Morgunblaðið - 15.11.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 15.11.1980, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 flfanfgtntlilafrift Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Tollkrít til lækk- unar vöruverðs Matthías Á. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, skip- aði-nefnd sérhæfðra aðila árið 1977 til að endurskoða lög og reglur um tollheimtu og tolleftirlit. Ein meginniðurstaða nefndarinnar var samroima tillaga um að taka upp greiðslufrest í aðflutningsgjöldum vöru, svokallaða tollkrít. Það kom fram í nefndaráliti að beinn sparnaður fyrir þjóðarbúið, ef tollkrít kæmist á, yrði um þrír milljarðar króna á núverandi verðlagi. Hér er því mikið hagsmunamál fyrir alla landsmenn að ræða, sem stuðla myndi að sparnaði, hagræði og lægra vöruverði; neytendum, flutningsaðilum og hinu opinbera til góða. Kostnaður við meðferð vara er veigamikill verðmyndunar- þáttur. Hann samanstendur af uppskipun, geymslu vara, millifærslu milli geymslna, en einnig af ýmsum kerfisþáttum, s.s. skjalakerfi, útfyllingu umsókna, ferða í tollskrifstofur og banka o.s.frv. Við athugun á þessum verðmyndunarþáttum öllum, upplýsingum frá opinberum aðilum og sérfræðilega rannsókn Rekstrarstofunnar virtist nefndarmönnum ljóst, að tollkrít gæti haft áhrif til lækkunar á alla þessa kostnaðarþætti. Nefndarmenn leggja til að tímamörk tollkrítar verði 60 dagar. Álitið er að tollkrít verði til þess að innflytjendur nái hraðari veltu í sölu varnings og verði því betur í stakk búnir til að mæta þeim skuldbindingum, sem þeir hafa tekið á sig, þegar gjaldfrestur er útrunninn. Hafnir og hafnarmannvirki eru kostnaðarsamir samfélags- þættir. Miklu skiptir að hafnarmannvirki, sem fyrir eru, skili fyllstu afköstum áður en ráðist er í byggingu nýrra. Engin vafi er á því að tollkrít eykur á afköst vöruhafna og er því einnig að því leyti til þjóðhagslega æskileg. Hitt skiptir þó mestu máli, að tollkrít eykur á hagkvæmni í innflutningsverzlun og stuðlar aö lægra vöruverði á almennum neytendamarkaði. Það er fagnaðarefni, að fimm þingmenn úr stjórnarandstöðuflokkum hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um tollkrít. Málið er í eðli sínu ekki pólitískt, heldur hagræðing í verzlunarsamskiptum, sem kemur heildinni til góða. Þessvegna ætti að mega vænta þess að það fái óskabyr á Alþingi. Því verður a.m.k. ekki trúað að óreyndu, að Alþýðubandalagið stjórni atkvæðum allra stjórnaraðila, þegar þetta hagræðingarmál kemur til afgreiðslu í þinginu. Jöfnun atkvæðaréttar í stéttarfélögum Sex þingmenn Sjálfstæðisflokks undir forystu Péturs Sigurðssonar, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um hlutfallskosningar í stéttarfélögum, með 300 félagsmönnum eða fleiri, til stjórnar og trúnaðarstarfa og við kosningu fulltrúa til landssambandsþinga, ef 1/5 hluti félagsmanna krefst þess. Við kjör stjórna á landssambandsþingum og á þingum heildarsamtaka skal og viðhafa hlutfallskosningu. Sú lýðræðiskrafa hefur lengi verið uppi að hlutfallskosningar verði teknar upp í stéttarfélögum, enda eru þær ein meginstoð lýðræðis og jafns atkvæðaréttar meðlimanna. Þannig eru hlutfallskosningar viðhafðar við kjör fulltrúa til sveitarstjórna og Alþingis og einnig t.d. við kosningar til Búnaðarþings. Frumvarpið er flutt sem breyting á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Þó Alþingi geti að sjálfsögðu breytt þeim lögum, á sama hátt og Álþingi setti þau á sínum tíma, telja flutningsmenn, að frumvarpið beri að senda til umsagnar fagfélaga, er efni þess snertir, þ.