Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.11.1980, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 2 7 ... frá borgarstjórn ... frá borgarstjórn ... Barnaskattar í borgarstjórn: Kemur mjög illa við mjög marga - segir Birgir ísl. Gunnarsson Á borgarstjórnaríundi sem haldinn var fyrir nokkru lögóu þeir Albert Guómundsson ok Birjfir ísl. Gunnarsson. borjjar- fulltrúar Sjálfsta'ðisflokksins. fram tillöKU um að borjrin félli frá innheimtu útsvara sem lö>?ð hafa verið á börn innan lfi ára aldurs. Mistökin verði leiðrétt Birgir Isl. Gunnarsson talaði fyrstur og hóf hann mál sitt með því að lesa umrædda tillögu, en hún er svohljóðandi: — Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að falla frá innheimtu útsvara sem lögð hafa verið á börn innan 16 ára aldurs vegna tekju- ársins 1979, og endurgreiða þau útsvör sömu aðila, sem þegar kunna að hafa verið greidd. Birgir sagði í ræðu sinni að þegar skattalögin voru samþykkt á Alþingi árið 1978, hefði verið gert ráð fyrir því að tekið yrði upp staðgreiðslukerfi skatta samhliða gildistöku laganna, en stað- greiðslukerfi væri enn ekki komið á. Birgir sagði að það hefði komið mörgum á óvart þegar skattseðlar hefðu farið að berast til barna undir 16 ára aldri. Taldi hann að þetta kæmi mjög illa við mjög marga. Kvaðst Birgir halda að þegar hefðu skólabörn eytt þess- um peningum í skólavörur og annað sem skólagöngu þeirra væri viðkomandi og væri varla mikið eftir af þessum peningum nú. Birgir sagði að fjármálaráðherra hefði viðurkennt á þingi að álagn- ing þessara skatta hefði verið mistök nú. Því sagðist hann telja rétt að fella niður innheimtu útsvars í ár. Þetta væri ekki mikið fjárhagsatriði fyrir borgina. Hér væri um að ræða 17,6 milljónir sem 349 einstaklingar þyrftu að greiða. Hins vegar væri hér um verulegt fjárhagsatriði að tefla fyrir mörg heimili í borginni og myndi þessi innheimta hitta þau illa fyrir. „Við tökum í tillögunni enga afstöðu til skattlagningar á börn, það er aðeins fundið að því hvernig að þessu var staðið. Við leggjum til að þessi mistök verði leiðrétt." Birgir sagði að samkvæmt um- sögn borgarlögmanns um þetta atriði væri Ijóst að skylt væri að leggja á þessi útsvör. Hins vegar segði einnig í umsögn hans að samþykkt þessarar tillögu fæli í sér ívilnandi stjórnvaldsákvörðun, sem næði jafnt til allra, sem eins stæði á um, og yrði tæpast túlkað sem íþyngjandi ákvörðun í garð annarra. Ennfremur segði borg- arlögmaður að þannig væri næsta ósennilegt að gildi slíkrar sam- þykktar yrði véfengt. Að lokum sagði Birgir að því væri um að ræða pólitíska ákvörð- un en ekki lagalega. Aðeins væri spurning um pólitískan vilja. Meirihlutinn féllst ekki á tillöguna Næst talaði Elín Pálmadóttir (S) og sagðist hún styðja tillög- una. Hér væri um afturvirka og íþ.vngjandi skatta að ræða og væri rétt að fella þá niður í ár. Þá kom í ræðustól Kristján Benediktsson (F). Hann sagði að Matthías Á. Mathiesen væri guð- faðir þessara laga. Þá sagðist hann telja þessa leið hagstæðari en gömlu aðferðina, þ.e. að leggja tekjur barna við tekjur foreldra og skattleggja síðan þá upphæð. Slíkt ylli því oft að foreldrar lentu í hærra skattþrepi en ella. Þá gat Kristján þess að óheppi- legt væri að hafa mismunandi reglur um þetta hjá sveitarfélög- um. Kvað hann æskilegt að sömu reglur giltu um allt land. Kristján sagði að hér væri að vísu um aðeins 17,6 milljónir að ræða og skiptu þessir peningar borgina ekki miklu, en einhverja reglu yrði að hafa. Kristján sagði að þetta yrði að vera ákvörðun Alþingis, hvort fallið yrði frá innheimtu barnaskatta. Þá sagði Kristján að meirihluti borgarstjórnar gæti ekki fallist á þessa tillögu og las hann síðan upp frávísunartillögu frá meirihluta borgarstjórnar. Frávísunartillag- an er svohljóðandi: — Með nýju skattalögunum frá 1978 varð m.a. sú breyting að hætt var að bæta tekjum unglinga innan 16 ára við tekjur foreldra, og þau þess í stað gerð