Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 Það er oft sagt frá kraftaverkum í Biblíunni, en eitthvað virðist fara lít- ið fyrir þeim nú til dags, eða hvað? ljósi sjáum vér ijós (Sálm. 36). Þú hugsar og segir: Ég þakka þér, Guð minn, hvað ég er dásamlegt kraftaverk þitt. Hversu undursamleg eru verk þín (Sálm. 139). En ekki ert þú eina krafta- verkið. Þú sérð sama undur í hverjum manni. Og líka í hverri lífveru. Jafnvel í dauðu efni máttu sjá eitthvað af því. Það fer senn að vora. Ég þarf ekki að segja þér, hvað þá gerist. Ég vona aðeins, að þú sjáir heilum augum og næmum huga öll dásamlegu máttar- verkin, sem náttúran birtir, þegar líf vaknar af vetrardvala. Ég hlakka til að sjá þau enn einu sinni. Ég er þegar búinn að segja við þrestina, sem eru byrjaðir á vorsins sinfóníu: Velkomnir, blessuðu Guðs englar! Vel á minnst: Englar. Ég hef aldrei séð þá engla af öðrum heimi, sem ég hef síðan ég var barn trúað að væru hjá mér. Biblían Veit um menn, sem sáu þá eða urðu þeirra áþreifanlega varir, t.d. í draumi. Og þeir englar áttu Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup segjum í Hljómskálagarðinum. En ég er búinn að sjá kríuna þar við Tjörnina nokkurn veg- inn á sama degi árlega í meira en fimmtíu ár. Og skil ekki enn þann radar, sem hún notar, né það almanak og klukku, sem hún styðst við á sinni furðulegu hefur auglýst það meöal ann- ars, að hún búi yfir jóga-tækni, sem geri mönnum kleift að' sigra þyngdarlögmálið, menn geti þjálfað sig upp í það að lyfta sér upp frá jörðu með hugarorku sinni. Dásamlegt undur! En að þyngdarlögmálið skuli vera til og að þú skulir geta byggt á því, að það bregðist þér ekki, það þykir ekkert undur. Ég lofa Guð fyrir það, að þyngdarlögmálið held- ur í mig, þar sem ég sit núna, svo að ég fer ekki allt í einu að hoppa upp úr stólnum, kastast upp í rjáfur eða út um glugg- ann. Vafalaust gæti ég orðið frægur, sjálfsagt gæti ég grætt peninga á því að svífa upp úr stólnum eftirpöntun. En hverj- um til góðs? Ég fyrir mitt leyti er stórum meira hissa yfir því og mjög miklu þakklátari fyrir að fá að lifa í „normal" heimi og geta byggt á lögmálum hans. Nú vitum við það, að vísindin hafa sigrast á mörgu lögmáli, þau geta til að mynda skákað þyngdarlögmálinu nokkuð svo. En þetta geta vísindin af því, að þau beita lögmálum náttúr- unnar af kunnáttu. Og það er þeim fært að sama skapi sem Gerast ennþá kraftaverk? Ég svara: Það gerist ekkert annað. Ef þér finnst þetta svar út í hött, þá erum við ekki að tala um hið sama. Og vel getur verið, að svo sé. Ekkert líklegra reyndar. Þegar kristinn maður talar um kraftaverk, þá er hann að tala um Guð. Hann neitar því ekki, að unnt sé að fremja ýmislegt, sem sé í mótsögn við Guð en mikilfenglegt samt, jafnvel undrunarvert og óskilj- anlegt. En það sem er gagn- stætt vilja Guðs er blekking, misnotkun þess kraftar, sem fólginn er í öllu, sem Guð hefur skapað, umhverfing þeirrar orku, sem hann gefur, myrkvun þess Ijóss, sem frá honum stafar. Kraftaverk er að kristn- um skilningi það sem í orðinu felst: Verk Guðs kraftar. Og hvert skyldir þú líta og hvar vera staddur án þess að mæta og þreifa á slíkum verkum? Þegar þú ert að renna augum yfir þessar línur ertu svo mikið undur sjálfur, að það tekur engu tali. Bara það hversdags- lega lítilræði, hvernig augun lesa sig um línurnar og af- greiða efnið inn í heilann svo að þú skilur, og orðin fleyta minni hugsun inn í huga þinn (ef það nú tekst, sem ég