Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 9. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ítalir hundsa úrslitakostina ltnm. 12. janúar. AP. RAUÐU hordoildirnar hafa hótað að drepa dómarann Giovanni d'Urso, en flcst blöð á ítaliu höfðu úrslitakosti þeirra að engu ok neituðu að birta áróður frá hryðjuverkamönnum. LöKreKÍa leitaði i nokkrum hverfum i Róm í daK. þeKar maður, sem saKði ekki til nafns, hrinKdi i daKblað ok saKði, að d'Urso dómara væri að finna í Kötu í miðstéttahverfi i borKÍnni. En ckkert sást til dómarans eða hryðjuverkamannanna, sem rændu honum fyrir einum mánuði. í orðsendinKu frá Rauðu herdeild- unum á lauKardag saKði, að d’Urso yrði drepinn innan 48 klukkutíma, ef helztu blöð birtu ekki „yfirlýsingu“ félaga þeirra, sem eru í haldi í tveimur fangelsum. Óvíst er, hvort tímafresturinn rann út kl. 17 í dag, 48 tímum eftir að orðsendingin var afhent, eða hvort hann rennur út i Aðgerðir við Alta Ó8ló, 12. janúar. AP. RÚMLEGA 500 lögreglumenn láta til skarar skriða á morg- un gcgn hundruðum mótmæl- enda, sem reyna að koma í veg fyrir virkjun Alta-Kautokeino í Norður-Noregi. Um 50 lögreglumenn hafa undirbúið aðgerðirnar í nokkra daga. Þetta eru mestu lögreglu- aðgerðir í Noregi frá stríðslok- um og kosta 200.000 dollara á dag. fyrramálið, tveimur sólarhringum eftir að skýrt var frá henni í sunnudagsblöðunum. Ekkjur þriggja fórnarlamba Rauðu herdeildanna — Aldo Moro fv. forsætisráðherra og tveggja blaðamanna — tóku í dag undir áskorun frú d’Urso til dagblaðanna um að ganga að kröfum hryðju- verkamanna. „Mannslíf hlýtur að vera meira virði en tvær síður í dagblaði," sagði kona d’Urso í orð- sendingu, sem var afhent dagblöðun- Áfrýjunardómari, Giovanni Saba- lich, varaði blöðin við því, að hann kynni að ákæra þau fyrir að vera samsek um morð, ef þau birtu ekki yfirlýsingar fanganna og ef hryðju- verkamenn myrtu d’Urso. „Það er skylda allra að koma í veg fyrir glæp með öllum tiltækum ráðum,“ sagði hann. En ritari Kristilegra demókrata, Flaminio Piccoli, hrósaði blöðunum fyrir að neita að verða „bergmái afbrigðilegra yfirlýsinga“. Málgagn sósíalista, „L’Avanti!", birti þó yfir- lýsinguna. Menachem Begin, forsætisráðherra, á fundi ríkisstjórnar sinnar. Gegnt honum sitja Yigael Hurvitz, fjármálaráðherrann sem sagði af sér (t.v.), Gideon Patt, viðskiptaráðherra, Eliezer Shostak heilbrigðisráð- herra ok Moshe Nissim, dómsmálaráðherra. Hægra megin við Begin situr Simcha Ehrlich, varaforsætisráð- herra. Begin hyggst efna til nýrra kosninga Jerúsalem, 12. jan. — AP. STJÓRN Menachem BeKÍns stefndi að því í dag að efna til -nýrra kosninga i sumar, um fimm mánuð- um áður en kjörtimabilið rennur út, þar sem stjórnin hefur glatað meirihluta sinum á þingi. Stjórnarflokkarnir njóta stuðn- inKs i mesta lagi 58 þinKmanna af 120, þar sem Yigael Hurvitz fjár- málaráðherra sagði af sér i gær ásamt tveimur stuðningsmónnum. Begin sagði að loknum ríkisstjórn- arfundi, að flestir ráðherrar vildu heldur að kosningar færu fram fljótlega en sitja áfram með óvissum stuðningi klofningshópa. Verkamannaflokknum er spáð ör- uggum sigri í kosningunum, en erfitt Lögreglunni beitt gegn pólskum verkamönnum Varsjá, 12. jan. AP. FJÖRUTÍU ok sex verkamenn, sem lögreKla bar i k»t út úr stjórnar- byggingu. sem þcir logðu undir sig á föstudag i bænum Nowy Sacz, kröfðust þess á fundi með Antoni Raczka bæjarstjóra i dag, að rikis- stjórnin sendi Stanislaw Mach varaforsætisráðherra til bæjarins til viðræðna á fimmtudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglu hefur verið beitt gegn verkamönnum síðan ókyrrð verkamanna hófst í Póllandi í sumar. Fréttastofan PAP segir, að mótmælendur hafi farið Tilræði við blaðamenn San Salvador, 12. janúar. AP. ÞRÍR hlaðamenn særðust í sprenK- ingu i bifrcið á vckí 14 km frá San Salvador i daK- Þeir sem særðust voru John Hoag- land frá Newsweek, Susan Meiselas frá Time og Ian Mates frá UPI-TN í London. Sjá bls. 42. friðsamlega á braut og ekki hafi komið til ofbeldis. Verkamennirnir vilja einnig ræða við fulltrúa inn- anríkisráðuneytisins til að fá skýr- ingu á þeirri ákvörðun að bera þá út. I Rzeszow, þar sem nokkur hundr- uð manna hafa verið í setuverkfalli í fyrrverandi verkalýðsbyggingu hóta talsmenn hreyfingarinnar Samstöðu tveggja klukkutíma viðvörunarverk- falli í verksmiðjum á