Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 Greinargerð um rafmagnsskömmtun Landsvirkjunar: Útlit fyrir meiri rafmagnsskömmtun í vetur en í fyrra - vegna haustkulda og stóraukins álags MORGUNBLAÐINU hef- ur borist greinargerð frá Landsvirkjun um vatns- stöðuna á hálendinu ok þá rafmagnsskömmtun. sem hefur orðið að jjrípa til. Fer greinargerðin í heild hér á eftir: Síðustu þrjú ár hefur hiti og úrk'oma verið undir meðallagi á orkuveitusvæði Landsvirkjunar, og hefur því rennsli í ám reynst minna en ella, grunnvatnsstaða hefur lækkað og miðlunarforði orkuvera rýrnað. Orkuframleiðsla í vatnsaflsvirkjunum landsmanna hefur liðið fyrir þessa óhagstæðu þróun í vatnsbúskapnum, og hefur Landsvirkjun orðið að mæta þess- um vanda með orkuskerðingu, einkum til stóriðjufyrirtækja. Vandamál þessi hafa aukist enn vegna óhagstæðs veðurfars að undanförnu og hefur því reynst óhjákvæmilegt að auka orku- skerðinguna til að forða því að til vandræðaástands komi með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Verður hér á eftir gerð grein fyrir þessu alvarlega ástandi og vikið að einstökum atriðum varð- andi orsakir þess og afleiðingar. Orkuveitusvæði Landsvirkjunar Við stofnun Landsvirkjunar 1965 var orkuveitusvæði hennar ákveðið hið sama og Sogsvirkjun- ar, þ.e. frá Vík í Mýrdal vestur um að Snæfellsnesi. í árslok 1974 bættist Snæfellsnes sunnanvert við og 1975 norðanvert Snæfells- nes auk Dalasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu austan Víkur. Á miðju sumri 1976 var Norðurlínan (132 kV) tengd kerfi Landsvirkj- unar um spennistöð við Andakíl með 66 kV spennu. I nóvember 1977 var Norðurlínan síðan tengd Hvalfjarðarlínu landsvirkjunar í spennistöðinni á Brennimel í Hvalfirði. í desember 1978 var Austurlína tengd við Norðurlínu og Vestfjarðalína tengd við hana í október 1980. Á því ári nam rafmagnsframleiðsla Landsvirkj- unar 85% af rafmagnsframleiðsl- unni á landinu í heild. Þær viðbótartengingar, sem nefndar eru hér að framan, hafa aukið verulega álagið á Lands- virkjunarkerfið eins og sjá má af því, að á árinu 1980 seldi Lands- virkjun alls 111 GWst inn á Norðurlínu, og mældist álagið á því ári mest 52,6 MW vegna umræddrar sölu. Ragmagnssala Landsvirkjunar inn á Norðurlínu hefur aö öllu leyti komið í stað framleiðslu með olíu og þannig sparað gífurlega fjármuni í olíu- kostnaði. Miðað við núverandi verðlag á olíu áætlast sparnaður þessi 67 millj. nýkr. (6700 millj. gkr.) 1980 og 203 millj. nvkr. (20300 millj. gkr.) 1977-1980. Rafmagnssala Landsvirkjunar inn á Norðurlínu á að verulegu leyti rót sína að rekja til þess, að Kröfluvirkjun hefur enn ekki náð fullum afköstum. Þannig fram- leiddi hún aðeins 35 GWst inn á hið samtengda kerfi á árinu 1980, og aflgetan hefur mest orðið 11 MW af 70 MW ástimpluðu afli. Þar sem rafmagnssala Lands- virkjunar inn á Norðurlínu hefur af þessum sökum orðið mun meiri en ella og bættist á sínum tíma óvænt við sölu Landsvirkjunar innan síns orkuveitusvæðis, gat fyrirtækið ekki tekið hana á sig nema með fyrirvara um skerð- ingu, ef á þyrfti að halda vegna afl- eða orkuskorts. Fyrirvari þessi gerir jafnframt ráð fyrir því, að Rafmagnsveitur