Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANUAR 1981 Marktækar tillögur fyrst á blað á aðf angadag jóla Samstaða í ríkisstjórninni um að grípa til frekari aðgerða „ÞAÐ er bezt að segja það eins og er. Marktækar aðgerðir komust ekki á blað fyrr en á aðfangadag jóla. Þá var settur niður ramminn að því, sem svo varð efnahagsráðstafanir á gamlársdag,“ sagði Tómas Árna- son, viðskiptaráðherra, á almennum stjórnmálafundi Félags ungra framsóknarmanna á fimmtudagskvöld. Tómas sagði, að þar með hefði innar þyrfti frekari aðgerðir síðar verið ákaflega naumur tími til að vinna málið og því hefði ekki tekizt að hafa eðlileg og nauðsyn- leg samráð við ýmsa aðila í þjóðfélaginu. „Reyndar var eitt- hvað talað við einstaka menn í lykilstöðum, en það er ekki hægt að segja, að formleg samráð hafi verið eins og æskilegast má telja,“ sagði Tómas. Bæði Tómas og Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður, sögðu aðgerðirnar 1. marz „ákaflega" og „feiknarlega" þýðingarmikið fyrsta skref, sem veitti góða við- spyrnu fyrir framhaldið. Fram- sóknarmenn hefðu að vísu viljað fá fram aðgerðir út allt árið og verið andvigir millifærslum. Um fyrra atriðið sögðu þeir, að niður- stöður Þjóðhagsstofnunar væru á þá lund, að þessar aðgerðir 1. marz næðu verðbólgunni niður í 48—50% og því væri ljóst, að til að ná 40%-marki efnahagsáætlunar- á árinu. „Slíkir samningar (sam- komulagið um 40%-markið — innskot Mbl. ) eiga að vera meira en orðin tóm. Menn eiga að hafa pólitískan manndóm til að gera það, sem gera þarf. Af hálfu Framsóknarflokksins er þetta lág- marksmarkmið," sagði Tómas. „Framsóknarflokkurinn sættir sig ekki við annað en meiri aðgerðir," sagði Guðmundur. „Við höfum fulla ástæðu til að ætla að það sé full samstaða innan ríkisstjórnar- innar um að grípa til frekari aðgerða. Stjórnarflokkarnir eru ótvírætt sammála um að ná verð- bólgunni niður í 40%.... ríkis- stjórnin ætlar sér því frekari aðgerðir," sagði Guðmundur. Um 100 milljón króna milli- færsluna sagði Guðmundur að hann teldi hana „réttlætanlega, þótt engin launung væri á því, að framsóknarmenn voru ekki ýkja hrifnir". Tómas sagði eftir að hafa bent á að í samsteypuríkisstjórn- um yrðu menn að starfa á grund- velli málamiðlana. „Ég er eindreg- inn andstæðingur þess að ganga inn í millifærslukerfi. En ég get fallizt á slíka aðgerð í einhverjum mæli í stuttan tíma til að ná viðspyrnu gegn verðbólgunni. En auðvitað verður að afla fjár til slíkra aðgerða og það verður að borga það fé aftur til baka. Enginn gerir eitthvað úr engu. Það er því engin goðgá að færa eitthvað í milli um stundarsakir til að ná viðspyrnu, en ég er ekki reiðubúinn til að ganga með þjóð- ina inn í eitthvert millifærslu- kerfi.