Morgunblaðið - 15.11.1980, Side 47

Morgunblaðið - 15.11.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1980 47 Pauðafærin nýttust ekki r — Sigurður Sveinsson skoraði sjö af níu mörkum liðsins Satt best að segja þá olli islenska landsliðið i handknattleik nokkrum vonbrigðum i gærkvöldi er liðið mætti heimsmeisturum Vestur-bjóðverja. Ekki vegna þess að liðið tapaði heldur vetfna þess að leikmenn misnotuðu möri? upplögð marktækifæri, og eftir stórgóðan fyrri hálfleik réði einstaklingsframtakið alveg rikjum i siðari hálfleik bæði i sókn og vörn. Og allur leikur liðsins riðlaðist og var afar tilviljunarkenndur. býska liðið sigraði með fimm marka mun í leiknum 14—9, eftir að hafa haft yfir i hálfleik 5—4. Ekki er gott að segja hvernig leikurinn hefði endað ef ekki hefði komið til stórgóður leikur Sigurðar Sveinssonar sem skoraði 7 af 9 mörkum íslenska liðsins og þar af aðeins eitt úr vitakasti. bað er áreiðanlega einsdæmi i landsleik i handknattleik að sami maður skori öll mörkin nema tvö fyrir lið sitt. • Sigurður Sveinsson með eitt aí þrumuskotum sínum sem þýski markvörðurinn réði ekkert við. Sigurður skoraði 7 mörk öll stórglæsileg. Kn»tján eimtko.. ísland:V-Þýskaland 9:14 Handknatllelkur V.................✓ Stórgóð byrjun. Stórgóð byrjun íslenska landsliðsins vakti miklar vonir hjá hinum fjölmörgu áhorfendum sem lögðu leið sína í Laugardalshöllina í gærkvöldi. Og stemmning í höllinni var eins og hún gerist best. Sigurður Sveinsson skoraði fyrsta mark leiksins með sann- kölluðu þrumuskoti úr uppstökki. Þjóðverjar jafna 1—1, en ísland komst í 3—1 með glæsilegum mörkum Björgvins og Sigurðar. 10 mínútur voru búnar af leiknum. Þegar fyrri hálfleikur var hálfn- aður náðu Þjóðverjar að jafna metin 3—3, en á 16 mínútu skorar Bjarni 4—3. Þetta mark reyndist vera síðasta mark íslenska liðsins í fyrri hálfleik. Hvert dauðafærið rak af öðru, Páll Björgvinsson komst tvisvar í gegn en mistókst í bæði skiptin. Ólafur H. Jónsson komst inn í sendingu og brunaði upp en missti boltann of langt frá sér. Fyrirliðinn Ólafur Jónsson misnotaði þrjú tækifæri úr horn- unum. Þrátt fyrir þetta jöfnuðu Þjóðverjar ekki metin fyrr en á 22 mínútu og komust loks yfir á 26 mínútu. Varnarleikur íslenska liðsins var stórkostlegur í fyrri hálfleikn- um. Leikinn var flöt vörn en þó var Björgvin látinn leika aðeins framar á miðjunni og gaf það góða raun og truflaði leikfléttur Þjóð- verjanna. Þá varði Kristján Sig- mundsson mjög vel í markinu allan leikinn. Sóknarleikurinn var góður en er líða tók á hálfleikinn misnotuðu leikmenn upplögð tækifæri og það er fljótt að segja til sín þegar leikið er gegn jafn sterku liði. Sigurður Sveinsson skoraði öll mörkin í síðari hálfleiknum: Þjóðverjar byrjuðu með boltann í síðari hálfleik og skoruðu fyrsta markið og náðu tveggja marka forystu. Sigurður Sveinsson svar- aði með glæsilegu langskoti. Nú fór að bera á því að varnarleikur- inn fór að riðlast hjá íslenska liðinu leikmenn hlupu út úr stöðum sínum og þýsku leikmenn- irnir gengu á lagið og ef ekki hefði komið til góð markvarsla Krist- jáns hefðu Þjóðverjar náð góðri forystu en það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleikinn sem þeir fóru virkilega að síga fram úr þá var staðan 10—6. Síðan kom mjög slæmur kafli hjá íslenska liðinu og staðan breyttist úr 10—6 í 14—7. Á þeim tíma komu íslensku leik- mennirnir varla skoti í gegn um vörnina þyska liðsins. Hvað þá að þeir skoruðu mörk. Sá eini sem eitthvað lét að sér kveða var stórskyttan Sigurður Sveinsson en hann skoraði 5 mörk í síðari hálfleiknum eða öll mörk íslenska liðsins. íslcnska liðið olli vonbrigðum. Þeir voru ekki margir íslensku leikmennirnir sem stóðu fyrir sínu í leiknum. Sigurður Sveinsson átti stórleik