Morgunblaðið - 04.11.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. NÓVEMBER 1980
29
Kjördagur í Bandarikjunum:
Reagan virðist sigur-
stranglegri en Carter á þó von
Washiniíton. 3. nóvembor 1980.
BANDARÍKJAMENN kjósa íor-
sota til næstu fjoKurra ára í dan.
Lan«ri kosninKabaráttu. sem
hófst mró þátttöku tiu repúblik-
ana ok tveKKja demókrata. er
iokift. I nótt fæst skorift úr því,
hvor verður na-sti forseti Banda-
ríkjanna. Jimmy Carter, fram-
bjóftandi demókrata ok núver-
andi forseti, efta Ronald ReaKan,
frambjóftandi repúhlikana ok
fyrrverandi rikisstjóri Kali-
forníu. Mikil óánæKja ríkir meft
frambjóftendurna ok færri kunna
aft Kreifta atkva'fti en nokkru
sinni fyrr. ReaKan virðist eÍKa
betri sÍKurmöKuleika en Carter
af skoftanakönnunum aft da-ma.
en baráttan milli þeirra er hörð.
— Ilynes Johnson. sem er einn
reyndasti fréttaskýrandi Wash-
inKton Post, skrifaði á sunnudaK,
að yfirleitt heffti hann verið
sannfærður um hver yrði sÍKur-
veKari kosnin«a. þeKar svo nærri
þeim var komift, „en svo er ekki i
ár, aldrei fyrr hefur það reynzt
jafnmikið kvalræfti fyrir banda-
rísku þjóftina að ákvefta hvern
skuli kjósa.“
Mikil óánægja þótti ríkja meðal
kjósenda árið 1972, þegar kosið
var milli Richard Nixons og
George MacGoverns, skoðana-
kannanir George Gallups sýndu
þá, að aðeins 62% þjóðarinnar
voru verulega ánægð með annan
hvorn frambjóðandann. Niður-
stöður Gallups benda til í ár, að
aðeins 52% þjóðarinnar séu veru:
lega hrifin af Reagan eða Carter. í
kosningunum 1956 voru 92% þjóð-
arinnar ánægð með Dwight Eisen-
hower forseta eða Adlai Stevenson
mótframbjóðanda hans.
Síðan 1972 hafa margir kjósend-
ur sagzt velja skárri manninn af
tveimur slæmur frambjóðendum.
Það hefur kveðið oftar við í ár en
Jimmy Carter, demókrati.
áður. Margir kenna aðferð flokk-
anna við val frambjóðenda um.
Hún er afar tímafrek og talin fæla
fjölda stjórnmálamanna frá for-
setaframboði. Óttazt er, að minni
hluti þjóðarinnar kjósi í ár en
nokkru sinni, vegna óánægju kjós-
enda með Carter og Reagan. 54%
kjósenda fóru á kjörstað 1976, en
færri hafa skráð sig á kjörskrá í
ár heldur en þá. Talið er, að
Reagan muni helzt hagnast á
lítilli þátttöku kjósenda.
Fleiri eru í forsetaframboði en
Carter og Reagan. Mest hefur
borið á John Anderson, sem býður
sig fram sjálfstætt, en hann tók í
byrjun þátt í forkosningabaráttu
repúblikana. Hann naut um 18%
fylgis meðal kjósenda fyrir nokkr-
um vikum, en hefur tapað miklu
fylgi eftir því sem nær hefur
dregið kosningum. Mikill fjöldi
demókrata og repúblikana er hrif-
inn af stefnu Andersons, en vill
ekki kjósa hann, því sigurmögu-
Ronald Reagan, repúblikani.
leikar hans eru taldir sáralitlir.
Ed Clarke býður sig fram fyrir
hönd Frjálsræðisflokksins og
Barry Commoner fyrir Borgara-
flokkinn. Báðir boða stefnu sína í
auglýsingum í fjölmiðlum, en ekki
er talið, að þeir muni hafa áhrif á
úrslit kosninganna. Auk þeirra
eru um 15 manns í framboði til
forseta.
Kosningarnar í Bandaríkjunum
eru eins og 51 sjálfstæð kosning.
Það, sem ræður úrslitum, er fjöldi
kjörmanna á kjörfundi, sem end-
anlega kýs forseta landsins. Sigur-
vegari hvers ríkis hlýtur alla
kjörmenn ríkisins, en fjöldi þeirra
ræðst af fólksfjölda í ríkinu. Alls
sitja 538 manns kjörfund. Það er
því mikilvægt fyrir frambjóðend-
urna að vinna sigur í stærstu
ríkjunum. Nýjustu skoðanakann-
anir Gallups sýna, að Carter hefur
44% fylgi meðal kjósenda en
Reagan 41%. Skoðanakannanir
John Anderson, óháftur.
Washington Post sýna hins vegar,
að Reagan hefur meiri hluta í 22
ríkjum og 207 kjörmenn, en Carter
í 15 ríkjum og District of Col-
umbia og 163 kjörmenn. 270 kjör-
manna er þörf til að vinna kosn-
ingarnar. Baráttan er of hörð
milli frambjóðendanna í 13 ríkjum
til að segja hvor hefur yfirhönd-
ina, og því liggja 168 kjörmenn
milli hluta.
Carter hlaut 297 kjörmenn í
kosningunum 1976, > en Gerald
Ford 240. Carter vann þá öll
Suðurríkin auðveldlega, en Reag-
an á nú góða möguleika í Texas og
Florida. Stóru iðnaðarríkin, eins
og Pennsylvania, Ohio, Michigan
og Illinois, eru mjög mikilvæg í
þessum kosningum. Ef Carter
tapar einnig í þeim, á hann litla
von um að vinna kosningarnar.