“ Um frekari aðgerðir síðar á árinu vitnuðu þeir Tómas og Guðmundur til áframhaldandi niðurtalningar, sem væri þó ekk- ert úrslitaatriði, ef samkomulag næðist um aðra leið, sem skilaði sama árangri. Tómas kvaðst leggja áherzlu á, að undirbúningur frekari aðgerða yrði þegar hafinn og með samráði náð „lágmarks- samvinnu á sem breiðustum grundvelli" um að „feta sig niður, skref fyrir skref, þannig að menn uni sæmilega við og þoli“. „Við munum halda áfram á sömu Áburðarverksmiðja ríkisins hefur gert samning við franska fyrirtækið Grande Paroisse um nýja saltpét- urssýruverksmiðju í Gufunesi. Var samninjfur þar að lútandi undirritaður þann 19. desember sl. Samninginn undirrituðu Gunnar Guðbjartsson stjórnarformaður og Hjálmar Finnsson framkvæmdastjóri fyrir hönd Áburð- arverksmiðju ríkisins, en Mr. Bonnet fyrir hönd hins franska fyrirtækis. Samkvæmt samningum mun hið franska fyrirtæki hanna verksmiðjuna og selja allar þær vélar og tæki, sem nauðsynleg eru. Mál þetta hefur verið í undir- búningi undanfarin ár. í janúar 1979 heimilaði þáverandi landbún- aðarráðherra, Steingrímur Her- mannsson Aburðarverksmiðjunni að leita tilboða í sýruverksmiðju í Gufunesi. Var þá hafist handa um gerð útboðslýsingar og tilboða leitað í Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og Bandaríkjunum, með tilboðsfresti til 1. september 1979. Höfðu þá borist fimm tilboð, tvö þýsk en eitt frá hvoru hinna landanna. Við mat á hinum ýmsu tilboðum kom í ljós, að tilboð frá frönskum og þýskum aðilum voru hagstæðust. En við nánari könnun og arðsemismat, sem Áburðar- verksmiðjan lét gera með aðstoð Seðlabanka íslands, reyndist hag- felldazt að semja við franska fyrirtækið Grande Paroisse. Þann 18. júní 1980 heimilaði landbúnað- arráðherra, Pálmi Jónsson, Áburðarverksmiðjunni að ganga til samninga um byggingu nýrrar sýruverksmiðju í Gufunesi. Samn- ingsgerðin fór fram í Reykjavík og lauk eins og fyrr segir með undirritun samnings við Grande Paroisse. Við gerð útboðslýsingar, mat á tilboðum, svo og samningsgerðina sjálfa naut Áburðarverksmiðjan aðstoðar og ráða verkfræðideildar Norsk Hydro í Osló. Með hinni nýju saltpéturssýru- verksmiðju í Gufunesi næst tvennt fram: í fyrsta lagi verður unnt að framleiða í landinu mest- allan þann áburð, sem þörf er fyrir, en fram til þessa hefur um þriðjungur notaðs áburðarmagns verið innfluttur. Heildarnotkun í landinu er um 71 þúsund tonn að sögn Hjálmars Finnssonar, framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðjunnar. í öðru lagi hverfur hinn hvim- leiði guli reykur, sem lagt hefur upp frá verksmiðjusvæðinu í Gufunesi og stafar frá hinni gömlu sýruverksmiðj u. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir við hina nýju verksmiðju hefjist á komandi sumri, en um það er samið að hún verði tilbúin til framleiðslu í febrúar 1983. Áætlaður stofnkostnaður, þegar samningurinn var undirritaður, er um 47 millj. nýkr. braut, að rjúfa að hluta til, að ég segi ekki meira, þessi sjálfvirku tengsl í efnahagslífinu," sagði Tómas. Guðmundur sagði það meginatriði að semja um kaupmáttinn. Fram- sóknarmenn vildu niðurskurð á fjárlögum og skattalækkanir og gat þess að með frestun fram- kvæmda og endurskoðun á láns- fjáráætlun sköpuðust skilyrði til frekari skattalækkana og einnig opnaðist leið með nýjum vísitölu- grundvelli til að lækka ýmsa óbeina skatta, þar sem ýms opin- ber gjöld myndu vega þyngra í nýja grundvellinum en nú er. i: usava FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Einbýlishús f austurbænum í