Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 15 Peres er meiri mælskumaður en Rabin. En hvorugur kemst þó í hálfkvisti við Begin — sem til dæmis flytur aldrei skrifaða ræðu og missir þó aldrei þráð né verða á mistök. Það er haft í gamanmálum þar í landi, hvort Begin læri utan að og láti konu sína hlýða sér svona rækilega yfir ræðurnar áður — t.d. þegar Sadat kom í fyrsta sinn til Israels — mönnum finnst hreint með ólíkindum hversu málsnjall hann er. En Peres er sem sagt sagður langtum betri ræðumaður. Hann hefur und- anfarin ár sýnt í orði meiri sveigjanleika gagnvart málefn- um Palestínuaraba en áður hefur þekkzt. Aftur á móti draga margir í efa að hann myndi framfylgja sveigjanlegri stefnu þótt hann kæmist til valda, vegna þess einfaldlega að svo mikil andstaða kæmi upp meðal landa hans, að honum yrði ekki stætt á því. Eitt af því sem Peres verður að gera á næstunni er að reyna að draga úr þeim hlut sem hann átti á sínum tíma í uppgangi öfgatrúarsamtak- anna Gush Emunin. Rabin reyndi að berjast gegn þeim, en reyndist of veikur stjórnandi til að ná nokkrum tökum á því máli. Peres lét það óátalið langa hríð að þessi samtök væðu uppi og færu út og suður með landnemabyggðir, tækju land frá aröbum og sýndu yfirleitt af sér einkar ógeð- fellda framkomu. Jafnvel var sagt að hann hefði stutt sam- tökin með ýmsum ráðum, en nú mun honum sem fleirum löngu farið að blöskra yfirgangur þessa ofsatrúarfólks. En það þarf býsna mikla snerpu til að kveða það í kútinn. Peres er lofaður fyrir þolin- mæði og nú vill hann einnig vera maður sátta og málamiðl- unar. Hann hefur tamið sér að vitna í verk innlendra sem erlendra rithöfunda og gefur það ræðum hans auðvitað menningarlegra yfirbragð. Hann er yfirvegaður einS og hann kemur fyrir núna, fljótur hefur hann alltaf verið að átta sig á kjarna hvers máls og einkar vel að sér um ótrúleg- ustu mál. Peres hefur ráðið til sín auglýsingafulltrúa bandarísk- an sem á að sjá um að gera hann enn meira sjarmerandi og sympatiskan á næstunni. Hann á líka að veita honum leiðsögn í að „koma vel fyrir" í sjónvarpinu o.s.frv. En þetta getur líka orðið tvíbent fyrst það fréttist samstundis og skopmyndateiknarar í ísrael eru nú uppteknir og gagnteknir af því að gera myndir af Peres í hinum forkostulegustu kennslustundum. Það meginverkefni Peresar á næstu mánuðum — fyrir utan það að sannfæra ianda sína um ágæti sitt — er að reyna að draga til sín það fylgi frá DMC — sem mætti þýða klúðurslega sem Lýðræðishreyfingin í breytingaátt — sem fór frá Verkamannaflokknum í síð- ustu kosningum. Það mun einnig skipta máli í kosninga- baráttunni að Peres takist að sannfæra verðbólguþreytta landa sína um það að Verka- mannaflokkurinn hafi góðar, raunhæfar og árangursríkar efnahagstillögur i farangrin- um. Takist efnahagssérfræð- ingum Verkamannaflokksins ekki að gera það er hætt við að hin nýja ásjóna Peresar dugi skammt. Sigvaldi Kaldalóns tón- skáld — Aldarminning Eitt hundrað ár er stutt skeið í sögu þjóðar en langur tími í þroskasögu íslenzkra tónmennta. — Þegar Sigvaldi Kaldalóns fædd- ist fyrir réttri öld, 13. janúar 1881, var heimilisorgel í þann mund að nema land hérlendis, þetta síðar útbreidda og vinsæla alþýðuhljóð- færi, sem fyrst birti landsmönn- um samhljómsins