Morgunblaðið - 13.01.1981, Page 3

Morgunblaðið - 13.01.1981, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 3 aö tryggja ser IAIHATSU CHARAD á veröi frá þvi í fyrra Gífurleg hækkun á gengi yensins á síöustu 12 mánuöum, hefur hækkaö verö á japönskum bílum upp úr öllu valdi. Viö eigum nú aöeins fáa Daihatsu Charade 1980 á verði sem viö festum í haust og getum því boöiö þennan frábæra metsölubíl á Rikisverksmiðjusamningar: Verkfalli frest- að til 22. janúar HELDUR þokar i átt til sam- komulags í samningagerð starfs- manna ríkisverksmiðjanna. Kís- iliðjunnar við Mývatn og ríkis- valdsins. Verkfall starfsmann- anna, sem upphaflega hafði verið boðað til 12. janúar, var frestað og átti að koma til framkvæmda á miðnætti næstkomandi var í gær frestað til 22. janúar, en þá átti verkfall vélstjóra, sem hafa lengri hoðunarfrest. að koma til framkvæmda. Ástæður þess, að frestun var samþykkt. var að ekki var nægur timi til þess að vinna úr þeim málum, sem fyrir aðilum liggja. Aðilar hafa undanfarið unnið að því að raða í launaflokka. Um er að ræða marga starfshópa, marga tugi starfa og starfsheita, sem raða þarf í nýja flokka og fer þetta hægt fram, en meginhluti starfs- mannanna eru nú komnir í þá flokka, sem menn eru sæmilega sáttir við, en svo standa út undan nokkur störf, sem ekki hefur orðið samkomulag um. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins munu menn ákveðnir í að fara samræm- ingarleið við Grundartangasamn- ing, en hins vegar er mikil var- færni af hendi vinnumálanefndar ríkisins til þess að halda aftur af þeim hækkunum, sem þar verða á, en við algjöra samræmingu mun verða allt að 30% launahækkun hjá sumum hópum. Þessi hækkun mun þó ekki vera út úr myndinni, þótt samninganefnd ríkisins reyni að haga niðurröðun þannig að allt fái sem minnsta vigt. Sáttafundi i þessari kjaradeilu lauk í gærkveldi og var nýr boðaður klukkan 10 í dag. Samninganefnd starísmanna rikisverksmiðjanna og Kisiliðjunnar við Mývatn á sáttafundi i gær. Ljósm.: Emilia. aöeins kr. 59.600 meö ryövörn og er hér um de luxe gerö aö ræöa. Ef þú vilt gera góð bílakaup, líttu við áður en það verður um seinan. Daihatsuumboðiðp Ármúla 23, sími 85870 og 39179. Skerðing en ekki afnám „VIÐ LÍTUM ekki svo á að „gólfið hafi fallið niður“ við ráðstafanir rikisstjórnarinnar i efnahagsmálum, en það skerð- ist,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þetta ákvæði er svona í samn- ingi okkar: „Á mánaðarlaun, sem í ágúst 1980 eru samkvæmt samn- ingi þessum lægri en 345 þúsund krónur, greiðast á verðbótatíma- bilinu frá 1. desember 1980 til 28. febrúar 1981 og frá 1. marz 1981 til 31. maí 1981, sömu verðbætur í krónutölu og greiðast þá á mánað- arlaun, sem voru 345 þúsund krónur í ágúst 1980.“ „Ég lít ekki svo á og hef ekki heyrt þann skilning stjórnvalda, að þetta ákvæði verði afnumið. Þetta var framkvæmt í desember og okkar skilningur á þessu er að á þetta ákvæði komi skerðing, en það falli ekki niður 1. marz. Eg lét reikna út dæmi samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar og eru þetta nú um 410 þúsund krónur. Ef við gefum okkur að vísitala hefði átt að vera 12% 1. febrúar, en verður 5%, þá verður skerðing þessa ákvæðis 287 krónur. Aðal- atriðið í skilningi okkar á þessu ákvæði er að þar verði skerðing, en ekki afnám," sagði Kristján Thorlacius. Rændu gaml- an mann SÁ ATBURÐUR gerðist um helgina að fjögur ungmenni rændu gamlan mann á Lauga- vegi. Drógu þau manninn með sér bak við hús og hirtu af honum veskið, en litlir pen- ingar munu hafa verið í því. Málið var kært til Rannsókn- arlögreglu ríkisins og hafðist upp á ungmennunum. Vigri seldi SKUTTOGARINN Vigri seldi 185,4 tonn í Grimsby í gær og fengust 1,384 milljónir króna fyrir aflann, meðalverð á kíló 7,49. Aflinn fór í 2. flokk, en ástæða hins lága verðs er mikið og óvænt framboð á markaðnum. í vikunni landa þrjú önnur íslensk skip erlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.