Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 25 íþróttamenn ársins: Þessir voru efstir SÍÐASTLIÐINN föstudag var skýrt frá kjöri íþrótta- manns ársins. Hér á eftir fer listi yfir þá sem voru í sætunum frá 3 upp í 10. Skúli óskarsson varð nr. 1 og Bjarni Friðriksson nr. 2. f 10. sæti í þessu kjöri er Matthías HallgrrimsHon. knattspyrnumaAur í Val. Hann hlaut 12 stig. Matthias hefur um árabil verið i hópi snjollustu knattspyrnu manna okkar og á hann aA baki 45 landsieiki. Hann lék lengst af med íþrótta- bandalagi Akraness, en gekk i raðir V'als- manna síðastlióió vor og varð íslandsmeist- ari með því félagi. t>á vann Matthias það afrek siðastliðið sumar. að skora flest mörk allra leikmanna i hinni hörðu keppni 1. deildar. I 9. sæti er Pétur Pétursson, knattspyrnu maður hjá hinu þekkta hollenska félagi Feyenoord. En hann hlaut 13 og y/i stig. Pétur, sem er aðeins 21 árs gamali, hefur á hinum stutta ferli sinum i atvinnuknatt- spyrnu skipað sér á bekk með bestu leikmönnum hollensku knattspyrnunnar. Pétur á að sjálfsögðu fast sæti i islenska landsliðinu og frammistaða hans þar og með félagsliðinu hefur aukið hróður islenskrar knattspyrnu. í 8. sæti er Marteinn Geirsson. knatt- spyrnumaður i Fram og fyrirliði islenska landsliðsins. Hann hlaut 1B stig. Marteinn var fyrirliði liðs Fram, sem hafnaði í 2. sæti 1. deildar siðastliðið sumar og hann leiddi siðan sina menn til sigurs i bikarkeppninni. Þá er Marteinn einn burðarása islenska landsliðsins i knattspyrnu. sá brimbrjótur sem flestar sóknarholskeflur andstæð- inganna brotna á. í 7. sæti er Atii Eðvaldsson, knattspyrnu- maður. en hann hlaut 18 stig. Atli hóf að leika með hinu fræga vestur-þýska liði Borussia Dortmund siðastliðið haust og hefur velgengni hans í vestur-þýsku knatt- spyrnunni verið með ólikindum. Atii skoraði þegar i fyrsta leik sinum og var lengi vel með markahawtu leikmönnum hinnar svo- kölluðu MBundesIiguM, hvar leikin er besta knattspyrna i heiminum. f 6. sæti varð sundkappinn Ingi l>ór Jónsson frá Akranesi. Hann hlaut 26 stig. I>rátt fyrir ungan aldur er Ingi Þór okkar langfremsti sundmaður og á nýliðnu ári setti hann fjölmörg fslandsmet. I»á hélt hann merki Islands hátt á lofti i Kalott-keppninni, hvar hann komst fjórum sinnum á verð- launapall. Ingi Þór dvelst nú i Danmörku við æfingar og keppni. f 5. sæti er Hreinn Ilalldórsson. frjáls- iþróttamaður i KR. en hann hlaut 29 og ‘A stig. Hreinn hefur undanfarin ár verið i hópi okkar mestu afreksmanna og hefur þrívegis verið kjörinn fþróttamaður ársijis. Hann náði þeim glarailega árangri á Ólympiuleik- unum í Moskvu, að komast i úrslitakeppni kúluvarpsins og hafnaði þar i 10. sæti. Hreinn er sannur iþróttamaður. sem hefur lagt mikla rækt við iþrótt sina og hvarvetna unnið hylli áhorfenda fyrir afrek sín og prúðmannlega framkomu, innan vallar sem utan. f 4. sæti er Ásgeir Sigurvinsson, knatt- spyrnumaður með 32 og 'A stig. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins 1974. Ásgeir var lykilmaðurinn i hinum glæsilega sigri knattspyrnulandsliðsins i Tyrklandí siðast- liðið haust og hann vann það afrek fyrir skömmu. að skora 3 mörk fyrir félag sitt, Standard Liege. gegn austur þýska liðinu Dynamo Dresden. Ásgeir Sigurvinsson hefur getið sér mikið frægðarorð i evrópskri knattspyrnu og er vafalitið okkar þekktasti knattspyrnumaður i dag. I 3. sæti varð óskar Jakobsson. frjáls- ibróttamaður i ÍR. Hann hlaut 44 stig. óskar er mjög fjölhæfur iþróttamaður þó að kringlukast og kúluvarp séu hans aðal- keppnisgreinar. Hann gerði sér lítið fyrir og setti glæsilegt íslandsmet i bekkpressu i desembermánuði siðastliðnum, hann er fyrr- um íslandsmethafi i spjótkasti og hástökki án atrennu og svo mætti lengi telja. óskar hefur undanfarin ár verið i hópi bestu kringlukastara Evrópu og siðastliðið sumar skipaði hann sér á bekk með snjöllustu kúluvörpurum heimsins. varpaði yfir 20 m og komst i úrslitakeppni kúluvarpsins á ólympiuleikunum i Moskvu. I>ar hafnaði hann i 11. sæti. óskar Jakobsson er aðeins 24 ára gamall og á eflaust framundan langan feril sem afreksmaður i frjálsum iþróttum. Skíðagönguskóli Morgunblaðsins • Úr hófi því sem íþróttafréttamenn gengust fyrir í Kristalsal Hótels Loftleida síðastliðinn föstudag. Ingólfur Hannesson formaður samtakanna er í ræðustól. Fyrirtækið Veltir hf. hefur um margra ára skeið stutt dyggilega við bakið á samtökum íþróttafréttamanna við kjör þetta. • Jón Leósson sem var hér á árum áður kunnur knattspyrnumaður með ÍA tók við viðurkenningunni fyrir hönd sonar síns, Inga Þórs sund- manns frá Akranesi en hann hafnaði i 6. sæti. Ljósm. K.E. • Knattspyrnumaðurinn kunni Matt- hías Ilallgrímsson varð í 10. sæti í kjörinu. Hér afhendir Sigurður Sig- urðsson honum bókina Grikklandsár- ið eftir Ilalldór Kiljan Laxness sem viðurkenningu. Ljósm. Kristján E. • Hröð skíðaganga með stöfum. Þetta er rétt mynd af hornlínugangi upp í móti á skíðum.' Þráðbeinn í spyrnunni. Góð og jöfn hreyfing með stórum skrefum og eðlilegri armsveiflu fram og aftur. Á þennan hátt er hægt að bæta tæknina mikið, samtimis því að æfa réttar hreyfingar í réttum skíðabrautum. Með skíðagöngu hefst kappgangan. Skrefin verða dálítið lengri og fremra hné með meiri beygju, en í venjulegri göngu. Fóturinn leitar fram allan tímann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.