Morgunblaðið - 21.03.1981, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
9
Anna
Snorradóttir:
Á ári fatlaðra
Þegar ég var ung, var lömun-
arveiki eitthvert skelfilegasta
orð, sem fyrir eyru bar. Síðan þá
hefir vísindunum tekist að fram-
leiða bóluefni, sem kemur í veg
fyrir, að þessi skaðvaldur herji á
mannfólkið, a.m.k. er naumast
hægt að tala um faraldra þar
sem bóluefnið hefir verið tekið í
notkun. Blessaðir veri þeir vís-
indamenn, sem leystu þann
vanda. Ýmsir héldu, að með
tilkomu bóluefnisins gegn löm-
unarveiki, myndi fötlun fólks
vera úr sögunni og að næsta
kynslóð yrði blessunarlega laus
við að lenda í slíkum ósköpum.
En þetta var auðvitað ekki
annað en óskhyggja, því að
manneskjan getur fatlast af
margs konar veikindum, með-
fæddum göllum og slysum, og
þótt einn skaðvaldurinn hverfi,
virðist ekkert lát á öðrum. Ekki
veit ég, hvort rétt er með farið,
að tíundi hver maður sé fatlaður
að einhverju leyti, en það er
ógnvekjandi tala ef rétt er. Menn
hafa bundist samtökum um að
hjálpa og styðja þá, sem verst
hafa orðið úti og mikið og
merkilegt starf hefir verið unnið
í þeim efnum. Nægir að nefna
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra, Sjálfsbjörg, Styrktarfélag
vangefinna, og fjölda margar
aðrar stofnanir og félagasamtök
hafa unnið þrekvirki. Hlutur
hins opinbera hefir og aukist
mjög frá því sem áður var.
Nú hafa Sameinuðu þjóðirnar
ákveðið, að þetta ár skuli helgað
málefnum fatlaðra og það er vel.
Vonandi hefst meira upp úr
árinu en orðin tóm.
Þessar línur eru skrifaðar til
að reyna að leggja málinu lið og
segja frá eigin reynslu. Ég var
ein af þeim, sem veiktist illa af
hinni svonefndu Akureyrar-
veiki. Þá var í fá hús að venda
með lamaðan sjúkling og því var
ég flutt til Kaupmannahafnar á
Borgarsjúkrahúsið þar. Eftir
tveggja mánaða þrotlausa með-
ferð og æfingar (4 klst. á dag)
komst ég af sjúkrahúsinu og
hafði þá lært að ganga aftur en
með tvær hækjur. Það var mikil
gleði að komast út í sólskinið og
geta gengið, þótt á hækjum væri.
Bráðlega gat ég sleppt annarri
og gengið með hjálp einnar
hækju, nokkru síðar losnaði ég
vð hana líka og notaði tvo stafi
mestan part sumars, en um
haustið gat ég bjargast með einn
staf, sem ég notaði nokkuð lengi.
Nú eru mörg ár síðan ég losaði
mig alveg við hann og fæstir
geta látið sér i hug koma, að ég
hafi búið við fötlun af því tagi,
sem hér er lýst.
Þegar þetta gerðist í lífi mínu
var ég svo lánsöm að vera ung og
ástfangin og hafa við hlið mér
mann, sem taldi ekki eftir sér að
bera mig upp stiga og tröppur
hvenær sem var. Aðeins þeir,
sem reynt hafa að standa and-
spænis stiga, sem þeir komast
ekki upp, skilja þá tilfinningu,
sem hertekur mann. Og líklega
er það ekki algengt að hafa þá
við hlið sér aðra manneskju, sem
tekur mann í fang sér með bros á
vör og ber mann yfir alla
erfiðleikana. En þrátt fyrir alla
hugsanlega hjálp bæði lækna og
samferðamanna í lífinu er alltaf
nokkur fjöldi fólks, sem býr við
\
Stiga-lyftan er rafknúin. Hún
tekur íitið af rými stigans, og
sætið er lagt upp að veggnum,
þegar lyftan er ekki i notkun.
Hér sést annað „módel“ stiga-
lyftu fyrir þá, sem geta staðið.
