Morgunblaðið - 04.11.1980, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980
Frá árinu 1972 hefur öldruðu fólki í Reykjavik fjölgað verulega, 80 ára og eldri hefur f jölgað
um 50% og ellilífeyrisþegum um 20% á sama tíma hefur íbúatala borgarinnar staðið í stað og
ellilífeyrisþegum í öðrum landshlutum farið fækkandi. Þrátt fyrir þessa fjölgun hefur Reykjavík
borið mjög skarðan hlut frá borði hvað varðar f járveitingar hins opinbera til uppbyggingar
sjúkrastofnana. Á árunum 1975 til ’78 var hlutur Reykjavíkur 10.482 krónur á íbúa miðað við
verðlag ársins 1978, Reykjaneshérað fékk 7.824 krónur, en önnur héröð fengu þrisvar til sex
sinnum meira. Þetta hefur valdið því að nauðsynleg uppbygging heilsugæzlu- og hjúkrunarheimila
aldraðra hefur ekki átt sér stað. Nú skortir um 350 sjúkrarúm fyrir aldraða til þess að þörfinni
verði fullnægt og það hefur svo í för með sér að fjöldi fólks dvelur nú á heimilum úti i bæ, en
þyrfti sólarhringshjúkrun.
Reynt hefur verið eftir mætti að auka heimilisþjónustu við aldraða til að gera þeim kleift að
dvelja á heimilum sinum, bæði með hjúkrun og ýmis konar annarri aðstoð. Á síðasta ári voru
farnar yfir 21.000 vitjanir í heimahjúkrun, hafði þeim þá fjölgað verulega frá árinu áður. Þrátt fyrir
þessa góðu viðleitni eykst stöðugt vandi aldraða fólksins, vegna þess að langlegu- og
hjúkrunardeildir vantar til að taka á móti því, þegar það getur ekki verið heima lengur.
Nokkuð hefur verið reynt að gera til að leysa vandann og nú er í byggingu B-álma
Borgarspítalans, en hún verður ekki komin í gagnið fyrr en eftir um það bil 3 ár og er það of seint
að mati flestra viðmælenda blaðsins. Telja þeir að tafarlaus lausn verði að koma til og þegar í stað
verði að koma upp húsnæði fyrir langlegu- og hjúkrunardeildir aldraðra. En auk þess sé það
nauðsynlegt að skipuleggja öldrunarþjónustuna mun betur en verið hefur, því gott skipulag
hennar minnki þörfina á langlegudeildum.
í tilefni þessa hafði blaðið samband við ýmsa þá sem að þessum málum vinna og bað þá að
skýra ástandið, hvað hefði valdið þessu og hvað væri helst til lausnar. Viðtölin munu birtast hér í
hlaðinu næstu daga og er það von biaðsins að þau verði til þess að vekja fólk til umhugsunar um
ástandið og að lausn á þessum málum verði fundin hið skjótasta.
- HG.
Skúli G. Johnsen, borgarlæknir:
Fjöldi hjúkrunarplássa fyrir aldraða
fullnægir aðeins helmingi þarfarinnar
„Það er æði margt, sem þarf að
taka inn í dæmið, þegar rætt er
um stöðu aldraðra og aðbúnað
þeirra hér í Reykjavík", sagði
Skúli G. Johnsen, borgarlæknir,
þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við hann og innti eftir áliti
hans á þeim málum.
Hingað renna aðeins
39% f járveitinga til
byggingar sjúkrastofn-
ana, en þyrftu að vera
55-60%________________________
Eitt af því fyrsta, sem athuga
þarf, er hverjar fjárveitingar
ríkisins til heilbrigðisþjónustunn-
ar í Reykjavík hafa verið miðað
við önnur héruð eða landshluta.
