Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI ■ i TIL FÖSTUDAGS ‘*unujun*raa'u\ r Betra að brjóta Mendelslögmálið Húsmóðir skrifar: „Mig langar til að fá að tína upp fátt eitt af því, sem gerðist á árinu sem var að líða. Þá vil ég byrja á því að harma stærsta kinnhestinn, sem greiddur hefur verið hinum frjálsa gríska anda. Þrátt fyrir svik Rússa við Helsinki-sáttmál- ann og innrásina í Afganistan komu þeir með hræsni og yfir- drepsskap og leyfðu Rússum að halda Olympíuleikana. Þeirra skömm mun æ lifa, og aldrei verður það frá Carter tekið, að hann reyndi hvað hann gat til þess að forða hinum frjálsa heimi frá svíðvirðingunni. Dugar skammt á móti sterkasta her veraldar Innrásin í Afganistan var kannski eins og Brezhnev sagði við Indiru Gandhi ekki alls fyrir löngu, að hann gæti ekki svikið loforð sitt við Karmel. Hann langaði svo til að festa sig í sessi sem forsætisráðherra, að hann laug því að Rússum, að þjóðin stæði öll með honum. Það fer oft illa fyrir lýðnum, þegar þessir sem halda að þeir einir geti leyst allan vanda, vilja kaupa völdin hvað sem þau kosta. Eftir ár frá innrásinni í Afganistan gátu frelsisöflin grýtt menntamála- ráðuneytið í Kabúl. Frelsisöflin í Afganistan Jiafa ekkert fengið frá hinum frjálsa heimi nema samúð, og dugar hún skammt á móti sterkasta her veraldarinnar. Og svo eru líka málaliðar með innrás- arhernum, bæði frá Kúbu og svo hinir friðelskandi Víetnamar. Með Guðs hjálp Má með sanni segja um samúð- ina eins og biskup nokkur sagði við prest, sem var að sýna honum nýja fjósið sitt og fallegu kýrnar. Biskup var mikill áhugamaður um búskap og spurði prest hvar heyin væru. Prestur sýndi þau og bætti við að þetta mundi blessast með Guðs hjálp. „Eins og nokkur stóli lengur á þann ekkisens hégóma," ansaði biskup þá. Segjast tala íyrir munn þjóðarinnar Mér koma í hug þessir sem kalla sig herstöðvaandstæðinga, þegar ég hugsa um Afganistanmálið. Þeir vilja eyðileggja valdajafn- vægið með því að segja okkur úr Nató, og þar með leyfa Rússum að halda áfram yfirgangi sínum, svo að ekkert fái stöðvað hann. Þeir segjast tala fyrir munn þjóðarinn- ar, en þeir eru ekki fleiri en svo, að þeir komast allir fyrir í inngang- inum í dómsmálaráðuneytinu. Er það goðgá við félagsvísindin að þjóðin heimti þjóðaratkvæða- greiðslu, ef við svíkjum gerða samninga við hinar frjálsu þjóðir, sem leyfa mannréttindi og stjórna ekki með fangabúðum, leynilög- reglu og pólitískum ofsóknum. Þetta vita allir — og Vilmundur Gylfason líka Forvitnilegt var og verður að fylgjast með Pólverjum, sem eru þegar búnir að gera svolitla rifu í hið sósíaliska stjórnarkerfi. í gegnum þessa sprungu hefur mað- ur séð ráðherra fjúka, sem hafa notað sér óspart fé fátæka fólks- ins. Þar finnast víst ekki margar Guðrúnar Helgadætur. Kjör fólks- ins í Rússlandi sanna það. Ég vil láta Guðrúnu úr Hafnarfirðinum skrifa barnabækur, því að sem sósíalisti getur hún ekkert gert fyrir fólkið. Það er betra að brjóta Mendelslögmálið en bjarga lítil- magnanum sem sósíalisti. Guðrún Helgadóttir sýndi það líka á þingi, þegar hún lagðist gegn því, að ellilífeyrisþegarnir fengju 10% frádrátt frá skatti. Þetta vita allir og Vilmundur Gylfason líka.“ Almenningur lif ir engu óhófslífi Þor deinn skrifar: „Velvakandi! Ég vil taka undir það sjónarmið sem fram kom í dálkum þínum fyrir helgina, að ekki væri unnt að treysta óljósum loforðum ríkis- stjórnar sem hefði samninga að engu. Og alltaf eru þessir herrar jafn seinheppnir. Á sama tíma og þeir eru að tilkynna launafólki skerðingu á verðbótum til þeás, veita þeir viðtöku kauphækkun sem er á við laun þess fóiks sem þeir eru að biðja um að herða sultarólarnar. Það er sýnilegt, að þessir menn slitna gjörsamlega úr tengslum við fólkið í landinu eftir skamma setu í hálaunaembættum og gera sér ekki nokkra grein fyrir þeirri erfiðu lífsbaráttu, sem lág- launafólk heyr sér til lífsframfær- is. Á hættumörkum Þetta er e.t.v. ekki svo undarlegt þar sem vandamál þeirra eru allsendis óskyld vandamálum þessa fólks. Þeir virðast svífa um á milli ráðstefna, samkvæma og skíðaferða, á meðan láglaunafólk- ið brýst um til að hafa í sig og á. Svo hversdagsteg vandamál gleymast hálaunamönnum með ólíkindum fljótt. Svo setja þeir bara upp alvörusvipinn og fara að sýna fólki fram á að það verði að spara, minnka kröfugerð, draga úr eyðslu og sýna þolinmæði. Ég fullyrði, að almenningur í þessu landi lifir engu óhófslífi, þar er Jóna skrifar: „Velvakandi. Ég heyrði það nýlega að í gangi væri undirskriftasöfnun vegna „símamálsins" svokallaða, þ.e. skrefamælingarinnar fyrirhug- uðu. Enn hefur samt enginn komið í hverfið þar sem ég bý, svo að ég viti. Nú ríður á að halda þessu máli vakandi, því að erfiðara getur reynst að fá leiðréttingu á því þegar búið er að keyra það í gegnum allt kerfið. Ég hef því mikinn áhuga á því að leggja mitt ekki að leita skýringa á fjárhags- vanda okkar. Ég leyfi mér einnig að fullyrða, að stjórnmálamenn okkar megi ekki við því að traust almennings á þeim rýrni umfram það sem orðið er. Það er áreiðan- lega á hættumörkum. Og það sama er að segja um verkalýðsfor- ustuna. af mörkum með því að fá svona lista til að safna undirskriftum á í mínu hverfi. . Röksemdirnar fyrir því að finna verði aðra lausn á vandamálum Landsímans en þá „lausn" sem kerfisbændur hafa fundið, eru að mínu áliti augljósar. Og ranglæti verður aldrei leiðrétt með rang- læti, hvað þá meira ranglæti. Það er á „hreinu" eins og sagt er nú til dags. En getur þú hjálpað mér, Velvakandi minn, og upplýst hvar þessa undirskriftalista sé að fá?“ Símamálið má ekki gleymast Nýtt — Nýtt frá ítalíu skinnhúfur, skinntreflar. Glugginn, Laugavegi 49 VÉIADCRG Sundaborg 10, símar 86655 og 86680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.