Morgunblaðið - 15.11.1980, Side 45

Morgunblaðið - 15.11.1980, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 45 Nú eru um það bil 14 mánuðir síðan hafist var handa um hyggingu Sjálfsbjargarsundlaugarinnar. bá hafði grunnurinn staðið ber i um 13 ár og var svo illa sprunginn að höggva varð upp allan botninn. Það tafði verkið nokkuð. María Skagan segir um gang verksins í grein sinni: ..Okkur voru réttar svo margar hjálpandi hendur að nú er verið að flísaleggja laugina og standa vonir til að hún verði tekin í notkun á allra fyrstu mánuðum næsta árs.“ hlaupa undir bagga og fleyta þessu augljósa og óumdeilanlega líknar- og velferðarmáli í örugga höfn, en að ausa með brauki og bramli milljarða ábyrgðum og fé í harla dularfulla og botnlausa hít Norður-Atlantshafsflugs Flug- leiða hf., svo ólíku og misdýru, sem annars er saman að jafna. Gæfi þjóðin öllu fegurri og kær- komnari jólagjöf?" Ættu að kynna sér máliö niður í kjolinn Undir þessi ágætu lokaorð Bald- vins vil ég eindregið taka. En mig langar að lokum að beina þeim tilmælum til hans og þeirra, sem væna kunna forystufólk okkar um seinagang í þessum málum að koma hingað niður eftir og kynna sér málið niður í kjölinn. Þá mun margt skýrast til hlítar og for- svarsmenn okkar hljóta verð- skuldaða sæmd af verkum sínum. Enda svo þennan pistil með kærum kveðjum til Baldvins og vísukorni um laugina. Allra meina einhver bót, ætla ég þú verðir. Æfir hönd og eflir fót og allan skrokkinn herðir." Þessir hringdu . . . Skólarnir geri hreint fyrir sínum dyrum G.A. hringdi til Velvakanda og kvaðst vera 5 (skóla)barna faðir. — Mig langar til að fara fram á það við þig, Velvakandi góður, að þú spyrjist fyrir um ákveðið atriði fyrir mig. Það er varðandi svokallað pappírs- gjald, sem skólarnir hér inn- heimta hjá nemendum, 4500 krónur tvisvar á ári. Þetta eru engar smáræðisfjárhæðir í þess- um stóru skólum, sem hafa innan sinna veggja jafnvel á annað þúsund nemendur. Kvitt- unin sem börnin fá er ljósrit af vélrituðu blaði, engin númer eða neitt slíkt. Mig langar að vita hvers vegna ekki eru notuð löggilt kvittanaeyðublöð. Mér finnst það skortur á reglusemi sem krafist er af almenningi. Allt var hljótt þá ljúfu stund Af sérstökum ástæðum bið ég þig, Velvakandi minn, að birta litla vísu sem ég gerði þegar ég var ung. Vísan er svona: Húmið vafði okkur örmum, allt var hljótt þá Ijúfu stund, beggja hjörtu bærðust saman, bænir stigu af heitum vörum. Minning frá Hvítárbakka- skóla veturinn 1907—1908. María Salómonsdóttir. Vilmundur Gylfason. Mér er kunnugt um að ríkið greiðir ákveðna upphæð á hvern nemanda vegna námsgagna. Nægir sú upphæð ekki fyrir pappír einnig? Er þetta gjald innheimt í skólum utan Reykja- víkursvæðisins? Ég er að sjálf- sögðu ekki á móti því að börnin fái að föndra og teikna í skólan- um, en ég krefst þess að skólarn- ir sinni sínum pappírsskyldum eins og aðrir og geri hreint fyrir sínum dyrum með því að upp- lýsa í hvað allir þessir peningar fara. Endurflytjið páskaerindi Vilmundar H.J. hringdi og bað Velvak- anda að koma á framfæri áskor- un um að endurflutt yrði í hljóðvarpinu ópólitískt erindi Vilmundar Gylfasonar um frels- isbaráttu Islendinga, flutt á páskadag 1980. — Ég er viss um að fleiri en ég hafa áhuga á að heyra þetta erindi, sem var að sögn mjög fróðlegt og vel flutt. Ég var á fjöllum um páskaleytið og missti því af flutningnum. Sjái útvarpið sér ekki fært að endurflytja þennan dagskrárlið, skora ég á Morgunblaðið að fá erindið til birtingar. Bið Kjartan afsökunar Jóhanna Guðjónsdóttir hringdi og bað Velvakanda að liðsinna sér við að komast í samband við öryrkja sem hringdi í Kjartan Jóhannsson í þættinum „Bein lína“ á miðviku- dagskvöld. — Þar sem ég hef áhuga á að ræða við þennan mann um málefni öryrkja bið ég hann að hringja í síma 74235. Það var auðvitað ekki rétt af mér að hringja í beinu línuna til að fá upplýsingar um hvar manninn væri að finna og bið ég Kjartan afsökunar á því. fyrir 50 árum „ÍSLENSKT lán boðið út i London. Þegar eftir komu „Dronning Alexanderinc“ í gær barst sú fregn út um allan ba> og höfð eftir farþeg- um og skipverjum. eftir fréttaskeytum, að í gær hafi átt að bjóða út i London islenskt rikislán að uppha-ð 500 þús. sterlingspund (rúm- ar 11 milljónir kr.) með 5‘A prósent ársvöxtum. Er leitað var staðfestingar á fregn þessari hjá Einari Árnasyni fjármálaráðherra svaraði hann á þá leið: „Fregn þessi er algerlega röng, eða á misskilningi byggð. Ekkert ísl. rikislán hefur verið boðið út i Lon- don.“ Næsta dag á eftir er birt í hlaðinu tilkynning frá fjár- málaráðherra þess efnis að lánssamningur hafi verið gerður við Hambrosbank London. Lánsupphæðin 500.000 sterlingspund, til 40 ára og afborgunarlaus fyrstu 5 árin. Lánið má greiðast að fullu eftir 10 ár og með nafnverði. Vextir 5'A prócent. Umboðsmaður stjórnarinnar, Magnús Sigurðsson banka- stjóri, undirritaði lánssamn- inginn...“ Nýja línan frá HAFA Opnum í dag nýjan og stór- glæsilegan sýningarsal. Opiö frá 1—6. Nýtísku HAFA baöinnréttingar í baöherbergiö yöar. Mjög fjölbreytt úrval. Afgreiöum samdægurs. VALD. POULSEN' Suöurlandsbraut 10. Sími 86499. Innréttingadeild 2. hæð. Listasafn Einars Jónssonar hefur ákveöiö að gera afsteypur af höggmynd Einars Jónssonar „Öreigar“, sem hann geröi á árinu 1904. Myndin verður til sölu í Listasafni Einars Jónssonar frá og meö þriðjudeginum 18. nóv. til og meö föstudeginum 21. nóv. kl. 16—19. Þar sem fjöldi afsteypanna er mjög takmarkaöur hefur stjórn safnsins ákveöið að hver kaupandi eigi þess kost aö kaupa eina mynd. Listasafn Einars Jónssonar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.