækið telur, að með því að selja hlutabréfið Cargolux myndi skapast að lág- marki fjórfalt verðmæti. Bætt greiðslufjárstaða að upphæð 6,5 millj. bandaríkjadala. „2. Sala skrifstofubyggingar.“ Ég les ekki það sem þar segir um hvernig haga mætti þeirri sölu, enda geta þm. lesið það í þessu frv. I þriðja lagi er bent á, að hugsanlegt sé að auka hlutafé. Ég held að þetta bréf, sem ég hirði ekki um að rekja frekar, taki af öll tvímæli um það, að hugleið- ingar stjórnvalda um hugsanlega sölu á eignum Flugleiða byggðust á viðræðum við félagið og á hugleiðingum forystumanna fé- lagsins um það nákvæmlega sama. Þessar ásakanir voru því algjörlega úr lausu lofti gripnar, eins og þm. nefni hér áðan. Hins vegar verður það að segjast eins og er, að þessi rótarlegu skrif Morgunblaðsins, sérstaklega um þennan þátt málsins, þ.e. um sölu eignanna og hugsanlegt veðhæfi þeirra, og ýmsar yfirlýsingar forystumanna Flugleiða um sama efni, sem ég hirði ekki um að tína hér til, sýna, að greinileg tilhneiging hefur verið fyrir hendi á undan- förnum vikum að láta ríkissjóð og skattgreiðendur taka á sig ábyrgð í þessu máli, sem kynni að vera langt umfram það sem veð leyfa, — tilhneiging til að knýja á um það, að ríkið taki á sig áhættu, að skattgreiðendur bæti á sig pinkl- um, sem gætu numið allt upp í 10 milljarða kr. en það verður ekki.“ Tvær góðar sölur ytra TVÖ fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær og fengu bæði gott verð fyrir fiskinn. Stál- vík frá Siglufirði seldi 99,9 tonn í Grimsby fyrir 92,1 milijón króna, meðalverð 922 krónur. Gæði fisksins, sem Stálvík var með þóttu sérlega mikil. Snorri Sturluson RE seldi 186,5 tonn í Cuxhaven fyrir 101,1 milljón, meðalverð á kiló 542 krónur. í dag verður lokið við að landa úr Snorra. Talsvert hraun- streymi og gos úr þremur gígum ENN GÝS úr þremur gígum nyrzt á gossprungunni við Kröflu. í fyrrinótt byrjaði landið að siga litils háttar á ný eftir að hafa verið kyrrt um tima. Um hádegi i gær jókst hraunstreymið siðan og er enn talsvert hraunrennsli úr gigun- um. í gær fannst jarðskjálfti i Reykjahliðarhverfinu og mæld- ist hann 2,7 stig á Richter. Bókagerðarmenn: Lítið miðaði í fyrrinótt SÁTTAFUNDUR i kjaradeilu bókagerðarmanna og Félags islenzka prentiðnaðarins, sem hófst i fyrradag klukkan 21, stóð til klukkan 07 í gærmorg- un. Nýr fundur hófst síðan klukkan 17.30 í gær og stóð enn þegar Mbl. hafði siðast fregnir af. Guðlaugur Þor- valdsson, sáttasemjari ríkis- ins, átti von á, að fundurinn stæði fram eftir nóttu. Lítið mun hafa miðað í samkomulagsátt á fundinum í fyrrinótt, en aðilar ræddu þá vinnu við nýja tækni, svokall- aðan hvíldartíma og vinnu í auglýsingadeildum. Svör Morgun blaðsins Aths. ntstj.: Árás sú, sem Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, gerði á Morg- unblaðið í þingræðu í fyrradag vegna skrifa blaðsins um Flug- leiðamálið, endurspeglar gremju alþýðubandalagsmanna yfir því að ítrekaðri aðför þeirra að Flugleiðum og þar með einka- rekstrinum í landinu hefur verið hrundið. Hér á eftir verður ásökunum ráðherrans og stór- yrðum í garð Morgunblaðsins svarað lið fyrir lið: 1. Fjármálaráðherra segir: „í þessu blaði hefur verið nær daglega mjög harðvítug viðleitni til þess að skapa tortryggni á gerðum stjórnvalda í þessu máli og sérstaklega hefur áköf við- leitni verið til að koma höggi á einn stjórnarflokkinn, Alþýðu- bandalagið, og reyna að telja fólki trú um, að sá flokkur vinni að því öllum stundum að koma þessu félagi á kné.“ Þessum ásökunum er vísað til föðurhús- anna. Hið rétta er, að ítarlegur fréttaflutningur Morgunblaðsins leiddi í Ijós, svo ekki varð um villzt, að Álþýðubandalagið gerði „harðvítuga" tilraun til þess að koma höggi á Flugleiðir, skapa tortryggni í garð fyrirtækisins og koma því á kné. Þessi atlaga var gerð í fjöimiðlum og í skjóli valds fjármálaráðherra. Þáttur í henm var trúnaðarbrot sérstaks trúnaðarmanns fjármálaráð- herra og væri honum nær að snúa sér að því að setja þann trúnaðarmann af, eins og Morg- unblaðið hefur bent á áður, í stað þess að veitast að blaðinu. 