Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 35 Jóhanna Guðmundsdótt ir — Minningarorð Fædd 2. febrúar 1918 Dáin 31. desember 1980 Nú er mín elskulega Jóhanna dáin, það er erfitt að taka því, ekki eldri en hún var, 62ja ára. Hún var einhver sú yndislegasta mannvera sem ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Þegar ég, sem skrifa þessa línur, kynntist henni og dásamlegum manni hennar, Jóni Guðmundssyni, fyrir 9 árum, tók hún á móti mér eins og sinni eigin dóttur. Ég hafði þá þegar kynnst syni hennar, sem er eiginmaður minn, og vildi hann endilega kynna mig fyrir henni sem fyrst. En ég reyndi að láta það dragast, vegna þess að ég var þá fráskilin og með fjögur börn á framfæri mínu, var þar af leiðandi ekki mjög spennt fyrir þessari heim- sókn, þóttist eiga von á öllu frá henni sem móður hans. Auk þess sem hann er 4 árum yngri en ég. En ég þurfti ekki að kvíða þessari heimsókn. Hún tók mér og börn- unum svo vel að þau fóru strax að kalla hana ömmu, æ síðan. Auk þess hefur 18 ára sonur minn búið á heimili hennar undanfarna mánuði. Var fráfall Jóhönnu hon- um mikið áfall, hann elskaði ömmu sína eins og hún elskaði hann. Ég get aldrei, hversu gömul sem ég á eftir að verða, fullþakkað henni og Jóni fyrir svo auðsýnda velvild og góðmennsku í minn garð og barna minna. En það kom að því að við Jóhanna fórum að ræða um mig og fjölskyldu mína og kom þá í ljós að móðir mín, Marta Sigfúsdóttir, og hún voru æskuvinkonur. Mundi Jóhanna þá eftir mér sem barni, er ég lá í berklum á Landakoti. Þangað hafði nún komið með mömmu minni og fylgdi þessum ferðum hennar ævinlega glaðningur, sem ég kunni vel að meta. Er mamma flutti með mig til Vestmannaeyja, þá rofnaði sam- band þeirra að mestu í fjölda ára. Þegar gaus í Heimaey 1973 flutti mamma til Reykjavíkur, endur- nýjaðist þá vinátta þeirra og urðu þá gleði- og fagnaðarfundir. En svona var Jóhanna, hún hafði alltaf pláss fyrir alla í sínu stóra hjarta, bæði stóra og smáa unga sem aldna, henni þótti vænt um alla sem minna máttu sín og var þeim eins og móðir. Ég er að reyna, með þessum fátækiegu orðum, að þakka henni í hinsta sinni fyrir allt sem hún hefur fyrir okkur gert. Og ég trúi því að nú sé hún komin þangað sem hún hefur óskað sér allt frá því að sonarsonur hennar Krist- inn Jón skyldi eftir stórt skarð í hjarta hennar fyrir 8 árum er hann lést af slysförum. En ég trúi á líf eftir þetta líf, eins og hún gerði, og ég veit að nú hafa þau hist að nýju. Því bið ég guð almáttugan að styðja og styrkja Jón, börnin hennar, barnabörn og okkur hin sem stöndum sem löm- uð gagnvart hinum mikla missi. Guð blessi minningu um tengdamóður mína. Hvíli hún í friði. Ester Magnúsdóttir. Mig setti hljóða þegar ég á nýársdag frétti að vinkona mín Jóhanna Guðmundsdóttir hefði orðið bráðkvödd á gamlárskvöld. Ég vissi að heilsan hafði ekki verið góð undanfarin ár, en hún var alltaf svo andlega hress og sterk að það hefur ábyggilega villt um fyrir mörgum hvað hún var í rauninni illa farin. Ég kynntist ekki Jóhönnu fyrr en hún var orðin fulltíða mann- eskja og kom í Kjósina sem ráðskona að Eilífsdal til bræðr- anna Þorkels og Odds Þórðarsona. Dvölin í Eilífsdal leiddi til þess að Þorkell og hún heitbundust. Þau áttu saman eina dóttur, Þórdísi, sem