Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 ppMeð yfirvegun ætti Víkingur að komast afram í keppninni' - segir Jón Hjaltalín leikmaöur Víkings og Lugi NÆSTKOMANDI sunnudag 18. janúar leika Víkingar íyrri leik sinn í átta liða úrslitum Evrópumeistara- keppninnar í handknattleik. Víkingar mæta þá sænska liðinu Lugi. Lið Víkings á góða möguleika á að komast áfram í keppninni takist þeim vel upp í leikjum sínum. Svo vill til að einn af kunnari handknattleiksmönnum íslands í gegnum tíðina, Jón Hjaltalin Magnússon, lék áður með Víking og Lugi. Það er því ekki úr vegi að fá álit hans á leik liðanna á sunnudaginn. Á íþróttasíðum dagblaðanna fyrir um 10 árum má finna hrejsilegar lýsingar á þrumuskot- um Jóns Hjaltalíns Magnússonar; þrumufleygar, fallbyssuskot, net- möskvarnir rifnuðu, stengurnar nötruðu, húsið lék á reiðiskjálfi. Það fer tæpast á milli mála, að Víkingurinn Jón Hjaltalín er einn skotfastasti leikmaðurinn, sem leikið hefur í íslenzkum hand- knattleik. Hann lék með Víkingi í 1. og 2. deild árin fyrir 1970 og átti drjúgan þátt í að koma liði Víkings upp í 1. deild á sínum tíma. Meðal annars varð hann markakóngur 1. deildar á sínum tíma. Jón hélt síðan til verkfræði- náms í Svíþjóð og lék þá um árabil með sænska liðinu Lugi frá Lundi, sem einmitt eru mótherjar Vík- ings í 8-liða úrslitum Evrópu- keppninnar. Jón þekkir því manna bezt til þessara tveggja liða og í samtali á dögunum sagðist Jón álíta að um mjög jafna leiki yrði að ræða á milli liðanna. Hann sagðist þó telja að ef Víkingar „héldu haus“, léku af skynsemi og yfirvegun og gerðu sér engar grillur fyrirfram ættu þeir að komast áfram í keppninni. „Ég spái 23:20 sigri Víkings í leiknum í Laugardalshöllinni á sunnudag- inn, en jafntefli 20:20 í leiknum í Svíþjóð," sagði Jón Hjaltalín. Hann var fyrst spurður'um lið Lugi og stórstjörnuna Claes Rib- endahl, sem nú er markhæsti leikmaðurinn í Allsvenskan, sænsku 1. deildinni, og gerði 11 mörk í leik íslands og Svíþjóðar á Norðurlandamótinu í Noregi síð- astliðið haust. „Ég spilaði síðast með Lugi keppnistímabilið 1977—78 og þjálfaði síðan Malmö FF í eitt ár,“ sagði Jón Hjaltalín. „Talsverðar breytingar hafa orðið á Lugi-lið- inu síðan ég lék með þvi, að loknu síðasta keppnistímabili hættu t.d. 4—5 leikmenn hjatLugi og sumir þeirra fóru til annarra félaga, t.d. Thomas Gustavson. Hann hefur um árabil verið einn bezti mark- vörður Svía, en ákvað að leika sín síðustu ár með Warta, sem nú er efst í Allsvenskan, en með því félagi lék Gustavson upphaflega. Vegna þessara breytinga fékk Lugi til liðs við sig tvo markverði frá öðrum félögum, en að ^ðru Jón Hjaltalin Magnússon leyti hefur félagið notað mikið af yngri mönnum sínum í vetur. I liðinu eru margir bráðefnilegir leikmenn, sem jafnvel hafa þegar leikið í landsliði, en veturinn í vetur er að mörgu leyti tímamóta- vetur fyrir Lugi. Hjá félaginu byggist þó allt í kringum einn mann, Claes Rib- endahl. Það er of mikið að segja, að hann sé frábærlega snjall handknattleiksmaður, en sannar- lega verður að hafa á honum góðar gætur. Hann er stór og sterkur, mjög kröftugur og skotfastur, en enginn afburðamaður með bolt- ann. Hlutverk annarra leikmanna í liðinu er meira og minna að spila hann uppi. Ég tel styrkleika Lugi fyrst og fremst liggja í sterkum varnarleik og einir sjö leikmenn liðsins eru yfir 1,90 m á hæð þannig að þeir leika yfirleitt flata vörn, sem erfitt er að komast í gegnum. Þjálfari Lugi er Bertil Ander- sen, sem hefur verið með liðið í 7 ár. Hann er mjög vel menntaður íþróttakennari og vel að sér í handknattleik. Hann gerði liðið í fyrsta skipti að meisturum í Svíþjóð í fyrra, en þegar ég lék með Lugi urðum við tvisvar