Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1981 Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík: Ólafslögin Fáir hafa áhyggjur af J)ví að réttur sparifjáreigenda á Islandi sé fyrir borð borinn. Þetta er eðlilegt. Sparifjáreigendur eru fáir, fátaekir og smáir. Þeir eru ekki líklegir til stórræða og því ekki eftirsóknarverðir meðal þeirra stjórnmálamanna, sem líta á stjórnmálabaráttuna í ljósi keppni um fylgi fremur en sem hugmyndabaráttu. Sumir hinna orðmörgu stuðn- ingsmanna núverandi ríkis- stjórnar segjast hafa af því áhyggjur að kaupmáttur launa- fólks minnki. Þeir hafa því mannað sig upp í að setja efnahagslög, sem eiga að tryggja kaupmáttinn. Enginn stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar hefur hins vegar áhyggjur af því að mjög sé vegið að hagsmunum sparifjáreigenda. Sparifjáreig- endur eru með öðrum orðum ekki í þeim hópi landsmanna, sem ástæða er til að hafa áhyggjur af, ef marka má gjörð- ir ríkisstjórnarinnar. Deilur um vaxtamál eru ekki nýjar af náiinni. Þær hafa bloss- að upp aftur og aftur undanfarin ár. „Lúðvískan44 Sá maður sem hefur gengið lengst í því að fjandskapast við hagsmuni sparifjáreigenda í landinu er Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi formaður Alþýðu- bandalagsins. Ar eftir ár hefur hann hamast og barist fyrir þeirri kenningu sinni að vextir séu kostnaður hjá fyrirtækjum og því hljóti háir vextir að hækka verðlagið í landinu. „Lúð- vískan", eins og þessi kenning hefur stundum verið nefnd, hef- ur hlotið góðan hljómgrunn í Alþýðubandalaginu. Það má nú heita opinber stefna Alþýðu- bandalagsins, að sparifjáreig- endum skuli ekki gefinn kostur á að ávaxta fé sitt, en að lántakendur eigi að njóta lána, án þess að greiða þau að fullu til baka. Andstæðingar Lúðvískunnar í vaxtamálum, eru þeir sem kosið hafa hina svokölluðu verðtrygg- ingu, ellegar þá jákvæða vexti. I hópi þeirra er Magnús Kjart- ansson, sem um langt skeið var einn áhrifamesti leiðtogi Al- þýðubandalagsins. I grein sem Magnús reit í Þjóðviljann í ársbyrjun 1978 sagði hann meðal annars á þessa leið: Rök Magnúsar „Er nú svo komið að opinberir vextir á Islandi eru orðnir fimm- falt hærri en hlutfall það sem hét okurvextir fyrir tiltölulega fáum árum. Samt fer því fjarri að þessi ávöxtunaraðferð jafn- gildi steinsteypuaðferðinni. Þeir sem sífellt þurfa á lánum að halda, eins og til að mynda atvinnurekendur, kvarta mjög undan því að vextirnir séu þung- ur baggi, sem atvinnurekendur fái ekki undir risið nema velta þeim út í verðlagið og magna þannig verðbólguna. Allt er þetta rétt. En það á ekki við um vexti fremur en annað. Öll að- „hundsuð44 föng atvinnufyrirtækja hækka jafnt og þétt, stundum stórlega og ófyrirsjáanlega og hækkun- um er auðvitað velt út í verðlag- ið. Laun hækka árlega um tugi prósenta að krónutölu, en ekki verðgildi og hækkunum er þann- ig velt út í verðlagið. Þannig mætti lengi telja. Að taka vext- ina eina út úr og ætlast til að sparifé sé verr tryggt en önnur aðföng í atvinnurekstri stenst ekki. Afleiðingar slíkrar stefnu yrðu þær einar að frjáls spari- fjármyndun hverfi,enginn vildi eiga fé, heldur skulda peninga.