Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 255. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stefnir í stórtap British Airways London. 14. nóvembpr. — AP. BRITISII Airways', citt stærsta fluRfélaK hcims. tilkynnti í dag, að tveggja milljóna sterlings- punda tap, cn þaó jafngildir um 2,8 milljöróum króna, hcfði orðið á rckstri fclagsins mánuðina apríl til scptcmbcr. Á sama sex mánaða tímahili í fyrra varð 71 milljóna punda rekstrarhagnað- ur, en hagnaðurinn það ár þó aðeins 20 milljónir punda. Formælandi BA sagði í dag, að útlitið væri mjög dökkt það sem eftir væri ársins og stefndi í stórtap. Félagið hefur ekki verið með neikvæðan rekstrarafgang fyrri árshelming frá því að það var stofnað við samruna B.O.A.C. og BEA. árið 1974. Á því tímabili sem um ræðir er hvað mest um að vera hjá flugfélögunum, og spáði formælandi BA því að verulegt tap yrði á rekstri félagsins í ár, þrátt fyrir að gætt hefði verið aðhalds í rekstri með því að selja eldri vélar félagsins, með því að takmarka kaup á nýjum vélum og fækka ferðum, en þ.á m. var flug hljóðfráu þotunnar Concorde til Singapore lagt niður. Á tímabilinu apríl til september fækkaði far- þegum félagsins um tíu af hundr- aði miðað við sama tímabil í fyrra, og sögðu talsmenn British Air- ways, að hin styrka staða sterlingspundsins hefði átt sinn þátt í því að fæla ferðamenn frá Bretlandi. British Airways hefur skýrt starfsfólki frá því að búast ekki við launahækkunum þar til í júlí á næsta ári. Vegna fregna af slæmri afkomu félagsins hefur stjórn Margrétar Thatcher frestað áætl- unum um sölu hlutabréfa í fyrir- tækinu, sem er ríkisrekið. Pol Pot í Peking BanKkok. 14. nóvomber. — AP. IIÁTTSETTUR maður í thai- lenzka hernum staðfesti i dag þann orðróm að Pol Pot fyrrum forsætisráðherra i Kamhódíu væri nú staddur í Peking. Ilermdi maðurinn, sem ekki vildi verða nafngreindur. að Pol Pot hefði yfirgefið felustað sinn í frumskógum vesturhluta Kam- bódíu fyrir um viku. en óljóst væri hversu lengi hann yrði í Kína. Hins vegar sagðist fulltrúi í sendiráði Kambódíu í Peking ekki hafa neina vitneskju um ferðir Pol Pots, né hvort hann væri staddur í Peking. Kínverska utanríkisráðu- neytið vildi ekkert um þessar fregnir segja í dag. Fyrir skömmu var Prem Tinsulanonda, forsætis- ráðherra Thailands, í Peking til viðræðna um málefni sveita Rauðu khmeranna, en þar bar helzt á góma að breyta þyrfti í æðstu röðum khmeranna, þannig að leiðtogarnir yrðu „móttæki- legri". ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra flytur ræðu á Öryggismálaráðstefnunni í Madríd í gær. Símamynd — AP. _ Öryggismálaráðstefnu borgið á síðustu stundu Madríd. 14. nóvember. — AP. BANDARÍKJAMENN og Sovét- menn féllust í dag á málamiðlun um fyrirkomulag funda á Örygg- ismálaráðstefnu Evrópu og komu þar með í veg fyrir að ráðstefnan fa'ri út um þúfur. eins og lengi hafði verið óttast. Samkvæmt málamiðlunartillög- unni verður góðum tíma, eða um sex vikum, varið í umræður um hvernig ríki, er aðild áttu að Helsinki-sáttmálanum, hafi efnt fyrirheit um úrbætur í mannrétt- indamálum, og gott tóm gefst til að fjalla um innrás Rússa í Afganist- an, en einnig tryggir málamiðl- Yfirbugaður eftir átta klukkustundir Briissel. 14. nóvember. — AP. ÞRÍR vopnaðir menn hótuðu í dag að sprengja skólabifreið með 16 nemendum og kenn- ara þeirra í loft upp ef ekki yrði orðið við kröfum þeirra um að fá tíma til umráða í útvarpi og sjónvarpi til að láta i ljós andúð sína á félagslegum kjörum belgísks almennings. Mennirnir héldu nemendunum og kennaranum í gíslingu í átta klukkustundir. og er þeir voru á leið í upptökusal í útvarpshúsi í Brússel voru þeir yfirbugaðir. Engin meiðsl hlutust af er óein- kennisklæddir lögreglumenn yfir- buguðu mannræningjana. Þremenningarnir létu til skarar skríða í smábænum Vielsalm, sem er í 130 kílómetra fjarlægð frá Brússel, klukkan 8.30 að morgni og létu bílstjórann aka til Brússel. Samningaþref stóð yfir í átta klukkustundir rúmar þar sem bifreiðin stóð á stæði útvarps- stöðvarinnar, og á meðan skipu- lagði lögregla aðgerðir sínar, sem heppnuðust, eins og fyrr segir. unartillagan að Rússar geti komið að hugmyndum sínum og tiliögum um sérstaka ráðstefnu um afvopn- unarmál að lokinni Öryggis- málaráðstefnunni. Mikill fögnuður braust