sinn- um meistarar í útihandknattleik og í Allsvenskan náðum við einu sinni 2. sætinu. Lugi á sér á margan hátt svipaða sögu og Víkingur síðustu 10—15 árin. Þeir voru í 2. deild lengi vel, en 1971 tókst Lugi að Austur-Þjóðverjar sigruðu í Baltic-keppninni í handknattleik SOVÉTMENN sigruðu Pólverja 20—19 í Baltic-keppninni í hand- knattleik sem fram fór um helg- ina. Staðan í hálfleik var 11—9 fyrir Sovétmenn. Austur-ÞjiWV verjar sigruðu Vestur-Þjóðverja örugglega, 16 — 14. í úrslitaleik keppninnar sigruðu svo Austur- Þjóðverjar Rússa í miklum hörkuleik 23 — 22. Lið þeirra sigraði því í Baltic-keppninni í sjötta sinn. Vestur-Þjóðverjar og Pólverjar gerðu svo jafntefli, 18—18, í leik sínum um þriðja sætið í keppn- inni. Pólverjar höfðu lengst af forystuna í leiknum og höfðu yfir í hálfleik, 10—8. Góður leikur Freislers í lok leiksins færði Þjóðverjum jafntefli. Danir sigr- uðu Norðmenn með 24 mörkum gegn 14 og hlutu fimmta sætið. komast upp í 1. deildina. Framan af barðist liðið í neðri helmingi deildarinnar, en með því að kaupa nokkra leikmenn frá öðrum félög- um tókst þeim að byggja upp mjög sterka heild og síðustu árin hefur liðið alltaf komist í 4-liða úrslita- keppnina í Svíþjóð." — í hverju eru möguleikar Víkinga gegn Lugi fólgnir? „Það er ekki aðeins þróun und- anfarinna ára, sem er svipuð hjá Víkingi og Lugi. Varnarleikur beggja liða er sterkur og bæði lið hafa lagt mikla áherzlu á að hafa toppþjálfara. Framan af vetri átti Lugi í erfiðleikum vegna manna- breytinga og einnig er Ribendahl í íþróttaháskóla í Stokkhólmi í vet- ur, þannig að hann æfir ekki sem skyldi með liðinu. Styrk Víkinga og möguleika þeirra tel ég því fyrst og fremst liggja í því hye vel samskipað Víkingsliðið er. í byrjunarliði Vík- ings er enginn veikur hlekkur og liðið er að verða eins og lið frá A-Evrópu, það gerir lítið af mis- tökum og til lengri tíma litið vinnur lið einmitt á stöðugleikan- um eins og við getum séð á árangri liðsins í 1. deildinni hér heima í vetur og í fyrravetur. Ég sá Víkingana spila við Heim í Evrópukeppni bikarhafa í fyrra og því miður var það heldur sorglegt. Víkingarnir ætluðu hreinlega að keyra yfir Svíana með hraða sínum strax frá fyrstu mínútu. Síðan kom í ljós að Víkingarnir réðu ekki við eigin hraða og í stað þess að hægja ferðina héldu þeir sama „tempói" allan leikinn. Nú sýnist mér meiri yfirvegun komin í Víkingsliðið, þetta er orðið hörkulið. Það skyldi þó enginn vanmeta Svíana og sízt af öllu Víkingar sem hafa bitra reynslu af leikjum sínum gegn þeim undanfarin ár. En áhorfendur standa með Vík- ingi hér heima og láta Svíana finna, að þeir eru að leika á erfiðum útivelli, líka þó Víkingar verði kannski undir einhvern tíma, þá hef ég trú á íslenzkum sigri. Útivöllurinn þarf ekki að verða nein ljónagryfja, íslend- ingar eru fjölmennir í Lundi og nágrenni og þeir munu hvetja Víkingsliðið. Þar ætla Svíarnir sér þó greinilega sigur því þeir vilja heldur leika á sínum raunverulega heimavelli, en sú höll tekur há- mark 1500 manns, í stað þess að leika í 4.000 manna höll í Malmö, sem er rétt hjá,“ sagði Jón Hjalta- lín að lokum. Kynning á leikmönnum Víkings Kristján Sigmundsson, markvörður, 24 ára viðskiptafræðinemi. Hefur leikið 86 leiki með meistaraflokki Vikings, 44 landsleikir og 8 unglingalandsleikir. Stefán Halldórsson, 26 ára skrifstofumaður, 94 leikir með mfl. Víkings, 14 landsleikir, 30 mörk, 4 unglingalandsleikir. Steinar Birgisson, 25 ára múrari, 96 leikir með mfl. Vikings, 8 landsleikir, 12 mörk. ólafur Jónsson, 26 ára múrari, 174 leikir með mfl. Vikings, 43 landsleikir, 87 mörk, 5 unglingalandsleikir. Guðmundur Guðmundsson, 19 ára nemi í tölvufræði, 46 leikir með mfl. Vikings, 2 landsleikir, 3 mörk, 1 leikur með landsliði 22 ára og yngri, 5 unglingalandsleikir. Brynjar Stefánsson, 20 ára nemi í útgerðartækni, 26 leikir með mfl. Vikings, 1 leikur með landsliði 22 ára og yngri, 5 unglingalandsleikir. Páll Björgvinsson. fyrirliði, 29 ára pípulagningameistari. 