“ Þessar vel orðuð i setningar Magnúsar Kjartanssonar sýna í hnotskurn hugmyndir þeirra manna sem Lúðvík Jósepsson segir að fari „mjög villur vegar". Áhugi í orði? Einn þeirra alþingismanna, sem í orði kveðnu hefur áhuga á velferð sparifjáreigenda, er Guð- mundur G. Þórarinsson, Á síð- asta Alþingi flutti hann þings- ályktunartillögu ásamt fram- sóknarmönnunum Páli Péturss- yni, Stefáni Valgeirssyni, Alex- ander Stefánssyni og Ólafi Þ. Þórðarsyni, þar sem skorað er á stjórnvöld að hlutast svo til um að „ávöxtun skyldusparnaðar ungs fólks verði ekki lakari en ávöxtun ríkistryggðra skulda- bréfa". Fram kom í greinargerð flutningsmanna að þeir hafa áhyggjur af því að ávöxtun skyldusparnaðarins sé ekki sanngjörn og eru dæmi nefnd því til stuðnings. Guðmundur G. Þórarinsson fylgdi tillögu þess- ari úr hlaði og áréttaði þennan ugg þeirra flutningsmannanna. Að öllu óbreyttu hefði því mátt ætla að fimmmenningarnir úr Framsóknarflokknum hefðu áhyggjur af velferð sparifjáreig- enda. Til háðungar Ólafi Jóhannessyni? Eins og menn rekur minni til voru sett sérstök lög um stjórn efnahagsmála í tíð seinni ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar. Lög þessi hafa verið kennd við Ólaf og nefnd Ólafslög. Upphaf- lega munu framsóknarmenn hafa álitið þetta gert í heiðurs- skyni við þáv. flokksmann sinn. Nú er ljóst að nafngiftin er hin versta háðung. Ólafslög hafa verið teygð og toguð og skrum- skæld og eru því nafngjafanum til lítils sóma. í Ólafslögum er kveðið á um að verðtryggingu sparifjár skuli komið á fyrir árslok 1980. í þeim umræðum er fóru fram um tillögu Guðmundar G. Þórar- inssonar o.fl. töldu þingmenn- irnir Vilmundur Gylfason og Friðrik Sophusson að ýms teikn væru á lofti um, að ekki yrði staðið við þetta ákvæði. Ólafslög „hundsuð44 Þessu svaraði Guðmundur á þessa leið: „Ég vil þó segja það, vegna þess sem hæstvirtur þing- maður Friðrik Sophusson sagði áðan að sú ríkisstjórn sem nú sæti væri að hundsa Ólafslög varðandi verðtryggingu, sem minn skilning á þeirri stefnu sem þar kemur fram að þar er kveðið á um að jákvæðum vöxt- um skuli náð í árslok og þeim skuli náð í áföngum. ... En fyrst í árslok þegar ljóst er að þessu marki hefur ekki verið náð hafa þingmenn ástæðu til að tala um að ríkis- stjórnin hundsi lög, en ekki fyrr, vegna þess að ekkert hefur verið brotið í þeim lögum varðandi þessa vaxtastefnu ennþá." Samkvæmt túlkun Guðmund- ar G. Þórarinssonar alþing- ismanns, hefur núverandi ríkis: stjórn hundsað Ólafslög. í sjöundu grein nýsettra bráða- birgðalaga segir nefnilega orð- rétt: „Aðlögunartími til þess að koma á verðtryggingu inn- og útlána verður framlengdur til ársloka 1981.“ Spurningin er því þessi: Tekur Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður þátt í því að hundsa Ólafslög? Er áhugi hans á verð- tryggingu sparifjár sýndar- mennska ein? Eða hefur hann kannski gengið Lúðvískunni á hönd? í afmælisgrein á dögunum var forsætisráðherra landsins lýst sem merkum, ef ekki merkasta lagamanni og lagasmið sem nú drægi andann meðal vor. Þetta rifjaðist upp fyrir undirrituðum þegar hann las yfir nýútgefin bráðabirgðaiög um ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu, sem meðundirrituð eru af Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra. í