Fjárveitingar reiknaðar á íbúa á
árunum 1971—1974 og 1975—1978
eru mjög mismunandi eftir héruð-
um. A fyrra tímabilinu eru fjár-
veitingar á íbúa í Reykjaneshér-
aði, reiknaðar á verðlagi ársins
1978, 2.730 kr. á íbúa, í Reykjavík-
urhéraði 8.540, en á íbúa í Vestur-
landshéraði 38.738 og í Austur-
landshéraði 38.761 kr.
Á síðara tímabilinu eru fjár-
veitingar á íbúa miðað við verðlag
ársins 1978, í Reykjaneshéraði
7.824 kr og í Reykjavíkurhéraði
10.482 kr., en fjárveitingar til
annarra héraða nema frá þre-
faldri til sexfaldrar þessarar upp-
hæðar.
Þessar athuganir sýna, að fjár-
veitingar ríkissjóðs til stofnkostn-
aðar heiibrigðisstofnana hafa ver-
ið afar mismunandi eftir héruðum
og langminnstar til Reykjavíkur
og Reykjaness. Þetta hefur valdið
því, að þróun og uppbygging
heiibrigðisþjónustunnar í Reykja-
vík hefur staðnað á ýmsum mik-
ilvægum sviðum, svo sem í heilsu-
gæslu og hjúkrun aldraðra og er
nú ekki lengur hægt að sjá fyrir
nauðsynlegum þörfum íbúanna,
sem þeim ber að tryggja skv.
almannatryggingalögum og lögum
um heilbrigðisþjónustu.
Við skiptingu fjármagns á hér-
uð ættu höfuðviðmiðunarþættir að
vera þessir:
íbúafjöldi, aldursskipting íbú-
anna, byggðaeinkenni, stærð og
mannfjöldi á upptökusvæði stofn-
ana, staðsetning læknaskóla og
annarra heilbrigðisstétta.
Vegna íbúafjöldans hér, stærðar
upptökusvæðis og hlutverks svæð-
issjúkrahússins í Reykjavík fyrir
alla landsmenn og af fleiri ástæð-
um, er hvorki nægjanlegt né
réttmætt, að hingað renni aðeins
tæplega 39% heildarfjárveitinga
til byggingar heilbrigðisstofnana.
Það er ekki síður áberandi, að
einungis 4,2% af fjárveitingum til
heilsugæslustöðva á árabilinu
1974—1980 hafa runnið til Reykja-
víkur. Með tilliti til þeirra viðmið-
unarþátta, sem ég nefndi áðan,
ætti hlutur Reykjavíkur af fjár-
veitingunum til þessara mála að
vera 55—60%.
Það er ekkert efamál, að byggð-
astefnan hefur ráðið miklu um
fjárveitingar á sviði heilbrigðis-
mála og má merkja að misvægi
fjárveitinga samsvarar nokkuð vel
misvægi atkvæða eftir kjördæm-
um.
Hér hefur íbúum 80
ára og eldri fjölgaö um
50% síðan 1973, en á sama
tíma hefur íbúatalan í
Reykjavík staðið í
stað____________________________
Það er ekki að undra þótt fólk á
landsbyggðinni hafi trúað þing-
mönnum og ýmsum öðrum, sem
hafa klifað á kostum þess að búa í
Reykjavík. Margir hafa treyst á að
þar væri mestu þjónustuna að fá
og ótalmargir hafa talið best að
tryggja sig í ellinni með því að
flytjast hingað. Allt of margir
hafa uppgötvað um seinan að þeir
hefðu átt kost á betri þjónustu í
heimahéraði.
Þetta ásamt fleiru hefur haft í
för með sér óeðlilega fjölgun
aldraðra í Reykjavík á meðan
langleguplássum hefur jafnvel
fækkað og því ríkir nú hreint
neyðarástand á þessu sviði.
Til dæmis hefur íbúum 80 ára
og eldri fjölgað um 50% síðan 1972
og lífeyrisþegum um 20% og
hlutfall þessara hópa af heildar-
ibúafjöldanum í Reykjavík hefur
vaxið verulega. Á sama tíma hefur
hlutfall ellilífeyrisþega utan
Reykjavíkur farið lækkandi.