miðvikudag, ef ríkisstjórnin sendir ekki fulltrúa til viðræðna. Mótmælendur krefjast m.a. viðurkenningar á óháðu verka- lýðsfélagi bænda. Þrátt fyrir ólguna í kjölfar vinnu- stöðvunarinnar á laugardag til stuðnings kröfum um fimm daga vinnuviku fer Samstöðu-leiðtoginn Lech Walesa á morgun í sex daga heimsókn til Ítalíu í boði verkalýðs- félaga og til fundar við Jóhannes Pál páfa II. Pólsk blöð gagnrýndu Samstöðu í dag fyrir laugardags-verkfallið. Trybuna Ludu sagði, að verkfallið hefði komið niður á efnahagnum og sakaði hreyfinguna um brot á sam- komulagi hennar og ríkisstjórnar- innar. Samstaða neitaði því í yfirlýs- ingu að hreyfingin bæri ábyrgðina og sakaði stjórnina um að rangtúlka afstöðu sína. Jagielski í Muskvu Mieczeslaw Jagielski varaforsæt- isráðherra kom í dag til Moskvu, þar sem hann situr fund framkvæmda- stjórnar Comecon, markaðsbanda- lags Austur-Evrópu. Talið er líklegt, að efnahagsvandi Pólverja og ólga verkamanna verði til umræðu. er að spá nákvæmlega um úrslitin, þar sem mikill fjöldi kjósenda er óákveðinn. Verkamannaflokkurinn mun hlynntur því, að kosningarnar fari fram 28. apríl eða 12. maí í stað 17. júní eins og Likud-samsteypa Begins leggur til. Ráðherra fyrir rétt Álit Begins hefur einnig beðið hnekki vegna þess, að þingnefnd samþykkti í dag að svipta Aharon Abu-Hatzeira trúarmálaráðherra þinghelgi, svo að hægt verði að leiða hann fyrir rétt og ákæra hann fyrir mútur. Þetta verða fyrstu réttarhöld gegn ráðherra í sögu Israels. Mál Abu-Hatzeira kemur sér illa fyrir flokk hans, Þjóðlega trúar- flokkinn (NRP), sem hefur verið valdamikill aðili að nær öllum ríkis- stjórnum í Israel. Innanríkisráðherrann, Yosef Burg, er einnig bendlaður við málið og sakaður um að reka yfirmann lögreglunnar til að afstýra víðtækari rannsókn í ráðuneytum NRP. íranir segjast hafa gersigrað íraskt lið Beirút, 12. janúar. AP. ÍRANIR héldu þvi fram í dag, að þeir hefðu gersigrað tvær hersveit- ir traka. tekið 412 óvinahermenn til fanga og hrakið innrásarsveitir frá geysistórum svæðum i vesturhá- lendi írans. En írakar sögðust enn halda hæðunum fyrir ofan þjóðveg- ina til Bagdad. Iranska fréttastofan segir, að bar- dagarnir í Vestur-íran fari aðallega fram í klettunum á svæðunum Gilan Haig vill verja aðgang að olíu Washinston, 12. janúar. AP. ALEXANDEIl M. IlaÍK hershöfð- ingi, verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði i vitnaleiðsl- um i utanríkisnefnd öldungadeild- arinnar í daK, að Bandarikjamenn yrðu að vera reiðuhúnir að verja aðgang iðnaðarrikja heims að oli- unni i Miðausturlöndum — einir ef nauðsynlegt reyndist. Hann sagði, að aukin nærvera bandarísks herliðs á þessum slóðum væri nauðsynleg, því að þess væri ekki að vænta, að NATO gæti fært út verndarsvæði sitt þannig, að það næði yfir olíulífæðina frá Persa- flóa. Hann sagði, að ef illa væri haldið á sambandinu við Japani væri fyrir hendi sú hætta, að „hlutleysissinn- ar“ kæmust til valda. Sjá nánar á bls. 42. Gharb og Ilam, sem Irakar lögðu undir sig í upphafi stríðsins. Yfirráð yfir Gilan Gharb eru nauðsynleg til að verja 193 km þjóðveg frá íranska landamærabænum Qasr-e-Shirin til Bagdad. Frá Ilam-hæðum má stjórna vegunum, sem liggja til miðkafla aðalþjóðvegarins i Suður- Irak milli Bagdad og aðalhafnar- borgarinnar, Basra. Sókn að öðrum þjóðveginum eða báðum getur verið skýringin á því, að þungamiðja gagnsóknar Irana hefur færzt frá olíusvæðunum í Khuzistan til vesturhálendanna norðaustur og suðaustur af Bagdad. Carter vongóður Jafnframt sagði Jimmy Carter forseti í dag, að horfurnar í gísla- deilunni virtust betri, en hann gæti þó ekki enn spáð árangri. Áður sagði stjórn hans, að samkomulag við írani um gíslana yrði að byggjast á tryggingum fyrir því, að það yrði framkvæmt. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði, að þrátefli væri enn í viðræð- unum og „alvarleg og veruleg vanda- mál“ væru enn óleyst. Ekki yrði gerður samningur sem „byggðist einfaldlega á loforðum". Fulltrúar Bandaríkjanna í Alsír bíða eftir nýju svari írana. Þingmaður myrtur Jerúsalem. 12.janúar. AP. FULLTRÚI Bedúína á ísraelsþingi, Hamad Abu Rabiya fursti, var skotinn til bana í bíl sínum utan við hótel í Jerúsalem í kvöld. Mikil leit er hafin að morðingjunum. Þetta er fyrsta morð á þingmanni í sögu ísraels.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.