Morgunblaðið - 21.03.1981, Page 17

Morgunblaðið - 21.03.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 17 HELGARVIÐTALIÐ Góður ritdómur tryggir alls ekki góða sölu Rithöfundurinn Guðjón Sveinsson ásamt konu sinni Jóhönnu Sigurðardóttur. „Ég byrjaði fyrst að fikta við skriftir, þegar ég var 10 ára, og þá komu fljótlega nokkrar glefs- ur eftir mig í barnablöðum, svo segja má að ég hafi fengið bakteríuna með móðurmjólk- inni, en fyrsta sagan mín birtist opinberlega 1967, er ég var tvítugur." Sá, sem þetta mælir er barnabókahöfundurinn Guð- jón Sveinsson frá Breiðdalsvík, en barnasmásaga eftir hann var tilnefnd af íslands hálfu til smásagnakeppni fyrir börn, sem samtök móðurmálskennara á Norðurlöndum gengust fyrir. Um hvað fjallaði þessi saga? „Hún fjallaði óbeint um sjó- inn, það er um dreng, sem ráðinn er í beitingu gegn vilja sínum, ráðstafað af foreldrum sínum. Honum mislíkar þetta ákaflega, en smám saman breytist við- horfið og hann sættir sig við vinnuna og lærir að meta hana. í þessari samkeppni tóku þátt höfundar frá öllum löndunum og það er ætlunin að ein saga frá hverju landi verði gefin út, hver á sínu máli, nema að sú íslenzka, færeyska og finnska verða einn- ig á norsku. Síðar mun ætlunin að gefa allar sögurnar út á íslenzku. Tilgangurinn með þess- ari samkeppni var að vekja athygli á málum Norðurlanda- þjóðanna í tilefni samnorræna málaársins og barnasögur urðu fyrir valinu vegna þess, að talið var að lesefni vantaði fyrir börn á aldrinum 12 til 16 ára.“ Hvers vegna valdir þú að skrifa fyrir börn fremur en fullorðna? „Til þess liggja sennilega fleiri en ein ástæða, kannski að ég hafi haldið að ég næði betri árangri á því sviði fremur en að skrifa fyrir fullorðna, ég reyndi nú að vísu fyrir mér á því sviði með smásögu 1966, en hún virtist ekki nógu góð, svo ég lét það eiga sig og sennilega lætur mér einfaldlega betur að skrifa fyrir börnin, kannski vegna þess að ég er svo mikið barn sjálfur. Ég hreifst líka snemma af bókum Stefáns Jónssonar og er reyndar hrifinn af þeim enn. Þess ber líka að gæta að góðar barnabæk- ur eru ekki síður fyrir fullorðna en börn, og mér fellur betur að túlka lífsviðhorf mín í þessu formi. Það kann einnig að hafa valdið einhverju að á þessum tíma var fremur lítið um, að menn skrifuðu fyrir börn, þó það sé nú sem betur fer farið að aukast nú, þó að við stöndum enn nokkru aftar hinum Norður- löndunum í gerð barnabóka." Hafa barnabókahöfundar verið álitnir eins konar 2. flokks rithöfundar? „Já, ég held að því verði ekki neitað. Styrkveitingar til barna- bókahöfunda hafa að vísu lagast eitthvað, en fyrst voru þeir fáu, sem styrk hlutu, ætíð í lægsta flokki, en fyrir tveimur árum fóru einn og einn að komast upp í fjögurra mánaða flokkinn, svo viðhorfin eru eitthvað farin að breytast. Það er líka staðreynd að barnabókahöfundum er mun þrengri stakkur skorinn en öðrum höfundum, því það kostar alveg jafnmikið að gefa út barn- abók og aðrar bækur, en það verður að verðleggja þær lægra vegna þess, að þær eru ætlaðar fyrir börn. Það er algengt að bækur séu notaðar til gjafa og þá hafa gefendur kannski ákveð- inn höfund