Síðustu daga kosningabaráttunn-
ar voru flestir sammála um, að
Carter þyrfti að vinna á til að
sigra, þótt fáir hafi verið alveg
sannfærðir um öruggan sigur
Reagans.
Það er mál manna, að Reagan
hafi komið betur út úr kappræð-
um frambjóðendanna síðast liðinn
þriðjudag. Hann sýndi, að hann er
jafnoki forsetans og virtist ekki
hafa eins hættulegar skoðanir og
Carter hefur látið í veðri vaka.
Reagan hefur alið á óánægju
kjósenda með efnahagsstefnu
Carters í kosningabaráttunni.
Hann hefur hlotið stuðning fjölda
demókrata, sem telja hann færan
um að rétta við efnahag í landinu
og stöðva þróun ýmissa mála, eins
og fjölskyldu- og skólamála, í
frjálsræðisátt.
Carter nýtur stuðnings flestra
verkalýðsfélaga. Þau hafa oft
reynzt sínum mönnum vel með vel
skipulagðri starfsemi á kjördag. í
þetta sinn mun Carter þurfa á
allri þeirra hjálp að halda. Mikil
eftirvænting hefur ríkt síðustu
daga um örlög gíslanna í Teheran.
Carter hefur margendurtekið, síð-
ast nú á sunnudag, að hann vilji
ekki nota samninga um frelsun
gíslanna í kosningaskyni. Margir
líta það þó hornauga, til hversu
mikilla tíðinda hefur dregið, svo
nærri kosningum og heilu ári eftir
handtöku gislanna.
Stórblöðin Washington Post og
New York Times, hafa bæði lýst
yfir stuðningi sínum við Carter.
Mun fleiri dagblöð hafa þó lýst
yfir stuðningi við Reagan. En
óánægja kjósenda kemur vel fram
í fjölmiðlum, sem og í samtölum
við fólk. New York Times notaði
tækifærið, þegar það lýsti yfir
stuðningi sínum við Carter til að
minna á söguna af manninum,
sem var eltur uppi og króaður af í
lokuðu sundi. Vopnaðir óþokkar
miðuðu á hann byssu og sögðu:
„Reagan eða Carter?“ og mannin-
um féll allur ketill í eld og
hrópaði: „Skjótið, skjótið."
Repúblikönum spáð fylgis-
aukningu í þingkosningum
KOSIÐ verður í dag um alla
þingmenn Fulltrúadeildar
bandaríska þingsins, 435 að tölu,
og þriðjung öldungadeildarþing-
manna, sem eru alls 100. Ríkis-
stjórar 13 ríkja verða einnig
kjörnir. Repúblikönum er spáð
góðum kosningum. Þeir hafa
aðeins átt meiri hluta í þinginu í
fjögur ár (á tíma Eisenhowers),
síðan 1932, en þeir vonast til að
vinna meiri hluta í kosningunum
1982, ef ekki í ár.
Demókratar eiga nú 276 sæti í
fulltrúadeildinni, en repúblikan-
ar 159. Skoðanakannanir benda
til að repúblikanar muni bæta
við sig 15—25 sætum í deildinni
og komist því hvergi nærri
meirihluta þar að þessu sinni.
Demókratar eiga 59 sæti í öld-
ungadeildinni, en repúblikanar
41. Þar er repúblikönum spáð
2—3 viðbótarsætum.
Kosningabaráttan hefur bent
til þess, að þingmennirnir, sem
snúa til Washington í janúar,
verði íhaldssamari en oft áður,
úr hvorum flokknum sem þeir
- McGovern og Church standa tæpt
George McGovern
koma. Fjórir þekktir frjálslyndir
öldungadeildarþingmenn demó-
krata eiga í mjög harðri baráttu
í heimarikjum sínum, og skoðan-
ir þeirra á ýmsum málum hafa
Frank Church
mildazt mjög í kosningabarátt-
unni. Þeir eru George McGovern,
sem var forsetaframbjóðandi
demókrata 1972, Frank Church,
formaður utanríkismálanefndar
Birch Bay
öldungadeildarinnar, Birch Bay,
sem bauð sig fram til forseta í
forkosningunum 1976, og Gary
Hart, sem þykir líklegur til
forsetaframboðs í framtíðinni.
Repúblikanar hófu kosninga-
baráttuna betur undir hana bún-
ir en demókratar. Sjóðir þeirra
voru gildari og óánægja almenn-
ings með stjórn Jimmy Carters
kom þeim vel. Margir nefndar-
formenn demókrata í fulltrúa-
deildinni er í hættu í kosningun-
um eða eru að hætta af fúsum
vilja. Það mun væntanlega
hjálpa repúblikönum til að búa
sig undir að vinna meiri hluta í
deildinni við næstu kosningar.
Forseti Bandaríkjanna getur
lítið gert án stuðnings þingsins.
Ef Reagan vinnur forsetakosn-
ingarnar getur meiri hluti demó-
krata í þinginu reynzt honum
fjötur um fót. En Carter hefur
ekki þótt vinna nógu vel með
flokksbræðrum sínum í þinginu
undanfarin fjögur ár, þótt hann
hafi tekið sig á síðari hluta
kjörtímabilsins. Lítil þátttaka
kjósenda í kosningum í Banda-
ríkjunum þykir benda til þess að
fólk telji það skipta litlu máli
hverjir stjórni landinu, hvort
heldur er úr Hvíta húsinu eða
þingsöium.