Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 44
Síminn á afgreiöslunm er HT 1TT JW jW 83033 MtlWittJlPMPllP ■- JB«r0unbl«l>ib ^ "y/ , ' Siminn a afgreiðslunni er 83033 3H*r0unbl«t>ib ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 Seattle í Bandarikjunum: íslendingur banar hálfsystur sinni Tl'TTUGU ok níu ára kona, Mary heimili móður þeirra, GuðlauKar Valdimars, lézt í Seattle í Banda- ríkjunum 9. janúar sl. af voldum skotsárs, sem hún hlaut sex dögum fyrr, er hálfbróðir hennar, Baldur Svavarsson, 32 ára, skaut hana á Lántöku í London frest- að fram eft- ir vikunni „ÞAÐ STÓÐ til að bjóða lánið út í samvinnu við Hambros Bank í London í fyrramálið, en í kvöld var ákveðið, að hyggilegra væri að biða einhverja daga vegna óhagstæðra aðstæðna á markaðn- um. Það er þó reiknað með lántökunni síðar í vikunni/ sagði Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, í samtali við Mbl. i gærkvöldi, en Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, er nú staddur í London til þess að undirrita lántöku að upphæð allt að 200 milljónir króna (20 milljarðar gkróna). Lánið ér í pundum og að minnsta kosti til 25 ára og afborg- unarlaust fyrstu 24. Ragnar Arn- alds sagði, að féð yrði notað samkvæmt væntanlegri fram- kvæmdaáætlun þessa árs, en því yrði ekki ráðstafað fyrr en Alþingi hefði samþykkt lánsfjáráætlun. Valdimars. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Frank Tenison, lögreglumaður í Seattle, gaf Mbl. í gærkvöldi, kom til fjölskyldudeilu á heimilinu laug- ardaginn 3. janúar og skipti þá engum togum, að Baldur dró upp byssu og skaut á hálfsystur sína og hæfði hana í hálsinn. Mary var flutt í sjúkrahús í Seattle og að sögn Tenison voru læknar búnir að telja hana úr lífshættu, þegar henni hrakaði skyndilega aftur og hún lézt. Sagði Tenison, að Baldur Sveinsson hefði verið ákærður fyrir að hafa orðið hálfsystur sinni að bana. Guðlaug Valdimars flutti vestur um haf fyrir um 30 árum með Baldur. Hún giftist Bandaríkja- manni, Ilchuck að nafni. Þau eign- uðust tvær dætur og var Mary eldri. Fjölskyldan býr í úthverfi Seattle- borgar og þar á heimilinu gerðist atburðurinn, sem fyrr segir. Undir vetrarsól Ufam. Mbl. öl. K. M. Útsvör víðast óbreytt - hækka þó í Hafnarfirði ÚTSVARSÁLAGNING sveltarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu verð- ur skv. upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér, sú sama og á sl. ári i öllum sveitarfélögunum nema Hafnarfirði, en þar mun Northwest Orient: Engar áætlanir uppi um Islandsflug „I»AÐ ERU engar áætlanir uppi um það að hefja á næstunni flug milli Bandaríkjanna og Skandi- navíu um ísland," sagði Brant Eskfield, blaðafulltrúi banda- ríska flugfélagsins Northwest Orient, er Mbl. spurði hann um það mál í gær. Eskfield sagði, að félagið væri enn að athuga möguleikana á því að fljúga um ísland, en ómögulegt væri að segja um það á þessari stundu, hvað út úr þeirri athugun kæmi. Eskfield sagði félagið nú fljúga milli Boston, New York, Kaupmannahafnar, Stokkhólms og eru notaðar Boeing 747-flugvél- ar í þeim ferðum. hún hækka í 11,88% úr 11,55%. Álagning verður hæst í Kópavogi eða 12,1% en lægst á Seltjarnar- nesi 10%. en með heimild um hálft prósent álag, ef áætlun bjóð- hagsstofnunar um teknaviðmiðun stenst ekki. Viðast hvar um landið hefur ekki enn verið tekin ákvörð- un um álagningu, en skv. upplýs- ingum bæjarstjórnar á Akureyri og Neskaupstað verður álagning mjög liklega sú sama og á sl. ári eða 12,1% á báðum stöðunum. I Reykjavík verður álagningar- prósentan óbreytt, skv. tillögu meiri hl. borgarstjórnar, eða 11,88%, í Kópavogi 12,1%, og Mosfellssveit einnig óbreytt 11%. Ákvörðun um álagningarprósentu í Garðabæ hefur ekki verið tekin, en miðað er við sömu prósentutölu og á síðasta ári þ.e. 11%. í Hafnarfirði er í fjárhagsáætlun reiknað með 11,88% og er þar um hækkun að ræða frá síðasta ári, en þá var álagning 11,55%. Á Seltjarnarnesi er reiknað með 10% álagningu, með heimild fyrir hálfu prósenti í álagi, ef áætlun Þjóðhagsstofnunar um teknaviðmiðun stenst ekki. Er það sami háttur og á var hafður á sl. ári og þurfti þá að nýta heimildina. Mikil gleði og gæfa að geta bjargað manni „ÉG VAR alveg að fara. Ég var búinn að losa mig og hélt mér svo smástund á floti, en var alveg búinn, þegar Steingrímur kom að mér," sagði Guðmundur Gislason. 