rikisins nýti við slíkar aðstæður allar tiltækar olíustöðvar í samtengdu kerfi Norður- og Austurlands og Vest- fjarða. Tímasetning Hrauneyjafoss- virkjunar Tímasetning Hrauneyjafoss- virkjunar hefur oft verið til um- fjöllunar. I fyrstu var reiknað með, að virkjunin ætti að koma í gagnið haustið 1980 eins og rakið var í skýrslu Landsvirkjunar til eignaraðila árið 1975. Síðar var talið að fresta mætti gangsetning- unni til 1981, enda reiknað með framleiðslugetu í meðalárferði. Iðnaðarráðuneytið óskaði þess í bréfi, dagsettu 16. sept. 1978, að Landsvirkjun endurskoðaði tíma- setningu framkvæmda við virkj- unina með tilliti til þess, hvort ekki væri unnt að fresta gangsetn- ingu fyrstu vélar hennar til haustsins 1982. Landsvirkjun svaraði þessum tilmælum með bréfi dags. 16. október 1978. Það helsta, sem fram kom í svarbréfi Landsvirkjunar, var þetta: 1. Talið var, að of mikil áhætta yrði tekin varðandi orkuskort og olíukeyrslu, ef gangsetningu Hrauneyjafossvirkjunar yrði frestað fram yfir þá dagsetn- ingu, sem framkvæmdir á þeim tíma miðuðust við, þ.e. haustið 1981. 2. Áætlað var, að í lélegu vatnsári mundi vanta 138 GWst á tíma- bilinu okt.-apríl ’79/’80 og 208 GWst á sama tímabili ’80/’81 upp á það, að Landsvirkjun gæti fullnægt allri forgangs- orkueftirspurn. Var þá reiknað með, að orkuþörf á síðarnefnda tímabilinu yrði 1878 GWst og Krafla mundi framleiða 70 GWst (20 MW). í framhaldi af þessu fóru fram viðræður milli iðnaðarráðuneytis- ins og Landsvirkjunar og varð að samkomulagi að halda óbreyttri tímasetningu á Hrauneyjafoss- virkjun, þ.e. að hún kæmi í rekstur haustið 1981. Eins og kunnugt er hafa síðustu vatnsár verið léleg og veturinn nú óvenju harður. Á umræddu tíma- bili í fyrravetur þurfti að skerða orkusölu til' stóriðjunotenda um 130 GWst, sem var mjög nálægt áætlun fyrir lélegt vatnsár og verði ekki lát á ótíðinni, má reikna með, að áðurnefnd áætlun muni einnig standast nokkurn veginn fyrir þennan vetur. Sá orkuskortur, sem nú ríkir, þarf því ekki að koma á óvart, þegar tíðarfarið er haft í huga. I byrjun núverandi vetrar stóð Þórisvatn mun betur en á sama tíma í fyrravetur, haustið varð hinsvegar mun kaldara, og sam- fara stórauknu álagi er útlit fyrir, að skömmtun verði meiri í vetur en á sl. vetri eins og áður segir. Þess má geta að áætlað er að um 100 GWst verði sendar norður yfir Holtavörðuheiði í vetur (tímabilið okt.- apríl). Ef Krafla hefði skilað 30 Mw eða nálægt fullu afli annarrar vélar undanfarna tvo vetur, hefðu vatnsafls- og gufu- stöðvar norðan Holtavörðuheiðar getað annað sem næst allri orku- þörf á því svæði. Hefði þá ekki þurft að skammta orku á sl. vetri og ástandið í vetur stórbatnað. Þá má geta þess, að leki í Sigöldulóni hefur reynst meiri en áætlað hafði verið í upphafi og er talið, að umframlekinn samsvari um 35 GWst yfir tímabilið okt. -apríL Ef ríkjandi ástand í þessum efnum hefði verið vitað fyrirfram, virðist einsýnt að stefnt hefði 'verið að gangsetningu Hrauneyja- fossvirkjunar haustið 1980, en um slíkt þýðir ekki að fást. Nú ríður á að tryggja það sem allra best, að Hrauneyjafossvirkjun komist í gagnið ekki síðar en 1. nóvember nk., og eru, eins og