Morgunblaðið - 21.03.1981, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
Bjarni Bjarnason fyrir framan verzlun sína i Kaupangi.
Bjarni hættir
með Kaupang
BJARNI Bjarnason. kaupmaður f Kaupangi á Akureyri hefur
nú ákveðið að hætta rekstri vcrzlunar sinnar og má þar með segja
að eitt af siðustu vigjum frjálsrar verzlunar á Akureyri sé fallið.
Bjarni hefur ákveðið að selja ekki húsnæði sitt heldur leigja það
Kaupfélaginu. í þvi tilefni hafði Hlaðvarpinn samhand við
Bjarna og spurði hann hvað ylli þessu:
„I>að er eiginlega allt. sem veldur þessu. það er búið að kippa
öllum grundvelli undan einkarekstrinum með fáránlegri vaxta-
stefnu og löghundinni álagningu á landbúnaðarvörur, sem stendur
hvergi undir kostnaði við að hafa þær á lager og til sölu. Það má
s segja að rikisstjórnin haldi visitölunni þannig niðri á kostnað
verzlunarinnar í landinu og varla getur það talizt gáfulegt. Það
eru alltaf fleiri og fleiri krónur, sem fara um hendur manns, en þær
eru verðlitlar og öll útgjöld vaxa mun hraðar en tekjurnar. Jafnvel
þó maður hafi unnið nær gengdarlaust alla vikuna og jafnvel á
nóttunni við að þjóna loðnuflotanum, hefur það ekki komið að
gagni.“
Hvað er svo fram undan?
„Það er ýmislegt fram undan, ég leigi bara húsnæðið til 3 ára
og þá get ég alltaf byrjað aftur, verði einhver grundvöllur fyrir
því. Það var bara hreinlcga vonlaust að vera að nopra við þctta áfram,
þá hefði maður bara farið á hausinn. Eins og ástandið er í dag, eru
það bara stóru aðilarnir, sem ráða við þetta og ef svona heldur
áfram verða þeir einir eftir innan skamms og geta þá hagað sér
eins og þeim sýnist,“ sagði Bjarni að lokum.
k HLAÐVARPINN .
BLAÐAÚTGÁFA ■■■■■■■■■■■■
Strákarnir vilja ekki
kaupa blað af stelpu
- segir Guðrún Lárusdóttir,
10 ára blaðaútgefandi i Kópavogi
BLAÐAÚTGÁFA hefur lengi
verið vinsæl hér á landi og við
hana hafa fengizt menn á öllum
aldri, fáir þeirra eru þó sennilega
jafnungir og hún Guðrún Lárus-
dóttir i Kópavogi, en hún er
aðeins 10 ára. Hún gefur út
blaðið Smákorn og nú fyrir
skömmu kom út hjá henni 2.
tölublað þess. í því tilefni spjall-
aði Hlaðvarpinn við hana um
blaðaútgáfuna.
Ég er ritstjórinn, en pabbi
prentsmiðjustjórinn
Hvernig vinnur þú blaðið?
„Ég sem sumt af efninu sjálf,
annað finn ég í gömlum blöðum og
krossgátuna sem ég líka sjálf og
nota til þess bókina Orðaskyggni,
sem er íslenzk orðabók fyrir börn.
Pabbi hjálpaði mér reyndar svolít-
ið með fyrsta blaðið og svo er-
hann prentsmiðjustjórinn, en ég
t- -:zz.n
t
krónur. Mér gengur ágætlega að
losna við blaðið, það er gefið út í
30 eintökum og stelpurnar í
bekknum mínum í Kópavogsskóia
kaupa það venjulega, en strákarn-
ir vilja ekki kaupa það, vegna þess
SKRIFSTOFULÍF ■■■■■■■^■■■■■■■i
Kontórsins siðapistill
- til ófrávíkjanlegrar
eftirbreytni kontóristum
VÍKURBLAÐIÐ hef-
ur oft verið okkur
hlaðverpingum
kaerkomin náma
skemmtilegs efnis og
er það enn. Að þessu
sinni birtist í því 6.
marz síðastliðinn
gagnmerkur pistill
um siðareglur „kont-
óristans“ og þykir
oss við hafi að
skrifstofumenn og
aðrar innisetublæk-
ur taki hann til
gagngerrar athug-
unar, enda er hann
til fyrirmyndar eins
og allt sem gamalt
er:
Guðsótti og góðir
siðir eru eins al-
mennilegs kontórs
undirstaða.
Viðverupligt kont-
órista er nú aðeins
frá 6 að morgni til 6
að kveldi, og þess
utan aðeins á virkum
dögum. Sunnudagar
brúkist til kirkju-
göngu.
Hvern morgun skal á
aðalkontór sungið
sameiginlegt Faðir
vor.
Sé það í Faktorsins
þénustu skal útfærð
sú yfirtíð hverja hann
telur hæfilega.
Sá kontóristi
hverja lengsta hefur
þénustu skal bera
ansvar á allri tiltekt
og hreinlæti. Skulu
lærlingar og sveinar
melda sig hjá þeim
hinum sama 40 mín-
útum fyrir Faðir vor,
item skulu þeir
standa til þénustu
reiðubúnir að vinnu-
degi enduðum.