út í ráð- stefnusal er tilkynnt var aði samkomulag hefði náðst um mála- miðlunartillöguna, sem fulltrúar Svíþjóðar, Kýpur, Austurríkis, Júgóslavíu, Liechtenstein, Möltu og San Marínó lögðu fram. Þráttað hafði verið um dagskrá fundanna í tíu vikur án árangurs. Vonast er til að lokasamþykkt verði undirrituð 5. Formælandi bandarísku sendi- nefndarinnar á ráðstefnunni sagði, að ekki kæmi til greina að sam- þykkja kröfur Rússa um sérstaka afvopnunarráðstefnu meðan rúss- neskir hermenn væru í Afganistan. í ræðu á ráðstefnunni í dag, sagði Leonid Ilyichev aðstoðarutanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, að atburð- ifnir í Afganistan væru bein afleið- ing utanaðkomandi afskiptasemi, en talið er að hann hafi átt við að frelsissveitir Afgana nytu stuðn- ings erlendra ríkja. Einna harkalegust var ræða júgóslavneska utanríkisráðherrans, Josip Vrhovec, á ráðstefnunni í dag, þar sem hann sagði að þjóðir heims skyldu fordæma innrásir, valdbeit- ingu eða utanaðkomandi afskipta- semi því venjulegast væri vegið að undirstöðum jafnvægis í alþjóða- málum og heimsfriði stefnt í hættu. Ljóst þykir að Vrhovec beindi spjótum sínum að Rússum og inn- rásinni í Afganistan. Reagan ræður sér starfsmannastjóra New Y«rk. 14. nóvember. — AP RONALD Reagan hefur ákveðið að gera James A. Baker að starfsmannastjóra sinum í Ilvíta húsinu. að því er New York Times skýrir frá i dag. Blaðið hefur einnig eftir áreiðanlegum heim- ildum. að Edwin Meese hljóti jafn mikilvæga stoðu. Meese mun stjórna undirbúningi embættistöku Reagans og þótti hann líklegur til að verða útnefnd- ur starfsmannastjóri Hvíta húss- ins þar sem hann var starfsmannastjóri Reagans er for- setinn nýkjörni var fylkisstjóri í Kaliforníu. Baker er 51 árs lög- fræðingur frá Houston í Texas. Hann vann fyrir Gerald Ford í forkosningunum 1976 og fyrir George Bush er til skamms tíma keppti við Reagan um útnefningu repúblikana við forsetakosn- ingarnar. Bush verður varaforseti í stjórn Reagans. Yilja héraðsstjóra á brott úr embætti i Póllandi Varsjá, 14. núvember. — AP. AUKINN þrýstingur var í dag settur á pólsk yfirvöld og þau hvött til að víkja Miroslaw Wierzbicki héraðsstjóra í Czestochowa-héraði úr emhætti. Wierzbicki féll í ónáð verkamanna er hann hótaði í viku byrjun að koma í veg fyrir íyrir- huguð verkföll með því að heita hervaldi. Talsmaður Samstöðu sagði að fulltrúar starfsfólks í 200 verksmiðjum og stofnunum í Czest- ochowa-héraði hefðu krafizt þess af ríkisstjórninni að Wierzbicki yrði vikið úr embætti. Gengu fulltrúarn- ir á fund Jozefs Grygiel leiðtoga kommúnistaflokksins í Czestochowa í dag og gerðu honum grein fyrir sjónarmiðum sínum. „Verkamenn á svæðinu öllu vilja ekki eiga sam- starf við Wierzbicki, allir eru orðnir hundleiðir á embættishroka hans,“ sagði einn af formælendum Sam- stöðu. Talsmenn Samstöðu sögðu í dag, að embættismenn úti í héruðunum virtu oft að vettugi fyrirheit stjórn- arinnar í Varsjá og gerðu allt hvað þeir gætu til að trufla störf óháðu verkalýðsfélaganna. Þannig hefðu verksmiðjustjórar látið fjarlægja tilkynningarspjöld Samstöðu í verk- smiðjum í Ciestochowa og jafn- framt krafizt þess af verkamönnum að þeir staðfestu eiða um drottin- hollustu við yfirmenn sína. Bann við allri starfsemi óháðra verkalýðsfé- laga var t.d. enn í gildi í Czestoch- owa héraði í dag, og tilraunir til að koma á samningaviðræðum Wierz- bicki og verkalýðsleiðtoga reyndust árangurslausar. Embættismenn í Varsjá vöruðu við því í dag, að staðbundnar deilur kynnu að torvelda tilraunir stjórn- valda til að ná afturbata í efna- hagsmálum, en frá því var m.a. skýrt í dag, að 10,5 milljónir smá- lesta mundi vanta til að kolafram- leiðsluáætlunum yrði fullnægt, eða um fjórðung þess magns sem flutt var út á síðasta ári, en kol eru helzta gjaldeyristekjulind Pólverja. Þá hefur útflutningur á matvælum verið stöðvaður til að mæta kjöt- og öðrum matvælaskorti heimafyrir. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu átti í dag viðræður við Stanyslaw Kania leiðtoga Kommúnistaflokks Póllands, en það er í fyrsta skipti að þeir ræðast við, skv. fregnum AP. Ekkert var látið upp um efni fundarins annað en að þeir hefðu rætt um félags- og efnahagslegt ástand í Póllandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.