Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981
23
neistarar annað árið í röð
Víkingur:0^a0fl
Fylkir C f mCU
leikur í
|n um árin
skiptin. Þessi barátta hefur vafa-
lítið hert leikmenn Víkings því
síðan 1972 hefur Víkingur aldrei
orðið neðar í 1. deild en í fjórða
sæti.
Árið 1975 rættist loks draumur-
inn um íslandsmeistaratitil í
handknattleik. Víkingur hafði þá
umtalsverða yfirburði og hlaut 5
stigum meíra en næsta lið. Þar
með var ekki numið staðar, þvert
á móti. Víkingur varð íslands-
meistari utanhúss þetta sumar og
Reykjavíkurmeistarar um haust-
ið.
Vorið 1976 urðu Víkingar í
þriðja sæti í íslandsmótinu og í
öðru sæti árin 1977, 1978 og 1979
eftir harða baráttu við Valsmenn.
Islandsmeistarar urðu Víkingar
svo vorið 1980 þegar þeir unnu alla
leiki sína í 1. deild, hlutu 28 stig.
Það afrek hefur hvorki fyrr né
síðar verið hermt eftir. Og á
Islandsmótinu, sem nú stendur
yfir, hefur Víkingur þegar tryggt
sér sigur. Aðeins gert eitt jafn-
tefli. Víkingar hafa tvívegis orðið
bikarmeistarar en það var 1978 og
1979.
• Hornamaðurinn ungi og efnilegi Guðmundur Guð-
mundsson brýst í gegn um vörn Fylkis og skorar eitt af
fjórum mörkum sínum í leiknum. Ljósm Kristján
upphafi, varnarleikurinn var slak-
ur og markvarzlan eftir því. Gekk
þeim afar illa að ráða við Gunnar
Baldursson, sem skoraði 6 af 8
mörkum Fylkis í fyrri hálfleik og
hélt liði sínu á floti. Það var ekki
fyrr en um miðjan hálfleikinn að
Víkingum tókst að ná tveggja
marka forystu og í hálfleik var
staðan 11—8 þeim í vil.,
Víkingar hófu svo seinni hálf-
leikinn af miklum krafti og eftir
tæpar 10 mínútur höfðu þeir náð 5
marka forystu, 16—11. Á þeim
tíma gekk hvorki né rak hjá Fylki.
En Árbæingarnir voru ekki á því
að gefast upp, enda hvert stig
þeim dýrmætt og smám saman
söxuðu þeir á forskot Víkinga,
skoruðu 5 mörk án svars frá þeim
og höfðu jafnað, 16—16, um miðj-
an hálfleikinn. Páll Björgvinsson
kom Víkingum yfir aftur með
marki eftir gegnumbrot og hafði
LjÓHmynd Mbl. Kristján
þá tveimur Fylkismönnum verið
vísað af leikvelli. Þrátt fyrir það
fékk Fylkir vítakast, sem Gunnar
Baldursson misnotaði. Þá var all-
ur vindur úr Árbæingunum, en
Víkingar fóru að leika af fullum
krafti og greinilegt var að þeir
gerðu sér loks grein fyrir því að
leikurinn var ekki unninn fyrir-
fram. Þeir skoruðu hvert markið á
fætur öðru, þar af mörg eftir vel
útfærð hraðaupphlaup. Breyttu
þeir stöðunni í 27—18 og tryggðu
sér þar með íslandsmeistara'titil-
inn annað árið í röð. Það skipti
engu máli þó Fylkismenn skoruðu
2 síðustu mörkin, öruggur Vík-
ingssigur var í höfn.
Leikurinn var heldur slakur,
Víkingar virtust vera búnir að
vinna hann fyrirfram og einbeittu
sér illa, sérstaklega í varnarleikn-
um og kom það illa niður á
markvörzlunni. í sóknarleiknum
réði einstaklingsframtakið mestu.
Fylkisliðið var greinilega lakara,
sókn þess byggðist að mestu leyti
á hnoði í Víkingsvörnina, þar sem
hún var sterkust og gekk það illa
upp.
Víkingar áttu óvenju slakan dag
að þessu sinni, markvarzlan var
slök, enda ekki von á góðu þegar
menn einbeittu sér ekki í vörninni.
