Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 29 Samkeppni um kirkjubyggingu í Fella- og Hólahverfí: Tillaga Ingimundar og Gylfa hlaut meðmælin NÝVERIÐ var lýst úrslitum i samkeppni arkitekta um kirkju- hyBKÍnKU í Fella- og Hólasókn, Reykjavík. Þremur aðilum var boðin þátttaka í samkeppninni. arkitektunum: (1) Hilmari ólafssyni <>g Hrafnkeli Thorlaci- us, (2) InKÍmundi Sveinssyni ok Gylfa Guðjónssyni, (3) Þorvaldi S. Þorvaldssvni og Manfreð Vil- hjálmssyni. í frétt frá dómnefnd sejfir svo um úrslitin: „Dómnefnd er sammála um að árangur keppninnar hafi verið mjög góður, og erfitt að gera upp á milli mjög áhugaverðra en ólíkra tillagna. Dómnefnd var sammála um að veita tillögu Ingimundar Sveinsson- ar og Gylfa Guðjónssonar meðmæli sín til frekari útfærslu. Þykir dómnefnd þeim hafa tekist mjög vel að tengja saman kirkju- skip, safnaðarheimili og annað hús- næði, sem þykir tilheyra safnaöar- starfi í dag. Byggingin fellur vel að landslagi og aðliggjandi byggð og tengsl við útivistarsvæði eru mjög góð.“ Dómnefndina skipuðu sr. Hreinn Hjartarson, formaður, Jón Hannes- son, Óli Jóhann Ásmundsson, Albína Thordarson og Þórarinn Þórarins- son. Trúnaðarmaður dómnefndar var Dagný Helgadóttir. Fella- or Ilólasókn Fella- og Hólasókn mun vera fjölmennasta prestakall landsins. Sr. Lárus Halldórsson byrjaði þar messur í Fellaskóla árið 1973, en í mars 1975 var Fella- og Hólahverfi gert að sérstöku prestakalli og séra Hreinn Hjartarson kjörinn sókn- arprestur. Það sama ár festi söfnuð- urinn kaup á húseigninni að Keilu- felli 1 og þar hófust guðsþjónustur um jól 1977, og hafa verið þar síðan. En nú hefur sem sé verið teiknuð kirkja fyrir sóknina og henni valinn staður á fögrum stað: Víðsýnt til norðurs og austurs og fyrir neðan liðast Elliðaárnar. Mikill huRur Verðlaunatillaga Ingimundar Sveinssonar og Gylfa Guðjónssonar. Líkan aí kirkjunni, kúlurnar eru fyrir tré. náð mjög góðum árangri í sam- keppnum meðal arkitekta síðustu árin. Þeir eru báðir þýskmenntaðir og reka sitt hvora arkitektastofuna, en hafa haft samstarf um ýmis verkefni og tekið þátt í samkeppnum um íbúðarbyggð í Hrönnunum í Hornafirði, um Safnahús í Borgar- nesi og nú síðast um kirkju í Fella- og Hójasókn. — Ég kom heim árið 1969, segir Ingimundur, og vann til að byrja með hjá Skarphéðni heitnum Jó- hannessyni, en eftir lát hans setti ég upp eigin stofur, sem ég hef rekið síðan. — Ég kom seinna, segir Gylfi, það hefur verið 1974. Þá hóf ég störf á tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins og vann þar, þangað til ég byrjaði sjálfstæðan atvinnurekstur fyrir tveimur árum. Þeir félagar kváðust hafa reynt að setja sig inn í nýjungar í kirkjubygg- ingum seinni tíma. En sú hefur verið þróunin í seinni tíð, að gera safnað- arstarfið fjölbreytilegra og þar með þátt safnaðarheimilisins meiri. — Við höfum tekið tillit til þessara breyttu viðhorfa, og teljum okkur hafa gengið lengra í þeim efnum en hingað til hefur verið gert hérlendis, sagði Gylfi. — Það er rétt, sagði Ingimundur, að mörgum finnst sem kirkjur nú til dags séu ekki nógu kirkjulegar, eins og sagt er, en staðreyndin er sú, að eigi að uppfylla kröfur um alhliða safnaðarstarf, þá verða að koma til breytingar á lögun kirkna. — Kirkjan hlýtur að breytast með tímanum, áréttaði Gylfi. I hinum nýju kirkjum fer fram fjölþætt menningarstarfsemi, auk guðsþjón- usta, svo sem tónleikar, fundir og fyrirlestrar, kennsla o.s.frv. Þá sögðust þeir félagar hafa reynt að fella kirkjuna að sérkennum landslags og aðliggjandi íbúðar- hverfi. Ennfremur kváðust þeir höfða til gamallar íslenskrar bygg- ingarhefðar með því að láta „aðliggj- and jarðveg" tengjast byggingunni. Þeir voru sammála um það, Ingi- mundur Sveinsson og Gylfi Guð- jónsson, að það væri skemmtilegt verkefni fyrir arkitekta að teikna kirkju. Þar hefðu þeir alla jafna frjálsari hendur til „formsköpunar". ^NNLENTV „Ég er mjög ánægður