Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
11
Höskuldur ólafsson, banka-
stjóri flytur skýrslu sína.
og lán bankans til verzlunar eru
talin saman, þá nema þau 32% af
heildarlánum viðskiptabankanna
til einkaverzlunar í landinu. Lán
Verzlunarlánasjóðs eru að megin-
stofni endurlánað fé. Lánskjör
Verzlunarlánasjóðs eru þau, að
lánin eru til 12 ára og verðtryggð
miðað við lánskjaravísitölu, en
vextir eru 3,5% á ári.
Staðan gagnvart
Seðlabanka
Innstæður bankans á bundnum
reikningum við Seðlabankann
námu í árslok 3.518 millj. kr. og
jukust þær um 1608,5 millj. kr. á
árinu. Staða bankans á viðskipta-
reikningi í Seðlabankanum batn-
aði á árinu um 850,8 millj. kr. og
var jákvæð í árslok um 796,5 millj.
kr. Endurseld lán í Seðlabanka
hækkuðu um 103,9 millj. kr. á
árinu. í heild bætti bankinn stöðu
sína á árinu um 2.355,4 millj. kr.
gagnvart Seðlabankanum. For-
senda þess bata var hin ágæta
innlánsaukning, sem varð hjá
bankanum á árinu, samfara hóf-
legri útlánaaukningu.
Nýmæli í rekstri
í marz á sl. ári tók bankinn upp
nýja þjónustu, sem nefnd hefur
verið Safnlán. Safnlán stofna
menn til ákveðins tíma, 3ja, 6 eða
9 mán. o.s.frv. Þarf að leggja inn
fyrirfram ákveðna upphæð á sama
tíma í hverjum mánuði meðan
sparnaðurinn varir og öðlast
menn á þann hátt rétt á láni sömu
upphæðar og spöruð var. Lánið
endurgreiðist síðan á jafnlöngum
tíma og sparnaðartímabilið tók.
Með þessu nýja innlánsformi gefst
kostur á að spara fyrir háifum
væntanlegum útgjöldum að vissu
hámarki og greiða síðan helming
eftir á með þægilegum kjörum.
Þá var nýrri þjónustu hleypt af
stokkunum á sl. hausti. Hér er um
að ræða upplýsingamiðlun og
ráðgjöf um ýmsa þætti banka- og
fjármála ætluð einstaklingum og
heimilum þeirra. Starfsfólk í öll-
um afgreiðslustöðvum bankans
var sérstaklega þjálfað til þess að
annast þetta verkefni og gefin
hefur verið út mappa með gagn-
legum upplýsingum og ráðum
fyrir viðskiptamenn. Þjónusta
þessi hefur verið nefnd hagdeild
heimilisins, Fjármálaráðgjöf fyrir
fólk.
Formaður bankaráðsins, Pétur
0. Nikulásson rakti í ræðu sinni
25 ára starf Verzlunarbankans og
Verzlunarsparisjóðsins. Stofnend-
ur hans voru 310 einstaklingar úr
hópi kaupsýslu- og verzlunar-
manna og var stofnfé 1.550.000.-
kr. Starfsemin byrjaði í Hafnar-
stræti 1 og voru fyrstu starfsmenn
3 að tölu. Einn þeirra er nú látinn,
en hinir tveir starfa enn við
bankann, Björgúlfur Bachmann
aðalgjaldkeri og Höskuldur
Ólafsson bankastjóri, en hann
hefur verið í forsvari fyrir bank-
ann frá upphafi. Fyrsti formaður
bankaráðs Verzlunarbankans var
Egill heitinn Guttormsson stór-
kaupmaður. Auk hans voru bæði í
fyrstu stjórn sparisjóðsins og
bankans þeir Pétur Sæmundsen,
núverandi bankastjóri Iðnaðar-
bankans og Þorvaldur Guðmunds-
son forstjóri og hefur Þorvaldur
verið í stjórn frá upphafi.
Úr bankaráði áttu nú að ganga
þeir Leifur ísleifsson, kaupmaður,
varaformaður og Guðmundur H.
Garðarsson, viðskiptafræðingur,
ritari og voru þeir báðir endur-
kjörnir til 2ja ára. Aðrir í banka-
ráði eru Pétur O. Nikulásson
stórkaupmaður, formaður, Þor-
valdur Guðmundsson, forstjóri og
Sverrir Norland, verkfræðingur.
Varamenn í bankaráði eru Hreinn
Sumarliðason, kaupmaður, Hann-
es Þ. Sigurðsson, deildarstjóri,
Jónas Eggertsson, bóksali, Sigurð-
ur Gunnarsson, forstjóri og Víg-
lundur Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri. Endurskoðendur
voru kjörnir þeir Hilmar Fenger,
stórkaupmaður, Kristmann Magn-
ússon, kaupmaður og Helgi V.
Jónsson, löggiltur endurskoðandi.
