Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 19
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 19 |tlorjjuiuiInt>ií» Vikingar meistarar VÍKINGAR urðu um helgina íslandsmeistarar annað árið i röð er þeir sigruðu Fylki í Laugardalshöllinni. Er árangur Víkinga sérlega glæsilegur þar sem liðið hefur ekki tapað leik rmótinu. Hér á eftir er spjall við fyrirliða og þjálfara liðsins. Árangurinn byggist á góðri æfinga- sókn og dugnaði „Þetta var afspyrnu lélegur leikur af okkar hálfu, við geng- um til leiks með því hugarfari að hann væri unninn fyrirfram og það kann ekki góðri lukku að stýra," sagði Páll Björgvinsson fyrirliði Víkings eftir leikinn. „Vörnin var léleg og mark- varzlan þar af leiðandi og sóknin fremur slök. Mér finnst þetta mót svipað og í fyrra, en kemur þó á óvart hve hin liðin, nema Þróttur, hafa dottið niður, mótið byrjaði mjög vel, en því hefur hrakað undir lokin. Víkingsliðið er svipað og í fyrra þrátt fyrir að tveir menn hafi dottið út. Við gerðum okkur engar vonir í upphafi móts og bjuggumst alls ekki við að halda titlinum. Mannskapurinn hefur lagt mjög hart að sér í vetur og æfinga- sóknin sérstaklega góð og það er að skila sér núna. Hvað er svo framundan? „Við leikum næst við Þrótt og einbeitum okkur að þeim leik, við stefnum að því að vinna mótið án þess að tapa leik. En síðan koma leikirnir við Lugi og þar má búast við erfiðum róðri. Ætlar þú að halda áfram að stunda handknattleik að þessu keppnistímabili loknu? „Eg get nú ekki sagt til um það að svo stöddu, en ég mun örugg- lega hugsa mig tvisvar um áður en ég byrja aftur. Á síðastliðnu ári hef ég tapað um 3 milljónum gamalla króna vegna hand- knattleiksins og það er allt of mikið þegar maður er að reyna að byggja." Mjög ánægður með árangurinn, Vík- ingur á hann skilið „Einbeiting leikmanna var í lágmarki í kvöld og leikurinn því slakur, það var ekki fyrr en staðan var orðin 16:16 að strák- arnir tóku sig á og léku sam- kvæmt getu,“ sagði Bogdan Kowalczyk, þjálfari Víkings, eft- ir leikinn. „Eg er annars auðvitað ánægður með árangurinn og tel það eðlilegt að Víkingur hafi orðið Islandsmeistari þó ég hafi alls ekki búizt við því í haust. Strákarnir hafa æft vel og þetta er þriðja árið sem við erum saman, svo hópurinn er mjög samstæður og baráttan góð. Viltu spá einhverju um úrslit leikjanna við Lugi? „Það er ómögulegt að spá nokkru um það, úrslit í Evrópu- keppni byggjast mikið til á heppni og óheppni, svo segja má að allt geti gerzt. Það háir okkur einnig að Olafur Jónsson hefur ekki getað æft síðustu viku, sem var mjög mikilvægur þáttur í undirbúningnum, en ef okkur tekst vel upp ættum við að vinna þá hér heima." Muntu verða hjá Víkingum eitt keppnistímabilið enn? „Ég get ekki sagt til um það að svo stöddu, það kemur í ljós eftir rúman mánuð, en þó eru á því miklir möguleikar." _ JJQ, UBK í efsta sæti 2. deildar UBK TRÓNIR nú í efsta sæti 2. deiidarinnar i íslandsmóti karla í handknattleik eftir sig- ur gegn ÍR 23:22 og var sigur- markið skorað á siðustu sek- úndu leiksins. Þar með eru möguleikar ÍR á að vinna sig upp í 1. deild orðnir anzi litlir. Blikarnir hófu leikinn með miklum krafti og réðu ÍR-ingar ekkert við þá. Um miðjan fyrri hálfleikinn var staðan orðin 8:4 UBK í vil. ÍR-ingar sóttu þá heldur í sig veðrið og héldu í Blikana og í leikhléi var