þrískiptu grein. Með tilkomu þess barst nýtt Ijós inn í hljómdaufa tilveru á norður- slóð. Söngur fékk á sig nýjan svip í nýstárlegum tóntegundum dúr- moll-kerfis, vék burt frá gamal- troðinni miðaldaslóð og tók að semja sig að siðvenju samtímans á Norðurlöndum. Þessi endurvakningartími styðst við söngva-útgáfur Jónasar Helgasonar, sem kennir Sigvalda í barnaskóla Reykjavíkur að lesa nótur og syngja lag af blaði. Síðar á námsárum sínum nýtur svo Sigvaldi fræðilegrar leiðsagnar Sigfúsar Einarssonar, frekar þó á vinafundum en í reglulegum kennslustundum, enda hefir þá Sigvaldi, fyrir tilsögn Brynjólfs Þorlákssonar, öðlazt haldgóða leikni í meðferð stofuorgels. Þetta var öll sú undirstaða, sem Sigvaldi síðar bjó að í öllu sínu tónmenntastarfi. Sjaldan hefir, svo sem hér, sannazt réttmæti orðtaksins „hollur er heimafeng- inn baggi". Og aldrei hefir sá fengur í íslenzkri tónmenntasögu- borið jafn-ríkulegan ávöxt; því að þrátt fyrir ofangreindan, frekar ósamfelldan námsferil má heita, að Sigvaldi væri sem tónskáld algjörlega sjálfmenntaður maður. Hér við bætist svo sú eftirtekt- arverða, menningarsögulega stað- reynd, að tónsmíðahefð fyrir- finnst hér engin á uppvaxtarárum Sigvalda. Engin fyrirmynd var tiltæk, engin lærdómsrík hvatning til eftirbreytni. Allt varð því eingöngu frá sjálfum sér að taka. Náttúrugáfa stóð uppi ein og óstudd. Hún varð í músík að jafnast á við bæði upplag og uppeldi. Ævistarf afkomu byggðist hjá Sigvalda á uppeldi í lærdóms- greinum læknisfræði, en ævistarf tómstunda beindist að upplagi afkastamikils sönglagahöfundar. Þessi afköst eru svo mikil að vöxtum, að undursamlegt má telj- ast, miðað við snauðlegar aðstæð- ur. Það er engu Hkara en að hér leiti útrásar innibyrgð margra alda þörf heillar þjóðar, til þess að tjá sig á máli tóna. Einangrun og fásinni höfðu löngum heft sam- neyti við drótt tóna, nema þá helzt við rímnariddara einradda fer- skeytlu. 5. bréfskákþing- ið að hef jast Hinn 1. mars nk„ hefst 5. Bréf- skákþing íslands, og verður teflt i þremur flokkum: Landsliðs-. meist- ara- og almennum flokki. Niðurröð- un i flokka fer eftir fyrri árangri keppenda. en annars ELO-skákstig- um. Keppt er eftir reglum Alþjóða- bréfskáksambandsins, og fá nýir þátttakendur þar i hendur við upphaf mótsins, ásamt öðrum leið- beiningum. Við þátttökutilkynn- ingum tekur Jón A. Pálsson, Hrauntungu 105, Kópavogi. s: 42038 og verða þær að hafa birst fyrir 10. febr. nk. í 2. Bréfskákþingi íslands, sem lauk fyrir nokkru, urðu í landsliðs- flokki efstir þeir Gísli Gunnlaugs- son, Búðardal; Frank Herlufsen, Ólafsfirði, og Haukur Kristjánsson, Hafnarfirði, allir með 4 vinninga af 6 mögulegum. Þeir munu tefla inn- byrðist um titilinn. í meistaraflokki, A-riðli, Jón Jóhannsson, Hafnar- firði, og í B-riðli Hannes Ólafsson, Landi. í almenna flokknum urðu sigurvegarar þeir Jón Jóhannesson, Geitabergi, í A-riðli, og Sigurður Örn Hannesson, Höfn í Hornafirði, í B-riðli. — Frá Bréfskáknefnd Skáksambandsins Sigvaldi Kaldalóns brýtur af sér helsi þessarar háskalegu stöðnun- ar. Ljóð lifir fyrir tóna tilstilli, og lag er því lifgjafi ljóðs, svo sem manna bezt hafði skilið Jónas Hallgrímsson i athugasemd sinni á handriti að „Sláttuvísum"; Skáldið þráir samferð lags, svo að almenningur tileinki