í huga og kaupa bókina án þess að spyrja hvað hún kosti. Sé hins vegar verið að kaupa barnabók, er miklu al- gengara að spurt sé, hvað hún kosti. Utgefendum er því þröng- ur stakkur skorinn á þessu sviði, þeir þurfa að leggja mikinn kostnað í útgáfu bókarinnar, en verða að halda verðinu á henni niðri." Hvers konar sögur skrifar þú aðajlega? „Ég skrifaði fyrst reyfara, sem hét„ Njósnir á næturþeli" og ætlaði ekki að hafa framhald þar á, en útgefndi minn taldi heppilegt að svo yrði og bækurn- ar í þessum flokki urðu alls 6. Það má segja, að þá hafi ég verið undir áhrifum frá Enid Blyton og mér finnst einnig að ungl- ingar eigi ekki síður rétt á reyfurum við sitt hæfi en full- orðnir. Það virtist einnig að annað gengi ekki í útgefendur á þeim tíma. Síðan sneri ég mér að raun- særri sagnagerð og 1972 gaf ég út bókina „Ört rennur æsku- blóð“, sem fjallaði um ungan dreng, sem fór til sjós og líf íslenzkra sjómanna. Hún fékk góða dóma, en seldist ekki vel. Ég var svolítið hissa á því, vegna þess að þjóðfélagið byggist nú upp á sjómennsku og ég hélt að unglingar hefðu því áhuga á þessu efni. Síðan hafa komið út eftir mig tvær raunsæjar ungl- ingasögur, 1976, „Sagan af Frans litla fiskastrák", sem gerðist í hafdjúpunum og endurspeglaði þjóðfélagið á jörðinni. Það var sama sagan og áður, hún fékk mjög góða ritdóma en seldist illa. 1978 kom svo sagan „Glatt er í Glaumbæ", sem var sam- tímasaga úr sveit, átti að vera raunsæ með léttu ívafi. í fyrra var svo framhald þeirrar sögu, „Glaumbæingar á ferð og flugi", lesin í útvarpi og er væntanleg á markaðinn.” Nú kemur það fram að ósam- ræmi virðist milli ritdóma og sölu, hefur þú einhverjar skýr- ingar á þvi? „Það er nú erfitt að skýra það, síðustu bækurnar mínar komu seint á markaðinn og það hefur sennilega valdið nokkru, en þetta fer einnig eftir heppni. Fólk velur gjarna bækur eftir höfundum og þá skiptir það miklu máli að forleggjarar séu snjallir að auglýsa bækurnar upp og þar skiptir sjónvarpið mestu máli, en það er alla vega ljóst að góður ritdómur tryggir engan veginn góða sölu,“ sagði Guðjón að lokum. Byggðasafnið, sem hér er til húsa, er hluti af safninu á Grenjaðarstað, því er skipt milli staðanna og verður væntanlega þannig í framtíðinni. Náttúrugripasafnið er enn í upp- byggingu, en þar eru ýmsir merkir munir eins og ísbjörninn, sem skotinn var í Grímsey fyrir nokkrum árum.“ Hvað vinna margir í Safnahúsinu? „Ég er hér allan daginn og konan mín hálfan. Það er því alltaf nóg að gera og síðasta sumar komu um 2.500 manns að skoða söfnin. Ég er einnig meðritstjóri Árbókar Þingeyinga og í það fer talsverður tími, en það koma hérna einnig margir góðir menn okkur til aðstoðar og má þar nefna Benedikt Jónsson, listmálara og Sigurð Pétur Björnsson og eru slíkar heimsóknir vel þegnar. Ég kann vel við mig hérna í Safnahúsinu, þó alltaf sé svolítið sárt að skipta um starf, en ég hafði verið kaupfélagsstjóri í 40 ár og fannst tími til kominn að gefa öðrum tækifæri," sagði Finnur Kristjánsson að lokum. Finnur Kristjánsson, forstöðumaður Safnahússins á Húsavik og Benedikt Jónsson, listmálari í héraðsskjalasafninu. Skrá