Morgunblaðið - 21.03.1981, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
Flík sú, sem bandarískir kalla
„sweat shirt“ og notuð hefur
verið' sem hversdags eins lengi
og elstu menn muna, varð allt í
einu mikil tískuflík meðal ung-
menna víða í Evrópu. Á mynd-
inni, sem hér fylgir með, er
bresk útgáfa af skyrtunni, teikn-
arinn Annabel Morris hefur sent
á markaðinn skyrtur skreyttar
með máluðum myndum af blöðr-
um, fiðrildum, froskum og fisk-
um, svo eitthvað sé nefnt.
Alltaf gerist það öðru hverju,
að óværa kemst á blóm á heimil-
inu, getur það borist með nýrri
pottaplöntu eða öðru. Ýmis ráð
hafa verið gefin við þessu vanda-
máli og hér er komið áleiðis einu
til viðbótar. Það á að vera gott
að stinga eldspýtum, með
breinnisteininn niður, í moldina
í kringum stöngulinn og hafa
þar þangað til allar lýs eru
horfnar.
Til hlífðar
í kuldanum
Að öllum líkindum er enn
langt í vorið því enn hætta á
kulda og kvefi. En um leið og fer
að birta og sól sést á himni
finnst mörgum börnum að komið
sé sumar og fara úr yfirhöfnun-
um þar sem þau eru í leik. Og þá
getur kvef fylgt í kjölfarið.
Ullarbolirnir eru auðvitað alltaf
bestir, þegar þannig stendur á,
og halda þarf hita á brjósti og
baki. Það má líka notast við
annað svo sem hlif úr ull,
vattefni eða þunnu „skum-
gummi" þ.e.a.s. svampi. Hlífin er
höfð opin á öxlinni, saumað
skáband í hálsinn og bendlar í
hliðarnar til að binda hana
saman.
Skreytt
bóm ullarskyrta
w/t/m -
Umajön:
Bergljót
Ingólfadóttir
Vesti
úr
teflum
Það er ekki ýkja erfitt, að búa
til vesti úr treflum og tekur ekki
langan tíma.
Gert er ráð fyrir að treflarnir
séu: 130 cm langir og 30 cm
breiðir en auðvitað er hægt að
hafa hlutföllin önnur.
Óneitanlega er fallegt að hafa
treflana köflótta, þó aðrir litir
komi til greina, en þeir þyrftu þó
Þegar tölurnar
fara af regn-
kápum
Það er ekki sérlega þægilegt
að festa tölur í regnflíkur, svo
ekki sé nú talað um þegar rifnar
undan tölunni um leið. En það
hjálpar upp á sakirnar að festa
stykki af venjulegum hefti-
plástri (sem seldur er í rúllum) á
rönguna til styrktar og sauma
síðan í gegn um plásturinn, eins
og venjulegt efni.
að vera með uppraki til endanna.
Teikningin, sem hér fylgir
með, skýrir eiginlega alveg
hvernig treflarnir eru saumaðir
saman, þ.e. punktalínurnar.
Að framanverðu eru treflarnir
saumaðir saman frá mitti og
niður, en að aftanverðu eru þeir
saumaðir saman ofar á bakinu,
eða eins og hver og einn getur
ákveðið.
Púnktalínurnar sýna hvar
sauma á band, rifsband eða
annað, á röngunni, til að hægt sé
að draga þar teyju í gegn. Það er
þó ekki nauðsynlegt að setja
teyju því allt eins má nota belti
til að halda því saman í mittið.
Eins og sjá má af myndunum
fer vestið vel við bæði síðbuxur
og pils.
Eftirréttur
með kotasælu
4 epli, afhýdd, skorin í sneiðar
og lagðar í smurt eldfast mót,
kanilsykri stráð á milli laga.
Bakað í ofni þar til eplin eru
orðin meyr.
Með er borin kotasæla, ca. 200
gr. hrærð út með undanrennu
(örlitlum púðursykri ef vill) og
vanilludropum.
Stofublóm
Bragi Kristjónsson:
Spjall um sjón-
varp og útvarp
Ólíkt hafast þau að þessa dag-
ana, systkinin sjónvarp og hljóð-
varp, þ.e. fréttastofur þeirra. í
sjónvarpinu ríkir sama blessuð
blíðan. Það liggur m.a.s. við að
þeir fjandvinir Ólafur Jóhannes-
son og Grímsson, sem myndaðir
voru á Keflavíkurhervelli, séu
orðnir sammála um herbúnaðinn;
Mr. Grímsson lýsti því yfir, að
„við ættum eftir að taka afstöðu
til þessa og hins ...“ hm.
I hljóðvarpinu er engu líkara
þessa dagana en fréttamennirnir
séu komnir í einskonar „fréttahas-
ar“. Hver stórbomban er sprengd
af annarri og fréttamenn gerast æ
atgangsharðari við stjórnmála-
mennina og fulltrúa atvinnuveg-
anna.
Viðtal Helga Jónssonar
fréttamanns við Ellert Schram
vegna mannaráðninga til frétta-
stofu, vakti á sínum tíma mikla
athygli. Stígandi ýtni frétta-
mannsins var óvenjuleg og við-
mælandinn fór nokkuð halloka í
samtalinu. Ýmsir héldu, að hér
væri um að ræða einangraðan
hlut, bundinn aðstæðum í tilteknu
máli, sem snerti ráðningu
fréttamanna.
En nú er komið í ljós, að svo er
alls ekki. Fréttamenn hljóðvarps
hafa, almennt, tekið viðmælendur
sína miklu óblíðari tökum en
fyrrum. Oft svo, að næsta hæpið
má telja.