að sérstökum skattþegnum. Var þetta talin eðlileg breyting sam- fara því, að hjónum var heimilað að telja fram til skatts sitt í hvoru lagi. Ekki var ágreiningur meðal þingmanna um þessi atriði við afgreiðslu umræddra skattalaga. Telja verður eðlilegt, að um þessi mál gildi sama regla alls staðar á landinu og ekki skapist misræmi milli einstakra sveitarfé- laga, enda um löggjafaratriði að ræða. Álagðir skattar á þá ungl- inga í Reykjavík, sem voru innan 16 ára aldurs á tekjuárinu 1979, nema rúmum 84 milljónum króna, þar af eru útsvör 17,6 milljónir, eða um 20 prósent. Fyrir Alþingi því, sem nú situr, liggur frumvarp þess efnis, að opinber gjöld unglinga á árinu 1980 verði felld niður. Ekki liggur fyrir hverja afgreiðslu það frum- varp muni hljóta. Með tilliti til þess, er að framan greinir, telur borgarstjórn óeðli- legt, að Reykjavíkurborg felli niður þær 17,6 milljónir króna, sem um er að ræða og er hluti útsvara í heildarskattlagningunni, enda á slík niðurfelling ekki stoð í lögum. Hins vegar er rétt að benda á að borgaryfirvöld munu að sjálfsögðu taka til afgreiðslu persónuleg er- indi frá þeim sem hér um ræðir um lækkun eða niðurfellingu út- svara samkvæmt þeirri heimild sem veitt er til slíks í 27. grein laga um tekjustofna sveitarfélaga. I samræmi við framangreindan rökstuðning vísar borgarstjórn tillögu Birgis ísl. Gunnarssonar og Alberts Guðmundssonar frá. Farið að ráðum Kristjáns! Næstur talaði Albert Guð- mundsson. Hann sagði að Kristján ætti að gera eins og ráðherra hefði gert, að viðurkenna að þessi skatt- lagning hefði verið mistök. Albert sagði aö það væri rétt að borgar- stjórn hefði ekki lagalega heimild til að falla frá innheimtu útsvars á börn, en samt væri það heimilt í þessu tilviki. Albert sagðist halda að Kristján væri að samþykkja tillögu sem hann vildi raunveru- lega ekki samþykkja og benti hann á að Kristján hefði sagt að menn ættu í staðinn að sækja um niðurfellingu til borgarráðs. Benti Albert fólki á að fara að ráðum Kristjáns i þessu efni. Sveitarfélög farin að skera sig úr Þá kom í pontu Björgvin Guð- mundsson (Afl). Hann sagðist telja að Birgir og Albert ættu að vinna að þessu máli á Alþingi. Hann sagði þetta alfarið mál Alþingis. Sagði Björgvin að útsvar væri einungis fellt niður þegar sérstakar ástæður væru fyrir hendi. Síðan lýsti hann sig á móti tillögu þeirra Alberts og Birgis. Næstur talaði Davíð Oddsson (S). Hann lýsti yfir stuðningi sínum við tillögu þeirra Alberts og Birgis. Hann sagði að þegar væru sveitarfélögin farin að skera sig úr hvað innheimtu útsvara áhrærði, nokkur hefðu þegar fallið frá innheimtu. Hann benti þá Björg- vini Guðmundssyni á afstöðu nýkjörins formanns Alþýðuflokks- ins í þessu máli, en hann væri ekki hlynntur barnasköttunum. Mál sveitarfélaganna Þá talaði Birgir ísl. Gunnars- son. Hann sagði rök Björgvins ekki standast. Þegar væru sveit- arfélög farin að fella niður barna- útsvarið. Þetta væri mál sveitarfé- laganna og ætti ekki að vísa þessu til Alþingis. Þessu næst flutti Birgir varatillögu frá þeim Albert og er hún svohljóðandi: — Borgarstjórn samþykkir að skora á Alþingi að samþykkja það frumvarp sem nú liggur fyrir þinginu um niðurfellingu skatta, sem lagðir hafa verið á börn yngri en 16 ára á þessu ári. Síðastur talaði Kristján Bene- diktsson (F). Hann sagði það rangtúlkun hjá Albert að hann hefði beint þeim tilmælum til barna að sækja um undanþágu frá greiðslu útsvars. Kristján sagði að þetta stæði í frávísunartillögunni og væri hann ekki að skora á einn eða neinn í þessu sambandi. Fæðingarheimilið: Nauðsynlegt að tryggja reykvísku kvenfólki bestu aðstæður sem völ er á Á SÍÐASTA borgarstjórnarfundi urðu nokkrar umræður um fyrir- hugaða solu Fa'ðingarheimilis Reykjavíkurborgar. Eins og greint hefur verið frá í Morgun- blaðinu. kom í Ijós fyrr í haust að borgaryfirvöld höfðu látið gera samning við ríkið um sölu á Fa>ðingarheimilinu og kom samn- ingur þessi inn