Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981
ftagnar Jónsson og Sigurjón Ólafsson við afhendinguna, vel búnir í
kuldanum.
SÍÐASTLIÐINN sunnudag afhenti Listasafn alþýðu Eyr-
bekkingum iistaverkið Kríuna eftir Sigurjón Ólafsson til
heiðurs Ragnari Jónssyni forstjóra, en hann lagði grunn að
safninu með málverkasafni sinu, sem hann gaf heildarsam-
tökum íslenzkra erfiðismanna 17. júní 1961. Styttan er 14
metra há og stendur í landi, sem Ragnar Jónsson gaf
Eyrbekkingum og er rétt ofan þorpsins.
Viðstaddir afhendinguna voru meðal fjölmargra gesta. þeir
Hannihal Valdimarsson, formaður Listasafns alþýðu. As-
mundur Stefánsson, forseti ASÍ. Kjartan Guðjónsson oddviti
Eyrarbakkahrepps og Björn Th. Björnsson listfræðingur,
sem allir fluttu ávörp, og þeir Sigurjón Ólafsson myndlistar-
maður og Ragnar Jónsson.
„Krían“ eítir Sigurjón ólafsson, reist til heiðurs Ragnari Jónssyni.
„Krían “ reist til heið-
urs Ragnari Jónssyni
Meðal þess sem Björn Th.
Björnsson sagði, var lítil saga, sem
Ragnar Jónsson sagði honum:
Ragnar var eitt sinn staddur í
fjörunni við Eyrarbakka að vorlagi
er krian var að koma, aðframkom-
in eftir hið langa flug. Hann
fylgdist ásamt ungum dreng með
einni kríunni, sem kom inn yfir
fjöruna og var svo aðframkomin,
að hún datt niður dauð um leið og
hún náði landi. Þessi drengur var
Sigurjón Ólafsson og urðu þetta
fyrstu kynni þeirra Ragnars. „Nú,
svo löngu síðar," sagði Björn, „er
það enn krían, sem tengir þessa
gömlu vini saman og kannski má
segja, að í listaverki Sigurjóns,
Kríunni, sem komin er yfir haf
hinna vinnandi stétta á íslandi, sé
kprnin endurholdguð krían í fjör-
unni forðum daga.“
„Þessi minnisvarði er þakklaetis-
vottur til Ragnars Jónssonar frá
Listasafni alþýðu fyrir allt það
sem hann hefur gert til þess að
safnið yrði að veruleika," sagði
Hannibal Valdimarsson meðal
annars. „Það er vel við eigandi, að
það skuli vera Krían eftir Sigurjón
Ólafsson, sem reist er til heiðurs
Ragnari. Skamma stund situr kri-
an og svo má einnig segja um
áherzlu samtakanna á þessi ólíku
verkefni, en ég vil þó fullyrða, að
viljinn til að sinna þeim báðum,
listinni með ufsiloni og listinni
með einföldu, sé eindreginn.
Hin einstæða málverkagjöf
Ragnars Jónssonar er varanlegt
minnismerki um skilning hans á
því, að verkafólk vill fá notið
myndlistar og trú hans á því að
verkalýðssamtökin hafi vilja til
þess að fórna því sem til þarf til að
koma myndlistinni á framfæri á
verðugan hátt.“
Listaverkið Krían var smíðað í
Sindrastáli hf. og fylgdist lista-
maðurinn þar með gerð þess.
Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd-
sen annaðist teikningar að undir-
stöðu verksins. Verktaki var Sigfús
Kristinsson.
Á stöpli verksins er þessi áletr-
un:
Verk þetta er reist
tikheiAurs ok þakklætis við
RaKnar Jónsson
frá Mundakoti á Eyrarbakka
Iiann Kaf heildarsamtokum
islenskra erfiðismanna
dýrmætt listasafn sitt —
stofninn að Listasafni alþýðu
Listasafn alþýðu Aiþýðusamband fslands
I.istaverkið Kerði ÉyrbekkinKurinn
SÍKurjon Ólafsson
Hannibal Valdimarsson stjórn-
arformaður Listasafns alþýðu,
flutti ávarp og afhenti Eyr-
bekkingum listaverkið til varð-
veizlu.
LjÓHmyndir Mbl.: Kristján
Hjónin Björg Ellingsen og Ragnar Jónsson.
Ragnar. Það er líklega ekki ofsagt
að segja, að Ragnar sé mestur
flugmanna á íslandi, utan flug-
mannastéttarinnar, svo víða hefur
hann farið og svo hátt hefur hann
flogið. Eg geri mér vonir um, að
vegfarar líti upp er þeir fara
framhjá Kríunni, líti upp frá
hversdagsleikanum og minnist
Ragnars Jónssonar, listaunnand-
ans og brautryðjandans."
