Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 14
 14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 TEXTi: Jóhanna Kristjónsdóttir Eins og við hafði verið búizt bar Shimon Peres sigurorð af keppinaut sínum. Yitzak Rabin, í baráttunni um formannsstöðu Verkamannaflokks- ins í ísrael. Það má því nokkurn veginn gera því skóna að Shimon Peres verði á þessu eða næsta ári sjöundi forsætisráðherra ísraels. Peres hefur nú verið í nánd við þennan eftirsóknarverða pólitíska tind í tuttugu og sjö ár, eða allar götur frá því að þáverandi forsætisráðherra David Ben Gurion, skipaði hann 29 ára gamlan í starf aðstoðarvarnarmálaráðherra. Peres hefur síðan farið með flest þau embætti sem máli skipta í þessu landi; hann hefur verið í sviðsljósinu stöðugt og án teljandi hvílda. Samt er það undramiklum erfiðleikum bundið að ætla sér að segja fyrir um það, hvers lags for- sætisráðherra hann myndi verða. Þessi óvissa er meðal annars sprottin af þrotlausum tilraunum hans í næstum því aldarfjórðung að breyta eða réttara sagt skipta um þá „opinberu ímynd" sem hann er í hugum landa sinna, ekki sízt þá að hann hafi alltaf vantað herzlumun til alls. Og það er væntanlega rétt sem ísraelsk blöð halda fram, að fáir í forystusveit Verkamanna- flokksins — jafnvel þeir sem kusu hann leiðtoga sinn — séu yfirmáta hændir að honum. Enginn frýr honum vits, en meira er hann grunaður um græsku. Ungur þótti hann valdafíkinn með afbrigðum og það svo að hann reyndi með brölti, sem mörgum fannst klaufalegt, að komast framar í „biðröðinni" og ýta ýmsum til hliðar, svo mjög lá honum á að komast í stól forsætisráðherra. Þetta situr í mörgum af hans kynslóð og þaðan af eldra fólki, en aftur á móti er óþekkt stærð hvort yngra fólkið telur þetta kost eða löst — eða bara ósköp eðlilegan hlut í stjórnmálum. En þótt ekki sé nein yfir- máta hrifning í innsta hringn- um hafa ??? hreinlega sett það upp í skema og reiknað það út að virða bæri hið mikla og ósérhlífna starf sem hann hef- ur unnið fyrir flokkinn á því kjörtímabili, sem Menachem Begin hefur verið við völd. Hann hefur einbeitt kröftum sínum að því að styrkja innviði flokks síns, eins og má kalla það á frasamáli og orðið vel ágengt. Verkamannaflokkur- inn var nánast í þúsund molum eftir þann smánarlega ósigur sem hann beið 1977, spilling meðal ráðamanna og hneyksl- ismál af persónulegum og póli- tískum toga voru slík, að hefði ekki komið til sterkur maður og úthaldsgóður eins og Peres er og sem hefur afburða skipu- lagsgáfu, er eins víst að flokk- urinn væri enn í mörgum brotum. Peres hefur sýnt sér- stæða eljusemi við að tína saman þessi brot. Hann hefur reynt að leiða hjá sér óvið- kunnanlega skemmdarstarf- semi sem fyrrum leiðtogi flokksins Yitzak Rabin hefur stundað og sýnt að margra dómi bæði skapstillingu og klókindi. Það er þó kynlegt til þess að vita að þrátt fyrir allt hefur Rabin alltaf verið langt- um hærri í skoðanakönnunum meðal almennings, þegar spurt hefur verið hver væri fólki hugsanlegasta leiðtogaefnið. En Peres hefur ekki látið niðurstöður þessara skoðana- kannana á sig fá og haldið sínu striki. Hafi verið spurt al- mennt hver væri hæfastur leið- toga landsins til að gegna forsætisráðherraembættinu og ekki aðeins átt við menn innan Verkamannaflokksins hefur Menachem Begin jafnan borið höfuð og herðar yfir þá báða. Shimon Peres er fæddur í Póllandi 1923, en flutti með foreldrum sínum til Palestínu 1934. Menntun sína hlaut hann