Morgunblaðið - 13.01.1981, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.01.1981, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 1 7 Það er greinilegt, að athuga- semdir mínar við viðtal Jóns Orms Halldórssonar í Helgar- póstinum hafa komið mjög illa við hann. Jón Ormur bregst hinn versti við og svarar ópersónu- legum athugasemdum með afar einkennilegum hætti. Höfundur þessarar greinar hefur aldrei lagt það í vana sinn og mun ekki gera nú, að vera með ómálefna- legan útúrsnúning og reyna að snúa umræðum upp í persónu- legar þrætur. Slíkt er háttur þrætumanna, sem vilja leiða athygli fólks frá aðalatriðum að aukaatriðum. Sterkur hljómgrunnur Meginatriði þessa máls er, að Sjálfstæðisflokkurinn þróist ekki í það að verða þröngur íhaldsflokkur eða sundraður flokkur valdastreitumanna. A þessu örlaði haustið 1979 með þeim afleiðingum m.a., að vara- formaður flokksins G.Th. sá sér kleift að mynda núverandi ríkis- stjórn með þeim hætti sem raun ber vitni. Um það snerist um- ræðan veturinn 1979/80. Ýmsir sjálfstæðismenn og þ. á m. und- irritaður létu í ljós áhyggjur sínar um framvindu mála, ef svo færi fram sem horfði. Hefi ég í engu hvikað frá þeim skoðunum mínum eins og þær voru settar fram á þeim tíma. Ég tel, að þær hljóti að hafa fengið sterkar undirtektir í Sjálfstæðisfl'okkn- um í Reykjavík, sem m.a. má marka af einróma kjöri greinar- höfundar, sem formanns Full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, á einum fjölmenn- asta aðalfundi, sem haldinn hef- ur verið. Þátttaka 5—600 manns. Á sama fundi var kosið mikið af nýju og mjög hæfu fólki í stjórn og flokksráð. Persónuleg völd skipta ekki máli Eigi ætla ég mér þá dul að vega og meta, hversu mikil völd og áhrif forystumenn Sj.fl. í Rvk. hafa, með sama hætti og Jón Ormur virðist gera í sínum störfum og starfsvali. Fyrir greinarhöfund og flesta aðra, sem hann hefur átt samstarf við í félags- og stjórnmálum, hafa persónuleg völd aldrei skipt neinu máli. Aðalatriðið hefur verið að berjast fyrir frelsi og lýðræði á grundvelli sjálfseign- arréttar og frelsis einstaklings- ins, án tillits til eigin ávinnings eða metorða. Til þess að unnt verði að tryggja framgang þess í bráð og lengd þurfa menn að standa saman í órofa fylkingu innan Sjálfstæðisflokksins. Styrkur og veikleiki vinstri aflanna byggist m.a. á því, hversu samhentir sjálfstæðismenn eru í að verjast ásókn þeirra í eigur og réttindi einstaklinganna. Um það geta allir sjálfstæðismenn verið sam- mála. Því miður hefur vinstri öflunum orðið mikið ágengt á síðustu árum og við myndun núverandi ríkisstjórnar jukust völd kommúnista (Alþýðubanda- lagsins) mikið. Þetta er stað- reynd. Grundvöllur lýðræðis Við sjálfstæðismenn viljum halda í heiðri grundvallaratriði lýðræðisins og þingræðisskipu- lagsins; tjáningarfrelsi og per- sónubundnum atkvæðisrétti, samfara vernd eignarréttar o.s.frv. Þá er félagafrelsi mikil- vægt atriði í tryggingu lýðrétt- inda. Ef þessi atriði eru ekki virt í framkvæmd, er lýðræðinu hætt. Hinu sama gegnir um flokka. Ef flokksmenn virða ekki flokks- samþykktir, ef minnihlutinn virðir ekki samþykktir meiri- hlutans, er vandi á höndum. Um það getum við báðir sem aðilar að forustu Sjálfstæðisflokksins, Jón Ormur sem fyrsti varafor- maður SUS og ég sem formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Rvík, verið sammála. Lýðræðið krefst þess, að stöðugt eigi sér stað umræða og skoð- anaskipti innan flokka sem utan. Lýðræðið krefst þess einnig, að menn geri sér grein fyrir skyldum sínum en ekki aðeins réttindum, ef þeir vilja viðhalda lýðræðisskipulaginu og efla. Hið sama gildir um þátttöku í starf- semi lýðræðisflokka eins og Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur, einn flokka hérlendis, allar for- sendur til að vera flokkur allra stétta, öflugur