vona!). Rétt ein slík andrá, þegar þú ert að lesa blaðið að morgni, rúmar furðulega mikið af dá- semdum, þó að þú lítir aðeins til þess, sem er nærtækast, til sjálfs þín. Hjartað slær, lungun anda, augun sjá, eyrun heyra. Og maginn er að vinna úr morgunverðinum og síðan er séð um það, að hver lítil fruma, ofan frá heila og niður í tær, fái sitt af skammtinum, til þess að hver og ein geti gegnt sínu hlutverki í þessu botnlaust flókna kerfi, sem þú ert, líkami þinn, sál og andi. Og það, sem er að gerast í þörmum þínum og æðum, kirtlum og taugum, það er kraftaverk, ein óyfirsjá- anleg röð af kraftaverkum. Ef þú ert hugsandi maður, staldr- ar þú við einstöku sinnum og hugleiðir þetta. Ef þú ert jafn- framt kristinn maður, hugsar þú út í þetta daglega í djúpri lotningu. Þá gerir þú þér að venju að skynja sjálfan þig með vakandi eftirtekt, hugleiða hin margbrotnu og markvísu viðbrögð skynfæra þinna, ígrunda hugarstarfsemina og ljúka henni upp fyrir að- streymi skapandi áhrifa Guðs anda. Og þú skynjar það, hvernig þú teygar orku og líf frá uppsprettu lífsins. Þú játar og finnur: Hjá þér, Drottinn, er uppspretta lífsins og í þínu alltaf mikið erindi. Þeir fluttu orð frá Guði, köllun, boðskap. Eftirminnilegast er það, að þeir sögðu hirðum frá því, að frelsarinn væri fæddur, og kon- um frá því, að hann væri risinn upp frá dauðum. Þar sem Jesús er opnast mærin milli hins jarðneska og himneska. A það minna englaboðin á jólum og páskum. En englar eru á því sviði Guðs sköpunar, sem hann lætur að jafnaði vera lokað beinni, jarðneskri skynjun. En þrestina sé ég berum augum og heyri þá syngja. Dýrð sé Guði í upphæðum, Kristur er upp ris- inn! Hina englana fæ ég að sjá og heyra, þegar vorið mikla kemur, sumar eilífs lífs. Þá ómar sinfónía lífsins ekki leng- ur í brotum né með neinum hjáróma, fölskum tónum. Og ég vona, að strengurinn minn verði þá samstilltur hörpu skapara míns og frelsara. Verði svo, þá gerist meira kraftaverk en ég fæ skilið nú. En það sem ég vildi segja er það, að englar eru mérkilegir að vísu og bless- aðir, en ekkert undursamlegri í sjálfu sér en það, sem fyrir ber daglega í þessum heimi. Og svo ég víki nú huga til annarrar áttar, þá er ég viss um, að ég yrði talsvert frægur, ef ég segði frá því, að ég hefði mætt draug, hnattferð og í sínum ótrúlega nákvæma tímareikningi. Mér finnst þetta öllu merkilegra en draugasögur. En við gefum okkur takmarkað tóm eða höf- um of þrönga hugsun til þess að undrast yfir undrum eins og þessu hvíta furðuverki, krí- unni, sem svífur yfir okkur á hverju vori. Margir hugsa mikið um svo nefnd dularfull fyrirbæri. Mér finnst menn leita langt yfir skammt í þeim efnum. Þeir leita að undrum, sem brjóta í bág við hið venjulega af því að þeir hugsa ekki út í, að það er ekkert „venjulegt" til. Það er sljóvgun vanans og sú ímynd- un, að vísindaleg þekking eða skýring afhjúpi leyndardóm hvers náttúrulegs fyrirbæris, sem veldur því, að menn eltast við „dulræn" efni. Nú skal því ekki neitað, að reynslusvið mannsins er rýmra en það, sem dagleg skynjun tekur til. Og heilbrigð athygli og gaumgæfni gagnvart öllu er dyggð. En oftar en skyldi er dul- rænuáhugi nútímans óheil- brigt, einhæft og óhollt star- sýni á fánýtar furður eða afvegaleiddar skynjanir. Ein jóga-hreyfing, sem hefur- látið talsvert yfir sér á síðari árum, þau þekkja lögmálin og vegna þess, að þau vita að það má treysta þeim. Veröld óútreikn- anlegra dynta og duttlunga eða berskjalda