Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 Þróttur tryggði sér annað sætið eftir sigur gegn FH ÞRÓTTUR trygKði sér annað 'KKO sætið í 1. deild íslandsmótsins i handknattleik á laugardaginn er liðið laxði FH að velli í Laugar- dalshöllinni með 23 mörkum gegn 21. í hálfieik var staðan 13:11, FH í vil. Leikurinn var annars mjöjf jafn, en FH hafði frumkvæðið lengst af. Gangur leiksins var annars veg- ar sá, að mikið jafnræði var með liðunum fram yfir miðjan fyrri hálfleikinn, jafnt var á öllum tölum upp í 7:7, en þá tóku FH-ingar nokkurn kipp og náðu 3 marka forskoti, 11:8, drifnir áfram af góðum leik þeirra Sæmundar og Guðmundar Magnússonar, en í leikhléi var staðan 13:11, FH í vil. FH hélt svipuðu forskoti þar til á 10. mínútu seinni hálfleiksins, en þá var Sigurður Sveinsson kominn á skrið og skoraði hvert markið eftir annað, auk þess sem hann átti margar fallegar línu- sendingar. Þróttarar höfðu þá einnig sett sérstakan gæzlumann til höfuðs Gunnari Einarssyni, sem hafði stjórnað spili FH mjög vel. Það var þó ekki fyrr en undir lok leiksins sem Jón Viðar náði forystu fyrir Þrótt með tveimur góðum mörkum, en Gunnar og Sæmundur jöfnuðu metin. Þegar um 5 mínútur vöru til leiksloka var Arni Árnason rekinn útaf Þróttur — FH 23-21 fyrir að stöðva Sigurð Sveinsson og var það fullharður dómur, þar sem hann var nýkominn inn á og hafði ekkert brotið af sér áður. Þróttarar nýttu tækifærið vel og Olafur og Sveinlaugur skoruðu síðustu mörk leiksins og tryggðu Þrótti þar með sigur, 23:21. I heildina var leikurinn fremur slakur, sóknirnar oft ráðleysis- legar og varnirnar götóttar. Hjá Þrótti bar mest á Sigurði Sveins- syni að vanda og Sigurður Ragn- arsson varði vel. Hjá FH var Sæmundur Stefánsson í aðalhlut- verki og dreif félaga sína áfram með miklum dugnaði og baráttu. Það veikti FH-liðið talsvert að Kristján Arason lék ekki með, en hann var erlendis í skólaferðalagi. í stuttu máli: íslandsmótið í handknattleik, 1. deild, Þrótt- ur:FH 23:21 (11:13). Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 9, Ólafur H. Jónsson 5, Jón Viðar Sigurðsson og Sveinlaugur Kristinsson 3 hvor, Lárus Lárus- son, Páll Ólafsson og Gísli Óskarsson 1 mark hver. Mörk FH: Sæmundur Stefáns- Víkingar íslandsn • Sigurður Sveinsson var óstöðvandi gegn FH. son 7, Sveinn Bragason 5, Gunnar Einarsson 4, Guðmundur Magn- ússon 4 og Pálmi Jónsson 1 mark. Brottrekstrar: Árni Árnason og Sæmundur Stefánsson FH hvíldu í 2 mínútur hvor og Sveinlaugur Kristinsson Þrótti, sömuleiðis. Misnotuð vítaköst: Sigurður Sveinsson Þrótti, misnotaði eitt vítakast. HG VÍKINGUR vann Fylki 27:20, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 11—8 þeim í vil, í 1. deild karla í íslandsmótinu í handknatt- leik á sunnudaginn og varð þar með íslandsmeistari 1981 þó að 2 umferðum sé ólokið. Víkingar hafa nú hlotið 23 stig, en næsta lið, Þróttur, er með 17 og getur ekki náð Víkingum að stigum. Þessi árangur Vikinga er mjög góður miðað við það að þeir misstu tvo fastamenn eftir síðasta keppnis- tímabil og því reiknaði enginn með þeim svona sterkum í ár. Staða Fylkis er nú orðin anzi erfið og má segja að fallið blasi við liðinu, sem er nú aðeins með 5 stig, 4 stigum á eftir Fram, Haukum og KR. Staðan í 1. deild Gangur leiksins var annars sá að Fylkismenn byrjuðu af miklum krafti, komust í 1—0 og 2—1 með mörkum Kristins og Gunnars, en Víkingar voru fljótir að ná þeim, komust yfir, 4—3, og sigu smám saman fram úr Fylkismönnum. Víkingar virtust nokkuð óöruggir í Víkingurl2 Þróttur 12 Valur 12 FH 12 Haukar 12 KR 12 Fram 12 Fylkir 12 0 250- 203 23 3 273-245 18 274-222 13 260-266 12 234-251 9 244 - 268 9 254-277 7 9 228-285 Fram efst í 1. deild kvenna vann ÍA um helgina 27-10 FRAM rótburstaði ÍA í 1. deild er Fram nú efst I deildinni. en kvenna í íslandsmótinu í hand- Valur, Víkingur og FH eru að- knattleik i LaugardalshöII um eins einu stigi á eftir. helgina. Leiknum lauk með 17 Yfirburðir Fram í þessum Ieik marka mun. 27:10, Fram í vil og voru algjörir strax frá upphafi og 16 mörk á 50 mínútum mörkin hrönnuðust