Það var einna helzt að Páll
Björgvinsson léki af eðlilegri getu
bæði í vörn og sókn og Árni
Indriðason var sterkur í vörninni
að vanda. Kristján fann sig aldrei
í markinu, en Eggert varði vel á
köflum.
Af Fylkismönnum átti Gunnar
Baldursson langbeztan leik og var
eini maðurinn, sem stóð upp úr
meðalmennskunni ásamt Jóni
Gunnarssyni, sem varði vel að
vanda og verður hann ekki sakað-
ur um mörkin.
í stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild Fylkir—
Víkingur 27-20 (11-8).
Mörk Víkings: Páll Björgvins-
son 8, Þorbergur Aðalsteinsson 7,
Steinar Birgisson 5, Guðmundur
Guðmundsson 4 og Stefán Hall-
dórsson 2.
Mörk Fylkis: Gunnar Baldurs-
son 10, Kristinn Sigurðsson 3,
Stefán Gunnarsson, Einar Ág-
ústsson og Magnús Sigurðsson 2
hver og Guðmundur Kristinsson 1.
Brottvísanir: Guðmundur Krist-
insson, Stefán Gunnarsson og
Ásmundur Kristinsson, allir í
Fylki, hvíldu sig í 2 mínútur hver
og Kristján Sigmundsson Víkingi
einnig í 2 mínútur.
Víti í súginn: Gunnar Baldurs-
son misnotaði 3 vítaköst fyrir
Fylki og Árni Indriðason Víkingi
brenndi einu af.
- HG
• Bogdan Kowalczyk þjálfari Víkings fylgist grannt
með leik sinna manna.
Arangur Víkings
undir stjórn Bogdans
SEGJA MÁ að þáttaskil verði í handknattleiknum hjá Víkingi þegar
Pólverjinn Bogdan Kowalczyk ræðst til félagsins sem þjálfari haustið
1978. Bogdan hafði hin beztu meðmæli, m.a. frá Janusi Cerwinski,
fyrrum landsliðsþjálfara íslendinga. Er skemmst frá því að segja að
árangur meistaraflokks Víkings undir stjórn Bogdans hefur farið
fram úr björtustu vonum allra Víkinga. enda er maðurinn frábær
þjálfari. Tvisvar hafa Vikingar orðið íslandsmeistarar undir hans
stjórn, tvisvar Reykjavikurmeistarar og einu sinni Bikarmeistarar.
Á meðfylgjandi töflu má sjá árangur Vikingsliðsins undir stjórn
Bogdans, þ.e. frá haustinu 1978 til og með 11. janúar 1981. Þar má
m.a. sjá að Víkingur hefur á þessu tímabili leikið 40 leiki i
íslandsmótinu, hlotið 74 stig af 80 mögulegum, sem er 92,5% árangur:
Leikir Unnir Jafntefli Tapaðir Árangur
Tímabilið 1978- 79: 26 21 1 4 82,7%
Tímabilið 1979-’80: 21 20 0 1 95,2%
Tímabilið 1980-81. 18 16 1 1 91,7%
Samtals: 65 57 2 6 89,2%
í þessari töflu eru taldir upp leikir gegn íslenzkum liðum, þ.e.a.s. í
íslandsmóti, Reykjavíkurmóti og Bikarkeppni. Ef aðeins eru taldir með
leikir íslandsmótanna 1978—’81 hefur Víkingur leikið 40 leiki, unnið 36,
gert 2 jafntefli og tapað 2 leikjum, sem er 92,5% árangur.
Víkingar hafa leikið 6 Evrópuleiki undir stjórn Bogdans, unnið
sænska liðið Ystad tvívegis, tapað tvívegis fyrir sænska liðinu Heim og
í leikjunum við Tatabanya á dögunum tapaðist leikurinn í Ungverja-
landi með einu marki en leikurinn hér heima vannst með einu marki.
Þegar Bogdan tók við þjálfun meistaraflokks var Víkingsliðið annálað
sóknarlið en varnarleikurinn hafði lengi verið höfuðverkur liðsins.
Bogdan hefur aukið fjölbreytni sóknarleiksins og gjörbreytt vörninni til
hins betra, svo að í dag er Víkingsvörnin stundum kölluð Járntjaldið"
hans Bogdans.
Þá er aðeins ógetið starfs Bogdans fyrir aðra handknattleiksflokka en
meistaraflokk. Hann hefur frá upphafi haft yfirumsjón með þjálfun
allra flokka félagsins og unnið þar frábært starf.