stendur allar líkur á því, að það takist, ef ekki kemur til verkfalla eða annarra ófyrirsjáanlegra atvika til seink- unar. Reyndar er verið að kanna möguleika á að flýta gangsetningu fyrstu vélar til 1. okt. nk., og eru horfur á, að það geti tekist. Þá verður einnig reynt að flýta ann- arri vél, en hún hefur áætlast gangsett í febrúar 1982. Ef um- rædd flýting tekst og tíðarfarið versnar ekki frá því sem verið hefur, eru litlar horfur á að skammta þurfi raforku næsta vetur. Ástandið er þó tæpt og veltur mikið á því í hvaða stöðu Þórisvatn verður í byrjun næsta vetrar. Markaðsmál Á árinu 1980 nam orkusala Landsvirkjunar 2550 GWst og hafði þá aukist um 192 GWst frá 1979 eða um 8,3%. Á þessi aukning rætur sínar að rekja til aukins álags frá stóriðjunni. Nokkuð dró úr sölu til almenningsrafveitna á fyrri hluta ársins, en síðustu mánuði þess hefur hinsvegar verið um. verulega aukningu að ræða. Vorið 1980 kom ISAL inn með 20 MW stækkun og um haustið kom í rekstur seinni ofn Járnblendiverk- smiðjunnar og var í báðum tilvik- um um samningsbundna aukningu að ræða. Af aukningunni hjá ISAL voru 12 MW ótryggt afl og 8 MW forgangsafl og af orkusölunni til Járnblendifélagsins er rúmlega helmingur ótryggð orka. Á árinu 1981 verður ekki um að ræða neina aukningu á samnings- bundinni sölu til stóriðju, en áætlað er, að orkusala til almenn- ingsrafveitna aukist um 130 GWst á þessu ári. í desember 1980 kom 6 MW jarðgufustöð Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi í gagnið, og framleiðslugeta Kröflu jókst úr 5 MW í um 11 MW. Hinsvegar ríkir enn óvissa um möguleikana á frekari aukningu í rafmagns- framleiðslu Kröfluvirkjunar. Veðurfar og rennsli í neðangreindri töflu er sýnd úrkoma vatnsáranna 1975/76 til 1979/80 ásamt meðalhita sumar- mánaða hvers árs frá 1976 að Hæli í Hreppum. Sést þar, að úrkoman undanfarin fjögur ár er í minna lagi og hitastig undir meðallagi allan tímann. Taflan sýnir einnig innrennsli Þórisvatns frá og með vorflóðum (nánar tiltekið 1. maí) og út nóvember ár hvert ásamt náttúrulegu rennsli við Búrfell október til desember. Sést þar, að rennsli til Þórisvatns er mjög gott 1976 og þó vatnsárið 1976/77 sé þurrasta árið, nýtur Þórisvatn enn hinnar góðu grunn- vatnsstöðu, en síðan breytist ástandið til hins verra. Sumarið 1979 var mjög kalt og kom þá einnig lítið frá jöklum, enda er innrennslið lægst það ár. Sumarið 1980 náði hitinn næstum því meðaltali, svo að innrennslið verð- ur meira, en það sem af er vetri hafa verið samfelldir kuldar, svo að náttúrulegt rennsli við Búrfell reyndist um 25 rúmm/s (þ.e. næstum 200 Gl) minna en sömu mánuði 1979, og þann mismun hefur orðið að taka úr Þórisvatni. Þá má geta þess, að sl. haust var það kaldasta, sem komið hefur á Islandi síðastliðin 50 ár. Rafmagnsskömmtun I septemberbyrjun 1979 var vatnsborð Þórisvatns það lægsta, sem það hefur verið frá upphafi Þórisvatnsmiðlunar á þeim tíma árs og er vika var af september, hófst miðlun úr Þórisvatni. Upp úr miðjum september var ákveðið að grípa til skömmtunar hjá stóriðju, og var hún aukin smám- saman fram í miðjan desember. Einnig hófst keyrsla dísilvéla á Keflavíkurflugvelli í október. í