I ávarpi sínu sagði Ásmundur
Stefánsson meðal annars: „Það er
oft haft á orði, að barátta verka-
lýðshreyfingarinnar snúist um að
fullnægja matarlistinni, hinum
fögru listum sé ekki sinnt. Vera
má, að nokkurt misvægi sé í
Stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda:
Ný skekkja verður ekki leiðrétt með af-
námi eldra misræmis í starfsaðstöðu
STJÓRN Félags íslenskra iðn-
rekenda fjallaði á fundi sínum 8.
janúar, um bráðabirgðalög og
efnahagsáætlun ríkisstjórnar og
samþykkti eftirfarandi ályktun:
1. Efnahagsáætlanir ríkisstjórn-
arinnar munu aðeins í nokkra
mánuði draga úr þeirri verð-
bólgu sem í stefndi með aðgerð-
arleysi, en jafnframt mun verð-
bólguhraðinn aukast þegar líða
tekur á árið. itaunhæfur til-
gangur þeirra er því lítill nema
þær séu upphafið að enn frek-
ari aðgerðum á sviði efna-
hagsmála.
2. Stjórn Félags íslenskra iðnrek-
enda minnir á, að vegna ólíkra
starfsskilyrða atvinnuveganna,
hefur grundvöllur gengisskrán-
ingarinnar verið skekktur
gagnvart iðnaði árum saman.
Félagið telur brýna nauðsyn á,
að þau atriði í efnahagsáform-
um ríkisstjórnarinnar er lúta
að leiðréttingu á starfsskilyrð-
um og þar með talið að auka
hlutdeild iðnaðar í rekstrar- og
afurðalánum Seðlabanka, komi
til framkvæmda á næstu vikum
og þannig verði lagfært mis-
rétti, sem iðnaðurinn hefur
búið við hingað til.
3. Með efnahagsáætlun ríkis-
stjórnarinnar, þar sem gert er
ráð fyrir fastri gengisskrán-
ingu, en jafnframt millifærsl-
um til fiskiðnaðarins í gegnum
verðjöfnunarsjóð til að bæta
væntanlegan hallarekstur, er
stefnt að nýrri skekkingu geng-
is gagnvart iðnaði. Þessi nýja
skekkja verður að sjálfsögðu
ekki leiðrétt með því að afnema
eldra misræmi í starfsaðstöðu
sem verið hefur milli sjávar-
útvegs og iðnaðar.
I efnahagsmálum ríkis-
stjórnarinnar er stefnt að
millifærslukerfi fyrir iðnaðinn
til að bæta væntanlegan halla-
rekstur. Millifærslukerfi í iðn-
aði verður afar þungt í vöfum
vegna mikils fjölda fyrirtækja
og gífurlegrar fjölbreytni í
framleiðslu og mun leiða til
ógnvekjandi skriffinnsku og
tilkostnaðar.
Stjórn Félags íslenskra iðn-
rekenda vekur jafnframt at-
hygli á því, að með millifærslu-
kerfi er stefnt að hagkerfi sem
samræmist ekki fríverslun og
skuldbindingum okkar gagn-
vart EFTA og EBE.
Telur stjórnin því fyllstu
ástæðu til að vara alvarlega við
millifærslu- og uppbótakerfi.
Ætli stjórnvöld engu að síður
að innleiða slík kerfi, er
óhjákvæmilegt að iðnaðurinn
sitji þar við sama borð og aðrir.
Vegna ákvæða í 12. lið efna-
hagsáætlunarinnar, er nauð-
synlegt, að taka fram, að efling
lánasjóða iðnaðarins eða stuðn-
ingur við hagræðingarverkefni
getur á engan hátt bætt tap-
rekstur vegna gengisskekk-
ingar.
4. Félag íslenskra iðnrekenda
hefur um árabil gagnrýnt
framkvæmd verðlagsmála hér
á landi, og minnir í því sam-
bandi á, að verðstöðvun hefur
verið í gildi á íslandi samfleytt
frá árinu 1970. Á sama tíma
hefur verðlag hérlendis hækk-
að meir en nokkurn tíma fyrr
og ætti það að sýna fram á
fánýti slíkra aðgerða. Eins og
fram hefur komið í fjölmiðlum
mun verðstöðvun sú sem nú er
ákveðin í bráðabirgðalögum til
1. maí eingöngu bitna á ís-
lenskri framleiðslu og þjón-
ustu. Erlendir iðnrekendur
munu fá hækkanir sínar af-
greiddar sjálfkrafa hjá ríkis-
valdinu, meðan neita á innlend-
um framleiðendum um nokkra
leiðréttingu á verði, jafnvel
vegna hækkana, sem verða á
innfluttu hráefni. Þessari
stefnu mótmælir stjórn félags-
ins harðlega og bendir á, að
með henni er verið að styrkja
atvinnuöryggi í erlendum sam-
keppnisfyrirtækjum á kostnað
atvinnuöryggis hér á landi.