Morgunblaðið - 20.11.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1980
27
„Sannfærður um að málefni fé-
lagsins koma aftur til kasta Al-
þingis áður en langt um líður“
Flugleiðafrumvarpið orðið að lögum:
— sagði Halldór Ásgrímsson
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um IjárstuóninK við Flu>fleiðir hf. var
samþykkt sem lög frá neðri deild Alþingis i fyrradaic. eftir nokkrar
umra“ður. Halldór Ásgrimsson (F). formaður fjárhajís- og viðskipta-
deildar nefndarinnar, fylgdi málinu úr hlaði við aðra umra'ðu
málsins, og hóf hann mál sitt á því að ra*ða almennt um erfiðleika
Flujileiða. sem svo mjöjf hafa verið i fréttum að undanförnu.
Ilalldór kvað þessa erfiðleika fyrst ojc fremst stafa að utanaðkom-
andi erfiðleikum, einkum á flujfleiðinni yfir Norður-Atlantshaf. Fleira
ka'mi þó einnijf til, svo sem ólj?a meðal starfsfólks. yfirbyKKÍnB
félajísins hefði verið of mikil oj? stjórnin ef til vill of sein á að átta sij?
á breyttum aðsta'ðum.
Þinjjmaðurinn sagði að margt
mætti af þessum erfiðleikum læra,
og kvað hann til dæmis alls ekki
sjálfgert að önnur fyrirtæki í
landinu eða hið opinbera hefðu
brugðist við á skynsamlegri hátt.
Vafalítið yrði þröngt í búi hjá
allflestum, ef svipaðir erfiðleikar
kæmu upp og þeir er Flugleiðir
hefðu orðið að mæta.
Halldór Ásgrímsson sagði að
sínu mati réttlætanlegt að halda
Atlantshafsfluginu áfram af ýms-
um ástæðum. Til dæmis þeirri að
hér væru hagsmunir fjölmargra
starfsmanna í veði, og einnig gæti
verið að birti til á umræddri
flugleið. Hið síðarnefnda taldi
hann þó ekki beinlínis líklegt eins
og nú stæði á, og sagðist hann
raunar sannfærður um að málefni
Flugleða kæmu aftur fyrir Alþingi
innan tíðar. Halldór gerði að því
loknu grein fyrir áliti meirihluta
fjárhags- og viðskiptanefndar, og
kom fram i því, að stjórnarfor-
Vilmundur Gylfason
Undirritaðir nefndarmenn telja
mikilvægt að efla samstöðu og
áhrif starfsfólks í stjórn félagsins.
í 47. gr. laga nr. 32/1978, um
hlutafélög, segir: „í samþykktum
er heimilt að veita stjórnvöldum
eða öðrum rétt til að tilnefna einn
eða fleiri stjórnarmenn." Við telj-
um rétt að starfsfólk fái tækifæri
til að tilnefna fulltrúa á þessum
grundvelli og samþykktum félags-
ins verði breytt í þessu skyni.
Félag allra starfsmanna tilnefni
fulltrúa að undangenginni kosn-
ingu.
Stjórn félagsins telur að ann-
mörkum sé háð að halda aðalfund
í febrúar vegna ársuppgjörs.
Samkv. 2. mgr. 47. gr. laga um
hlutafélög skal hluthafafundur
kjósa stjórn hlutafélags. Samkv.
því er ekkert til fyrirstöðu að
hluthafafundur verði haldinn í
febrúar.
Nefndarmenn eru sammála um
að starfsmannafélagi Arnarflugs
Steingrimur Hermannsson
Halldór Ásgrimsson
tvær til viðbótar, þar af mjög
mikilvæga tillögu um að allir
starfsmenn Flugleiða hefðu sama
atkvæðisrétt á aðalfundum, án
tillits til hlutafjáreignar.
Gerði. Vilmundur síðan grein
fyrir minnihlutaáliti sínu í fjár-
hags- og viðskiptanefnd deilarinn-
ar, en megininntak þess eru eftir-
talin tvö atriði:
Allir starfsmenn Flugleiða hf.,
óháð kaupi, kjörum eða hlutafjár-
eign, hafi jafnan rétt þegar kosið
er í stjórn félagsins og megi
Matthias Bjarnason
vígur. Þá vék hann að því að
Flugleiðir hefðu beðið álitshnekki
að undanförnu, og væri þar meðal
annars um að kenna neikvæðu
umtali um félagið hérlendis. Matt-
hías sagðist hafa ýmislegt við
reksturinn að athuga, þar væri
margt sem betur hefði mátt fara á
undanförnum árum. En hann
sagði, að einnig þyrfti að huga að
ýmsu því er sneri að ríkisvaldinu í
þessu sambandi, einkum eftir að
ríkisvaldið hafði frumkvæði að því
að sameina Fluj?félag íslands og
Loftleiðir á tímum fyrri vinstri
stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Þá
hefði því meðal annars verið lofað,
að ef af sameiningu yrði, hefði
félagið einkarétt á áætlunarleið-
um er það kysi að fljúga á til
annarra landa og til staða úti á
landi, svo og leiguflugi til þeirra
landa er félagið kysi að fljúga til.