málflutningi alþýðubandalags- ráðherranna til varnar þeirri skerðingu verðbóta 1. marz nk., sem bráðabirgðalögin geyma ákvæði um, hefur nefnilega verið Baldur Guðlaugsson, héraðsdómslögmaður: þau byggja áfram á því, að reiknuð sé út sérstök verðbóta- vísitala sem ekki breytist á sama hátt og vísitala framfærslu- kostnaðar. Ekki fer á milli mála, að bráðabrigðalögin víkja 50. gr. Ólafslaga til hliðar út þetta ár (þótt þau segi jafnframt að hæstu laun skuli áfram skerðast skv. 50. gr.). En mergurinn málsins er sá, að eldri lög hljóta að gilda áfram að því marki sem þau eru samþýðanleg ákvæðum bráðabirgðalaganna, ef þau eru ekki numin úr gildi. Nema bráðabirgðalögin viðskiptakjaraákvæði Olafslaga úr gildi? sagt, að á móti þeirri skerðingu kæmi, að skerðingarákvæði svo- nefndra Ólafslaga væru úr gildi numin, þannig að um yrði að ræða „slétt skipti". Þeir alþýðu- bandalagsmenn hafa í því sam- bandi sérstakiega nefnt við- skiptakjaraviðmiðun verðbóta- ákvæða Ólafslaga, sem valdið hefur því, að verðbætur hafa síðustu 18 mánuðina orðið mun lægri en ella hefði verið. Er svo að skilja, sem ráðherrum Al- þýðubandalagsins þyki ekki lengur verjandi að rýrnun við- skiptakjara þjóðarinnar, svo sem vegna olíuhækkana eða kaffihækkunar erlendis, komi fram í rýrnun kaupmáítar og öfugt. En aftur að lögvísi forsætis- ráðherrans. Þegar hráðabirgða- lögin eru lesin yfir, verður alls ekki séð að óyggjandi sé að þau viki til hliðar hvað þá nemi úr gildi viðskiptakjaraákvæði Olafslaga. Ekki er hér vettvangur til langra lögskýringa, en í stuttu máli, þá verður ekki séð, að bráðabirgðalögin víki51. gr. Ólafslaga til hliðar hvorki beint né óbeint, en í 51. gr. Ólafslaga er mælt fyrir um áhrif breytinga á viðskiptakjörum til hækkunar eða lækkunar á verðbótum. 50. gr. Ólafslaga geymir hins vegar reglur um útreikning svokallaðr- ar verðbótavísitölu, en hún skyldi fundin með frádrætti ákveðinna liða frá framfærslu- vísitölu (búvöruliðs, breytinga á sköttum eða gjöldum til að draga úr áhrifum olíuverðs- hækkana á árunum 1979 og 1980 á framfærslukostnað olíukyntra heimila, og breytinga á áfengis- og tóbaksverði). Bráðabirgða- lögin endurskilgreina í reynd verðbótavísitöluna, þótt þau nefni hana hvergi á nafn, því 51. gr. Olafslaga er að áliti undirritaðs samþýðanleg bráða- birgðalögunum. Það hefði því að hans dómi þurft að taka það sérstaklega fram ef þeim hefði verið ætlað að víkja 51. gr. Ólafslaga til hliðar. En það er ekki gert og verður því að álíta að áfram beri að taka tillit til breytinga á viðskiptakjörum við útreikning verðbóta á laun. Vissulega gerir jafn glöggur maður og forsætisráðherra sér grein fyrir því, að úr því einu sinni tókst að lögfesta og síðan semja um viðmiðun verðbóta við breytingar á viðskiptakjörum, væri óafsakanleg skammsýni að fella slíkt aftur úr lögum. Þetta skilja alþýðubandalagsmenn aft- ur á móti ekki. Forsætisráðherra hefur því sennilega talið óhjá- kvæmilegt að beita alþýðu- bandalagsráðherrana smá laga- klækjum, þótt þeir séu drengir góðir. Og hver láir honum það? Pétur Pétursson þulur: Hnífakaup í myrkri Þjóðviljinn, blað þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar, skeleggur málsvari skæruhernaðar á tímum