um alla Suður-Þingeyinga á árunum 1800 til 1900 Þá er hér merkilegt heimildarrit eftir fræðimanninn Konráð Vil- hjálmsson frá Hafralæk, en það er skrá um alla Suður-Þingeyinga á árunum 1800 til 1900 og skipta þeir þúsundum. í skránni hefur hver mað- ur fengið sitt blað og á því eru upplýsingar um bústaði og ýmislegt fleira. Élzta málverkið um 110 ára Síðan Safnahúsið var opnað hafa því verið gefin um 70 málverk, í flestum tilfellum af Þingeyingum og eftir Þingeyinga. Sum verkanna eru eftir Arngrím Gíslason og það elzta þeirra um 110 ára. ÁSTALÍFIÐ Bónorðs og ástabréf HLAÐVARPANUM hefur borizt í hendur merkileg bók, útgefin á Akureyri 1918 á kostnað Kolbeins Unga og heitir hún BÓNORÐS OG ÁSTABRÉF. Undirtitlar eru meðal annars: BÓNORÐSBRÉF og svör gegn þeim. ÁSTABRÉF, undir flestum kringumstæðum, frá heimsfrægum mönnum o.fl. ÝMIS ÖNNUR BRÉF. Þar á meðal um bréfaskriftir. LÝSING ÁGÆTIS KONU. Á HVERJU KONA GETUR þEKT SANNA ÁST MANNS TIL SÍN. KJARNYRÐI um ástir og hjú- skap. Okkur hlaðverpingum þykir til- hlýðilegt að birta nokkur af bréfum bókarinnar lesendum hans til lær- dóms og ánægju og yndisauka: Bréf til stúlku, sem sýndi manni ástleitni, en virtist hvarflandi, þeg- ar minst varði, fyrir áhrif annara, sem laumuðust inní ástamál henn- ar. Draumheimi (dagur og ár). Heilar og sælar! Eg veit að þér kannist við mig, þó að við höfum ekki kynst öðru vísi en á landi draumanna. Eg veitti yður fyrst eftirtekt, þegar þér genguð á leið til mín, þar sem eg stóð einn á sléttunum norðan við tjöldin; nýgeng- inn úr orustu við heiminn. Augu yðar glömpuðu og mér virtist andlit yðar þrungið af hluttekning. Eg var í hörðu skapi og gat ekki áttað mig á því sama augnabliki, sem eg gætti að yður, og því var tillit mitt til yðar eins og það var. Þetta augnablikstillit yðar greypti sig svo fast í sálu mína, að það er þar enn að öllu leyti eins og það kom frá yður. Heilsan yðar til mín, þegar þér sáuð mig í fyrsta sinni eftir rúmt misseri, er annar aðalþátturinn í draumalífi okkar. Svo man eg ósköp vel eftir því, þegar við urðum samferða úr samsætinu og mörgum öðrum smá- atvikum, frá því fyrsta til þess síðasta, sem eg álít best að orða ekki undir þeim kringumstæðum, sem nú gilda. Eg var farinn að fljúga með yður hærra skýjum himinsins og mat yður öllum skýjadísum meiri. Einn af þeim helstu kostum, sem eg ímyndaði mér að þér hefðuð til yðar ágætis, var sá, að þér væruð sjálfstæðar og leyfðuð engum fjærskyldari yður en foreldrum og systkinum að fjalla með yður um slíkt málefni, sem hér er um að ræða. Sé nú draumasjónalíf yðar, sem þetta snertir, að mestu eða öllu leyti til grafar gengið, eins og mér virtist seinast, þegar við sáumst, þá kveð eg yður með vinsemd og óskum bestu og þakka yður fyrir það liðna. Mér er ekki kunnugt um tilfinn- ingalif yðar, en jafnframt því, sem eg tel víst, að það sé mannlegt, þá get eg vel skilið, að einhverntíma kunni hugur yðar að hvarfla yfir þau spor, sem þér hafið stigið gagnvart mér í þessu, og gefa yður andvökuefni. En hafi mér skjátlast í reikningnum, þegar eg fann yður síðast, þá verðið þér ekki ráðalaus- ar að koma til mín línum, og þá