Morgunblaðið - 13.01.1981, Page 2

Morgunblaðið - 13.01.1981, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 Ljóftm.: Emilla. Bátakjarasamningar: Slitnaði enn upp úr milli sjómanna og útvegsmanna UPP ÚR slitnaði með deiluaðilum um bátakjör i Kærkveldi um klukkan 20 og hefur nýr sátta- fundur ekki verið buðaður. Staðan i samningamálum milli sjómanna «K útvegsmanna er því hin sama sem áður, útvejfsmenn neita að ræða bátakjör á meðan rikisstjórn- in neitar að svara því, hvurt hún ætlar að skipta sér af atriðum i kjarasamningnum eða ekki. föstudag verður talið upp úr kjör- kössum Sjómannafélags Eyjafjarð- ar. Þegar niðurstaða þeirrar alls- herjaratkvæðagreiðslu, um heimild til vinnustöðvunar liggur fyrir, munu öll félögin hafa fengið verk- fallsheimild. Samninganefnd sjómanna á fundi i gær. Fiskverðsákvörðun: Um helgina veru haldnir sátta- fundir í bátakjaradeilunni, en ekk- ert miðaði af fyrrgreindum ástæð- um. Þá hefur og ekkert gengið í máli, er mjög tengist bátakjörum, fiskverðsákvörðun, sem er til með- ferðar í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Þar hafa sjómenn neitað að ræða fiskverðsákvörðun á grundvelli þess, að ekki væri ljóst, hver þróun mála yrði um fiskverð. Allflest sjómannafélög hafa þeg: ar aflað sér verkfallsheimildar. I dag verður talið upp úr kjörkössum Sjómannafélags Reykjavíkur og á Loðnumarkað- ir kannaðir í Japan EYJÓLFUR ísfeld Eyjólfsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. er nú í Japan, þar sem hann kannar möguleika á sölu á frystri loðnu og loðnuhrognum, vegna komandi vertíðar. Erfitt er að fullyrða um sölumögu- leika á þessu stigi, þar sem á undanförnum árum hafa verið mikl- ar sveiflur á þessum markaði. Eitt árið hafa selzt þangað um 2 þúsund tonn, en annað allt að 20 þúsund tonn. Fulltrúi sjómanna andvígur millifærslum innan verðjöf nunarsjóðs VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hélt í gær fyrsta fund, þar sem fjallað var um loðnuverð til bræðslu. Ekki var tekin ákvörðun um áframhald funda, en ákveðið, að fulltrúar ætti viðræður við ráð- herra um fyrirætlanir stjórnvaida i sambandi við ákvörðun almenns fiskverðs. Af viðbrögðum stjórn- valda ræðst síðan, hvert verður framhald funda og hvort verð- ákvörðun verður vísað til yfir- nefndar, þar sem almennt fiskverð er nú til ákvörðunar. Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjó- manna í verðlagsráði sagði að það, sem blasti við í ákvörðun bræðslu- verðs væri sú yfirlýsing stjórnvalda að greiða fyrir hinni almennu verk- un, frystingu, söltun og herzlu með þessum sérstaka hætti að búa til peninga í því efni og binda gengið. A hinn bóginn hefur enginn orðað það, að víst eru aðrar veiðar og verkun- argreinar, og þá er ekki sízt að líta til loðnuveiðanna og loðnuverk- smiðjanna, þegar farið er að vinna á ákveðnu gengi, hvort ekki sé sam- bærileg þörf og nauðsyn á að styrkja loðnuveiðar og verkun. I þessu hefur engin ákvörðun verið tekin og hefur ríkisstjórn ekki einu sinni rætt, hvort slíkt eigi að gera. Ingólfur kvað verulega óvissu um þörfina í þessu efni, en hins vegar kvað hann nokkrar fjárhæðir til í bræðsludeild Verðjöfnunarsjóðs. Ef menn vilja taka þá peninga í annað kvað Ingólfur spurningu um, hvort það væri ekki til styrktar öllum greinum. „Ég sé ekki að hægt sé að gera þeim mishátt undir höfði. Lántaka er með öllu útilokuð, bæði það að taka lán úr Verðjöfnunarsjóði og eins það að skuldbinda Verðjöfn- unarsjóð með lántöku. Það er bann- að samkvæmt lögum um sjóðinn. Ef verða á af þessu, þyrfti að koma til breyting á lögunum um Verðjöfnun- arsjóð og um leið og þau væru sett, eru forsendur allar fyrir sjóðnum brostnar. Er því meiningin að gengið verði á fund ráðherra og rætt við hann, hvað það þýðir, sem sagt hefur verið um stuðning við fiskveiðar og vinnslu, hvort það nái einnig til loðnuveiðanna." „Það er ljóst að bræðsludeildin nægir aðeins fyrir loðnuveiðarnar og ég fyrir mitt leyti tel með öllu fráleitt, að ráðstafa inneign, sem bræðsludeildin á í því augnamiði að styrkja frystinguna eða láta það renna út vegna loðnuveiðanna á sama tíma og genginu er haldið föstu með því að styrkja aðrar greinar. Þá er í raun verið að taka hluta styrksins úr verðjöfnunarsjóði beint.