Þetta er ódýrasta gerðin og má
festa á hana sæti fyrir þá, sem
þess þurfa.
mikla erfiðleika, og því eru öll ný
tæki, sem geta létt undir með
fötluðum svo áhugaverð — við
þau er bundin von, og vonin má
aldrei hverfa. Sumarið, sem ég
lærði að ganga upp á nýtt,
verður mér minnisstætt fyrir
margra hluta sakir, en efst í
huganum er þakklætið yfir því
að hafa ekki þurft að standa
lengi við neinn stiga og mæna
upp vonlaus. Það kom líka að
því, að ég gat sagt eins og litlu
börnin: Ég get sjálf.
Stiga-lyftan
Allt þetta rifjaðist upp fyrir
mér, þegar ég sá auglýsingu í
ensku tímariti, sem ég fæ reglu-
lega, og sýndi meðfylgjandi
myndir. Ég skrifaði fyrirtækinu
og bað um frekari upplýsingar,
og þær fékk ég. I bréfi frá
fyrirtækinu, sem framleiðir
þessar stiga-lyftur, segir, að
eftirspurn fyrir innanlands-
markað hafi verið svo mikil, að
ekki hafi enn verið hægt að snúa
sér að útflutningi á þessum
hjálpartækjum. Stiga-lyftan er
hönnuð sérstakiega fyrir hjart-
veikt og fatlað fólk, sem erfitt á
með að komast á milli hæða í
húsum.
Á Bretlandi hafa slíkar stiga-
lyftur verið settar upp í fjölda
opinberra bygginga víðs vegar
um landið, einnig á dvalarheim-
ilum aldraðra og hressingarhæl-
um. Alls staðar þar sem stigi er
beinn, er hægt að koma þessu
tæki fyrir og í bæklingi, sem ég
fékk, segir, að hægt sé með
litlum tilkostnaði að fjarlægja
lyftuna aftur, þegar hennar er
ekki lengur þörf. Ætli við eigum
ekki nóg af hugvitsömum
mönnum, sem gætu smíðað eitt-
hvað í líkingu við það sem hér er
fjallað um? Kannske vill einhver
kynna sér framleiðslu fyrirtæk-
isins breska, og skal ég með
mikilli ánægju gefa allar nánari
upplýsingar. En þessu er hér
með komið á framfæri við heil-
brigðisyfirvöld og framáfólk í
landssamtökum fatlaðra. Það
væri ekki lítið gleðiefni fyrir
undirritaða, ef þessar línur gætu
orðið til þess, að athugað yrði af
gaumgæfni, hvort hér sé á ferð
tæki, sem hægt væri að taka í
notkun hér á landi. Vel er hægt
að hugsa sér, að það yrði reynt í
einhverri opinberri byggingu
fyrst. Hindranir eru margs kon-
ar, sem verða á vegi fatlaðs
fólks, og þar eru stigarnir hvað
erfiðastir. Þeim þarf að fækka,
sem standa fyrir framan stiga,
horfa upp og komast hvergi. Þótt
alltaf verði til fólk, sem af
kærleika og fórnfýsi ber aðra
yfir erfiðleikana, má ekki gleym-
ast, að hjálp til sjálfshjálpar
skiptir mestu og því megum við
aldrei hætta að leita nýrra ráða.
Anna Snorradóttir
MÞDBORG
lastetqnasalan i Nýja btohustnu Reykjavtk
Simar 25590,21682
Uppl. í dag hjá
sölustjóra, Jóni Rafnari,
í síma 52844.
Við miðborgina
2ja herb. íbúð í steinhúsi. Gæti
losnaö fljótlega. Verö 280 þús.,
útb. 210 þús.
Garöavegur Hafnarfirði
3ja herb. íbúð á efri hæö í
tvíbýlishúsi. Sér inngangur, sér
hiti. Bílskúr. Laus fljótlega. Verð
370 þús., útb. 270 þús.
Hraunstígur Hf.
3ja herb. risíbúð í þríbýlishúsi
(steinhús). Rólegur staöur. Verð
280 þús., útb. 205 þús.
Kelduhvammur
3ja herb. risíbúö. ibúðin er öll
ný innréttuð. Verð 380 þús.,
útb. 270 þús.
Hraunbær
4ra herb. ca. 100 fm íbúð í
fjölbýlishúsi. 3 svefnherb., sér
þvottahús og geymsla. Snyrti-
leg eign á hagstæöu veröi.
Látrasel
Fokhelt einbýlishús, samtals
280 fm. Möguleiki á lítilli íbúö á
neöri hæö til afhendingar nú
þegar. Verð tilboð.
Eígnir úti á landi
Veatmannaeyjar, einbýlishús.
Selfoss einbýlishús.