er fædd 16. ágúst 1948. Jóhanna átti tvo unga drengi áður og gekk Þorkell þeim í föður stað. Þeir heita Orlygur og Bennie. Þó að Jóhanna og hann slitu samvist- um síðar var hann þeim alltaf, sem væru þeir hans börn. Aðalkynni okkar Jóhönnu hóf- ust ekki fyrr en sumarið 1956, er við unnum báðar á sama vinnu- stað. Við vorum þá báðar fluttar suður, eins og sagt var í Kjósinni, og höfðum fengið okkur sumar- vinnu á meðan börnin voru í sveitinni, hún átti þá heima í Garðahreppi, eins og hann hét þá, en ég í Kópavogi, síðar flutti hún einnig með fjölskylduna í Kópavog og var þar í mörg ár. Það var alveg sama hvar Jó- hanna bjó, hún hafði þann sér- staka eiginleika að hafa alltaf notalegt í kringum sig og manni leið þar svo vel. Sjálf var hún skemmtiiegur persónuleiki, sem fólk laðaðist að, hvort heldur voru ungir eða fullorðnir. Nokkrum árum eftir að Jóhanna og Þorkell slitu samvistum, kynnt- ist hún Jóni Guðmundssyni frá Berserkjahrauni á Snæfellsnesi, miklum ágætismanni, sem reynd- ist henni vel og hún mat mikils, var það áreiðanlega gagnkvæmt. Þau ólu upp stúlku, sem kom til þeirra 5 ára og átti bara að vera smátima, en árin urðu það mörg að hún var hjá þeim að mestu þar til hún gifti sig. Einnig hafði verið mikið hjá þeim sonarsonur Jó- hönnu, var hann augasteinninn þeirra beggja, en hann drukknaði þegar hann var 8 ára, var það þung raun fyrir alla fjölskylduna og fannst mér Jóhanna aldrei bera sitt barr eftir það, þó hún flíkaði því ekki við hvern sem var. Þetta átti ekki að verða nein ævisaga vinkonu minnar, enda stiklað á stóru. Mig langaði aðeins til að minnast hennar með þakk- læti fyrir þau ár, sem við áttum leið saman. Ég bið algóðan Guð að blessa hana á hinum nýju leiðum. Guðrún Gísladóttir Móðir: Anna Rósa, f. 5. nóv. 1881 að Skógum í Bægisárumdæmi, d. 30. ágúst 1960. Foreldrar Benedikt Jónsson og Jóhanna Hallsd. Þau voru kennd við Garðshorn. Faðir: Guðmundur Sigurður, prentari, f. 17. des. 1897 í Rvk., d. 15. sept. 1966, Jónssonar söðla- smiðs á Patreksfirði, f. 11. ág. 1860, d. 24. apríl 1938, Þorsteins- sonar að Felli í Suðursveit og Sléttaleiti, f. 28. febr. 1815, d. 4. nóv. 1890, Sigurðssonar á Reyni- völlum, Arasonar. Móðir hans var Ingibjörg, f. 13. mars 1866, d. 28. maí 1935 (síðari kona Stefáns Þorsteinss. söðlasmiðs á Akur- eyri), Jónsdóttir, fyrrverandi bónda að Skyttudal í Laxárdal. Húnav.s., f. 4. nóv. 1832, d. 15. maí 1879, Sigurðssonar í Skyttudal, Þorleifssonar. Jóhanna átti einn hálfbróður, Valtý Guðmundsson að nafni, f. 25. sept. 1917. Jóhanna eða Hanna eins og hún var alltaf kölluð, var fædd að Hallfríðarstöðum í Hörgárdal og þar ólst hún upp hjá fósturfor- eldrum sínum, Halli Benedikts- syni, f. 12. júní 1888 að Skjaldar- stöðum í Oxnadal, en hann var móðurbróðir hennar, og fyrri konu hans, Ragnheiði Thorarensen, dóttur Stefáns Thorarensen frá Lönguhlíð. Þaðan varð hún að fara aðeins 12 ára gömul vegna dauða fóstru sinnar. Unglingsárin urðu því harður skóli fyrir hana. „Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka." Þessar ljóðlínur komu upp í huga mínum þegar ég frétti að hún Hanna hefði kvatt með árinu sem var að líða og horfið inn á bjartari tilverustig. Við höfðum verið æskuvinkonur og oft rætt um lífið og dauðann, óskir okkar beggja hnigu