Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 21 im v Góður endaspfettur færði Tý sigur gegn Armenningum TÝR frá Vestmannaeyjum gerði góða ferð til Reykjavikur um helgina, léku tvo leiki i 2. deild og sigruðu i báðum og náðu sér i 4 stig i hinni hörðu baráttu i 2. deild. Lögðu HK að velli á laugardag, og sigruðu síðan Ármann i Laugardalshöllinni á sunnudag i lengst af nokkuð jöfnum leik. Það var ekki fyrr en siðustu minútur leiksins sem leikmenn Týs hristu Ármenninga af sér og sigruðu þá með fjórum mörkum, 21 — 17. Þegar 15 mínútur voru liðnar af leik Ármanns og Týs hafði Ár- mann eins marks forystu, 6—5. Þeir bættu svo um betur og komust í 8—5. Leikmenn Týs léku ekki vel og allt virtist stefna í að Ármann myndi sigra í leiknum. En Týrarar gáfust ekki upp. Leik- menn fóru að berjast af krafti og náðu að jafna metin rétt fyrir hálfleik og þá var staðan 9—9. Ármenningar áttu góða mögu- leika á að ná forystunni á nýjan leik í byrjun síðari hálfleiksins. En þeim voru mislagðar hendur og Jens Einarsson markvörður og þjálfari Týs varði bæði. Sigurlás kom svo Tý yfir, 10—9. Ármann hafði þó lengst af forystuna í síðari hálfleik og þegar 10 mínút- ur voru til leiksloka var staðan 14—12 fyrir Ármann. En með góðum leik náðu Týrarar að jafna metin og komust marki yfir, 16—15, þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Þá riðlaðist leikur Ármenninga algjörlega og ekki var heil brú í honum í lokin. Leikmenn Týs gengu á lagið og skoruðu hvert markið af öðru og sigruðu örugglega 21—17. Bestu menn hjá Tý voru Jens Einarsson markvörður sem varði mjög vel þar á meðal þrjú vítaköst á mikilvægum augnablikum. Sig- urlás og Ólafur léku mjög vel svo og Magnús. Það er greinilegt að lið Týs blandar sér í toppbaráttuna í Ármann — Týr 17—21 2. deild í vetur og á góða mögu- leika á að sigra í 2. deild. Lið Ármanns lék sæmilega vel en missti leikinn illa út úr hönd- um sér í lokin. Lið Ármanns var nokkuð jafnt í leiknum. Friðrik og Björn léku ágætlega svo og Óskar og Einar. Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson 5 2v, Ólafur Lárusson 4, Magnús Þorsteinsson 4, Kári Þorleifsson 4, Þorvarður Þorvaldsson 2 og Hall- dór Sigurðsson 2. Mörk Ármanns: Björn Jóhann- esson 5, Friðrik Jóhannsson 5, Einar Eiríksson 2, Jón Ástvalds- son 2, Haukur Haraldsson 1 og Óskar Ásmundsson 1. — þr. Úr leik Þórs og Aftureldingar. Árni Stefánsson svífur inn í teiginn með tilþrifum og skorar glæsilega. Ljósm. SOR Auðveldur sigur KA UM helgina bættu KA-menn tveim stigum i sarpinn sem kom sér vel i toppbaráttunni i 2. deild er þeir unnu mjög ákveðinn sigur á Aftureldingu 30—19, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 14—9 KA í vil. KA-menn hófu leikinn af krafti og gerðu þeir fyrstu 4 mörkin. Þá vöknuðu Aftureldingarmenn af dvalanum og fóru að vera með, en KA-menn voru ekkert á því að gefa og um miðjan hálfleikinn Staðan í 2. deild karla Breiðablik 8 5 1 2 169- -175 11 KA 6 5 0 1 141- -109 10 Týr, Vm. 8 5 0 3 150- -143 10 HK 7 3 2 2 140- -122 8 ÍR 8 2 4 2 163- -155 8 Aftureld. 9 4 0 5 184- -190 8 Ármann 8 2 2 4 151- -158 6 Þór, Ak. 8 0 1 7 156- -202 1 höfðu þeir aukið forystu sína í 4 mörk og var staðan þá 10—4 fyrir KA. Þá tóku Aftureldingarmenn til þess bragðs að taka þá Gunnar Gíslason og Friðjón Jónsson úr umferð, en þeir höfðu til þessa verið aðaldriffjaðrirnar í leik KA. Við þetta datt allur botn úr spili KA, en það nýttu Aftureldingar- menn mjög illa og var staðan eins og áður sagði 14—9 í hálfleik. í upphafi síðari hálfleiks var jafnt á með liðunum og skiptust þau á um að skora allt fram yfir miðjan hálfleikinn. En þá var einsog slökkt væri á Aftureldingu og KA gerði næstu 7 mörk án þess að Afturelding svaraði fyrir sig og breyttu stöðunni úr 23—18 í 30— 18. Á þessu tímabili minnti leikur- inn