Á miðvikudag var röðin komin
að Davíð Scheving, frísklegum
nútímamanni, sem bæði talar og
skilur mælt mál. Hann slapp því
nokkuð vel úr meðferð frétta-
manns. Sama kvöld var flokks-
bróðir Heiga fréttamanns, Tómas
viðskiptaráðherra, tekinn ofurlít-
ið til bæna og það var eingöngu að
þakka langri þjálfun ráðherrans í
mjög loðnum svörum, svokölluð-
um „framsóknarhætti", sem hann
slapp undan spurningafárinu með
því að varpa sér í djúpa verðbólgu-
þanka.
Það er ekki gott að segja, hvað
veldur því, að jafn vandaður og
menntaður fréttamaður og Helgi
Jónsson tekur slíkum stökkbreyt-
ingum næstum á einni nóttu.
Fréttamaðurinn hefur árum sam-
an gert sér mikið far um að vanda
Helgi Dr. Björn
alla efnismeðferð og flutning. Að
nokkru liggja þó ástæðurnar ljós-
ar fyrir: Nú eru komin til starfa á
fréttastofunni nokkur stykki af
ungum og skynugum frekjupjökk-
um; nægir að nefna Stefán Haf-
stein, Hallgrim Thorsteinsson og
Halldór Halldórsson. Allir eru
þeir skynsamir piltar og menntað-
ir, en hafa ekki enn aðhæft
erlenda menntun sína að fullu
íslenzkum veruleika. Af þessum
þrem er Halldór Halldórsson þó
langbeztur fréttamaður: Ýtinn og
þrár eins og góður fréttamaður
verður að vera, nokkuð öfgafeng-
inn í fréttaöflun, en svotil alveg
laus við flokkspólitískar tilhneig-
ingar, sem þó má greina í vægum
skömmtum hjá hinum tveim.
Þingfréttaöflun Halldórs er t.d.
afbragðsgóð fréttamennska, dálít-
ið harðsoðin, en engum einum
flokki hampað umfram aðra. Og
kannski er það bestur vitnisburð-
ur um starf þessa fréttamanns, að
pirraður framsóknarlimur í út-
varpsráði lætur nú fara fram
nákvæma talningu á viðmælend-
um þingfréttamannsins.
Þegar hvassir menn eins og
þessir drengir þrír taka að brýna
ljái sína á tæpitungu stjórnmála-
-mannanna, vakna hinir eldri
starfsfélagar þeirra til nýrrar
Jóhanna Tryggvadóttir Bjarnason:
Hin furðulega
yfirlýsing LIÚ
í Morgunblaðinu þann 6. marz
sl. birtist þessi fyrirsögn: LÍÚ
tekur afstöðu með SÍF og til
fróðleiks fyrir þá, sem ekki sáu
þessa grein en hafa áhuga á
saltfisksölumálum þjóðarinnar
(og 50% hærra hráefnisverði), þá
segir ennfremur í þessari grein:
SIF hefur á undanförnum árum
notið fyllsta trausts útvegsmanna
og telur LÍÚ að ávallt hafi fengist
hæsta mögulegt verð fyrir salt-
fisk. Ég hefi sjálf talað við alla
viðstadda þennan fund nema
Martein Jónasson. Þeir sem stóðu
að þessari samþykkt voru:
1. Kristján Ragnarsson, sam-
þykkur.
2. Vilhjálmur Ingvarsson, sat
hjá. Hefur ekki verkað saltfisk
í 2 ár.
3. Hallgrímur Jónasson, Reyð-
arfirði. Samþykkur.
4. Ágúst Flygenring, Hafnar-
firði, sat hjá. Verkar ekki
saltfisk.
5. Óli Guðmundsson, Reykjavík.
Samþykkur.
6. Þórarinn Guðbergsson, Garð-
inum. Samþykkur.
7. Kristinn Pálsson, Vestmanna-
eyjum. Vildi ekki tjá sig.
8. Marteinn Jónasson, Bæjarút-
gerð Reykjavíkur. Samþykkur.
(Hafði hann Ieyfi Útgerðar-
ráðs til þess?)
9. Þórhallur Helgason, Hrað-
frystistöðinni, sagði já, en
framleiðir ekki saltfisk.
10. Gísli Jón Hermannsson, sat
hjá. (Reykjavík.) Verkar sjálf-
ur ekki saltfisk.
11. Ragnar Thorsteinsson, B/V
Karlsefni, Reykjavík. Sat hjá.
12. Jakob Sigurðsson, sat hjá.
13. Karl Auðunsson, Hafnarfirði.
Samþykkur. (Verkar ekki salt-
fisk.)
Það eru 8 menn sem standa að
þessari traustsyfirlýsingu LÍÚ, 5
menn sátu hjá.
Ég leyfi mér að spyrja: „Hvaða
vit hafa stjórnarmeðlimir LÍÚ,
sem sumir hverjir verka alls ekki
saltfisk, á sölumálum þessarar
afurðar?"
Auk þess upplýsir verðjöfnun-
arsjóður saltfiskssöluafurða
Seðlabankans, að það hafi verið
bullandi tap á blautsaltfiskssölu-
málum síðan 1974, svo milljarða
skipti í uppbætur frá sjóðnum á
ári en hafi farið heldur skánandi.
Lítum svo á árangurinn af sölu
á blautverkuðum þorski í Portúgal
1980, en þá hefðu SÍF menn átt að
standa sterkir á móti viðsemjend-
um sínum þar, vegna kaupa okkar
á 2 togurum, olíu, spennustraum-