Morgunblaðið - 21.03.1981, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.03.1981, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 Má ég sjá ökuskirteinið þitt? „Ég borðaði svo mikið af vínarbrauðiim í dag“ Ökuleyfissviptingar hafa verið mikið til um- ræðu að undanförnu. Sú athygli, sem beinst hefur að þessum málum, stafar einkum af því, að lögregl- an hefur genj'ið mjög rösklega fram í því að fylgjast með ökutækjum, þar sem akstursmáti þyk- ir óeðlilegur, auk þess, sem gerðar hafa verið reglulega svokallaðar „rassíur“ þar sem komist hefur upp um margan sökudóljíinn. Vegna þess hve ökuleyf- issvipting kemur sér venjulega illa fyrir menn og er óvinsæl ráðstöfun, og vegna þeirrar hættu sem það hefur í för með sér að aka drukkinn, er ekki úr vegi að ræða svo- lítið ganK þeirra mála. Ok ekki síður ef vera kynni að aukin fræðsla, ok þá um leið betri skilninjíur. yrði til þess að færri legðu r hujfsunarlaust út í þann glæfra akstur. Ætlaði ekki að fá sér í glas Setjum okkur í spor ökumanns, sem er í samkvæmi og búinn að fá sér tvo tvöfalda, enda þótt hann hafi ekki ætlað að fá sér í glas, því hann er á bílnum. Þetta er hraust- ur maður, sem segist þola mikið vín, án þess að finna á sér, hvað þá að það sjáist á honum. Það er ætlunin að fara á dans- stað. Hringt er á leigubíl, en klukkan er orðin hálf tólf og erfitt að fá bíl. Fólkið, sem er með vini okkar í samkvæminu, er orðið óþolinmótt, því það vill ekki lenda í mestu ösinni fyrir utan skemmti- staðina og þurfa að bíða lengi fyrir utan áður en því er hleypt inn. Því er það, að vinurinn ákveður að aka mannskapnum á skemmti- staðinn, hann segist hvort sem er ekkert finna á sér. Það er ekið af stað og allt gengur klakklaust fyrir sig. Bílnum er loks rennt upp í stæði eilítið frá staðnum og drepið á honum. Fólkið drífur sig út og hvílík heppni, það er engin biðröð fyrir utan og allir ganga rakleitt inn í glauminn. Ballið er búið. Vinur okkar hefur bætt á sig meira víni innan dyra, kannski þremur eða fjórum „sjússum". Bíllinn stendur fyrir utan og bíður eiganda síns. Sú spurning vaknar í hópnum: „Ætl- ar þú að keyra?" Vinurinn hugsar með sér; það er svo mikið óstand að þurfa að ná í bílinn í fyrramál- ið auk þess sem það er iangt að fara og dýrt að taka leigubíl. Upphátt segir hann: „Já, ég ætla að keyra, ég er eiginlega ekkert búinn að drekka í kvöld og maður hefur nú keyrt fyllri en þetta.“ Má ég sjá öku- skírteinið þitt? Það er því stigið upp í bifreiðina og haldið af stað. Vinurinn hefur ekki lengi ekið, þegar hvítur lög- reglubíll rennir sér upp að bifreið hans og lögreglan gefur honum merki um að stöðva bílinn á vegarkantinum. — Hvert þó í hoppandi! — „Er vínlykt af mér? Eigið þið Ópal, tyggjó? Ég trúi þessu ekki,“ segir ökumaðurinn örvæntingar- fullur. Báðir bílarnir hafa stöðvað og lögreglan gengur í átt til bílsins og ökumaður skrúfar niður rúðuna. „Góða kvöldið", segir lögreglan, „má ég sjá ökuskírteinið þitt?“ ökuskírteinið finnst í hanskahólf- inu og lögreglan lítur á það og réttir svo ökumanni það aftur. „Er eitthvað að,“ spyr ökumað- ur? „Já, annað afturljósið á bílnum hjá bér er óvirkt,“ segir lögreglan. „Eg hef ekkert tekið eftir því“ segir ökumaðurinn, „ef ég hefði vitað af því væri ég búinn að láta setja nýja peru í luktina, því mér líkar illa að hafa bílinn ekki i góðu ásigkomulagi." Eftir þessa yfirlýsingu hallar lögreglumaðurinn sér að honum og segir: „Hefur þú verið að drekka í kvöld?" „Ekki get ég sagt það,“ segir ökumaður. „Ég fór í samkvæmi til kunningja minna fyrr í kvöld og fékk mér þá einn einfaldan, siðan hef ég ekki snert glas.