2. Fjármálaráðherra segir, að Morgunblaðið hafi gert athuga- semdir eftirlitsmanna ríkisins við reikninga, mat á eignum og veðhæfi eigna tortryggilegar og reynt að telja fólki trú um, að engin ástæða væri til að rann- saka þessi mál frekar. Það er rétt, að athugasemdir Baldurs Óskarssonar, eftirlits- manns fjármálaráðherra, voru tortryggilegar í augum almenn- ings, en það var ekki Morgun- blaðið sem stóð fyrir því, heldur Baldur Óskarsson sjálfur. Vinnubrögð hans og félaga hans, Ólafs Ragnars, voru með þeim endemum, að engum duldist að hverju var stefnt. Svo langt gengu þessir trúnaðarmenn fjár- málaráðherra, í trúnaðarbrotum og misnotkun aðstöðu, að eftir- litsmaður samgönguráðherra baðst undan ábyrgð á yfirlýsing- um eftirlitsmanns fjármálaráð- herra í fjölmiðlum. Það er rangt hjá fjármálaráð- herra, að Morgunblaðið hafi reynt að telja fólki trú um, að engin ástæða væri til frekari könnunar á málefnum Flugleiða. Fjármálaráðherra getur ekki fundið staf í Morgunblaðinu til þess að staðfesta þessa fullyrð- ingu og ætti að vera vandaðri í málflutningi sínum á Alþingi. 3. Fjármálaráðherra segir, að skrif Morgunblaðsins um þetta mál hafi verið „stórhættuleg". Hið rétta er, að tilraunir ráð- herrans og féiaga hans til að flækja málið, svo að vitnað sé til samgönguráðherra um vinnu- brögð fjármálaráðherra, eru „stórhættuleg" fyrir atvinnuör- yggi starfsmanna Flugleiða og samgöngur innanlands og milli landa og tímabært orðið, að ráðherrann geri sér grein fyrir því. 4. Fjármálaráðberra segir, að Morgunblaðið hafi krafizt þess að ráðherra og Alþingi tækju ábyrgð á 10 milljörðum króna án þess að viðhlítandi rannsókn færi fram á því hvort trygging væri fyrir hendi fyrir þessari ábyrgð. Þetta er rangt eins og annað í þessari þingræðu fjármálaráð- herra. Morgunblaðið hefur enga slíka kröfu sett fram. Hins vegar hefur blaðið krafizt þess, að ríkisstjórn og Alþingi stæðu þannig að þessu máli, að rekstur fyrirtækisins og þar með afkoma starfsfólks og samgöngur milli landa og innanlands yrðu tryggð. Morgunblaðið hefur spurt, hvort þess væru engin dæmi, að ríkisábyrgðir væru veittar út á meira en 60% af mati og bent á að hæg væru heimatökin hjá fjármálaráð- herra að svara þeirri spurningu. 5. Fjármálaráðherra víkur að hugsanlegri sölu eigna Flugleiða og mótmælir því, að hugleið- ingar um það efni hafi verið samkvæmt einhliða fyrirmælum stjórnvalda. Morgunblaðið hefur ekki full- yrt annað um þetta efni en það, að Ragnar Arnalds, fjármala- ráðherra, hafi gert það að skil- yrði fyrir ríkisábyrgð, að félagið seldi eignir. Þetta kemur skýrt fram í 3. tölulið hins dæmalausa bréfs fjármálaráðherra til Flugleiða frá 10. okt. sl. Bréf Flugleiða frá 1. okt. sl. sem ráðherrann vitnar til hefst á þessum orðum: „Að ósk ráðu- neytisins fylgja hér með upplýs- ingar um athuganir á sölu fast- eigna, hlutabréfa í öðrum félög- um ...“ Þetta bréf Flugleiða er svar við bréfi samgönguráðherra frá 24. september sl., þar sem rætt er um sölu eigna og óskað upplýsinga um möguleika á því. Það skiptir Morgunblaðið engu máli, þótt stjórnendur Flugleiða láti í ljósi þá skoðun í bréfinu frá 1. okt. sl., að kæmi til sölu eigna væri hagkvæmast að selja m.a. hlut félagsins í Cargo- lux. Það er skoðun Morgunblaðs- ins, að út frá þjóðhagslegum sjónarmiðum sé rangt að selja hlut Islendinga í Cargolux, þar sem eignarhluti Flugleiða í því fyrirtæki, skapi okkur margvís- lega möguleika í flugmálum í framtíðinni. 6. Fjármálaráðherra segir: ... Þessi rótarlegu skrif Morg- unblaðsins, sérstaklega um þennan þátt málsins þ.e. um sölu eignanna og hugsanlegt veðhæfi þeirra ... sýna að greinileg til- hneiging hefur verið fyrir hendi á undanförnum vikum að láta ríkissjóð og skattgreiðendur taka á sig ábyrgð í þessu máli, sem kynni að vera langt umfram það sem veð leyfa ...“ I fyrsta lagi er það staðreynd, hversu oft sem fjármálaráð- herra reynir að fela það, að það er ríkisstjórnin sjálf, og þar með ráðherrann, sem hefur átt frum- kvæði að því að taka á skatt- greiðendur þá ábyrgð, sem felst í bakábyrgðinni vegna Atlants- hafsflugsins. í öðru lagi er ljóst, að reglur um veð vegna ríkis- ábyrgða hafa verið sveigjanlegri í framkvæmd en fjármálaráð- herra vill vera láta. I þeim efnum eiga Flugleiðir að sitja við sama borð og önnur atvinnu- fyrirtæki í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.