gerðardóms og kaupbindingar er stundum þrefaldur um þessar mundir. Ástæðan? Hann er bæði einfaldur og tvöfaldur. Skýring: Þegar vikið er af réttri braut og haldið í gagnstæða átt eru því lítil takmörk sett hve lágt er lotið og djúpt er sokkið, að drekka úr hófsporinu í hofferð höfðingjanna. Þeir sem áður stóðu í ökladjúpum keldum Útirauðsmýrar og slógu stargresi hreppstjórans í hnapp- heldu vistarbands, una nú við infrarauða geisla upphitunar í kansellíi og kontórum ráðuneyta. Blendnir og járnblendnir í trúnni komu þeir inn úr kuidanum. í framhaldi af stéttasamvinnu- pólitík forvígismanna Alþýðu- bandalagsins og fráhvarfi andófs og stéttabaráttu freista forystu- menn þess að velta byrðum og brotalöm á herðar alþýðu. Með prósentreikningi og sjónhverfing- um hyggjast þeir drepa á dreif meginmáli og deila, að drottnara- sið. „Slétt skipti" í kaupum auð- stéttar og verkalýðs eru þeim herrum tungutöm um þessar mundir. Séra Árni Þórarinsson, skör- ungur íslenskra klerka á sinni tíð, lýsti áhyggjum sínum um siðferði sóknarbarna. Til marks um hnign- un siðferðis nefndi hann hnífa- kaup. Taldi það eitt helsta dæmi um siðferðishrun á Snæfellsnesi að foreldrar kenndu börnum sín- um ungum að eiga hnífakaup í myrkri. Þá fór nú að fækka þrepum í siðferðisstiganum á niðurleið. Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hafa nú efnt til hnífakaupa í skjóli náttmyrkurs á sólstöðum. Þeir hampa mjög slétt- um kaupum. Láta lönd og leið nýgerða samninga. Þvæla og þvætta um samráð við verkalýðs- hreyfingu. Undarlegt er það og með ólíkindum að blað, er telur sig og samtaka hennar skuli hafa að engu áíyktanir og afstöðu stéttar- samtaka, en taka trú á kapalinn og töfradrykki. Koparskildingur Björns á Leirum liggur í glugga- kistu Alþýðubandalagsins. íslensk verkalýðshreyfing hefir nú um langt skeið brugðið brekáni af bæli sínu og dregið vosklæði af Birni bónda á Leirum. Kjörið til þess blóma sinn, milli tektar og tvítugs. Þegar skarður máni nýs árs glampar á koparpeninga Björns á Leirum, í gluggakistu Steinu, er mál að Steinar bóndi í Steinahlíð- um snúi heim og hyggi að hleðslu í túngarði sínum. Pétur Pétursson þulur. Viðræður við Rússa um lag- meti að byrja Á MÁNUDAG hefjast i Moskvu viðræður við Sovétmenn um kaup á lagmeti héðan á þessu ári. í islenzku sendinefndinni verða þeir lleimir Hannesson. forstjóri Sölustofnunar lagmetis, Pálmi Vilhjálmsson, Sigló-síld, Mikael Jónsson, K. Jóns- son og co. hf, og Pétur Pétursson, Norðurstjörnunni. Nú verður í fyrsta sinni samið eftir nýjum 5 ára rammasamningi, sem gerður var síðastliðið sumar. Binda forystumenn lagmetisiðnaðar miklar vonir við þann samning, en hann gefur möguleika á allt að þreföldun miðað við útflutning á lagmeti til Sovétríkjanna á síðasta ári. Gæti verðmæti samningsins orðið yfir 6 milljónir dollara eða á 4. milljarð íslenzkra, gamalla króna. Þá eru einnig möguleikar á fleiri tegundum lagmetis en áður hafa verið seldar til Sovétríkjanna, t.d. hefur verið rætt um fjölbreyttari síidarafurðir. Vegna þessara mögu- leika tekur fulltrúi Norðurstjörnunn- ar í Hafnarfirði nú þátt í þessum J eiga uppruna í hreyfingu aiþýðu samningaviðræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.