í Harvard. Hann er kvæntur og þriggja barna faðir. Hann fór ungur að hafa afskipti af stjórnmálum og var lengi vel undir handarjaðri Ben Gur- ions, og ætlaði sér þar eins og fram hefur komið stóran hlut og skjótan frama. Hann þótti snemma leika tveimur skjöld- um eftir því hvernig hentaði metnaðargirnd hans sjálfs og þessi bernskubrek hans sem margir kalla svo hafa líka valdið því að landar hans treysta honum ekki til fulln- ustu. Þegar hann yfirgaf Verkamannaflokkinn og stofn- aði Rafi ásamt Ben Gurion og fleirum þótti mörgum það svik við flokkinn. Hann taldi það trúmennsku við Ben Gurion og lét tryggð við hann verða yfirsterkari betri vitund, að því er hann hefur sjálfur sagt. En með þessu aflaði hann sér óvildar og þetta hefur ugglaust átt sinn þátt í því þegar hann sneri aftur til Verkamanna- flokksins, að hann fékk ekki þá stöðu þar sem hann taldi að sér bæri vegna reynslu sinnar og hæfni. Og hefur sjálfsagt líka valdið því að flokkurinn kaus Rabin en ekki Peres í embætti forsætisráðherra þegar Golda Meir lét af embætti. A næstu árum reyndi Peres að skapa nýja mynd af sér meðal ísraelsku þjóðarinnar. Hann og Moshe Dayan höfðu lengi verið samrýndir, en ein- hvern veginn hafði Peres alltaf verið í skugga hans. Nú reif hann sig úr þeim viðjum, kom fram af ábyrgðartilfinningu og festu, varfærni og kurteisi sem menn höfðu ekki talið hann hefði nægilega mikið af áður. Hann varð varnarmálaráð- herra í Rabin-stjórninni og vann gott verk eftir Yom Kippur-stríðið til að reyna að tjasla saman þjóðarstolti ís- raela. Samt átti hann ekki sjö dagana sæla vegna þess að yfirmaður herafla landsins, Mordechai Gur, v^r oft óþægur ljár í þúfu og gaf út pólitískari yfirlýsingar en venjan hafði verið að yfirmenn hersins gerðu — að minnsta kosti meðan þeir voru í þeirri stöðu. En síðan kom að því að Rabin varð að segja af sér vegna gjaldeyrisreiknings konu sinn- ar í Bandaríkjunum eins og margoft hefur verið tíundað. Peres varð forsætisráðherra fram að vonlausum kosningum 1977 og vissulega væri ósann- gjarnt að saka hann um ósigur flokksins, þar höfðu mörg sam- verkandi öfl verið að verki, ekki hvað sízt áðurnefnd spill- ing innan raða forystunnar. Það má segja Shimon Peres til lofs, að hann hefur jafnan þótt heiðarlegur maður og ég Tekst honum loks aö breyta þeirri mynd aö hann vanti alltaf herzlumun til alls? Ungur aö árum með Ben Gurion. Frá flokksþinginu á dögunum. Peres varð þá að hafa um þaö frumkvasði að ganga til keppinauts síns Rabins til aö þeir tækjust í hendur, þar sem Rabin sýndi engan lit á því að stíga þau skref. man ekki til þess að hann hafi verið bendlaður við svindl og svínarí — en þó heyrðust þær raddir að hann hefði svo sem ekki verið öldungis heilsteypt- ur í kosningabaráttunni og unnið á laun gegn Rabin og það gæti auðvitað verið angi af skýringu á ósigrinum. Hins vegar verður Peres varla láð þótt hann gerist þreyttur á áreitni Rabins, sem er beizkur maður og getur ekki sætt sig við að hafa verið ýtt út í kuldann. Hann telur Shimon Peres standa á bak við allar „ofsóknir“ sem hann hafi sætt. Eins og fram hefur áður komið í grein um pólitík í ísrael hefur Begin forsætisráðherra til að mynda jafnan hjá sér í Knesset hina orðljótu ævisögu Rabins og þegar Peres leyfir sér að hafa uppi gagnrýni á stjórnina, fer Begin í ræðustól og les upp valda kafla úr bókinni og vill þá stundum verða fátt um svör hjá Peres.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.