17 ára skipverji á Bjarnarey VE i samtali við Mbl. i gær, en Guð- mund tók út með netatrossu á fimmtudaginn og var hjargað frá drukknun af skipstjóranum. Steingrími Sigurðssyni. Haustið 1978 fór sonur Steingríms, Sig- urður ólafur, út með sildarnót og þá bjargaði faðir hans honum. „Þetta gerðist svo snöggt, en ég var að henda steininum út fyrir, þegar allt flæktist um úlnliðinn á mér og ég skaust yfir netatrossuna og í lunninguna," sagði Guðmund- ur. „Ég reyndi að toga á móti, en skaust þá út um lúguna á eftir netinu. Ég var svo ýmist í kafi eða ekki; þegar gaf eftir, þá gat ég rekið hausinn upp úr sjónum, en svo kipptist ég í kaf á milli. Ég hef sopið talsvert, því ég ældi ein- — segir Steingrímur Sigurðsson, skip- stjóri Vestmannaeyj- um, sem öðru sinni bjargaði skipverja sínum frá drukknun hverjum ósköpum af sjó, þegar ég var kominn upp aftur. Ég reyndi að losa mig, en fannst það ganga svo seint, að ég var farinn að hugsa um það, hvort ég lifði þetta af eða ekki. Svo losnaði ég og flaut upp; sá að þeir höfðu snúið bátnum að mér og sá Steingrím henda sér í sjóinn. Þá hugsaöi ég um það eitt að halda mér á floti, þar til hann kæmi, en fann að ég var að missa kraftinn og sökkva. Þá kom hann." Steingrímur sagðist ekki hafa fundið til kulda, fyrr en hann var kominn um borð aftur og niður í koju. Hann sagðist hafa brákazt eitthvað á hendi og vera í gifsi. Hann sagðist álíta, að hann hefði verið um fimm mínútur í sjónum. Þetta var fyrsti netatúrinn hans, en í sumar var hann skipverji á togaranum Sindra. Hann kvaðst ekki ætla að láta þetta óhapp á sig fá en fara aftur á sjó, þegar hendin væri orðin góð. „Ég sá nú ekki, hvernig þetta gerðist. Ég var í brúnni, en er með sjónvarp á millidekkinu og ég sá í sjónvarpinu, hvar Guðmundur skutlaðist út fyrir," sagði Stein- grímur; er Mbl. ræddi við hann í gær. „Ég snéri bátnum eins og ég gat, þannig að hann ræki í áttina til okkar, en tók svo ekki sjensinn, fór úr lopapeysunni og henti mér í sjóinn með bjarghring. Ætli ég hafi ekki synt svona netlengd að honum; nálægt 30 föðmum og hann var orðinn anzi þrekaður, þegar ég kom að honum. Hann var búinn að fara á bólakaf með trossunum og við vorum byrjaðir að hífa inn aftur, þegar hann losnaði og kom upp. En viö sáum hann alltaf. Við vorum svo dregnir að bátn- um, en það var spotti í bjarg- hringnum, sem einn skipverja hélt í, þegar ég stökk fyrir borð og ég batt svo utan um strákinn og þeir hífðu hann upp og svo mig á eftir." Steingrímur kvaðst álíta, að hann hafi verið einhvers staðar milli tvær og fjórar mínútur í sjónum. „Maður gefur sér ekki tíma til að hugsa undir svona kringumstæðum. Það kemst ekkert annað að en ná í manninn aftur," sagði hann. „Og ég verð að segja það, að í bæði skiptin fann ég hvorki fyrir kulda né skelfingu fyrr en á eftir." Steingrímur verður í landi í vikutíma vegna ofkælingar. „Já. Það er einkennilegt að lenda í þessu aftur,“ sagði Steingrímur í samtalinu við Mbl. „Það er mikil gleði og gæfa að geta bjargað manni. En auðvitað er maður ekki einn. Það er eitthvað með manni, þegar svona tekst til.“ Steingrímur SigurðHnon. Guðmundur Gíslason. LjÓHm. Mbl.: SigurKelr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.