NM unglinga i körfuknattleik
íslenska liðið tapaði
öllum sínum leikjum
ÍSLENSKA unglingalandsliðið í
körfuknattleik olli miklum von-
brigðum með slökum leik sínum i
Norðurlandamóti unglinga sem
fram fór hér á landi um síðustu
helgi. íslensku unglingarnir
unnu engan leik í mótinu og náði
lið þeirra illa saman. Svíar sigr-
uðu í mótinu og voru með áber-
andi besta liðið. Sviar unnu alla
sina leiki i mótinu og hlutu 8
stig. í öðru sæti urðu Finnar.
hlutu 4 stig eða jafn mörg og
Norðmenn, sem höfnuðu í 3. sæti
og komu verulega á óvart í
mótinu með góðum leikjum. Dan-
ir hlutu 4 stig og íslendingar
ráku svo lestina, hlutu ekkert
stig. Finnar voru með besta
stigahlutfallið af þeim þremur
þjóðum er hlutu 4 stig.
Leikir íslenska liðsins í mótinu
enduðu sem hér greinir:
ísland — Danmörk 63—88
ísland — Finnland 58—73
ísland — Noregur 71—79
ísland — Svíþjóð 51—66
Besti leikurinn sem íslenska
liðið náði var gegn Svíum. Þá lék
liðið all vel. Það sem háði liðinu
einna mest í öllum leikjum þess
var afar slök hittni. Enginn einn
leikmanna reis upp úr hinu mjög
svo slaka liði unglinganna.
í leiknum gegn Danmörku voru
þeir Pálmar og Axel stigahæstir.
Axel skoraði 14 stig en Pálmar 10.
Gegn Svíþjóð skoraði Viðar Vign-
isson 15 stig, Pálmar Sigurðsson
og Valur Ingimundarson 8 stig
hvor. Gegn Norðmönnum skoruðu
Valur Ingimundarson og Willum
Þórsson 16 stig hvor. I leiknum
gegn Finnum voru þeir stigahæst-
ir Valur Ingimundarson með 15
stig og Pálmar með 13 stig.
Bestu vítahittnina í mótinu
hafði Valberg frá Svíþjóð og hlaut
hann sérstaka viðurkenningu fyrir
það. Hann tók 27 víti og hitti úr
26, eða 96,3% hittni, sem er
frábært afrek.
Flest fráköstin í mótinu hirti
Stale frá Noregi. Hann varð jafn-
framt stigahæsti leikmaður móts-
ins, skoraði 115 stig. Daninn
Nilsen varð í 2. sæti, skoraði 113
stig.
Aðsókn að öllum leikjum móts-
ins var vonum framar, og öll
framkvæmd til mikillar fyrir-
myndar.
- þr.
Borðtennislandslióió
til Wales í landskeppni
fSLENSKA landsliðið í borðtenn-
is er á föstudaginn á förum til
Cardiff í Wales, til þess að keppa
í C-keppni Evrópukeppni lands-
liða í borðtennis. Landsliðið
skipa Stefán Konráðsson Vík-
ingi, Bjarni Kristjánsson UMFK,
Guðrún Eiríksdóttir Gerplu og
Kristín Njálsdóttir úr UMSB. Að
Evrópumótinu loknu, munu ís-
lensku keppendurnir taka þátt í
opna velska borðtennismótinu,
sem þykir jafnan mjög sterkt
mót.
Sex þjóðir leika í C-riðli, auk
íslendinga eru þar Malta, Jersey,
Guernsey, Portúgal og Skotland.
Leikið er með deildarfyrirkomu-
lagi, þ.e.a.s. allir leika við alla.
íslendingar hafa tekið þátt í móti
þessu um nokkurra ára skeið og
staðið fyrir sínu þó ekki hafi enn
tekist að tryggja sæti í B-riðli.
I vikunni fara fram tvö punkta-
mót í borðtennis. Annað kvöld fer
fram keppni í meistaraflokki
karla og kvenna, auk 1. flokks
kvenna. Hefst keppnin í Laugar-
dalshöllinni klukkan 20.00. Á
fimmtudagskvöldið klukkan 19.00
fer síðan fram keppni í fyrsta og
öðrum flokki karla. Á fimmtudag-
inn fer keppnin fram í Foss-
vogsskóla.