“ Mótmæli við 10% voru ekki í drögum að ályktun ASI SVO SEM getið helur verið 1 frétt- um Morgunblaðsins var miðstjórn- arfundur haldinn innan Alþýðu- Flugfreyjur sömdu um 10,2% kauphækkun FLUGFREYJUR undirrituðu kjarasamning við Flugleiðir hf. í gærdag og sömdu um 10,2% flata prósentu og gildir kauphækkunin frá 27. október siðastliðnum. Gild- istimi samningsins er til 1. nóvem- ber 1981. Áður hafði Flugfreyjufélagið sam- ið um öll önnur atriði kjarasamnings síns, en aðeins var eftir að semja um kaupliðinn. Frá samningi var því endanlega gengið í gær, er sam- komulag náðist um hækkun launa. Ragnar Arnalds: Bráðabirgðalög verða ekki gefín út vegna kjaradómanna „ÞAÐ ER Ijóst, að málið verður ekki til lykta leitt nú með bráða- birgðalögum, þvi miður,“ sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, er Mbl. spurði hann i gærkvöldi. hver hefði orðið niður- staða athugunar hans, dómsmála- ráðherra og menntamálaráðherra á möguleikum þess að fella kjara- dómsúrskurði úr gildi með bráða- birgðalögum. Friðjón Þórðarson, dómsmáiaráðherra. og Ingvar Gislason, menntamálaráðherra. lýstu sig báðir í samtölum við Mbl. i gær andvíga slíkri bráðabirgða- lagasetningu. „Það er enn óbreytt afstaða mín, að það sé nauðsynlegt og skynsam- legt að stöðva þessa skriðu hækk- ana á hálaunamönnum, sem gengur yfir með þessum kjaradómum, sem komu um áramótin," sagði Ragnar. „Hitt er ljóst, að bráðabirgðalög verða ekki sett, nema um það sé full samstaða í ríkisstjórninni og þar sem andstaða hefur komið fram, verður ekkert af því. Ég er þó enn sem áður jafn sannfærður um nauðsynina." Mbl. spurði fjármálaráðherra, hvort hann hygðist taka málið upp, þegar Alþingi kemursaman. „Égvil ekkert um það segja," svaraði hann. „Það er bezt að slá engu föstu um það.“ sambands tslands siðastliðinn fimmtudag. I drögum að þeirri ályktun, sem lögð var fyrir fundinn var þess að engu getið, að ríkisstjórnin hefði sam- þykkt að hækka opinbera þjónustu um 10% á gamlársdag. Var gerð breytingatillaga af Karvel Pálma- syni, þar sem inn var sett setning, sem mótmælti þessari ráðstöfun rík- isstjórnarinnar á sama tíma, sem ákveðið væri að skerða verðbætur um 7 prósentustig. Einnig var hert á orðalagi um að fordæma það sam- ráðsleysi, sem ríkisstjórnin hefði viðhaft við undirbúning bráðabirgða- laganna. Forsætisráð- herra í augn- aðgerð í Noregi GUNNAR Thoroddsen, forsætisráð- herra, fór á sunnudag um Kaup- mannahöfn og Osló til Bergen, þar sem hann mun gangast undir að- gerð á auga. Eiginkona Gunnars, Vala Thoroddsen, er með honum og eru þau væntanleg heim aftur í byrjun næstu viku. Friðjón Þórðar- son, dómsmáiaráðherra, fer með embætti forsætisráðherra í fjarveru Gunnars. Einar Ágústsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, er nú í fríi, en Þorleifur Thorlacius, sendiráðs- fulltrúí, sagði Mbl. í gær, að forsætis- ráðherrahjónin hefðu aðeins haft um tveggja klukkustunda viðdvöl í Kaupmannahöfn á sunnudag og sér vitanlega hefði forsætisráðherra ekki átt neinar viðræður við danska ráðamenn. Þorleifur sagði ekki ákveðið, hvort forsætisráðherrahjón- in kæmu aftur við í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. Stjórn Landakotsspítala: Kynnir ráðherra tillögur að nýrri hjúkrunardeild STJÓRN Landakotsspítala hefur kynnt heilbrigðisráðherra tillögur sínar um rekstur hjúkrunardeildar og hafa tvö hús verið skoðuð í því skyni; húsnæði Prentsmiðjunnar Odda við Bræðraborgarstig og Vest- urgata 71. húsnæði Péturs Snæland hf. Logi Guðbrandsson, framkvæmda- stjóri Landakotsspítala, staðfesti þetta í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en tók fram, að ekki hefði verið send formleg beiðni til heilbrigðisráðuneyt- isins og því engar heimildir fyrir hendi til stofnunar hjúkrunardeildar. Logi sagði brýna þörf fyrir spítalann að fá húsnæði fyrir slíka deild, þar sem hann hefði nú engan aðgang að stofnunum, eins og Landspítalinn í Hátúni og Borgarspítalinn í Hafnar- búðum og Grensásdeild. í Landakots- spítala eru 180 rúm, þar af 30 barnarúm og 10 gjörgæzlurúm og sagði Logi, að í 30-40 þeirra rúma, sem þá standa eftir, væru að staðaldri eldri sjúklingar, sem ættu betur heima á hjúkrunarheimili en í sjúkrahúsi eins og Landakotsspítala. Vonzkuveður á loðnumiðunum Flugfreyjur á sáttafundi í gær. I.jósm.: Emilia. VONZKUVEÐUR hefur verið á miðum loðnubátanna undanfarið og skipin hafa lítið getað athafn- að sig. Á laugardag tilkynntu Hrafn um 650 tonn og Hákon 500 tonna afla til Loðnunefndar og á sunnu- dag bættist Súlan við með 100 tonn. Á leið í land með aflann var barist í 11 vindstigum. Tólf skip eru farin til loðnuveiða, en litið hefur enn fundist af loðnu. Þá var ís kominn yfir hluta líklegs veiði- svæðis í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.