“ „Viltu gjöra svo vel að koma yfir í bílinn til okkar," segir þá lög- reglumaðurinn. Blásið í „blöðru“ Það segir ekki af ökumanni fyrr en hann hefur lokið við að blása í hina margumtöluðu „blöðru" og búið er að kalla á annan lögreglu- bíl til að aka hópnum heim. Ökumanni var aftur á móti ekið niður á lögreglustöð, því öndunar- sýnið hafði gefið til kynna tölu- vert áfengismagn, enda þótt öku- maður hafi reynt að anda vel að sér hreinu lofti á milli þess, sem hann andaði í „blöðruna". Seinna fékk hann að vita, að það þýddi ekki að vera með neinar tilfær- ingar, þegar verið væri að blása í blöðruna, þ.e. öndunarsýni tekið, því væri eitthvert áfengismagn í líkamanum á annað borð, kæmi það í ljós, það gillti því einu til hvaða örþrifaráða væri gripið. A lögreglustöðinni var tekin skýrsla af ökumanni: Fullt nafn, heimilisfang, fæðingarstaður, númer á ökuskírteini, hvaða bif- reið o.s.frv. Síðan var spurt: Hvað- an komið þér? Hvenær fóruð þér af stað? Hafið þér verið að drekka áfengi? Hvaða áfengi hafið þér drukkið? Hversu mikið? Hvar voruð þér við drykkjuna? Hversu lengi sváfuð þér síðastliðna nótt? Hafið þér sofið í dag? Hversu lengi? Hafið þér drukkið áfengi síðan þér hættuð að aka? Hversu mikið? Hvaða tegund? Aftan á þessari skýrslu, sem kallast skýrsla varðstjóra, eru talin upp ýmis atriði varðandi útlit, framkomu og ýmislegt ann- að, sem lögreglumanninum er skylt að merkja við eins og til dæmis: Áfengisþefur af andar- drætti: Enginn. Lítilsháttar. Ógreinilegur. Talsverður. Sterkur. Framkoma: Kurteis. Æstur. Kát- ur. Ósvífinn. Kærulaus. Syfjaður. Þrætugjarn. Hiksti. Uppsala. Slagsmál. Málfar: Skýrt. Þvöglu- legt. Stamandi. Hleypur galsi í menn Það er oft sem það hleypur galsi í menn, þegar verið er að yfir- heyra þá, þeir eru ef til vill að gera tilraun til að slaka á spenn- unni. Þeir snúa því gjarnan út úr eða segja eitthvað ægilega fyndið, að því er þeim finnst, eins og þessi ökumaður sagði þegar lögreglu- maðurinn sagðist finna vínlykt út úr honum: „Já, það er bara af því að ég borðaði svo mikið af vínar- brauðum í dag!“ Það heyrir þó til undantekninga að ökumenn streitist við eða beiti líkamlegu ofbeldi, þegar verið er að færa þá til öndunarsýnistöku. Enda er slík framkoma síst til þess fallin að bæta málstaðinn, heldur getur fremur verið til þess að gera málið enn alvarlegra. Eftir að varðstjóri hefur undir- ritað ofangreinda skýrslu þá fyllir hann út beiðni um töku á blóðsýni, vegna alkóhólrannsóknar, því það á að senda ökumann til blóðsýn- istöku upp á slysadeild. Liggur lögreglan í leyni? Þegar hér var komið sögu var ökumaður orðinn leiður og ergi- legur. Hann kvartaði undan því að lögreglan lægi í leyni við skemmtistaðina og reyndi að koma mönnum á óvart, til að geta gómað þá. Þá var honum sagt, að lögreglan legði sig í líma við að láta sjá sig fyrir utan skemmtistaðina, til þess að ökumenn freistuðust ekki til að fara á ökutækjum sínum, ef þeir hefðu smakkað vín. En því miður væri lögreglan það fáliðuð á þessum mesta annatíma hennar, sem venjulega er eftir böll, að hún gæti ekki verið fyrir utan alla skemmtistaðina. „Hafið þið rétt til að vaða inn í hvaða bíl sem er, ef ekkert er að akstursmátanum?" spurði þá öku- maður. „Já, það höfum við, því 19. grein umferðarlaganna segir: „Eftirlits- mönnum og öðrum lögreglumörn- um er heimilt hvenær sem er að stöðva ökutæki, skoða það sam- stundis og athuga ökuskírteini." Umræðurnar voru orðnar lífleg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.