flokkur, ef rétt verður að málum staðfð og landsfundastefnum framfylgt. Lög og reglur ber að virða Allir sjálfstæðismenn hljóta að virða lög flokksins og reglur, ef þeir vilja veita honum styrk og brautargengi, en það þýðir ekki það, að flokksmenn geti ekki haft ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum. Sjálf- stæðisflokkurinn er breiður flokkur ólíkra skoðana, en ekki flokkur andstæðna. Um tíma kann að hallast á um fram- kvæmd eða áherzlur í einstökum málum. Þá ber að leiðrétta slíkt, efla flokkinn að nýju og afla honum aukins fylgis. Það er hlutverk þess fólks í Sjálfstæðis- flokknum sem virðir stefnu hans og starfsreglur. Við höfnum persónulegum væringum og vísum á bug þröng- um hagsmunasjónarmiðum, hvort sem þau eru til vinstri eða hægri. Guðmundur H. Garðarsson: Við virðum Sjálfstæðisflokkinn Aðalstjórn Verzlunarráðs Islands: Lífshagsmunum þjóðarinnar stefnt í hættu með óraun- hæfri gengisskráningu - sem styðst við nýtt uppbóta- og millifærslukerfi AÐALSTJÓRN Verzlunarráðs íslands samþykkti á fundi sin- um í gær svofellda ályktun: .Stjórn Verzlunarráðs ís- iands ítrekar áðurgerða álykt- un um efnahagsáætlun ríkis- stjórnarinnar. Verzlunarráðið leggur sér- staka áherzlu á, að það telur núverandi ríkisstjórn stefna lífs- hagsmunum þjóðarinnar í hættu með því að stuðla að óraunhæfri gengisskráningu, sem styðst við nýtt uppbóta- og millifærslu- kerfi. Verzlunarráð Islands styður aðgerðir, sem treysta gengi krónunnar, svo sem lækkaða skatta af atvinnurekstri og var- anlegar aðgerðir, sem draga úr þeirri 50—60% verðbólgu, sem hér er orðin landlæg. Verzlun- arráðið mótmælir hins vegar harðlega, hugmyndum um, að stefnt skuli að óraunhæfri geng- isskráningu með uppbóta- og millifærslukerfi, en fjármögnun þess með öðru en beinum skött- um á almenning eykur verðbólg- una og kerfið sjálft stefnir efnahagslífi þjóðarinnar í hættu. í þessu sambandi ítrekar stjórn Verzlunarráðsins sér- staklega: 1. Millifærslukerfi eyðileggur gjörsamlega lánstraust og lánamöguleika íslands er- lendis og útilokar okkur frá alþjóðasamvinnu í gjaldeyr- ismálum. 2. Millifærslukerfi brýtur í bága við aðildina að EFTA og fríverzlunarsamninginn við Efnahagsbandalagið og geng- ur þannig þvert á þá gífurlegu hagsmuni, sem við höfum af útflutningi til þessara landa. Nýtt millifærslukerfi stefnir að einangrun og stöðnun ís- lenzks atvinnulífs." Prests- og kristniboðs- vígsla í Dómkirkjunni BISKUP tslands. herra Sigur- björn Einarsson, vígði tvo presta og kristniboða í Dóm- kirkjunni á sunnudaginn. Prestarnir, sem vígðir voru, eru séra Kjartan Jónsson, sem vígður var til kristniboðsstarfa í Kenya, og Guðmundur Karl Ág- ústsson, sem vígður var til Ólafs- víkurprestakalls. Séra Kjartan er annar guðfræðingurinn, sem vígður er til kristniboðsstarfs; sá fyrri var prófessor Jóhann Hann- esson. Eiginkona Kjartans, Val- dís Magnúsdóttir, var einnig vígð til kristniboðsstarfs í Kenya og fyrsta prestsverk Guðmundar Karls var að skira dóttur þeirra hjóna. Vígsluvottar voru séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, séra Guð- mundur Óskar Ólafsson, séra Hjalti Guðmundsson og séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Gísli Arn- kelsson, formaður Sambands ís- lenzkra kristniboðsfélaga lýsti vígslunni. Grímuball í Eyjum Á 13. dag jóla hélt Eyverji í Vestmannaeyjum velheppnað og fjölsótt grímuball í Samkomu- húsinu og hafa búningar aldrei verið jafn fjölbreyttir og vand- aðir. Mikið fjör var á ballinu og fjölmargir hlutu verðlaun fyrir búninga sína. Nýja og gamla krónan hlutu einnig verðlaun. Allur þessi friði hópur fékk verðlaun og eins og sjá má eru búningarnir bæði skrautlegir og fjölbreyttir. Formaður Eyverja afhendir þessum glæsilega lunda 1. verðlaunin. I.josmyndir Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.