Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 5 ísjaðarinn 13 sjómílur norðvestur af Straumnesi „HANN hefur nálgast síðustu daga,“ sagði Sigurð- ur Árnason, skipherra, er Mbl. spurði hann í gær um ísinn, en flugvél Landhelgisgæzlunnar fór í ískönnunarflug í gær. Sigurður sagði, að ísinn, sem kannaður var í gær, hefði verið nýmyndaður ís að undanskildum nokkrum jökum á Halamiðum. ísjaðarinn var í gær 63 sjómílur undan Rauðanúp, 25 sjómílur undan Kolbeinsey, 70 sjómílur norður af Horni, 13 sjómílur norðvestur af Straumnesi, 18 sjómílur norðvestur af Deild, 40 sjómílur undan Kópanesi og 34 sjómílur norðvestur af Blakka. ( Sjá meðfylgjandi kort). Umsóknir um stöður fréttamanna af greiddar i útvarpsráði i dag Á FUNDI útvarpsráðs í dag verða teknar til afgreiðslu umsóknir um stöðu tveggja fréttamanna við Ríkisútvarpið, einnig um stöðu Óku á fólk og stungu af AÐFARANÓTT sunnudagsins óku bifreiðir tvisvar á gangandi vegfarendur i Reykjavík og í bæði skiptin stungu ökumenn- irnir af og er þeirra nú leitað. Klukkan 1.23 var ekið á tvo karlmenn á Suðurlandsbraut á móts við skemmtistaðinn Sigtún. Hvorugur mannanna meiddist mikið. Bifreiðin fór af vettvangi en talið er að þarna hafi ljósleit Fiat bifreið verið á ferð. Klukkan 3.18 var svo ekið á mann og konu á Túngötu fyrir framan hús númer 22. Konan hlaut heila- hristing en maðurinn meiddist lítils háttar. í þessu tilfelli fór bíllinn einnig af vettvangi án þess að stoppa, en talið er að þarna hafi dökkblá fólksbifreið verið á ferð. Það eru tilmæli lögreglunnar að þeir, sem geta veitt upplýs- ingar i þessum málum hafi strax samband við lögregluna. fréttamanns í afleysingum i 6 mánuði. Alls sóttu 15 manns um stöðurnar tvær og 7 manns um afleysingarstöðuna. Eftirfarandi sóttu um stöðurnar tvær: Ásdís J. Rafnar, Birna Þórð- ardóttir, Einar Örn Stefánsson, Erna Indriðadóttir, Jóhann Hauks- son, Kristín Ástgeirsdóttir, Ellen Nína Sveinsdóttir, Guðmundur Reynir Guðmundsson, Gunnar Ein- arsson Kvaran, Jón Guðni Krist- jánsson, Sigurður Örn Ingólfsson, Sólveig Georgsdóttir, Klara Braga- dóttir og tveir sem óska nafnleynd- ar. Um afleysingarstöðuna sóttu: Björn Jónsson, Halldór Ingi Guð- mundsson, Hörður Erlingsson, Ing- ólfur V. Gíslason og Ólafur Gísla- son. Um þessa stöðu sóttu einnig tveir af þeim 15 sem sóttu um heilu stöðurnar þ.e. Einar Örn Stefáns- son og Jóhann Hauksson. Þjóðviljinn: Betri f járhagsstaða eftir fækkun útkomudaga SÚ BREYTING varð á útgáfu bjóðviljans í fyrrasumar að laug- ardags- og sunnudagsblað voru sameinuð i eitt hclgarbiað og útkomudögum þannig fækkað um einn. Einar Karl Haraldsson ritstjóri Þjóðviljans sagði á þeim tima i samtali við Morgunblaðið að það yrði skoðað i árslok hvort fjölga ætti útkomudögum í sex i viku á ný eða gefa blaðið út fimm sinnum i viku eins og verið hefur sl. hálft ár. Morgunblaðið spurði Einar Karl að því i gær hvort Samið um kaupin á Ikarus í janúarlok - segir talsmaður Ikarusumboðsins á íslandi ÉG GERI ráð fyrir að endan legir samningar um smíði, af- hendingu og lánakjör vegna kaupa Reykjavíkurborgar á strætisvögnum frá Ikarusverk- smiðjunum í Ungverjalandi verði undirritaðir i Reykjavík síðar i þessum mánuði, sagði Sigurður Magnússon talsmaður Ikarusum boðsins á íslandi. Innkaupastofn- un Reykjavikur hefur nýlega itrekað við Ungverja, að gengið yrði frá þessu máli og veitt frest til 1. febrúar og sagði Sigurður, að sendinefnd frá Ikarus væri væntanleg til landsins eftir miðj- an mánuð og þá yrði samningum lokið. Sigurður Magnússon sagði að sl. haust hefði sendinefnd Ungverja verið í Reykjavík og gengið frá samningsdrögum, sem síðan átti að senda hingað eftir undirritun í Ungverjalandi. Þau hefðu enn ekki borist og taldi Sigurður það m.a. geta stafað af því að Ungverj- ar byðu % kaupverðsins lánaðan til langs tíma og þyrftu þessi lánamál frekari umræðu við og að hér væri í fyrsta sinn samið um sölu með þessum hætti til íslands og tæki það því e.t.v. nokkuð langan tíma. Sex vagnar hafa verið pantaðir, 3 fyrir SVR og 3 fyrir SVK og sagði Sigurður að afhending vagnanna væri ráðgerð á þriðja ársfjórðungi. þessi endurskoðun hefði farið fram. „Við höfum verið svo uppteknir af pólitíkinni að undanförnu að við höfum ekki getað rætt málið ennþá," sagði Einar. „En miðað við þær fréttir sem maður heyrir, um að öll blöð séu nánast að gefa upp andann finnst mér heldur ólíklegt að útkomudögum verði fjölgað. Sunnudagsblaðið okkar hefur mælst vel fyrir og kaupend- ur virðast vera ánægðir með þetta fyrirkomulag. Fjárhagsafkoman í fyrra var betri sl. ár en tvö árin þar á undan og það mælir einnig með því að hafa óbreytt fyrir- komulag. Við Þjóðviljamenn höf- um aldrei borið mikla virðingu fyrir markaðslögmálunum og ef þau ætla að drepa okkur komum við bara aftan að þeim. Enda segir Steinn Steinarr í einu ljóða sinna að jörðin sé líkt og knöttur í laginu og loksins komi maður aftan að fjandanum sínum.“ Hafnarfjörður: Vitni vantar FÖSTUDAGINN 9. janúar sl. var ekið á bifreið, sem stóð á bifreiða- stæði bak við Bæjarbíó í Hafnar- firði og vinstra frambrettið skemmt. Gerðist þetta á tímabil- inu klukkan 9 til 13. Bifreiðin er rauður Volvo, G-272. Þeir, sem geta veitt upplýsingar um þetta mál eru beðnir að hafa samband við lögregluna i Hafnarfirði. Sértilboð í janúar Jasper vattjakkar áöur 489- nú 415,60 ÚmKAfíNABÆR rJI Laugavegi 66 — Glæsiti* — Ausiufstft>*. 2. r Sícni frá sk.pt.boröi 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.