— Nú virðist hins vegar komin
fram ný stefna stjórnvalda, sagði
Matthías, og vitnaði til leyfisveit-
ingar til handa íscargo, og sagði
hann að ástæða væri til að spyrja,
hvort áhugi starfsfólks Arnar-
flugs á hlutabréfakaupum væri ef
til vill í samhengi við þessa nýju
stefnu.
Árni Gunnarsson (A) tók næst-
ur til máls, og sagði hann langt
frá því, að þingmenn hefðu fast
land undir fótum í máli þessu.
Sagðist hann þess fullviss, að
erfiðleikar Flugleiða væru síður
en svo úr sögunni, og benti því
margt til, að hér væri að hefjast
Albert Guðmundsson
og jafnvel flugvélakaupa, á sama
tíma og hluti eigna félagsins væri
á nauðungaruppboði?
Steingrímur Ilermannsson (F)
samgönguráðherra. sagði, að ekki
væri verið að vinna að stefnu-
mörkun í flugsamgöngum, en slíkt
væri þó til athugunar. Yrðu þá
fengnir til þess færir og hlutlausir
aðilar, og ekkert gert í átt til
breytinga fyrr en að vel yfirveg-
uðu og athuguðu máli.
Fjárhag Iscargo sagði Stein-
grímur ekki vera mjög slæman að
mati viðskiptabanka, en þeirra
yrði að sjálfsögðu að meta það
hvort lán yrði veitt til flugvéla-
kaupa er þar að kæmi. Flugrekstr-
arleyfi til þeirra á leiðinni millt
Hollands og íslands sagði Stein-
grímur hafa verið veitt eftir
samhljóða meðmæli flugráðs, og í
ljósi þess, að á þeirri leið hefðu
Flugleiðir ekki flogið í 13 ár. í því
fælist þvi engin stefnubreyting, og
engin fyrirheit til starfsmanna
Arnarflugs um að það félag fengi
leyfi til flugs á áætlunarstaði. Þó
gæti slíkt komið til greina, og væri
til dæmis vitað um áhuga Arnar-
flugsmanna á flugi til Ziirich í
Sviss og jafnvel til fleiri staða.
Þá ræddi ráðherrann um það,
hvort ef til vill bæri að setja
skorður við útþenslu Flugleiða, en
Matthías Bjarnason hafði í ræðu
sinni minnst á lögjíjöf um auð-
hringa, án þess þó að hann teldi
það eiga við um Flugleiðir. Stein-
grímur sagðist vikulega fá alls
kyns kvartanir vegna Flugleiða,
svo sem frá hótelum og ferða-
skrifstofum, sem bæru sig illa,
vegna þess að Flugleiðir færu inn
á starfssvið þeirra og undirbyðu
jafnvel í mörgum tilvikum til þess
að sölsa undir sig viðskipti er
aðrir hefðu haft.
Albert Guðmundsson (S) tók
einnig til máls, og nefndi hann
dæmi um, að Flugleiðir yrðu að
standa betur að kynningu á verði
fargjalda sinna, og að þar yrðu
Islendingar að búa við sama hlut-
skipti og útlendingar. Þá vék
Alþert að því, að hann hefði lesið
um að Flugleiðir hygðu nú jafnvel
Árni Gunnarsson
maður Flugleiða, starfsmenn Arn-
arflugs, samgönguráðherra og
fleiri hefðu komið á fundi nefnd-
arinnar og gefið upplýsingar.
Meirihluti nefndarinnar lagði til
að frumvarpið yrði samþykkt, en
gat sérstaklega nokkurra atriða úr
svörum Flugleiða við skilyrðum
ríkisins. í nefndarálitinu segir svo
meðal annars:
Stjórn félagsins er samþykk því
að auka hlutdeild ríkissjóðs í 20%.
Matthías Á. Mathiesen og Matthí-
as Bjarnason eru andvígir því, að
ríkissjóður auki hlutafjáreign sína
í félaginu. Albert Guðmundsson er
samþykkur því að auka hlutdeild
ríkissjóðs í félaginu í 20%, sem
tryggingu fyrir áhrifum og eftir-
liti með rekstri Flugleiða hf., á
meðan umrædd fyrirgreiðsla
stendur yfir, en telur að ríkissjóði
beri skylda til að selja hlutabréfin
þegar fjárhagsstaðan batnar og
ríkisábyrgðin fellur brott.