í sókninni og skoraði 7 af 9, mörkum liðsins. Það segir sína sögu. Þó hefði Sigurður gjarnan mátt fá meiri hjálp í leiknum við skot sín. Of sjaldan var til dæmis blokkerað fyrir hann. Ólafur H. Jónsson bregst aldrei reyndur og harðskeyttur baráttujaxl og að venju stóð hann sig vel í varnar- leiknum allan tímann. Kristján markvörður lék einn af sínum betri landsleikjum og varði allan leikinn vel. Þrátt fyrir að vörnin opnaðist illa sér í lagi í síðari hálfleiknum. Björgvin stóð sig vel en fékk of fáar sendingar inn á línuna. Aðrir leikmenn náðu ekki sínu besta. Fyrirliðinn Ólafur Jónsson átti til dæmis 5 tilraunir úr horninu en allar mistókust. Trimmarahlaup LAUGARDAGINN 29. nóvember nk. verður haldið hlaup á Mikla- túni kl. 14.30 sem sérstaklega er atlað skokkurum á öllum aldri og öllum öðrum er vilja skokka og/eða ganga. í þessu samhandi ber að geta þess, að nokkrir reyndir hlauparar hafa tekið að sér að mæta á þrjá staði i borginni, ákveðna daga, og skokka með og leiðbeina þeim er vilja. Er þetta á eftirfarandi dögum: Miðvikudögum kl. 18.00 við Sundhöll Reykjavíkur. Laugar- dögum kl. lfi.OO við Laugardals- laug, kl. 16.00 við Breiðholtskjör. Er öll fjölskyldan hvött til að mæta. Selfosshlaup SELFOSSHLAUPIÐ verður háð í dag og hefst kl. 15 við íþrótta- völlinn á Selfossi. Illaupið er liður í vetrarhlaupum víðavangs- Hlaupara, og eru hlaupnir 11 kilómetrar í karlaflokki og 3—4 í kvennaflokki. IUaupið verður i ^tóran hring um götur Selfoss- hæjar og um sveitina þar i kring. • Fyrirliðinn ólafur Jónsson reynir skot úr horninu, en þýski markvörðurinn varði Ljósm.: KE Hefði Ólafur átt að fara sér hægar þegar hann sá hversu illa sér gekk. Þá kom ekkert út úr jafnsterkum leikmanni og Alfreð Gíslasyni, Þorbergur kom ekki skoti í gegn um vörnina og línumennirnir Bjarni og Steindór voru báðir óheppnir. Það vantaði meiri aga í allan leik liðsins, leikmenn voru of bráðir. Þetta eru allt hlutir sem hægt er að laga og ef leikmenn leggja sig alla fram er varla spurning um að úrslit í síðari leiknum verða okkur mun hag stæðari og með því að vera heppnir og nýta marktækifærin er stórgóður möguleiki á sigri. Það er hlutur sem ekki gengur á móti liði jafnsterku og Vestur-Þjóðverjar eru. Þeirra lið var jafnt að getu og leikmenn gáfu ekkert eftir hvorki í sókn né vörn. En lið þeirra á að vera hægt að sigra með skynsöm- um leik. Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 7 1 víti, Björgvin Björgvinsson 1, Bjarni Guðmundsson 1. Mörk Þjóðverja: Meisinger 3, Gnau 3, Ohly 2, Voik 2, Freisler 1, Ehret 1, Damman 2. Brottvísanir: Fimm Þjóðverjum var vísað af leikvelli í 2 mínútur en þremur íslendingum. —ÞR. ^TrmnTfr^^^mirm Báturinn sprakk í tætlur SÍÐAST þegar fréttist, hafði ekki fundist tangur eða tetur af Lee Taylor. glæframanni sem reyndi að setja heimsmet í hraðbáta- akstri á Lake Tahoe i Nevada. Hinn 45 ára gamli Taylor hafði náð um 500 kilómetra hraða á klukkustund, er vélin sprakk skyndilega í tætlur. Dreifðist brak úr hátnum um allt vatn og allar strendur stöðuvatnsins. en ekkert fannst af bátsverja nema hjálmurinn. Um 1000 manns horfðu agndofa á bátinn springa. þar á meðal móðir kappans, eiginkona og börn. B-flokks mót í badminton HELGINA 22.-23. nóvember verður haldið B-flokksmót i Bad- minton í íþróttahúsi Glerárskól- ans á Akureyri. Keppt verður í einliða- og tvíliðaleik karla. Kcppni hefst kl. 10.00 háða dag- ana. Þátttökugjald verður kr. 5000 fyrir hvern keppanda í einliða- Ieik og kr. 6000 fyrir hvert par í tviliðaleik. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist formanni T.B.A., Hauki Jóhannssyni. Grundargerði 1 G, Akureyri. í siðasta lagi þriðjudaginn 18. nóv- ember. K ✓

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.