í sömu átt en það var að hverfa úr lifendatölu þjáninga- laust. Hún varð bráðkvödd á gamlárskvöld er þau hjónin voru á leið til dóttur sinnar til þess að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Þá sem fyrr sýndi maðurinn hennar þrek og sálarstyrk er hann reyndi að koma henni á sjúkrahús í þeirri von að læknarnir fyndu einhver ráð. Mennirnir þenkja en Guð ræður. Hanna var glöð yfir hverjum nýjum degi sem reis en jafnframt viðbúin því að hverfa fyrirvaralaust þegar kallið kæmi. Það má ekki skilja orð mín svo að hún hafi beðið komu dauðans. Nei, það var síður en svo. Hún lifði fyrir hvert augnablik og naut þess. 10. desember sl. ræddum við saman í síma. Það var í síðasta sinn sem ég heyrði rödd hennar, þá var afmælisdagur yngsta sonar hennar. Við rifjuðum upp gamla daga þegar hún kom með þennan nýfædda dreng til okkar hjón- anna, en við höfðum þá fengið til afnota lítinn sumarbústað suður í Kópavogi, úti á enda Kársnessins. Þar vantaði allt nema þakið yfir höfuðið. í þessu samtali minntist hún á það hvað hún hefði alltaf verið þakklát Lárusi Salómons- syni fyrir þá hjálp er hann veitti henni við að ná í lækni fyrir litla barnið hennar er þá var mjög veikt. Hún sagðist heldur ekki hafa gleymt því hvað hann var hugsunarsamur að stoppa og taka þá vegfarendur upp í bílinn sinn er voru á leið í eða úr Hafnar- fjarðarstrætó, en það var löng leið. Hún lifði nú samt ekki alveg í fortíðinni, því að það var efst í huga hennar að skreppa til Norð- urlandanna á sumri komanda og heimsækja syni sína og fjölskyld- ur þeirra ef heilsa og kraftar leyfðu, en hún var búin að berjast við veikindi í áraraðir. Nú lít ég til baka til þeirra 40 ára sem liðin eru síðan fundum okkar bar fyrst saman og við urðum vinkonur og fóstursystur. Én Hanna hafði þá ráðið sig sem hjálparstúlku í hús foreldra minna, Péturs J. Hraunfjörð og Ástu Kristjánsd., vegna veikinda og um leið unnið hugi allra á heimilinu með glaðværð sinni og hjálpsemi. Frá fyrstu stundu var hún ein af okkur og tók foreldra okkar sem sína og sýndi þeim hlýju og umhyggju, en það var líka gagnkvæmt hjá þeim. Þegar Hanna eignaðist sitt fyrsta barn, kom hún með það heim til foreldra okkar. Engan stað vissi hún betri og þau tóku drenginn og elskuðu hann og önnuðust sem sitt eigið barn. Hanna vildi ekki níðast á öldruðum foreldrum okkar, heldur leggja sinn skerf til uppeldis drengsins. Því fékk hún sér strax vinnu en hún hugsaði samt vel um drenginn sinn og var öllum stund- um hjá honum þegar hún gat komið því við. Árin liðu. Hún vann myrkranna á milli. Hvað átti einstæð móðir að gera? Hún þráði svo heitt að annast börnin sín sjálf. En á þessum tímum var engrar hjálpar að vænta í Reykja- vík, en þar átti hún lengst af heima, með húsnæði eða annað fyrir þá sem vildu vera sjálfstæð- ir. Það hugtak var alltaf efst í huga hennar, að vera ekki upp á aðra komin. Að leita til hins opinbera um hjálp var það sama og að láta grafa sig lifandi í hennar augum. Hún tók því þann kost að koma einu barninu í fóstur, en það var ekki sársauka- laust. Síðan tók hún sig upp með drengina sína tvo og gerðist ráðskona í sveit. Hún lenti hjá góðu fólki og sveitastörfin rifjuðu upp gamlar minningar, þegar hún var barn að aldri á Hallfríðar- stöðum í Hörgárdal hjá