fyrir kúnstum og brögðum alls kyns fakíra eða anda væri ekkert góð né skemmtileg. Hún yrði reyndar umhverfð í það tóma gap, sem var áður en Guð mælti sitt sköpunarorð yfir því. En það gerist ekki. Því skapandi hugur Guðs heldur áfram að tala yfir vetrarbrautum og blóðkornum, hnöttum og frumum. En nærri má geta, hvort hann þekkir ekki öll lögmálin og allan leyndardóminn til fyllstu hlít- ar. Geti vísindin stýrt lögmál- um efnisins að talsverðu marki á grundvelli þeirrar þekkingar, sem þau hafa á þeim, þá er það lítil rökvísi að halda, að sjálfur höfundur allra lögmála, sjálfur tæknivölundur alheimsins, geti ekki látið þau þjóna vilja sín- um af frjórra hugviti og auð- ugri uppfinningasemi en við, smælkið á þessum litla hnetti, getum rennt grun í. Ekkert er sjálfsagðara en það. En nú er þetta mál orðið of langt að sinni og samt finn ég, að þér finnst margt ósagt. Því verð ég að biðja um frest til næsta laugardags. Sigurbjörn Einarsson Eitt og hálft prósent lands- manna er í kirkjukórum HAUKUR Guðlaugsson söng- málastjóri þjóðkirkjunnar sagði frá þvi nýlega að um 3500 manns starfi í kirkjukór- um landsins um þessar mund- ir, mun það vera um hálft annað prósent þjóðarinnar. Varla er hægt að segja um þann hóp að það séu „fáeinar hræður“. bað orðalag er þó gjarnan notað um þá sem koma til kirkju. Kirkjukórar landsins æfa nú fyrir hátíða- höld sumarsins, en minnst verður þúsund ára afmælis kristniboðs hérlendis með songhátíðum í landsfjórðung- unum. Songmálastjóri hefur gefið út sérstök sönghefti vegna þessa. Syngí hver með sínu nefi En það eru ekki aðeins kirkjukórarnir sem hafa tekið fjörsprett. Almennur safnaðar- söngur hefur aukist mjög hin síðari ár, enda njóta menn að sjálfsögðu guðsþjónustunnar þeim mun betur sem þeir taka virkari þátt í henni. Sálmarnir í messunni eru einmitt svar og viðbrögð safnaðarins við orði Guðs sem þar er flutt og er sjálfsagt að menn svari þar sem annarsstaðar fyrir sig sjálfa en láti ekki aðra syngja fyrir sig í messunni. Maður nokkur sem sækir vel kirkju, segist ævinlega syngja fuilum hálsi þótt rödd hans þyki ekki sérlega fögur „en fyrst skaparinn gaf mér þessa rödd, þá verður hann að sætta sig við að ég noti hana honum til dýrðar, annað hef ég ekki — ég held við séum báðir ánægð- ir“. í ýmsum kirkjum eru sálmar sungnir einraddaðir og þá oft lækkaðir svo að auðveldara sé að syngja þá. I fjölskylduguðs- þjónustum. sem nú tíðkast æ víðar eru gjarnan sungnir nýrri söngvar með kristnum texta og með gítarundirleik eða blást- urshljóðfæra. Æskulýðsstarf kirkjunnar hefur gefið út nokk- ur hefti með slíkum söngvum. Það hefur vakið athygli hversu myndarlega forsetinn, frú Vigdís Finnbogadóttir, hef- ur hvatt til almenns safnaðar- söngs og gengið þar á undan með góðu eftirdæmi. Sálmaþáttur í útvarpi Margir hafa haft á orði hversu vel þeim fellur að heyra sálmalög í útvarpi, enda raula þeir gjarnan sálmana í út- varpsmessunum. Erlendis, t.d. í Noregi, eru dagskrárþættir með sálmasöng og skýringum eitt vinsælasta útvarpsefnið. Er þar kynning á lögum og texta sálmanna og fólki gert auðvelt fyrir að taka undir. Hefur verið óskað eftir slík- um þætti í íslenska útvarpinu og yrði trúlega mörgum þakk- arefni ef forráðamenn þess kæmu honum á laggirnar. BG Spurningum um kristni og þjoðlíf er svarað hér á síðunni. Utanáskriftin er: Á kristniboðsári, c/o Bernharður Guðmundsson, Ritstjórn Morgunblaðsins, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.