Ástandið er nú orðið þannig, að
hér á sjúkrahúsunum í Reykjavík
höfum við orðið að rýma fyrir
sjúklingum, sem koma af öllu
landinu, með því að útskrifa
reykvísk gamalmenni löngu áður
en forsvaranlegt er.
Hinn mikli fjöldi ellilífeyris-
þega, sem býr hér í Reykjavík
umfram landsmeðaltal, leggur
mjög þungar byrðar á borgarsjóð,
vegna ýmiss konar félagslegrar
þjónustu, sem þeim er nauðsynleg.
Má þar nefna heimilisþjónustu og
byggingu og rekstur dvalarstofn-
ana fyrir aldraða. Reykjavík situr
hins vegar ekki við sama borð og
flestir aðrir landshlutar hvað
snertir fjárveitingar til sjúkra-
stofnana, þ.á m. hjúkrunarheimila
og langlegudeilda. Nú skuldar
ríkissjóður borginni yfir 1 millj-
arð króna vegna framkvæmda í
sjúkrahússmálum og er það vænt-
anlega öllum Ijóst, að borgarsjóð-
ur getur ekki bæði tekið á sig
meirihluta byggingarkostnaðar
stofnana sem ríkinu ber að greiða
85% af og auk þess staðið undir
nauðsynlegri félagslegri þjónustu
fyrir ört vaxandi hóp aldraðra.
Hvað áttu við með því að
Reykjavík sitji ekki við sama borð
og önnur sveitarfélög?
Með haganlegri og að mínu viti
óleyfilegri túlkun um framkvæmd
laga um skipan opinberra fram-
kvæmda, hefur fjárveitingavaldið
með góðum stuðningi embætt-
ismanna ríkisins stýrt fjármagni
til heilbrigðisstofnana út á landi
og knúið borgina til að greiða
mikla fjármuni umfram það sem
henni ber, á þeim grundvelli, að
borgin vildi meiri framkvæmda-
hraða en ríkinu hentaði. Fram-
kvæmdir þær, sem hér um ræðir,
eru t.d. Grensásdeild, Arnarholt,
Hafnarbúðir og þjónustuálma og
B-álma Borgarspítalans.
Frumstæð vinnu-
brögð í skipulagningu
og áætlanagerð____________
Við höfum sem sagt ekki fengið
að byggja upp þjónustu við aldr-
aða miðað við þörfina. Áætlanir
um þörf fyrir mismunandi stofn-
anir hafa annað hvort ekki verið
gerðar eða ekkert mark hefur
verið tekið á þeim. Þeir, sem hafa
haft frumkvæði að uppbyggingu
sjúkrastofnana, hafa e.t.v. fremur
sinnt þrengri áhugamálum stofn-
ana sinna, heldur en brýnustu
þörfum samfélagsins.
Við erum enn byrjendur í skipu-
lagningu og áætlanagerð á sviði
heilbrigðisþjónustu og nútíma-
vinnubrögð á þessu sviði hafa lítið
verið notuð. Þær þróunaráætlanir,
sem gerðar hafa verið fyrir stofn-
anirnar hér í Reykjavík, taka
ekkert mið hver af annarri. Allir
vilja gera heil ósköp, en enginn
einn aðili hefur haft bolmagn til
að samræma óskir og raða verk-
efnum. Úr þessu má þó bæta, ef
nýr aðili, heilbrigðismálaráð
Reykjavíkurhéraðs, fær aðstöðu
til að vinna að stjórn þessara mála
eins og lög um heilbrigðisþjónustu
gera ráð fyrir.