Bankastjórar eru Höskuldur
Ólafsson og Kristján Oddsson.
(Fréttatilkynning)
n fóétar vörur og 6 vn nale gaOttý<ar sýn
)aklýr >Uu4 Inmm fÍRtt Brúkuð islennk frímerki kanpir háot verði Ólafttr Sveinsson gullsm. Rcykjavik. í § *• \ J- jfcra'
yata- #rra, Vjer — En Jóaas Jónsson^A Laogaveji kauptr' istenzk frimtrki fyrir hijita verð. < JB i(4
.Úkn >8 °K\ eirra \Tíor8kur panol-pappi - f j er tiTBTtin»-Jnr ^iðy iná^þrúka hann hseA*"' ih n
íslenzk frimerki hafa lengi verið eftirsótt og oft kapphlaup um
þau meðal kaupmanna, svo sem þessar auglýsingar i ísafold
1894 bera með sér.
Þetta uppboð var aukauppboð
og á einn hátt nýlunda, því að
ekkert lágmarksverð eða lág-
marksboð var sett við efnið. Það
táknaði það, að menn gátu byrj-
að á hvaða verði, sem þeim
sýndist. Hins vegar var verð
víðast tekið fram eftir sænskum
lista, Facit, og breytt í ísl.
krónur eftir gengi. Fyrri uppboð
hafa farið þannig fram, eins og
flestir muna, að lágmarksverð
hefur verið sett við efnið. Það
hefur aftur leitt til þess, að
margt hefur gengið inn aftur, og
vafalaust mest fyrir það, að
uppboðsgestum hefur þótt verðið
of hátt. En nú var sem sagt vikið
af þessari braut, enda fór svo, að
allt efnið seldist. Vera má, að
þetta verði til þess, að svipuð
leið verði aftur reynd í uppboð-
um.
Hér er ekki hægt að greina frá
einstökum dæmum, en sjálfsagt
er að benda á, að uppboðsnefnd
birtir niðurstöðutölur uppboð-
anna í næstu uppboðsskrá á
eftir. Þá geta menn borið saman
listaverð og uppboðsverð og oft
dregið af því lærdóm. Við laus-
lega athugun virðist mér sem
margir hafi gert hér ágæt kaup,
a.m.k. borið saman við verð-
skrár, en á stundum hefur
hlaupið kapp í boðin og verðið þá
rokið nokkuð upp og stundum
verulega.
^ ^——---------------- I>að er ósvikið „SL-fjör“
______—-—" á sólarkvöldunum, stuttog smellin
skemmtiatriði, hnitmiðuð og vönduð ferða-
kvnning og síðan dúndrandi fjör á dans gólfinu, þar
sem nægur tími gefst til þess að skemmta sér eins og
hvern lystir. Nýjir bæklingar komnir!
Stjúpbræður
Hinn eldhressi karlakor ..Stjupbræður syngur
vel valin lög undir stjórn Jóns Stefanssonar
Matseðill
í tilefni kvöldsins bjóöum viö upp á
velþekktan hátiöarmat frá Portoroz.
MESANO MESO. Verö aöeins kr. 85.
Skemmtikraftar frá Portoroz
Við faum frábæra skemmtikrafta frá Portoroz
i heimsókn. serstaklega hingaö komna til þess
aö taka þátt i jugóslavnesku feröakynning-
unni.
Gestur kvöldsins
Heiðursgestur kvöldsins er Mario Valic
hótelstjóri Palace-samsteypunnar.
Kvikmvndasýning
I hliðarsal verður synd einkar vönduð islensk
kvikmynd um feröir Samvinnuleröa-Land-
synar til Rimini. Portoroz og Danmerkur.
Glæsileg tískusýning
Modelsamtökin sýna glæsilegan barnafatnað
frá Bellu og nýjasta tiskufatnaöinn frá Capellu.
Spurningakeppni
Dagsbrunarmenn keppa viö bifvélavirkja i
hinni vinsælu og fjörugu spurningakeppni
fagfélaganna. Keppt veröur um sérstaklega
vegleg feröaverðlaun og því mikið i hufi og
spennan i hamarki!
--------- Bingó
Aö venju veröur spilaö bingö
um glæsileg ferðaverðlaun
Givenchy Paris
llmvatnskynning og gjafir frá Givenchy Paris
„SL-fjör“ á dansgólflnu
Hljomsveit Ragnars Bjarnasonar og Helena
leika fyrir dansi og halda uppi „SL-fjöri" til
01 eftir miönætti.
Sólarkvöldin - vönduð og vel heppnuð
skemmtun við allra hæfí
Kynnir Magnús Axelsson - Stjórnandi Sigurður Haraldsson
Skemmtunin hefst kl. 19 meö leik Jóns Ólafssonar á pianó.
Boröapantanir i sima 20221 e.k.l. 16 i dag.
Samvinnuferdir-Landsýn í/
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899