upp. ÍA- stúlkurnar svöruðu með einu og einu marki og er greinilegt að þær eiga margt eftir ólært og þeirra bíður líklega fall í 2. deild þegar líður að lokum mótsins. Mörk Fram: Guðríður Guðjóns 7, Margrét Blöndal 6, Oddný Sigsteinsdóttir 4, Jóhanna Hall- dórsdóttir og Sigrún Blómsterberg 3 hvor, Eyrún Ragnarsdóttir 2 og Kristín Orradóttir 1 mark. Mörk ÍA: Laufey Sigurðardóttir og Ragnheiður Jónsdóttir 5 mörk hvor. — HG Páll Björgvinsson fyrirliði Víkings, skorar eitt af 8 mörkum sínum gegn Fyll - er Valur vann Hauka 10—6 VALUR sigraði Hauka 10—6 i 1. deild íslandsmóts kvenna i íþróttahúsinu i Hafnarfirði. Er það óvenjulega lágt skor, en leikurinn var sannarlega í járn- um allt fram á siðustu mfnúturn- ar. Þannig var staðan 6—5 fyrir Hauka þegar um tiu minútur voru eftir. Losnaði þá allur leik- ur liðsins úr böndunum og Vals- stúlkurnar sigu þá fram úr. Þær Erna, Harpa og Sigrún voru atkvæðamestar í liði Vals, svo og Jóhanna i markinu, hins vegar stóð enginn upp úr hjá Ilaukum, nema ef til vill Kol- brún. Þrátt fyrir að jafnt hafi verið fram á lokamfnúturnar, virðist mikið vanta i lið Hauka. enda vantar flesta burðarása siðasta keppnistímabils. 16 mörk Margrétar - í stórsigri FH gegn Þór 1. á FH RÓTBURSTAÐI Þór f _ deild kvenna á laugardaginn Lokatölur urðu 31 — 15, eftir að staðan f hálfleik hafði verið 15—7. Er óvenjulegt að skorað sé svona mikið i kvennaleikjum Hargrét Theodórsdóttir fór [ostum að þessu sinni, naut hún sfn vel gegn lélegri vörn Þórs. Skoraði hún eigi færri en 16 mörk fyrir FH, auk þess sem hún átti margar sendingar sem gáfu mörk. Var hún yfirburðamaður i annars sterku liði FH. FH er líklegt til afreka, liðið er skipað nokkrum mjög sterkum handknattleikskonum, auk þess sem nokkrar bráðefnilegar stúlk- ur hafa komið upp úr 2. aldurs- flokki. Þórsliðið er hins vegar á allt öðru plani og lakara. Mest bar þar á þeim Valdísi Hallgrímsdótt- ur og Önnur Grétu Sigurðsdóttur. Markhæstar hjá FH auk Mar- grétar voru Katrín Danivalsdóttir með 6 mörk og Kristjana Aradótt- ir með 5 mörk. Valdís og Anna Gréta skoruðu 4 mörk hvor fyrir Þór, en aðrar minna. - gg ^ :.:i - Víkingur: Kristján Sigmundsson 6 Þróttur: Sigurður Ragnarsson 7 Eggert Guðmundsson 7 Jón Viðar Sigurðsson 6 Pálí Björgvinsson 8 Einar Sveinsson 5 Árni Indriðason 7 Magnús Margeirsson 1 Steinar Birgisson 6 Jens Jensson 5 Guðmundur Guðmundsson 6 Lárus Lárusson 6 Þorbergur Aðalsteinsson 7 Páll ólafsson 5 Heimir Karlsson 5 Ólafur H. Jónsson 7 Gunnar Gunnarsson 5 Gísli óskarsson 5 Stefán Halldórsson 6 Sveinlaugur Kristinsson 6 Fylkir: Jón Gunnarsson 7 Sigurður Sveinsson FH: Sverrir Kristinsson 8 5 Ásmundur Kristinsson 5 Gunnlaugur Gunnlaugsson 6 Stefán Hjálmarsson * 4 Guðmundur Magnússon 7 Örn Hafsteinsson 4 Geir Hallgrímsson 5 Stefán Gunnarsson 6 Gunnar Einarsson 6 Kristinn Sigurðsson 6 óttar Mathiesen 6 Einar Ágústsson 5 Sæmundur Stefánsson 7 Guðmundur Kristinsson 5 Theódór Sigurðsson 5 Magnús Sigurðsson 6 Árni Árnason 1 Andrés Magnússon 4 Sveinn Bragason 6 Gunnar Baldursson 8 Valgarður Valgarðsson 5 fsiandsmötlð 1. delld ^ "> > Handknatt Víkingi get LIÐ Vikings i handknattleik hef- ur náð afbragðsgóðum árangri i handknattleik nú á siðustu tveim- ur árum, haft umtalsverða yfir- burði i 1. deild og staðið sig vel í Evrópukeppninni i handknatt- leik. Það er þvf ekki úr vegi að rif ja upp handknattleikinn innan félagsins. Knattspyrnufélagið Víkingur var stofnað í maí 1908, en það var ekki fyrr en haustið 1939 að byrjað var að æfa handknattleik i félaginu. Á þessum rösklega 40 árum hefur gengið á ýmsu hjá handknattleiksmönnum félags- ins, en siðustu fimm árin hefur Vikingur verið stórveldi i is- ienzkum handknattleik. Mörgum er eflaust í fersku minni hin harða barátta meistara- flokksins árum saman fyrir til- verurétti sínum í 1. deild. Árið 1969 urðu þáttaskil, en meistara- flokkur Víkings sigraði þá með glæsibrag í 2. deild og vann þá alla sína andstæðinga. Næstu tvö árin háði Víkingur harða baráttu í botni 1. deildar, en hélt velli í bæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.