á m. þinga sérsambanda og heildarsamtaka, eins og t.d. ASI-þings, sem framundan er. Samhljóða frumvarp var flutt fyrir þremur árum. Fyrsti flutningsmaður þess þá var núverandi forsætisráðherra og meðal meðflutningsmanna voru núverandi dómsmálaráðherra og núverandi landbúnaðarráðherra. I greinargerð með frum- varpinu segir, að þó stuðningur þessarra ráðherra ráði ekki úrslitum um stuðning núverandi ríkisstjórnar við frumvarpið, þá sé þess samt að vænta, að stuðningur við aukin — og jöfn — áhrif hinna aimennu félagsmanna í stéttarfélögum sé slíkur, innan félagasamtakanna og á Alþingi, að skammt sé í höfn þessa réttlætismáls. Satúrnus — þessi mynd er tekin frá Voyager 1 þegar Keimfarið var í 18 milljón kilómetra fjar- læjcð frá reikistjörnunni. Titan „jarðleg“ pláneta á tímum íimbulkulda? Pasadena. Kaliíorníu. 11. nóv. — AP. „SÍÐUSTU datíana höfum við aflað meiri vitneskju um Sat- úrnus en í allri söku mannkyns. Ég man ekki eftir að hafa upplifað neitt þessu líkt,“ sagði Bradford Smith, yfirmaður þeirrar deildar sem tekur við myndum frá Voyager 1. Voyag- er 1 heldur nú á brott frá Satúrnusi út í hinar miklu víðáttur vetrarhrautarinnar. Nú hefur Voyager 1 farið tæp- lega 1,6 milljarða kilómetra og er þegar í meira en milljón kílómetra fjarla'gð frá Satúrn- usi. Það eru liðin rótt um 3 ár síðan Voyager 1 lagði upp í hina miklu ferð og ferð geimfarsins hefur fyllllega uppfyllt þær von- ir sem vísindamenn gerðu sér — raunar gott betur. Vísindamenn hafa nú skýrt frá ýmsum uppgötvunum Voyager 1. Þeirra á meðal, að mikill fimb- ulkuldi ríkir nú á Titan — stærsta tungli sólkerfisins. Hita- stigið á Títan er +149 gráður á celsíus og það sem vakið hefur mesta athygli er, að metan í andrúmslofti Títans nemur að- eins 1% af lofthjúp tunglsins. Voyager 1 held- ur nú út í óra- víddir vetrar- brautarinnar Áður héldu menn, að metan væri helsta lofttegundin í lofthjúpi Títans. Vísindamenn segja, að athuganir á Títani bendi sterk- lega til, að hin miklu rauðu ský á Títan myndi andrúmsloft um- hverfis tunglið og að helzta efnið sé köfnunarefni. Þá er Títan eina tunglið í sólkerfinu, sem vitað er að hefur lofthjúp umhverfis sig. Fyrstu niðurstöður benda til að köfnunarefni í lofthjúþ Titans nemi 98%. Köfnunarefni í loft- hjúp jarðar nemur 78%. „Það mætti ef til vill líta á Títan sem „jarðlega" plánetu á tímum fimbulkulda," sagði von Esch- elman, einn þeirra vísinda- manna, sem hafa unnið að því að túlka niðurstöður upplýsinga frá Voyager 1. Hann bætti við, að fimbulkuldinn á Titan gæti ef til vill gefið vísbendingar um hvern- ig lofthjúpur jarðar hefur þróast í gegnum aldirnar. Þá segja vísindamenn