Stjórn félagsins hefur hrundið í
framkvæmd útboði hlutafjár að
fjárhæð 234.974.000 kr. til starfs-
manna félagsins og telur þess
vegna að skilyrðið sé uppfyllt.
sé gefinn kostur á að kaupa hlut
Flugleiða hf. í Arnarflugi hf.
Matthías Á. Mathiesen tekur
fram að óeðlilegt sé að gera þær
kröfur til fyrirtækis, sem leitar
aðstoðar ríkisins, að það selji
eignir sínar nema til þess að bæta
fjárhagsstöðu eða koma fram
stefnumótun löggjafans. Að því
tilskildu er eðlilegt að starfs-
mönnum viðkomandi fyrirtækis sé
gefinn kostur á að kaupa hluta-
bréfin.
Undir nefndarálitið rita nöfn
sín þessir þingmenn: Halldór Ás-
grímsson, Ingólfur Guðnason,
Guðm. J. Guðmundsson, Matthías
Á. Mathiesen, Matthías Bjarnason
og Albert Guðmundsson. — Einn
nefndarmanna, Vilmundur Gylfa-
son, skilaði hins vegar séráliti, og
tók hann til máls að ræðu Hall-
dórs lokinni.
Vilmundur Gylfason (A) hóf
mál sitt á því að segja, að
breytingartillögur sínar við frum-
varpið væru þær sömu og Kjartan
Jóhannsson hefði flutt í efri deild
við afgreiðslu málsins. Að auki
kvaðst þingmaðurinn svo flytja
starfsmenn með þessum hætti
tilnefna tvo í stjórn;
aðalfundur verði haldinn fyrir
marslok, en ekki febrúarlok, eins
og meirihlutinn leggur til. Því
valda tæknilegar ástæður, sem
Örn Ó. Johnson hefur gert nefnd-
armönnum grein fyrir.
Þá dreifði Vilmundur einnig
áliti því er Kjartan Jóhannsson
hafði lagt fyrir efri deild, og
sagðist þingmaðurinn þannig vilja
enn árétta sérstöðu Alþýðuflokks-
ins í þessu máli.
Matthías Bjarnason (S) tók
næstur til máls, og kvaðst hann
fagna þeirri málsmeðferð er mál
þetta hefði fengið í neðri deild,
einkum í nefnd. — Sú meðferð
væri önnur en í efri deild Alþingis,
þar sem svo hefði virst, að mest
kapp væri lagt á að fjalla um
málið á síðum dagblaðanna.
Matthías vék því næst að nokkr-
um atriðum málsins, og sagði
meðal annars, að enn væri ekki
kominn fram nægilegur rökstuðn-
ingur fyrir því að nauðsynlegt
væri að ríkið eignaðist stærri hlut
í Flugleiðum, því væri hann and-
svipað „ævintýri" og með útflutn-
ingsuppbætur á landbúnaðarvör-
um. Nú væri byrjað á því að
niðurgreiða fargjöld fyrir útlend-
inga milli meginlanda Evrópu og
Ameríku.
Þá beindi Árni þeim spurning-
um til samgönguráðherra, hvort
verið væri að vinna að stefnumót-
un í flugsamgöngum landsmanna í
samgönguráðuneytinu. — Hvort
stefna ríkisstjórnarinnar væri að
hafa hér á landi starfandi 3
flugfélög, þ.e. íscargo, Arnarflug
og Flugleiðir? — Hvort ekki væri
óskynsamlegt að veita Iscargo
leyfi til áætlanaflugs til útlanda
niÞinci
á stofnun flugfélags í Afríku.
Sagðist Albert vilja fá svör við
því, hvað væri hér á ferðinni, — að
því er virtist fjárvana fyrirtæki
væri að færa út kvíarnar til
fjarlægra heimsálfa. — Erum við
hér ef til vill að samþykkja
fjárstuðning til útvíkkunar á fé-
laginu í stað þess að halda í
horfinu, spurði þingmaðurinn?
— Samgönguráðherra svaraði
úr sæti sínu, og sagðist ekki geta
gefið svör við þessu að svo komnu,
áður yrði hann að afla sér nauð-
synlegra gagna um hvað hér væri
á ferðinni.
Að því loknu var gengið til
atkvæða, og frumvarpið samþykkt
sem lög sem áður segir, eftir að
hafa farið með afbrigðum í gegn-
um þriðju umræðu. Allar breyt-
ingartillögur Vilmundar voru
felldar, og frumvarpið því sam-
þykkt eins og það kom frá efri
deild. Nafnakall var viðhaft um
ýmsa liöi frumvarpsins, og gerðu
margir þingmenn grein fyrir at-
kvæði sínu við hina ýmsu liði,
ýmist er þeir voru fylgjandi,
andvígir eða sátu hjá.