sér ljóð. Það er eins og Sigvaldi hafi skynjað þessa áskorun Jónasar. Meðfædd sköpunargáfa hans leit- ar lags við mörg af fremstu Ijóðskáldum lands, svo að til verða söngvar, sem lyfta upp ljóðum þeirra til almennrar eignar sér- hverju söngfúsu eyra. Þar má telja Grím Thomsen, Steingrím Thorsteinsson, Jónas Hallgríms- son, Guðmund Guðmundsson, Ein- ar Benediktsson, Stefán frá Hvíta- dal, Stephan G. Stephansson, Þorstein Gíslason, Davíð Stef- ánsson o.m.fl. Lagsetning Sigvalda er einstæð í sögulegu samhengi. Áhrifa gætir ekki ánnarsstaðar frá. Hann er í einfaldleik sínum ætíð sjálfum sér samkvæmur. Og enda þótt mörg- um vandfýsnum þyki nú undirspil hans við einsöngslag vera helzti fábrotið , þá er mótun laglínu jafnan svo gerð, að hún leiðir til sætta. Laglína Sigvalda er yfirleitt tákn gleði og bjartsýni. Hún birtir mætavel hugarfar höfundar, sem einkennist af trausti og trú á manninn og tilveru hans. Hann velkist aldrei í vafa um söngsins undramátt, svo sem hann opinber- ast í náttúrunnar ríki (Svanurinn minn syngur) eða í mannheimum (Sofðu, sofðu, góði). Þessi fagnað- arboðskapur Sigvalda getur verið áhrifamikill (Heimir), innilegur (Mamma ætlar að sofna) eða jafnvel trúarlegur (Alfaðir ræð- ur). En undirstaða hans er ávallt ríkur mannkærleiki, húmanismi þess manns, sem setur eigin sál að veði fyrir opinberun sinna sönn- ustu og fegurstu hugsana. Á hundrað ára afmælisdegi Sig- valda Kaldaións geta íslendingar þakkað framlag hans til byrjandi tónmennta, sönglög hans, sem mörg hafa hrifið hvers manns hug og þar með orðið alþjóðareign. Við óm þeirra hefir jafnvel torfbær orðið að hátíðarsal, dapurleiki að fögnuði, mannleg einsemd að sam- félagslegu lífi. Svo brýnt erindi og heillaríkt átti Sigvaldi Kaldalóns við sína þjóð. Slíkir menn eru kjörsynir allra kynslóða. Dr. Hallgrimur Helgason Kápumynd af tslandsbókinni. Bók um ísland í Frakklandi FYRIR skömmu kom út í Frakklandi myndabók um ísland eftir Philippe Patay með formála eftir Regis Boyer. Alls eru 76 litmyndir í bókinni og fylgir þeim myndaskrá. Myndirnar eru frá ýms- um stöðum á landinu. þarna er og að finna fuglamyndir. lands- lagsmyndir og allmarg- ar myndir eru m.a. frá Æðey. Philippe Patay er bú- settur hér á landi og kvæntur íslenzkri konu. Hann kom hingað fyrir nokkrum árum sem ferðamaður og ætlaði m.a. að taka myndir af fuglum. Síðan ílentist hann hér og hefur starf- að töluvert að ferðamál- um og vinnur nú hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. • i* ilu°s e t\\ ts.sW" 42720 vto ,tuoRaS ,y.rá"a U*»'k6'® t9»0 66 ,'*rtrt!e6'oS ■ S\<a°' ,>25666 A Qt<vvV^'\ 76670 ?86' *5 83355 3&0 , Jóo S>9U' asso'1 *>n" t*os ytaoP’ ,\é\a9 X>a'a’" 0o\>av«" sa,a(nY<*' • vtalna'6“ „ B°"al>u®F„n>ano**0”3 s«o"96mu, ----- ! dO ***$. 600 L»o9 a<ne ,sve9< ttJ0S' Oosdo\"' H»'°aS9 tv<a< ,,\>o" 66225 ,6080 V\esK\ö' o\öi«?2 01*6006' GnnOa'' f\"9'i' 7 r -esss&í&gr »0°" , s,tt"60'9 660 »«55«, nxe'9 pð<6VB'a ****o0TSo«"*'^ „nn»S'9°;fo Hö'9«' 0o'<r®6<oa"10"" Vas\"'^,,3\06 ,<6a'O'?::„,W30;::^áUon SÍH" 1 'WO940l6° ;Wvbý\ave9 SanOO’ Ha'n" -ð"°' 66*0 e(f" 'i***ZZ Vft'S!na<9oVU ? jo<'ro"'*T,",<vVa'0 aðott" sírr" B\ð<"aS' 409®° írv1 re\u\eív sa"\ dV'1 ftuiu’ ,bof'srt'alV tvvunV^0 «Vrt - I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.