Tölur um hjúkrunar-
rými fyrir aldraöa
hafa verið viliandi_________
Þær upplýsingar, sem hafa legið
fyrir um pláss á elli- og hjúkrun-
arheimilum aldraðra hafa verið
villandi. Það stafar fyrst og
fremst af því, að ekki hefur verið
tekið tillit til þess, að mestur
fjöldi hjúkrunarplássa hefur verið
á elli- og dvalarheimilum, sem
aldrei var ætlað hlutverk lang-
legustofnana. Öldrunarlækninga-
deildir og vel útbúnar hjúkrunar-
deildir hafa ekki fengið pláss
innandyra á sjúkrahúsum hér, ef
frá er talin B-álma Borgarspítal-
ans, en skv. ávkörðun borgarsjóðs
1973 skulu þar vera hjúkrunar- og
langlegudeildir. Þá hefur verið
litið fram hjá hlut hinna almennu
sjúkradeilda í langlegu og hjúkrun
aldraðra og að hann hefur farið
mjög minnkandi á undanförnum
árum. Ég býst við að nauðsynlegt
sé að viðurkenna hlutverk allra
almennra sjúkradeilda að þessu
leyti og auka hlut þeirra að nýju á
þessu sviði, a.m.k. meðan ástandið
er svo slæmt, sem raun ber vitni.
300 til 350 hjúkrun-
arpláss á langlegu-
deildum skortir nú___________
Biðtími rúmliggjandi sjúklinga
í heimahúsum, sem þarfnast lang-
tímavistunar, er eitt til tvö ár, eða
jafnvel enn lengri. Fjöldi hjúkrun-
arplássa fullnægir nú aðeins
helmingi þarfarinnar og skortir
300 til 350 pláss á slíkum deildum,
ef miðað er við að þátttaka
almennra sjúkradeilda í hjúkrun
og langlegu leggist niður og þær
annist eingöngu það hlutverk, sem
flestir ætla þeim. Mér reiknast til,
að á þeim deildum séu nú 100 til
150 aldraðir langlegusjúklingar.
Þessa tölu þarf þó að sannreyna
með sjúklingatalningu á öllum
spítölunum í Reykjavík. Ef hlut-
verk almennu sjúkradeildanna á
sviði hjúkrunar og langlegu er
viðurkennt, myndu tölurnar líta
betur út, þ.e. skorturinn næmi 200
til 250 plássum, en þó er þess að
gæta, að forráðamenn Grundar og
Hrafnistu hyggjast alls ekki
breyta stofnunum sínum í sjúkra-
stofnanir frekar en orðið er og
þeir munu fækka rúmum til að
skapa aðstöðu fyrir fleira starfs-
fólk og betri þjónustu. Það sem
einnig þarf að taka með í myndina
er, að enn frekari fjölgun aldraðra
næstu árin mun auka þörfina.
Gott skipulag öldrun-
arþjónustu minnkar
þörfina á stofnunum____________
Hvernig má leysa vandann?
Það þarf að finna lausnir, sem
komið geti til nota sem allra fyrst.
Nauðsynlegt er að ríkið veiti
meira fé til byggingar hjúkrunar-
heimila hér í Reykjavík, sem koma
til viðbótar B-álmunni. Einnig
kemur til greina að setja á fót
gistiheimili í tengslum við öldrun-
ar- og langlegudeildir og væri sú
lausn e.t.v. fljótvirkust.
Það er einnig nauðsynlegt að
skipuleggja öldrunarþjónustu
mun betur en verið hefur. Gott
skipulag hennar tryggir besta
þjónustu, auk þess sem það gerir
kleift að nýta vel það pláss, sem
við höfum og að halda plássþörf-
inni í lágmarki. Með öðrum orð-
um: Gott skipulag öldrunarþjón-
ustu minnkar þörfina fyrir upp-
byggingu stofnana.
Það þarf að tengja saman þau
úrræði, sem við höfum, allt frá
sjúkrahúsum til heimahjálpar.
Þetta eru mörg mismunandi þjón-
ustustig. Það fyrsta er sjúkra-
ÖMURLEGT ÁSTAND