einna helst á leik kattarins að músinni og var alveg sama hvað Aftureldingarmenn reyndu, allt fór í vaskinn. Síðasta mark leiks- ins gerði svo Afturelding og lykt- aði leiknum með harla auðveldum sigri KA-manna, sem standa nú mjög vel að vígi í toppbaráttunni í 2. deild. KA — UMFA 30—19 Í þessum leik lék KA-liðið með miklum ágætum og stóðu allir leikmenn sig með prýði, að venju varði Gauti markvörður mjög vel og varði hann hvorki meira né minna en 21 skot í leiknum. Lið Aftureldingar var ekki beis- ið í þessum leik og voru þeim mjög mislagðar hendur í þessum leik. Þeirra bestur var Sigurjón Ei- ríksson sem var prímus mótor í leik liðsins í þessum leik. Mörk KA: Gunnar Gíslason 7 (lv), Erlingur Kristjánsson 5, Friðjón Jónsson 5, Þorleifur An- aníasson 5, Guðmundur Guð- mundsson 3, Magnús Birgisson 2, Magnús Guðmundsson 1, Jakob Jónsson og Björn Friðþjófsson 1. Mörk Aftureldingar: Sigurjón Eiríksson 8 (5v), Steinar Tómas- son 3, Brynjar Jónsson 2, Lárus Halldórsson 2, Þorvaldur Hreins- son 2, Björn Bjarnason 1 og Ingvar Hreinsson 1. — sor \\ rmmwi Sigurlás borleifsson er ekki siður glúrinn við að skora mörk í handknattleik en knattspyrnu. Hér svífur kappinn inn í teiginn og skorar. Sigurlás lék vel með liði sínu Tý um helgina er liðið lagði HK og Ármann að velli. Ljósmynd. Sittumeir J. Týr vann öruggan sigur gegn HK Týr frá Vestmannaeyjum gerði sér lítið fyrir og sigraði HK í 2. deiid er liðin léku i íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellssveit á laug- ardag. Sigur Týrara var sann- gjarn, þeir sigruðu i leiknum með fjórum mörkum 18—14. Staðan i hálfleik var 8—6 þeim í hag. Ætla má að HK hafi verið nokkuð sigurvissir fyrir þennan leik og því fór sem fór. Annars eru liðin i 2. deild mjög áþekk að getu og virðast úrslit leikja oft geta orðið óvænt. Enda staðan í deildinni nú mjög jöfn og tvísýn. HK byrjaði leikinn vel að Varmá og komust í 3—1. Týr jafnaði 4—4, en HK átti frum- kvæðið framanaf og komst í 6—4, þá voru búnar rúmar 10 mínútur af leiknum. Þá kom mjög slæmur leikkafli hjá HK og liðið skoraði ekki mark í tuttugu mínútur. Týr var lengst af þremur mörk- um yfir í síðari hálfleiknum. Komst í 13—10. En HK náði að minnka muninn niður í eitt mark, 14—15. Var þá komin mikil spenna í leikinn. Týr átti góðan sprett í lok leiksins og skoraði þá þrjú mörk á síðustu tveimur HK — Týr 14—18 mínútunum og innsiglaði sigur- inn, og fékk tvö dýrmæt stig. Besti maður Týs í leiknum var Ólafur Lárusson og Jens Einars- son markvörður sem varði 19 skot í leiknum. Þá áttu þeir bræður Kári og Sigurlás Þorleifsson góð- an leik. Lið HK var nokkuð jafnt í leiknum. Ragnar Ólafsson var markahæstur með fimm mörk og Kristinn átti ágætan leik. Mörk Týs: Ölafur Lárusson 7, Kári Þorleifsson 4, Sigurlás Þor- leifsson 2, Þorvarður Þorvaldsson 2, Valþór Sigþórsson 2 og Magnús Þorsteinsson 1. Mörk HK: Ragnar Ólafsson 5, Kristinn Ólafsson 4, Hilmar Sig- urgíslason 2, Sigurður Sveinsson 1, Bergsveinn Þórarinsson 1 og Jón Einarsson 1. - þr. Islanflsmftllö 2. flellfl | B-námskeið í alpagreinum DAGANA 2.-9. janúar gekkst SKÍ fyrir B-námskeiði fyrir leið- beinendur í alpagreinum á skið- um, í Hliðarfjalli við Akureyri. Kennarar á námskeiðinu voru Sven Bey og Royal Mattiesen en þeir eru frá Noregi. Þeir hafa góða reynslu af námskeiðahaldi af þessu tagi og þeir hafa haldið nokkur í Noregi. Námskeiðið sóttu 20 þátttak- endur og voru þeir að frá morgni til kvölds alla dagana bæði við verklegt og skriflegt nám. Að þessu sinni tóku þátttakendurnir verklegt próf en að vori munu þeir svo gangast undir bæði skriflegt og verklegt próf og er þvi reiknað með að þeir hafi aðlögunartima þangað til. Þetta námskeið gefur rétt til þátttöku á C-námskeiði bæði hér á landi og í Noregi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.