Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 HÖGNI HREKKVlSI Ást er... M tXo ... að gera sitt besta sem ein- stœtt foreldri. TM Reg U.S. Pat. Ott — all rights reservad • 1980 Los Angetes Times Syndicate COSPER Um daginn varð mér það á að þrýsta á vitlausan hnapp. Vann ég því á allt öðrum vinnustað daglangt! Ofsaleg reiði eða grátur Bj. Sig. skrifar 12. jan.: „Góði Velvakandi. Það er ófögur mynd, sem Þórir Guðbergsson, félagsráðgjafi og fulltrúi á ellimáladeild Reykja- víkurborgar, dró upp af ástand- inu í öldrunarmálum okkar höf- uðborgarbúa í Morgunpósti út- varpsins í dag. Hann sagðist að öllu samanlögðu ekki vita hvort væri ofar í sínum huga ofsaleg reiði eða uppgjöf og grátur, svo ömurlegt væri ástandið og ekk- ert sem virtist geta orðið til bjargar væri í augsýn. Þórir sagði að í hraklegasta húsnæði borgarinnar, sem heilbrigðisyf- irvöld hefðu í mörgum tilfellurr dæmt óhæft til íbúðar, byggi gamalt fólk, húsnæði sem venju- legu fólki dytti ekki svo mikif sem í hug að bjóða húsdýrum sínum sem verustað. Um sex hundruð manns kvað hann vera á biðlista eftir útlausn, þar af væru tæplega 300 sem þyrftu skjóta úrlausn vegna mjög erf- iðra aðstæðna. Einnig kom fram að með sama áframhaldi, tæki það 16 ár að anna þörf þess fólks sem þegar væri á biðlistunum, en þá væri jafnframt óleyst hvað ætti að gera fyrir það fólk sem þyrfti á fyrirgreiðslu að halda í millitíðinni. Yfirvöld lýsi yfir neyðarástandi Mann setur gersamlega hljóð- an við svona uppljóstranir. Eftir lýsingarnar sem Þórir gaf á híbýlum þeim, lekum og köldum, sem gömlu fólki er boðið upp á hér á meðal okkar árið 1981, þar sem jafnvel enginn vaskur finnst í íbúðinni, eða salerni eru í skápum eða á háaloftum, þá finnst manni fyllilega koma til greina að yfirvöld lýsi yfir neyð- arástandi í þessum málum og grípi til róttækra ráðstafana utan við kerfi og seinagang. Mundi nokkur maður lá yfirvöld- um það? Ég held ekki. Hvað hafa RKÍ og Hjálparstofnunin gert? En hvernig stendur á því, að ekki hefur þegar verið gripið til neyðarráðstafana til hjálpar gamla fólkinu? Tvær stofnanir í okkar þjóðfélagi hafa einkum hugsað um hag þeirra sem við neyð búa. Það eru Hjálparstofn- un kirkjunnar og Rauði kross- inn. Ég leyfi mér því að beina einni spurningu til þessara stofnana og vænti svars frá þeim: Hvað hafa þær gert og hvernig hafa þær þeitt áhrifum sínum i þessu máli?“ Hvar fá verka- menn þessi laun? Þessir hringdu . . . Enn um vonina 2031—2254 hringdi og sagði: — Mig langar til að senda þér eina vísu um vonina, sem forset- inn okkar talaði svo fallega um í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar. Ekki veit ég hver orti vísuna, en gaman væri að fá að vita það. Vonin Htyrkir veikan þrótt, vonin kvióa hrindir, vonin hverja vökunótt vonarljÓHÍÖ kyndir. Hættið að sýna Óvænt endalok Móðir hringdi og kvartaði yfir myndaflokknum Ovænt endalok sem sjónvarpið hefur sýnt á þriðjudagskvöldum: — Þetta eru oft á tíðum hinir óhugnanlegustu þættir, og í þeim síðasta, fyrir viku síðan, keyrði um þverbak. Ég fullyrði að börn sem horfa á svona þætti, hljóta að missa trú á mannfólkið og það góða í tilver- unni. Og svona framleiðsla býður upp á alls konar viðbjóð og jafnvel stórslys þegar viðkvæmir aðilar eða veikir á svellinu gleypa hana í sig. Ég skora því á sjónvarpið að hætta að sýna þessa þætti. Haukur Pétursson skrifar: „Mig langar að biðja Árna Gunnarsson alþingismann að svara einni spurningu vegna orða hans í viðtali sem við hann var átt í Morgunpósti föstudaginn 9. janúar. Þar fullyrti hann og tvítók að kaup þingmanna væri eftir hækkunina sem svaraði tvöföldu verkamannakaupi. Og nú kemur spurningin: Hvar fá verkamenn greidd þessi laun, þ.e.a.s. 6—8 þúsund nýkrónur á mánuði? Farandverkafólk fær smávægilega ívilnun í kauptaxta VSÍ frá 1. des. 1980 er hæsti kauptaxti verkamanna (fyrir ketilhreinsun og slíka óþrifavinnu) gkr. 447.472 á mán- uði. Venjulegur kauptaxti t.d. í fiskvinnu og við svipuð störf er eftir fjögurra ára starf gkr. 388.029 á mánuði. Nú ber að hafa í huga að þingmenn landsbyggðarinnar hafa 320 þús. gkr. í uppihalds- kostnað, auk bílastyrks o.fl., með öðrum orðum sem næst verka- mannalaun. Til samanburðar má geta þess að farandverkafólk fær smávægilega ívilnun í sköttum, ekkert annað mér vitanlega. En þó þarf þetta fólk, engu síður en þingmenn, í mörgum tilfellum að reka heimili sem það getur ekki dvalið á vegna starfa sinna. Mér finnst engin von til þess að menn, sem ekki þekkja betur kjör almennings en þetta, geti stjórnað sjálfum sér eða þjóðinni, sbr. tilsvör Árna í fyrrnefndum út- varpsþætti. Höfundarnafn féll niður í Velvakanda á laugardag birtist pistill sem hafði fyrir- sögnina „Og dansinn dunar". Nafn höfundar féll niður fyrir misgáning, en pistilinn átti Kristinn Magnússon. Velvakandi biðst velvirðingar á þessum mis- tökum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.