staðan orðin 13 mörk gegn 9 UBK í vil. Sviðaður munur hélzt fram í miðjan seinni hálfleikinn, en þá höfðu Blikarnir náð 5 marka forystu, 19:14 og stefndi allt í öruggan sigur þeirra, en Bjarn- arnir í ÍR voru ekki á því að gefast upp og jöfnuðu þeir leik- inn 21:21 er tæpar 5 mínútur voru til leiksloka. Guðmundur Þórðarson kom ÍR yfir er 3 mínútur voru til leiksloka. Á síðustu mínútum leiksins var stiginn mikill darraðadans á fjölum Laugardalshallarinnar, Blikarnir jöfnuðu og Júlíus Guð- mundsson skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins og var það jafnframt eina mark hans í leiknum, svo UBK stóð uppi sem sigurvegari, 23:22. Mork lR: Bjarni Brssason 6. Ásgeir Elíasson 5. en hann var beztur þeirra fR-inga ok brenndi ekki af skoti. Brynjóif- ur Markússon 4. Bjarni Hákonarson 3. SÍRurftur Svavarsson ok Guftmundur Þórft- arson 2 mörk hvor. Mörk UBK: Björn Jónsson 7, Ólafur Björnsson ok Kristján Halldórsson 4 hvor. Kristján Þór Gunnarsson 3, Brynjar Björnsson 2 ok Stefán MaKnússon. Aftal steinn Jónsson ok Júlíus Guðmundsson 1 mark hver. Halldorson hafnaói loks í þriðja sæti JOHN Miller sigraði á Joe Garagiola-goifmótinu i Tucson, Arizona, um helgina, en eins og frá var greint í Mbl. á laugar- daginn, hafði Dan Halidorsson þar forystuna eftir fyrstu um- ferð mótsins. Dan gekk ekki eins vel er fram i sótti og hann varð loks að láta sér lynda þriðja sætið, þvi Ron Hinkle skaust einnig fram fyrir hann. Miller lék samtals á 265 högg- um og það skiptist þannig: 66- 64-70-65. Hinkle lék á 267 högg- um, 65-69-67-66. Síðan kom Dan Halldorsson á 269 höggum, 63- 69-68-68. Næstir á eftir Dan Halldorsson voru John Mahaffey og Dan Pohl, sem léku báðir á 271 höggi. Millivegalengdahlauparinn Jón Diðriksson er í stöð- ugri framför á hlaupabrautinni. Jón sigraði á nýju meti JÓN Diðriksson UMSB bar sig- ur úr býtum í 3.000 metra hlaupi á innanhússmeistara- móti Nord-Rhein-héraðs í Vestur-Þýzkalandi á laugardag, samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Hljóp Jón á 8:11,8 mínútum, sem er nýtt íslandsmet, en fyrra metið átti hann sjálfur og var það tveimur sekúndum lak- ara. Um miðjan desember tók Jón þátt í víðavangshlaupi vestur- þýzkra háskóla og stóð sig með ágætum. Hafnaði hann í áttunda sæti eftir að hafa verið lengst af í fimmta til sjötta sæti. Alls tóku um 150 hlauparar þátt í hlaupinu, sem var 10 kílómetrar og voru það allt góðir millivega- lengda- eða langhlauparar sem voru á undan honum. Jón skaut ýmsum ágætum hlaupurum ref fyrir rass í hlaupinu, m.a. Michael Karst, sem verið hefur í hópi beztu hindrunarhlaupara heims um árabil. _ ágás Gunnar vann þótt hann félli flatur GUNNAR Páll Jóakimsson ÍR vann öruggan sigur í Stjörnuhlaupi FH í Hafnar- firði á laugardag, en 15 karlmenn, fimm konur og þrír strákar, er kepptu sem gestir i kvennaflokki, kepptu. Guðrún Karlsdóttir UBK sigraði jafn örugglega i kvennaflokki. Vegalengd í karlaflokki var fimm kiló- metrar, en á þriðja kíló- metra i kvennaflokki. Svellbunkar voru á löng- um kafla hlaupsins, sem háð var á götum Hafnarfjarðar- bæjar, og var það takmark margra hlauparanna að renna á hausinn. Mörgum varð fótaskortur á svellinu, og m.a. féll Gunnar Páll svo hann lá kylliflatur. Úrslit hlaupsins urðu ann- ars sem hér segir: 1. Gunnar P. Jóakimss. ÍR 16:19 2. Ágúst Ásgeirss. ÍR 16:22 