byrjun apríl var farið að draga úr skömmtuninni og henni aflétt að fullu skömmu eftir miðjan mánuð- inn. í byrjun september 1980 var vatnsborð Þórisvatns í góðu með- allagi og hélt áfram að hækka fram yfir miðjan mánuðinn. Miðl- un hófst viku af október. Allveruleg álagsaukning var fyrirsjáanleg á vetrinum vegna stækkunarinnar hjá ISAL og Járnblendifélaginu og tengingar Vestfjarða, Skeiðsfoss og Vopna: fjarðar við Norðurlínukerfið. I september var ISAL og Járn- blendifélaginu tilkynnt, að þessir aðilar gætu ekki reiknað með að fá afgangsorku yfir vetrarmánuðina, en Járnblendifélaginu þó gefið vilyrði fyrir eins mánaðar rekstri seinni ofnsins. í byrjun október hófst niðurskurður á afgangsorku til ISAL. Vegna mikilla kulda og aukins álags í október féll vatns- borð Þórisvatns mjög hratt eða um 3 metra í október, og var því undir lok mánaðarins annar ofninn hjá Járnblendifélaginu tek- inn út. I byrjun nóvember var skömmtun enn aukin til um- ræddra fyrirtækja og þá á for- gangsorku. Jafnframt því hófst skömmtun til Áburðarverksmiðj- unnar. Hefur skömmtun síðan verið smáaukin fram að áramót- um. Einnig hófst í síðustu viku nóvember keyrsla dísilstöðvarinn- ar á Akureyri. Milli jóla og nýárs hófst svo rekstur hins nýja 6 MW raforkuvers Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi, og þessa dagana hefst 15 MW framleiðsla í gufu- aflstöð Landsvirkjunar við Elliða- ár. Skömmtun sú, sem framkvæmd hefur verið, felst í þrennskonar aðgerðum. I fyrsta lagi hefur verið skorin niður öll ótrygg orka. I öðru lagi hefur forgangsorkuaf; hending til stóriðju verið skert. I þriðja lagi hefur forgangsorkuaf- hending til almenningsrafveitna verið skorin niður, en þeirri skerð- ingu hefur verið mætt með keyrslu olíustöðva og niðurskurði rafmagnsafhendingar til Kefla- víkurflugvallar. Þannig hefur enn reynst unnt að komast hjá raf- magnsskömmtun til almennings. Ár Veður að Hæli Úrkoma 1/9 fyrra árs til 31/8 mm % Meðal hitaatlK 1/6-31/8 °C Frávik 2> Innrennsli Þórisvatns 1/5-30/11 G1 Náttúrulext rennsli viA Búrfeil 1/10-31/12 rúmm/s 1976 1655 157 10.1- .7 1239 261 1977 779 74 10.2- .6 915 178 1978 864 82 10.0- .8 867 206 1979 1016 97 9.3—1.5 774 208 1980 956 91 10.4- .4 845 1833’ 1) af medalúrkomu ársins yfir 30 ára tímabil. 2) Frávik frá meðalhita þessara mánaða. 3) Desember, áætlaður. Niðurskurður á ótryggðri orku nemur nú alls um 51 MW, sem skiptist þannig: 12 MW hjá ISAL, 37 MW hjá Járnblendifélaginu og 2 MW hjá Rafmagnsveitum ríkis- ins. Forgangsorkuskömmtunin verð- ur væntanlega um miðjan þennan mánuð sem hér segir: Foru .afl MW 'Jc ISAL 36 af 148 24 Járnbl.fél. 6 af 31> 19 Áburðarverksm. 11,5 af 18 64 Almenningsrafv .28 af 130 22 Keflavíkurvöllur 6 af 10 60 87,5 337 26 Eins og sést hér að framan nemur skerðingin alls um 138 MW. Enn ríkir óvissa um það, hvort þessi skerðing reynist fullnægj- andi. Ræðst það af tíðarfarinu fram undan og árangri umræddra aðgerða, þegar þær eru að fullu komnar í gagnið. Vegna rafmagnsskömmtunar- innar hefur Landsvirkjun orðið fyrir verulegu tekjutapi, sem áætlast nema 12,4 millj. nýkr. (1240 millj gkr.) í árslok 1980.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.