tek eg hugglaður í hönd hamingjunnar. Lifið nú heilar og gleðjið yður við lífið. Hugur. Bónorðsbréf með leyfi móður þeirr- ar stúlku, sem beðið er. Hoboken, N. J., 20. feb. 18. Kæra Liggy! Móðir yðar hefur án efa sagt yður, að eg hafi fengið hepnar leyfi til þess að skrifa yður um mikils- varðandi málefni fyrir okkur bæði, en þó einkanlega fyrir mig; því ef þér skylduð neita mér, þá er ekki nokkur lífsgleði framar til fyrir mig. Eg hafði ákvarðað um kvöldið, þegar við gengum saman síðast, að biðja yður að verða konan mín; en þegar eg ætlaði að framkvæma það, þá var mér það alveg ómögu- legt, alt mitt hugrekki hvarf á því augnabliki, sem eg opnaði munn- inn. Þér lituð svo yndislega út, þegar eg gekk með yður til kirkj- unnar, að mér fanst þér vera eins og engill, og allan tímann, sem presturinn var að prédika, gerði eg ekki annað en að stara á yður, og mér fanst eg ætla að deyja af afbrýðissemi, þegar eg sá Friðrik Barke ganga til yðar, þegar þér komuð út og fylgja yður heim, og svifta mig þannig þeirri ánægju. Mér er hughægra nú, að hafa sagt yður, hvað mér býr í brjósti. Eg bið yður að lesa þetta með athygli, og þegar eg kem eftir svari, þá munið þér eftir því, að mín framtíðarv- elferð er undir því komin, hverju þér svarið. Ef þér neitið mér, þá skal eg fara í herinn, og gera alt, sem í mínu valdi stendur, til að eyðileggja líf mitt, sem þér gerið einskisvirði með slíku svari. Yðar einlægur vinur. George Edward Tomp- kings. Svar til herra Tompkings: Herra Tompkings. Bréf yðar kom mér mjög á óvart í sannleika, ef það hefði verið ómaksins vert, þá mundi eg segja, að það hafi gert mig ergilega. Það var raunar mjög gott af móður minni að gefa yður leyfi til að skrifa, en eg ætla að bæta því við, að við Jersey stúlkur getum gert um slík mál, án hjálpar. Eg vona að eg sé skyldurækin dóttir, en móðir mín spurði mig ekki leyfis, þegar hún giftist, og eg mun ekki heldur láta hana ráða gjaforði mínu. Það er slæmt, að þegar þér farið til kirkju, að tilgangurinn er ekki að hlusta á ræðuna, heldur að stara á ungar stúlkur. Sjálfsagt mætti eg vera hreykin, þar sem þér segið, að eg sé eins yndisleg og englarnir, en af því mér er ekki kunnugt, hversu inndælir þeir eru, þá veit eg ekki hve mikið eg hefi að þakka yður. Þér segist hafa ætlað að deyja af afbrýðissemi, þegar vinur minn, herra Barke, fylgdi mér heim. Það er aumkunarvert, að þér skulið vera slíkur Othello! Eg er mjög hrædd við yður, og þori ekki að verða Desdemona yðar. Að minsta kosti, hvort sem útlit verður á, að þér munið ætla að deyja, eða ekki, þá kýs eg yður aldrei til þess að fylgja mér. Þar sem þér segist skuli fara í herinn, þá svara eg því þannig, að þér getið ekkert gert þarfara fyrir yðar fósturjörð. Þessi hótun ein neyðir mig, sem trúa ameríska stúlku, til að neita bón yðar, þar eð það er á móti lögunum, að koma i veg fyrir, að menn gangi í herinn. Eg er þetta fröm í svari, gegn yðar djúphugsaða bréfi, og spara yður með því ómak að finna mig. Liggy Brian. BÓN0RÐSBRÉF, Astabréf OG 7M3 ÖNNUR BRÉF 0. FL. n»U«SAMH> <X» PYTT HFFW •KÖLBFHNN UNOb,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.