3. Mikko HSme ÍR 16:47 4. Einar Sigurðss. UBK 17:03 5. Óskar Guðmundsson FH 17:03 6. Magnús Haraldss. FH 17:23 7. Leiknir Jónss. Á 17:24 8. Jóhann H. Jóhannss. ÍR 17:39 9. Guðmundur Gíslas. Á 17:42 10. Gunnar Kristjánss. Á 18:12 11. Árni Kristjánss. Á 18:15 12. Sigurjón Andréss. ÍR 18:19 13. Gunnar Birgiss. ÍR 18:54 14. Kristinn Reimarss. ÍA 19:43 15. Viggó Þ. Þóriss. FH 20:16 Konur: 1. Guðrún Karlsd. UBK 11:22 2. Laufey Kristjánsd. HSÞ 11:31 3. Hrönn Guðmundsd. UBK 11:57 4. Herdís Karlsd. UBK 12:41 5. Linda B. Loftsd. FH 13:17 Gestir: 1. Helgi F. Kristinss. FH 12:57 2. Guðmundur Péturss. FH 13:09 3. Björn Péturss. FH 13:07 Uruguay sigraði URUGUAY sigraði Brasilíu í „Gull-keppninni“ um helg- ina í úrslitaleik keppninnar. Leik liðanna. sem var mjög vel leikinn, lauk mt'ð 2—1 sigri Uruguay. Sigurmark leiksins kom á 81. mínútu. Það var hinn marksækni framherji Waldemar Victor- ino sem skoraði. Ilann varð markahæsti maður keppn- innar. Jafnframt hafði hann skorað sigurmörkin gegn Ilollandi og Ítalíu. Staðan í hálfleik var 0—0. Þetta var sætur sigur fyrir Uruguay og hinir 71 þúsund áhorfendur, sent fylltu völl- inn, fögnuðu gífurlega í leikslok. Uruguay hefur ekki sigrað í stóru móti síðan árið 1950. Sá er þjálfar liðið núna er sá sami og gerði Uruguay að heimsmeisturum 1950. Slakt hjá Lok- eren og Standard „ÍSLENSKU“ liðunum í belgísku knattspyrnunni gekk ekkert of vel um helg- ina. Ásgeir Sigurvinsson og félagar hans hjá Standard Licge náðu aðeins jafntefli á heimavelli gegn nágranna- liðinu FC Liege. Lokatölur urðu 1 — 1 og eru það mögur úrslit hjá Standard. því FC Liege er þriðja neðsta liðið í deildinni. Standard er nú í þriðja sæti og hefur dregist nokkuð aftur úr Anderlecht «>g Bcveren. sem herjast um titilinn. Lokeren tapaði á útivelli gegn Waregem. 0— 1, og er nú í fjórða sætinu. Virðist nú fremur ólíklegt. að Íslendingaliðin blandi sér alvarlega í baráttuna um efsta sætið, hins vegar eru þau bæði vel staðsctt varð- andi orrustuna um UEFA- sætin. Úrslit leikja í belg- isku deildarkeppninni urðu annars sem hér segir: Anderl. - FC Brugge 1-0 Wintersl. - Lierse 0-0 Antwerp - Waterschei 2-0 Waregem - Lokeren 1-0 Gent - Beringen 4-0 Standard - FC Liege 1-1 Beveren - Beerschot 1-0 Berchem,- Kortryjik 1-1 SK Brugge - Molenbeek 4-2 Anderiecht hefur nú 29 stig, Beveren 27 stig, Stand- ard 23 stig og Lokeren 20 stig. STAOANl l.DEILDINNI 1 BKLGÍU: Anderlccht 17 14 1 2 36-12 29 Beveren 17 12 3 2 32-11 27 Standard 17 9 5 3 35-21 23 Uikrrrn 17 9 2 6 27-18 20 FC BruKKr 16 8 2 6 33-24 18 Mnlrnhrrk 17 8 2 7 21-27 18 Liorw 16 6 5 5 26-23 17 WarrKrm 17 7 3 7 23-24 17 Courtrai 17 7 3 7 24-26 17 Grnt 17 6 4 7 27-23 16 WintrrslaK 17 7 2 8 21-23 16 CS BruKKr 17 6 4 7 27-33 16 Antwrrprn 16 6 4 6 23-29 16 Brrchrm 16 4 6 6 17-24 14 Watrrschri 16 5 2 9 29-38 12 BrrinKrn 17 3 3 11 21-41 9 Beerschot 17 3 2 12 14-29 8 FC UrKr 16 2 3 11 18-29 7 IR og KR leika í kvöld ÚRVALSDEILDIN i körfu knattleik hefst á nýjan leik í kvöld. eftir hlé það er yfir stóð meðan hátiðirnar og Norðurlandamót unglinga fóru fram. Það eru ÍR og KR sem eigast við í kvöld. Fer leikurinn fram i Hagaskól- anum og hefst hann klukkan 20.ÍK). I.eikur þessi hefur einkum þýðingu fyrir KR. sem á fra-ðilegan möguleika enn á því að ná UMFN að stigum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.