Kópavogi. Aöalhæó 140 fm sem er dag- stofa, boröstofa, 4 svefnherb. eldhús, baðherb., gestasnyrt- ing, búr og þvottahús. Á jarö- hæð eru 2 svefnherb., eldúnar- aöstaöa, snyrting, 2 geymslur og stór innbyggöur bílskúr. Nýleg og vönduö eign. Ræktuö lóö. Fallegt útsýn. Efstihjalli 4ra herb. nýleg íbúö með 3 svefnherb. á 1. hæð í 2ja hæöa húsi. Vesturgata 4ra herb. íbúö á 2. hæö í steinhúsi. Hef kaupandur að 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðum, raöhúsum og einbýlishúsum. Helgi Ólafsson, löggiltur fasteignasali. Kvöldsimi 21155. 26933 26933 Krummahólar 2ja herb. 55 fm. íbúö á 5. hæð. Bílskýli. Laus. Verö 295 þús. Rauðilækur 3ja herb. 85 fm. íbúö í kjallara. Góð íbúö. Verö 390 þús. Alfheimar 3ja herb. 90 fm. :búö á efstu hæð. Verð 400 þús. Bárugata Hæð í tvíbýlishúsi um 100 fm. Bílskúr. Góö eign. Álfhólsvegur Sérhæð í þríbýli um 150 fm. Góð íbúð. Hraunteigur Hæö og ris í þríbýlishúsi. Samt. um 240 fm. Glæsileg eign. Bílskúr. Bein sala eða skipti á minni eign. Brekkutangi, Mosf.sv. Raöhús 2 hæöir + kjallari samtals 280 fm. Höfum kaupendur að eftirtöldum eignum: 2ja herb. í Breiöholti helst Seljahverfi. 2ja herb. í Hraunbæ og í Hafnarfiröi. 3ja herb. nálægt Réttarholtsskóla. 3—4 herb. i vesturbæ eða miöbæ. 3ja herb. í Breiöholti, Hraunbæ, Fossvogi og víðar. 5—6 herb. í vesturbæ, Hraunbæ og víðar. Sérhæð í Safamýri eða nágrenni. Raðhús í Fossvogi eða nágrenni. Stjórn og samninganefnd Áburðarverksmiðjunnar eftir að samningurinn um byggingu nýju verksmiðj- unnar hafði verið undirritaður. Áburðarverksmiðjan reisir saltpéturs- verksmiðju í Gufunesi PJJÍ] markadurinn Hafnarstræti 20 nýja húsinu við Lækjartorg. Knútur Bruun hrl. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sölu og sýnis meðal annars: Raðhús í byggingu Við Jöklasel. Byggjandi Húni s.f. 86x2 ferm. Innbyggöur bílskúr. Járn á þaki, gler í gluggum, allar svalahurðir, útihuröir og bílskúrshuröir fylgja. Steypt loftplata. Allur frágangur utanhúss, þar meö talin ræktuö lóö og bílastæði fylgir. Verð aöeins kr. 480 þús., sem er besta verð á markaðnum í dag. Stórt einbýlishús með iðnaöarhúsnæði Húsiö er hæö 110 ferm. og rishæö rúmir 90 ferm. í smíðum, meira en fokhelt. Iðnaöarhúsnæði um 90 ferm. fylgir. Húsið stendur á einhverjum besta staö í Breiöholti. Einbýlishús nýlegt í Garðabæ Steinhús 142 ferm. ein hæö. Bílskúr 60 ferm. Steypt loftplata, þak. Rúmgóö lóö ræktuö. Bjóðum ennfremur til sölu við Hraunbæ 3. hæö 110 ferm. stór 4ra herb. íbúð. Ljósheima 1. hæö í háhýsi 100 ferm. Góð 4ra herb. íbúð. Jöklasel 3ja herb. íbúö 108 ferm. í smíöum, allt sér. Stigahlíö 6 herb. íbúö 140 ferm., endurnýjuö. Ódýr. Orrahóla háhýsi 90 ferm. 3ja herb. íbúð, næstum fullgerö. Þurfum að útvega m.a.: 2ja herb. íbúö í Árbæjarhverfi 2ja herb. helst í Fossvogi á 1. hæö Húseign í borginni meö verslun og íbúö 4ra—6 herb. íbúö í Hlíöunum 2ja—3ja herb. íbúö. Losun samkomulag 3ja—4ra herb. íbúö í Laugarnesi eöa nágrenni. Ný sðiuskrá heimsend. AIMENNA FASTEIGNASAUM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 TE»5»£»5»5»5»5»5»5»5»5»5» &$>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.