fósturfor- eldrum sínum. Þarna kynntist hún Þorkeli Þórðarsyni, traustum og góðum manni, sem hún eignaðist eina dóttur með og bjuggu þau saman í nokkur ár, en slitu svo samvistum. Aftur stóð hún uppi með börnin sín en nú var hún ákveðnari en nokkru sinni fyrr að aldrei skyldi hún láta þau frá sér meðan henni entist heilsa til þess að. vinna. Nú voru börnin líka orðin eldri og gátu litið til hvort með öðru. Svo var það fyrir rúmum 20 árum að hún kynntist þeim lífs- förunaut, sem hefur staðið við hlið hennar og reynst henni og börnum hennar ástríkur heimilisfaðir. Það var Jón Guðmundsson frá Ber- serkjahrauni í Helgafellssveit. Þau eignuðust gott og fallegt heimili. En það var þó mest um vert hvað þau voru samrýnd og hvað það var mikil hjartahlýja sem umlukti alla sem þangað leituðu. Þar voru allir velkomnir, einkum þó unglingar og börn. Hönnu var ekki nóg að ala sín börn upp, hún mátti ekkert aumt sjá og nú þegar hún átti sjálf gott heimili, tóku þau hjónin litla telpu sem vantaði samastað. Hún laun- aði líka uppeldið ríkulega með ástúð sinni og hlýju. Á heimili þeirra var líka tengdamóðir Hönnu, Kristín Pétursdóttir, sið- ustu árin sem hún lifði, og veit ég ekki annað en að vel hafi farið á með þeim. Barnabörnum sínum var hún elskuleg amma og reyndi að gera það fyrir þau sem henni fannst hún ekki hafa getað gert fyrir börnin sín í uppvextinum. Árið 1972 lést eitt barnabarnið hennar, Kristinn Jón Benniesen, aðeins 8 ára að aldri, af slysförum. Hann hafði verið augasteinn hennar og eftirlæti allra á heimil- inu. Þeim þunga harmi verður ekki með orðum lýst. Aðeins trúin á algóðan Guð og vissan um það að sjá drenginn sinn þegar jarðvist hennar lyki og hún kæmist inn á bjartara tilverustig hjálpaði henni til þess að yfirstíga sárustu sorg- ina. Á þessum þungbæru stundum umvafði Jón hana með öllum þeim kærleika sem í mannlegu valdi stóð. Eftir þetta áfall gekk hún aldrei heil til skógar. Fyrr á árum var dugnaði hennar við brugðið og þrifnaði og snyrtimennsku hennar ekki hægt að lýsa öðruvísi en að segja að hún hafi alltaf og ævin- lega verið fullkomin dama. Þó að manni fyndist stunduní skelin vera hörð í lífsbaráttunni, þá var sálin viðkvæm. Fyrir 4 árum vorum við báðar á Hjartadeild Borgarspítalans og lágum á tveggja manna stofu. Þá átti hún að fara í einhverja aðgerð og hjúkrunarkonan var að útskýra fyrir henni að svo ætti hún að fara inn í gjörgæslu í nokkra klukku- tíma. Þá brast Hanna allt í einu í grát og sagði: „Nei, nei, þangað fer ég aldrei lifandi." Þessi sterka persóna sem venjulega miðlaði öðrum af styrk sínum var nú niðurbrotin og hjúkrunarkonan var ráðalaus. Eg brá mér þá fram úr og fór á eftir henni og sagði henni að sonarsonur hennar hefði legið þarna meðvitundarlaus í nokkra daga áður en hann lést og hún gæti ekki hugsað sér að fara þangað inn aftur. Svo fór ég inn og talaði við Hönnu og hún sefaðist. Hennar mikla gleði á síðari árum var velgengni og hamingja barnanna og að kynnast týnda syninum sem hún hafði forðum orðið að láta frá sér. Sú gleði var gagnkvæm og hann unni móður sinni ekki síður en hin börnin og börnin hans elskuðu líka ömmu sína. Ég votta Jóni, börnunum og öðrum ástvinum innilega samúð og bið Guð að blessa þeim minn- inguna um mæta konu. Hulda