á fund borgrráðs undirritaður af tveimur ráðherr- um og vantaði aðeins á hann undirritun borgarstjúra. Um samningsgerð þessa var borgar- ráðsmönnum ekki kunnugt. A borgarstjórnarfundinum hóf Elín Pálmadóttir (S) umræðuna. Fæðingarheimilið á mikil ítök í konum Elín sagði, að samningurinn um sölu Fæðingarheimilisins hefði borist með óvenjulegum hætti inn á fund borgarráðs. Hún sagði þetta gífurlega mikilvægt mál fyrir konur og fjölskyldur í borg- inni, því á sínum tíma hefðu konur þrýst á borgaryfirvöld um að koma Fæðingarheimilinu á fót. Síðan þá hefðu konur í borginni getað valið á milli hvort þær vildu frekar fæða á Fæðingarheimilinu eða F'æðingardeildinni. Elín sagði það ékki geta farið fram hjá borgaryfirvöldum hve mikil ítök Fæðingarheimilið ætti í konum í borginni. Elín kvað það nauðsynlegt að fryggja reykvísku kvenfólki þær bestu aðstæður sem völ væri á í þessum efnum. I ræðu sinni benti Elín á að það hefði komið fram í blöðum að Landspítalinn hefði látið pláss undir krabbameins- lækningar, samtals um 160 fer- metra, en það húsnæði hefði verið ætlað undir Fæðingardeildina. Hún sagði að ekki mætti gera þetta á kostnað Fæðingarheimilis- ins. Þtsagðist hún telja að þetta hlyti að vera gert í trausti þess að Fæðingardeildin fengi pláss í Fæðingarheimilinu. Þá vék Elín Pálmadóttir orðum sínum að þeim fuliyrðingum ríkis- ins, að engu ætti að breyta í rekstri Fæðingarheimilisins þó að ríkið yfirtæki reksturinn og spurði hver tryði því að ríkið ætlaði sér að losna við 500 milljónir til þess að bre.vta engu. (Kaupverð Fæð- ingarheimilisins mun vera um 500 milljónir, innsk. Mbl.). Síðan sagði Elín: „Okkur liggur meira á að koma upp B-álmu Borgarspítalans en að losna við Fæðingarheimilið. Ég sé ekki ann- að en að ríkið geti eins lagt þetta fé í B-álmuna.“ Sjöfn á móti sölunni Þá talaði Kristján Benediktsson (F). Hann sagðist ekki ætla að ræða þetta mál efnislega en gat þess að málið hefði verið lengi til umfjöllunar í borgarkerfinu. Þá kom upp Sjöfn Sigurbjörns- dóttir (Afl). Hún sagðist harma þau vinnubrögð sem átt hefðu sér stað í sambandi við gerð kaup- samningsins á sínum tíma. Þá lýsti hún andstöðu sinni við fyrir- hugaða sölu Fæðingarheimilisins. Sgaðist hún þeirrar skoðunar að Reykjavíkurborg ætti að reka það áfram. Síðan talaði Adda Bára Sigfús- dóttir (Abl). Hún sagðist vita það að það væri eindregin ósk margra kvenna í borginni að reka ætti Fæðingarheimilið áfram í borg- inni. Hins vegar sagðist hún ágirnast þessar 500 milljónir, sem koma ættu fyrir Fæðingarheimil- ið, sem hlut borgarinnar í B-álmu Borgarspítalans. Þá gat hún þess að þó að Fæðingarheimilið yrði selt þá gætu konur eftir sem áður valið á milli stofnana til að fæða á, Fæðingarheimilið yrði rekið á sama hátt og áður. Borgin á að halda rekstrinum áfram Na>stur talaði Albert Guð- mundsson (S). Albert sagði að auðvitað ætti að reka Fæðingar- heimilið ef það væri réttlætanlegt. Albert sagði það ekki þýða fyrir Öddu Báru að reyna að segja fólki það að Fæðingarheimili Reykja- vikurborgar yrði rekið á sama hátt og áður, þegar ríkið væri búið að yfirtaka reksturinn. Þá ítrekaði Albert þá skoðun sína pð borgin ætti að halda áfram rekstri Fæð- ingarheimilisins og hafa það áfram persónulegra og mannlegra en Fæðingardeildina eins og það hefði hingað til verið. Að máli Alberts loknu ko)n Elín Pálmadóttir í ræðustól. Hún sagö- ist ekki telja það tryggt að Fæð- ingarheimilið m.vndi rekið eins og áður, yrði það selt ríkinu. Enda sgði Elín yfirmenn Fæðingar- deildarinnar hafa aðrar skoðanir á því hvernig reka ætti þessa stofnun, heldur en yfirmenn Fæð- ingarheimilisins. I þessari umræðu töluðu fleiri, en ekki þykir ástæöa til að rekja þessar umræður nánar, enda var málið ekki til afgreiðslu á þessum fundi. Væntanlega verður frekar sagt frá máli þessu þegar það kemur til afgreiðslu borgarstjórn- ar, en það verður á næstunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.