Hólmavík einbýlishús.
Guömundur Þóröarson hdl.
82744
Opið í dag
kl. 1—4.
LAUFÁS
. GRENSÁSVEGI22-24 Æ
^^(UTWERSHÚSINU3>fÆÐ)^^
Guömundur Reykjalín. viösk fr
MYNDAMÓT HF.
PRCNTMYNDA6ERÐ
AÐALSTRÆTI • - SlMAR: 17152-17355
1$
usava
FLÓKAGÖTU 1
SÍMI24647
Smáíbúöahverfi
Hef kaupanda að einbýlishúsi í
Smáíbúðahverfi.
Hef kaupanda aö
2ja eða 3ja herb. íbúö, helst í
Háaleitishverfi. Mjög há útb.
Helgi Ólafsson
löggiltur fasteignasali.
Kvöldsími 21155.
HUSEIGNIN
Opiö í dag kl. 9—3
HRINGBRAUT
3ja herb. íbúð á 2. hæð ásamt
einu herbergi í risi. Verð 400
þús.
KRUMMAHÓLAR
150 fm íbúð á 6. og 7. hæð
(penthouse). Bílskúrsréttur.
Verð 650 þús.
IÐNAOARHUSNÆÐI
við Smiðjuveg 260 fm. Stórt
innkeyrsluplan á jaröhæð. Verö
650 þús.
EINBYLISHUS KÓP.
Eínbýlishús 230 fm. 6 svefn-
herb., bílskúr fylgir. Skipti á 5
herb. sérhæö eða minna rað-
húsi eöa einbýlishúsi koma tll
greina.
NJALSGATA
3ja herb. íbúð á 2. hæð 80 fm.
HJALLAVEGUR
Mjög góð rishæð, sér inngang-
ur, sér hiti.
AUSTURBERG
4ra herb. íbúð ca. 100 fm.
Bílskúr fylgir.
ÁSBRAUT, KÓP.
4ra herb. íbúð á 3. hæð.
RAÐHUSí GARÐABÆ
Raðhús á tveim hæðum ca. 200
fm. Bílskúr 48 fm fylgir.
SELTJARNARNES
FOKHELT RAÐHUS
Rúmlega fokhelt raöhús á tveim
hæðum. Verð 650 þús.
LAUFASVEGUR
2ja og 3ja herb. ibúöir i risi. Má
sameina í eina íbúð.
HVERFISGATA
3 herb. og eldhús á 2. hæð. 3
herb. og eldhús í risi. Selst
saman.
ÓSKUM EFTIR ÖLLUM
STÆRÐUM FASTEIGNA
ÁSÖLUSKRÁ
Pétur Gunnlaugsson. logtr
Laugavegi 24,
simar 28370 og 28040.
4—5 herb. íbúö í Vesturbæ
Óska eftir 4—5 herb. íbúðarhæð í góðu ástandi í
Vesturbæ.
Kaupverð íbúðarinnar greiöist að fullu á einu ári.
Uppl. í síma 21670.
Allir þurfa híbýli
Opiö í dag frá 14—16
* Vesturborgin
1
Nýleg 2ja herb. íbúö á 2. hæð
viö Ásvallagötu. Falleg íbúö.
★ Hamraborg, Kóp.
Falleg 3ja herb. íbúð. íbúöin er
1 stofa, 2 svefnherb., eldhús og
baö. Bílskýli. ibúöin er laus.
★ Vesturborgin
4ra herb. íbúð viö Lynghaga á
2. hæð í tvíbýlishúsi. íbúöin er
tvær stofur, 2 svefnherb., eld-
hús og baö. Ný eldhúsinnrétt-
ing. Falleg íbúö. Bílskúr fylgir.
★ Seljahverfí
Raöhús í smíðum. íbúðin er á 2.
hæðum, auk jaröhæöar með
2ja herb. íbúö og innbyggöum
bílskúr. Húsiö er íbúöarhæft.
★ Iðnaðarhúsnæði
260 ferm. iðnaöarhúsnæöi við
Smiðjuveg Kóþ. Stórar inn-
keyrsludyr. Húsið er fullfrá-
gengiö, en býður uppá mikla
möguleika.
★ Sérhæð óskast
Hef fjársterkan kaupanda aö
■érhæð.
HlBÝU & SKIP
Garðastræti 38. Sími 26277.
Sölustjóri Gísli Ólafsson, heimasími 20178. Lögm. Jón Ólafsson