Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 Fólk og fréttir í máli og myndum FORRÁÐAMENN vestur-þýska úrvalsdeildarliðsins 1860 Miin- chen haía ákveðið að lögsækja Paul Steiner, miðvörð hjá MSV Duisburg. Ástæðan er sú, að er liðin áttust við i deildarkeppn- inni á síðasta ári, braut Steiner þessi svo gróflega og óhugnan- lega á gamla landsliðsmanninum Heinz Flohe, að eitthvað varð undan að láta. Flohe fótbrotnaði illa og varð þar með að leggja skóna á hilluna. auk þess sem hann verður haltur um aldur og ævi... ... íslenskum knattspyrnu- áhangendum ætti að vera Paul Van Himst að góðu kunnur, hann lék 81 landsleik fyrir Belgíu og lék oft gegn íslendingum. Hann hætti knattspyrnu fyrir skömmu og starfar nú sem íþróttafrétta- maður hjá belgíska hljóðvarp- inu... ... Sovéski landsliðsmarkvörð- urinn heimsfrægi Lev Jashin, sem lét af knattspyrnuiðkun fyrir fárum árum, er nú stórkarl í sovéska knattspyrnusamband- inu. Nánar tiltekið er hann vara- forseti sambandsins... ... Enska 2. deildar liðið Orient keypti Peter Taylor frá Tottenham fyrir fáum mánuðum. Taylor, sem var um tima í enska CHAMPIONS 0F SPORT • Æ fieiri stunda lyftingar sem likamsrækt. Og sumir með góðum árangri eins og sjá má á myndinni. Sá til hægri er hinn frægi Arnold Schwarzenegger, sem grætt hefur stórfé á að sýna sig, bæði i kvikmyndum og heilsuræktarstöðvum. landsliðinu, hefur reynst Orient góð kaup og hann hefur skorað mikið af mörkum. En það eru ekki einu viðskiptin sem Orient og Tottenham hafa átt með sér á þessu keppnistímabili. Hin við- skiptin eru nokkuð óvenjuleg svo ekki sé meira sagt. Orient hefur nefnilega keypt heila áhorfenda- stúku af Tottenham. Tottenham hefur verið að endurnýja áhorf- endaaðstöðu sina að undanförnu og forráðmenn liðsins þurftu ekki að hugsa sig lengi um, er stjórar Orient föluðust eftir einni stúkunni... Börðust eins og hundar og kettir MERKILEGT atvik átti sér stað i norðurhluta Ítalíu eigi alls fyrir löngu. Knattspyrnulið nokk- urt að nafni Coardina lék á heimavelli og höfðu gestirnir yfir, 3—0. Áhangendur Coardina voru að vonum ekki sáttir við gang leiksins og móktu i fýlu á stæðunum. En brúnin lyftist, er einn úr þeirra hópi varpaði tveimur köttum inn á völlinn og lét nokkra félaga sína sleppa hundum sinum. Varð sannarlega uppi fótur og fit á vellinum og gera varð hlé meðan erkifjendurnir öttu kappi sam- an... Ekki þekkjum við fer- il hennar i hnefaleika- iþróttinni. En hún virðist tilbúin i slag- inn. Og sennilega er einhver tilbúinn að mæta henni. Annað- hvort i hringnum eða annars staðar. • í nokkrum þjóðlöndum er vinsælt að gefa út frimerki með iþróttastjörnum. Nýlega var gef- ið út frimerki i Ajman með hinum fræga knattspyrnumanni Franz Beckenbauer. Það er greinilegt á myndinni sem notuð er á merkið, að hún er 10 ára gömul. w.» MANFRED Kaltz, bakvörðurinn frábæri í vestur-þýska landslið- inu i knattspyrnu, á fyrir sér erfiða tima. Þegar yfirstandandi keppnistimabili lýkur, þarf kappinn nefnilega að gangast undir uppskurð á fæti. Ástæðan er sú, að eftir að beinbrot greri árið 1977, hefur kalkhnúður einn mikill tekið sér bólfestu við aðra hásinina, með þeim afleiðingum, að Kaltz er yfirleitt sárkvalinn i leikjum. Nú þykir honum nóg komið og kalkið verður numið burt i sumar ... CHARLIE George, miðherjinn kunni hjá Southampton, komst í fréttirnar fyrir nokkrum vikum, er hann réðist á blaðaljósmynd- ara og gaf honum einn á ’ann. Enska knattspyrnusambandið gerði George að greiða smásekt fyrir ódæðið, en mikinn úlfaþyt vakti að kappinn skyldi ekki ákærður fyrir likamsárás. Var það mál meirihlutans, að ef George hefði barið mann á áhorfendastæðunum, hefði hann verið réttilega nefndur ólátabelg- ur, og ef til hans hefði náðst, hefði hann verið handtekinn af iögreglunni... • Knattspyrnusnillingurinn Oleg Blochin sem leikur með Dynamo Kiev, gekk nýlega i það heilaga. Sú lukkulega heitir Irina Deryugina. Dómaraskipti í knattspyrnuleik nokkrum i loknu hvarf hann af vettvangi, en Argentinu gekk á ýmsu. Dómar- áhorfandinn vatt sér inn á völl- inn varð æ óvinsælli eftir þvi sem inn og hóf dómgæslu. á leikinn leið og hrópuðu áhorf- endur alls kyns ónotum að vesl- Gæslan endaði þó með skelf- ings manninum, klúryrðum um ingu, því er dómarinn nýi hafði hann og fjölskyldu hans. Loks gefið gestaliðinu tvær vítaspyrn- sauð upp úr hjá dómaranum og ur án þess að nokkur hefði af sér hann skundaði að næsta óróa- brotið, réðust ba-ði leikmenn og belg, afhenti honum flautuna og áhorfendur að „dómaranum”, hreytti út úr sér: „Hana, sýndu börðu hann og hentu honum hvað þú getur sjálfur.” Að því síðan út af vellinum ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.