Pétursd.. Útkoti, Kjalarnesi. Nú er kominn tími til að kveðja ömmu mína og þakka henni og afa fyrir allt sem þau hafa fyrir mig gjört, þó að orð dugi jafnvel ekki til þess. Þegar ég var lítill drengur tók ég að kalla Jóhönnu ömmu. Síðan þá kallaði ég hana ætíð ömmu. Það var ekki neitt óeðlilegt því að þegar ég átti bágt tóku hún og Jón afi á móti mér eins og sínum eigin ömmudreng. Leyfðu mér að vera hjá sér og sýndu mér upp frá því ást og umhyggju, án þess að þiggja nokkuð í staðinn. Það er því sárt að þurfa að kveðja elsku ömmu mína, en við megum ekki hugsa um að hún sé farin og komi ekki aftur. Öll eigum við eftir að ganga hina bröttu braut. Við vitum öll þó einn kveðji þá eigum við öll eftir að hittast hinum megin, eins og hún kenndi okkur öllum. Þá kveð ég elsku ömmu mína en við eigum eftir að hittast aftur, ég trúi því. Magnús Þór. Amma mín er farin fyrir fullt og allt. Það er svo erfitt að sætta sig við dauðans köldu hönd, hún kemur fyrirvaralaust og tekur það sem manni er kært, en amma okkar var búin að lifa sinn tíma, og hefur stýrt sínu fari í örugga höfn. En ég mun aldrei gleyma hlýleika hennar og allri góðvild í minn garð. Og ég mun ætíð muna hana eins og hún var ætíð, góð og hlý. Hafði alltaf tíma til að hlusta og taka þátt í gleði minni og sorg. Hún átti alltaf góð ráð og 'heilræði mér til handa. Ég vona að nú sé hún þar sem hún vill vera og án allra þjáninga. Góður guð hjálpi Jóni afa og börnunum þeirra og bamabörn- um. Við syrgjum ömmu okkar en sjáumst svo öll hinum megin það er mín von og trú. Guð blessi minningu Jóhönnu ömmu minnar og megi hún hvíla í friði. Marta. Á stundu sem slíkri eru orð lítils megnug, en samt langar okkur til að votta okkar ástkæru móður og ömmu, Jóhönnu Guð- mundsdóttur, þakklæti okkar þeg- ar leiðir skiljast. Það yrði langt mál að telja upp allt það sem hún og okkar ástkæri fóstri, Jón Guðmundsson, hafa fyrir okkur og börn okkar gert. Það var hennar og okkar gæfa að hún kynntist Jóni fyrir u.þ.b. 20 árum og hann hefur staðið við hlið hennar alla tíð síðan, tryggur og traustur, og viljum við hér með um leiö þakka honum alla þá ást, umhyggju og hjálp sem hann alla tíð hefur veitt okkur. Minnast má litla drengsins og augasteins þeirra, Kristins Jóns Benniesson- ar, sem hún er nú horfin til og hvílir nú hjá en hann lést af slysförum aðeins 8 ára að aldri og skyldi eftir stórt skarð í hjörtum þeirra beggja, enda var hann alinn upp hjá þeim að mestu leyti á meðan hann lifði, og naut ástar þeirra í svo ríkum mæli. Fráfall hennar var einnig mikið áfall fyrir unga dótturdóttur hennar, Lindu Björk, sem alist hefur upp hjá þeim frá fæðingu, að sjá á bak henni svo sviplega, en það er henni ómetanleg huggun að hafa yndis- Iegan afa sinn hjá sér. Einnig vill Jóhanna Karlsdóttir fósturdóttir þeirra, sem þau tóku að sér er hún var aðeins 5 ára gömul og ólu upp sem sína eigin dóttur af einskærri alúð og ást, þakka þeim af öllu hjarta það, sem þau hafa fyrir hana gjört. Þó móðir okkar og amma sé nú horfin héðan þá lifir yndisleg minning um hana í hjörtum okkar allra og með fátæklegum orðum viljum við þakka alla ást og umhyggju hennar sem hún veitti okkur alla tíð. Drottinn blessi hana. Hvíl í friði. Born og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.