með úrslitin í samkeppninni,“ sagði sóknarprest- urinn séra Hreinn Hjartarson í samtali við Mbl.: „Það er gleðilegt að sjá nú loksins hilla undir kirkju. Ekki það, að aðstaða sé ekki mjög góð í kapellunni, heldur rúmast ekki innan hennar öll sú starfsemi sem kirkjunni ber að annast. Sóknarnefndin vill hefja bygging- una snemma á þessu ári, og það er mikill hugur í mönnum. Enda raun- ar óverjandi að fjölmennasta sókn landsins sé kirkjulaus mikið lengur. Kostnaðurinn er vissulega mikill, en hann er ekki óyfirstíganlegur, ef menn eru samtaka. Og dugnaður og mikill áhugi sóknarnefndarmanna lofar sannarlega góðu um framhald- ið. Ég er mjög ánægður með tillögu þeirra Ingimundar og Gylfa, það verða ekki gerðar á henni nema smávægilegar breytingar. Sam- kvæmt tillögunni er starfsaðstaða prests og annars starfsfólks mjög góð, og skemmtileg eru tengsl kirkjuskips og safnaðarheimilis, sem gefa möguleika á fjölbreyttri starf- semi innan kirkjunnar. Og ég held að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem kirkja er svo tengd útivistar- svæði, að jafnvel messur geta farið fram utandyra. Auk alls þessa er kirkjustæðið sérlega fallegt, blas- andi útsýni til Bláfjalla og Esjunnar, Elliðaárnar fyrir neðan, og svo er skjólgott þarna, sagði séra Hreinn Hjartarson, prestur í Fella- og Hólasókn. Arkitektarnir Arkitektarnir Ingimundur Sveinsson og Gylfi Guðjónsson, hafa Nærri 3000 hross í Rvík og 1000 í Kópavogi IIESTAMENN eru nú flestir bún- ir að taka hesta á gjöf. Hrossa eign hefur aukist jafnt og þétt á Reykjavíkursvæðinu á þessum áratug og raunar á öllu Reykja- vikursvæðinu, svo sem sjá má ef gluggað er i árlegar tölur yfir fjölda hrossa, sem skráðar eru i Arbók Reykjavikur. Á öllu svæð- inu hefur hrossum fjölgað úr 2.178 i 5.812. Ef Reykjavik cin er tekin, þá hefur hrossum þar fjölgað úr 1.217 á árinu 1970 upp i 2.719 á árinu 1979. Ilrossum i Kópavogi hefur þó fjölgað enn meira, cða úr 130 á árinu 1970 upp i 972 á árinu 1979. Á Seltjarnarnesi eru ekki tölur fyrr en 1972, þegar þar ýru 12 hross, en eru orðin 60 á árinu 1979. Garðabær er sér á skrá frá 1976 þegar eru þar 19 hross orðin 58 talsins 1979. í Hafnarfirði hefur lengi verið mikil hrossaeign. Þar voru 159 hross 1970, en eru orðin 664 á árinu 1979. í Keflavík hefur hrossum fjölgað úr 69 á árinu 1970 í 144 1979 og í Njarðvík að auki úr 38 á árinu 1976 í 50 á árinu 1979. Kjósarsýsla er sérstaklega á skrá með 466 hross 1970 og þá í tölunni Mosfellssveit, Kjalarnes, Kjós, og Garðabær, en á árinu 1979 eru þar skráð 987 hross. Og Gullbringusýsla er með 138 hross 1970 og þá innifaiin Miðnes-, Gerða-, Vatnsleysu- og Hafnar- hreppur, en Njarðvík til 1975, og eru hrossin þar komin niður í 81 á árinu 1979. Jón Hannesson. form. bygginganefndar, Sveinn Skúlason, form. sóknarnefndar, séra Hreinn Hjartarson, Gylfi Guðjónsson og Ingimundur Sveinsson. Tryggvi Þór Aðalsteinsson formaður Menningar- og fræðslusambands alþýðu STJÓRN Menningar- og fra'ðslu- sambands alþýðu, sem kosin var á 34. þingi ASÍ i nóvembcr sl„ kom til síns fyrsta fundar 7. janúar. Þar skipti stjórnin með sér verkum þannig: Formaður Ilelgi Guðmundsson, ritari Karl Steinar Guðnason, gjaldkeri Sig- finnur Sigurðsson og meðstjórn- endur Guðmundur Hilmarsson og Krístin Eggertsdóttir. Um síðustu áramót lét Stefán Ögmundsson fráfarandi formaður og forstöðumaður MFA af störf- um, en hann hafði verið formaður frá stofnun MFA. Aðrir, sem gengu úr stjórn, voru Magnús L. Sveinsson og Daði Ólafsson Magnús hafði einnig átt sæti í stjórn MFA frá upphafi. Á stjórnarfundinum var Tryggvi Þór Aðalsteinsson ráöinn framkvæmdastjóri MFA. MFA hefur aðsetur sitt í húsi ASI að Grensásvegi 16 og flytur innan skamms í eigin hluta húss- ins, sem undanfarið hefur verið unnið við. Það er í fyrsta sinn í 11 ára starfi MFA, sem það flytur í eigið húsnæði. Fréttátilkynning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.