334 leikir með mfl. Víkings, 50 landsleikir, 130 mörk, 2 leikir með landsliði 22 ára og yngri, 8 unglingalandsleikir. óskar Þorsteinsson, 18 ára bifreiðastjóri, 15 leikir með mfl. Vfkings. Árni Indriðason. 30 ára menntaskólakennari, 94 leikir með mfl. Vikings. 60 landsleikir, 54 mörk, 3 unglingalandsleikir. Þorbergur Aðalsteinsson, 24 ára matreiðslumeistari, 142 leikir með mfl. Vikings, 49 landsleikir, 94 mörk, 3 leikir með landsliði 22 ára og yngri, 4 unglingalandsleikir. Heimir Karlsson, 19 ára nemi, 15 leikir með mfl. Vikings, 5 unglingalandsleikir. Eggert Guðmundsson, markvörður, 23 ára iðnaðarmaður, 63 leikir með mfl. Víkings. Gunnar Gunnarsson, 19 ára iðnnemi, 20 leikir með mfl. Vikings, 5 unglingalandsleikir. Bogdan Kowalczyk, þjálfari. Guðjón Guðmundsson, aðstoðarmaður þjálfara. Rétt að tryqgja sér miða i tima Forsala hefst á þriðjudag FORRÁÐAMENN Víkings hafa orðið þess áþreifanlega varir að gifurlegur áhugi er á leik Víkings og Lugi. Hefur verið ákveðið að forsala aðgöngumiða hefjist þriðjudaginn 13. janúar og verða miðar seldir á þremur stöðum, Karnabæ, hljómtækja- deild, Laugavegi 66, Fálkanum, Austurveri og Samvinnuferð- um-Landsýn, Austurstræti 12. Miðar verða seldir daglega klukkan 16—18 fram að leik. Með þvi að kaupa miða í forsölu losnar fólk við að standa í biðröðum daginn sem leikið er. Þór einn og yfirgefinn á botninum 12. deild ENN eitt tapið varð staðreynd hjá Akureyrarfélaginu Þór í 2. deild í handknattleik á föstudaginn. Þá fékk Þór Aftureldingu í heimsókn og sigraði Afturelding með 24 mörkum gegn 21. Staðan í hálfleik var 12:9 fyrir gestina. Þór situr nú einn og yfirgefinn á botni deildarinnar og fall blasir við liðinu. Leikurinn var jafn í upphafi en er u.þ.b. 10 mín. voru af leik náði Afturelding forystunni, og hélt henni allt til loka leiksins. Munur- inn var þó yfirleitt ekki nema 1 mark í fyrri hálfleik fyrr en undir lok hans að gestirnir sigu lengra fram úr og staðan í hálfleik eins og áður segir 9:12. Það sama var upp á teningnum í seinni hálfleik, Þórsarar náðu ekki að ógna mótherjum sínum að ráði og sunnanmenn náðu mest 5 marka forskoti. Um miðjan hálf- leikinn var staðan 14:19. Þá hresstust Þórsarar örlítið og náðu að minnka muninn niður í 3 mörk fyrir leikslok en sigur Aftureld- ingar var aldrei í hættu. Síðustu Þór — UMFA mínútur leiksins var mikið um mistök á báða bóga. Leikmenn Aftureldingar misstu boltann hvað eftir annað í sókninni, Þórs- arar brunuðu fram í hraðaupp- hlaupi en klúðruðu yfirleitt bolt- anum aftur, oft í mjög góðum færum. Markmenn liðanna voru einna bestir í þessum leik. Emil Karls- son hjá Aftureldingu varði mjög vel í leiknum, eða eitthvað á þriðja tug skota. Énginn Þórsara átti góðan dag en markverðirnir Davíð og Ragnar vörðu þó nokkuð vel á köflum. Dómarar voru Gunnar Kjartansson og Ólafur Stein- grímsson og dæmdu þeir ekki mjög vel þó ekki bitnaði það frekar á öðru liðinu. Þessir skor- uðu í leiknum: (Þór) Sigtryggur Guðlaugsson 6 (lv), Sigurður Sig- urðsson 6 (lv), Benedikt Guð- mundsson 3, Guðmundur Skarp- héðinsson 2, Árni Gunnarsson 2, Einar Arason 1, og Gunnar Gunn- arsson 1. Fyrir Aftureldingu skor- uðu: Sigurjón Eiríksson 11 (3v), Steinar Tómasson 6, Lárus Hall- dórsson 2, og 1 mark skoruðu Ágúst Einarsson, Brynjar Vigg- ósson, Ingvar Hreinsson, Björn Bjarnason og Þorvaldur Hreins- son. — sor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.