Glysfatnaður er
eigi tilhlýðilegur og
skulu kontóristar
forðast skæra liti og
vera í heilum sokk-
um. Galosjur og
frakka skal eigi
brúka á kontór, þar
sem kontóristum eru
heimil afnot af kam-
ínu. Þó má í illviðrum
brúka trefla og húfur.
Að auki er ætlast til
þess af kontóristum,
að þeir í vetrartíð
skaffi með sér svo
sem eins og 4 pund af
kolum á dag.
Allt snakk er á
vinnutíma forboðið.
Verði kontóristi að
því staðinn að reykja
sígar, taka til sín
alkóhól í einhverri
mynd, heimsækja
spilastofur eða póli-
tískar stofnanir, á
hinn sami það á
hættu, að hans æra,
sjálfsmeðvitund,
heiðarleiki og ein-
lægni verði í efa dreg-
in.
Kontóristum leyf-
ist að nærast milli
11.30 og 12.00. Þó er
óleyfilegt að slík at-
höfn trufli vinnu.
Viðskiptavinum,
eigendum svo og
starfsmönnum tækni-
deildar ber að heilsa
með tilhlýðanlegri
virðing og undirdán-
ugheitum.
Sérhver kontóristi
er pligtaður til að
halda sinni heilsu
sem bezt, enda falla
launagreiðslur niður
verði þeir krankir.
Því verður að leggja
þar sérstaka áherzlu,
að hver og einn leggi
til hliðar af sínum
launum eina væna
summu til að mæta
slíkri óáran og einnig
til að búast til elli-lífs,
þannig, að þegar af
þessum framantöldu
orsökum um vinnutap
verður að ræða, sé sá
hinn sami ekki
neyddur til að segja
sig til sveitar.
Að endingu skal
lögð áherzla á örlæti
það, sem í ofan-
greindu er falið af
Faktorsins hálfu. Þar
á móti komi náttúr-
lega að verulegu leyti
aukin afköst kontór-
ista.
Guðrún Lárusdóttir á ritstjórnarskriístofunni. Ljósmynd Mbl.
Kristján.
ritstjórinn og útlitsteiknarinn, því
ég teikna blaðið, vélrita það og set
það upp.
Þetta er anzi tímafrekt, því ég
hfef mörg önnur áhugamá! og
passa svo líka að læra vel fyrir
skólann. Því verður svolítið langt
á milli blaðanna, en ég vonast til
að koma næsta tölublaði út fyrir
vorið."
Hvernig datt þér í hug að fara
að gefa út blað?
„Litla systir mín, Kristín, er í
leikskóla og þar er gefið út blað,
sem heitir Sandkorn. Þaðan kom
hugmyndin upphaflega og líka að
nafninu. Mér finnst anzi gaman að
þessu og geri það aðallega þess
vegna, en ekki til að græða á því.
Eintakið kostar nú eina krónu, en
í fyrra kostaði það 50 gamlar
að ég er steipa. Svo gef ég líka
eitthvað af blöðum."
Held ekki að ég verði
blaðamaður, þegar ég verð
stór
Er blaðaútgáfan aðaláhugamál-
ið?
„Nei, ekki endilega, ég á mörg
fleiri áhugamál og finnst eiginlega
allt skemmtilegt. Ég safna frí-
merkjum og servéttum, er í tón-
listarskóla og æfi og sem leikrit og
barnatíma inn á segulband, stund-
um ein, en stundum með vinkon-
um mínum og Kristínu systur. Svo
hlusta pabbi og mamma á þættina
og gestir ef þeir koma í heim-
sókn,“ sagði blaðaútgefandinn
ungi að lokum.
ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR
Safnahúsið
SAFNAHÚSIÐ á Húsavík var opnað 24. maí síðastliðið ár og þar er til
húsa náttúrugripa-, byggða-, héraðsskjala-, málverka- og Ijósmyndasafn.
Auk þess er í sama húsi Bókasafn Suður Þingeyinga, en það stofnaði Benedikt á
Auðnum á sínum tíma. Finnur Kristjánsson, fyrrum kaupfélagsstjóri
Kaupfélags Suður Þingeyinga, veitir safnahúsinu forstöðu. Hlaðvarpinn
hafði tal af honum fyrir skömmu og bað hann segja frá safninu.
Hvernig var veðrið 11. sept. 1884?
„Efnið hér í safnahúsinu er að
mestu leyti þingeyskt, eða tengt Þing-
eyingum og er af ýmsum toga spunnið.
í héraðsskjalasafninu eru mörg merk
einkasöfn, dagbækur og sendibréf,
handrit og ýmsar uppskriftir, sem eru
fullar af alls konar fróðleik.
Um daginn var til dæmis hringt í
okkur og spurt hvernig veðrið hefði
verið 11. september 1884. Þessu gátum
við svarað eftir nokkrar mínútur með
því að fletta upp í dagbókum Snorra
Jónssonar, bónda í Laxárdal, en þar
segir að um morguninn hafi menn
farið út til að snúa heyi, en þegar leið
á daginn gerði svo slæmt veður að það
fauk allt út úr höndunum á þeim.
Verst var veðrið í kringum Hrísey og í
því fórust nokkrir bátar.
Einu sinni hringdi til okkar maður,
sem var að skrifa sögu sína og bað
okkur að finna út nafn á skipi, sem
hann fór með frá Húsavík til Akur-
eyrar tiltekinn dag. Þetta gátum við
líka leyst á skömmum tíma.“