að ferð Voyager 1 hafi staðfest grun- semdir um, að sjötti hringurinn umhverfis Satúrnus sé staðreynd og að jafnvel hinn sjöundi sé til staðar. Samsetning þessara hringja er mun flóknari og tor- ráðnari en áður var talið. Þegar Voyager 1 fjarlægðist Satúrnus eftir 1,6 milljarða kíló- metra ferð, þá fór geimfarið í gegnum stjörnuþoku, sem talin er vera í rétt um 500 þúsund kílómetra fjarlægð frá reiki- stjörnunni. Vísindamenn óttuð- ust, að geimfarið kynni að rekast þar á loftsteina en ferð geimfars- ins í gegnum þokuna gekk áfalla- laust fyrir sig og geimfarið varð ekki fyrir neinum skemmdum. Nú stefnir Voyager 1 út í óra- víddir vetrarbrautarinnar og innanborðs eru skilaboð frá jörðu — hljóð hinna ýmsu dýra jarðar, auk þjóðlaga og rokktón- listar. Og einnig eru skilaboð frá Jimmy Carter, forseta Banda- ríkjanna, með „kveðjum frá ... lítilli fjarlægri reikistjörnu". Rússar breyta um aðferð í Afganistan Samcinuðu þjóAunum. 11. núv. — AP AFGANSKUR flóttamaður sagði I dag, að Rússar hefðu breytt um aðfcrð I Afganistan og reyndu nú að vinna fólk til fylgis við sig með því að koma betur fram við það. Aíganski flóttamaðurinn, Ilahibullah Karzai, er einn fimm Afgana. sem fara nú um og hvetja til stuðnings við frelsis- baráttu Aígana. Karzai sagði, að þessi aðferð Rússa væri þó dæmd til að mistakast því að „sú fjölskylda er ekki til í landinu, sem hefur ekki misst náinn ættingja og fólk veit af völdum hverra það er“. Mo- hammed Paktiawal, sem flýði í síðasta mánuði þegar hann var fulltrúi Afgana á þingi Menning- ar- og framfarastofnunar SÞ í BelgraD, bætti því við, að fólk ynni á stjórnarskrifstofunum á daginn „en á nóttunni tekur það sér vopn í hönd gegn innrásarlið- inu“. Amanullah Rasool, mikilsvirtur afganskur hagfræðingur, sem nú býr í Pakistan, vildi ekki gera mikið úr óeiningu meðal afg- anskra skæruliða. „Afgönsku frelsissveitirnar eru ekki einn Bcirút. 13. núv. — AP. KUWAIT lýsti í dag ábyrgð á hrndur íran fyrir loftárás á landa- mærastöð í norðurhluta landsins og Saudi-Arahía. mesta olíusölu- ríki heims, hét því að koma Kuwait tii aðstoðar „gegn hvers konar hættu". Þar með hefur aukizt hætta á útbreiðslu striðsins við Persaflóa, þar sem Bandaríkin og bandalags- riki þeirra hafa dregið saman 60 herskip til að verja olíuflutninga til Vesturlanda. íranir og írakar skýrðu jafn- framt frá nýjum loftárásum, fall- hópur heldur öll þjóðin, og við eigum okkur aðeins eitt takmark, að Rússar hypji sig frá Afganist- an,“ sagði hann. Rasool heldur því fram, að 22.000 rússneskir her- menn hafi fallið í Afganistan. hlífarárásum og stórskotahríð í stríðinu, sem hefur geisað í 54 daga. Olíuríkið Qatar hét Kuwait einn- ig stuðningi og búizt er við að önnur arabaríki við flóann fari að dæmi þess og Saudi-Arabíu. Hingað til hefur stríðið ekki haft veruleg áhrif á olíuflutninga til Vesturlanda, þótt olíuútflutningur íraka og Irana hafi minnkað um fjórar milljónir tunna á dag, en ef Kuwait og Saudi-Arabía dragast inn í ófriðinn getur það valdið neyðarástandi. Fer Kuwait í stríðið?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.