Morgunblaðið - 21.03.1981, Page 29

Morgunblaðið - 21.03.1981, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 29 Pétur Pétursson, þulur: Stefnumótun og staðfesta „Og hafa skyldu menn það ríkt í huga, að af hálfu samtakanna eru það félagsmennirnir, sem loka- ákvörðun taka um samningsgerð- ina.“ Kristján Thorlacius í foryztu- grein Ásgarðs, júní 1980. Svo sem kunnugt er, báru all- margir félagsmenn BSRB fram kurteisleg tilmaeli um að þeir fengju sjálfir að segja álit sitt á nýgerðum samningi samtaka sinna og fjármálaráðherra. í þeim samningi var horfið frá yfirlýstri stefnu um launajöfnuð. Ennfrem- ur var fallist á kröfu ráðherra um lengd samningstímabils, Þeirri kröfu var vísað á bug er hún kom fram í samningaumleitunum í ágústmánuði sl. Um það segir í Ásgarði, grein Kristjáns. „í gagn- tilboðinu (boði ráðherra) er sett fram krafa um, að næsti samning- ur gildi til 31. des. 1981.“ Enn- fremur: „Það er til of mikils mælst, að opinberir starfsmenn þoli stórfellda kjaraskerðingu í l'A ár í viðbót, þegar kjaraskerð- ing miðað við samninga er þegar orðin yfir 20 prósent síðan síðast var samið." í verðlaunaskyni fyrir 7 prósent kjaraskerðingu um sl. áramót, gengur stjórn BSRB þvert á fyrri yfirlýsingar um að standa fast við gildi samnings þess er gerður var í ágúst sl. og framlengir með nýrri samningsgerð allt til áramóta og verður þannig við upphaflegri ósk ráðherra. Þá gengur stjórnin í berhögg við fyrri yfirlýsingu um að krefjast 6 prósent almennrar launahækkunar. Undir þá kröfu hafði stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana tekið svo sem greint er frá í „Pélagstíðindum". Þar segir hinn 6. febr. sl.: „Stjórn SFR vill því að gefnu tilefni, eins og greint hefir verið frá hér á undan, taka heilshugar undir kröfu stjórnar BSRB frá 5. janúar 1981, að laun rikisstarfsmanna. sem launaðir eru skv. kjarasamningi bandalagsins, verði nú þegar hækkuð um 6 prósent. Með því er staðið við mótaða stefnu samtak- anna að launamunur innan þess aukist ekki.“ Ábyrgðarmaður blaðsins er Einar Ólafsson, formaður SFR. Nú má spyrja: Fóru þeir stjórn- armenn BSRB að ráðum þessum? Héldu þeir fast við „mótaða stefnu samtakanna"? Sé svo, þá er samningur þeirra við ráðherra í febrúar sl. sami samningur. Hafi hinsvegar verið hvikað frá fyrri stefnu er hér um nýjan samning að ræða. Því höldum við fram og biðjum um að fá að segja já eða nei. Hvað óttast stjórn BSRB? Að lokum tilvitnun í Þjóðvilj- ann 29. ágúst 1980: „bjóðviljinn studdi mjög ein- dregið kjarabaráttu opinberra starfsmanna árið 1977“ segir í foryztugrein blaðsins. Hvað veld- ur fráhvarfi frá fyrri stefnu? Eru þeir að feta í fótspor séra Brynj- ólfs á Ólafsvöllum þá er hann var inntur eftir kenningu frá næst- liðnum sunnudegi og hvort hún væri eigi enn í fullu gildi: „Sei, sei, nú er allt annað uppi á teningnum." Blaðið er nú horfið frá varð- stöðu í kjaramálum. Helgar sig þrætubókarlist urn apótekara- lakkrís á Dalvík. Hver eigi að hrista Mixtúra nervina og malla arnikublandað blývatn handa Ey- firðingum. Það blað er áður hóf gunnfána gegn gerðardómi hefir nú öðru að sinna en málefnum almúga. Fínt skal það vera. Sýslumannaævir með sunnudagssteikinni. Enda stóð ekki á því að blaðið tæki svari foryztusveitar launamanna er samdi við sfjórnvöld um eftirgjöf á launum lágtekjufólks en hækkun hátekjumanna. Sýslumenn 6%, en símastúlkur máttu una við 2%. Fógetar fullar bætur, en lögreglu- menn handjárnaðir í 2%. Ráðu- neytisstjórar ríkuleg laun. Sjúkra- liðum sveiað í neðstu þrep. Látum nú vera þótt blaðið kúventi á kúrsinum með þeim hætti sem nú var lýst. En að þeir er sífellt japla á samráði við launamenn og verkalýð skuli ganga gjörsamlega fram hjá því að leita álits almennra félaga til aðgerða stjórnvalda í kaup- gjaldsmálum, það vekur furðu margra. Ekki . hefir Þjóðviljinn séð ástæðu til þess að geta um óskir almennra félaga BSRB um at- kvæðagreiðslu vegna nýgerðra samninga. Einhvern tíma hefði hann greint frá niðurstöðu Dag- blaðskönnunar um það mál. Þar lýstu fimm af sex er spurðir voru eindregnu fylgi við atkvæða- greiðslu. Hið eina er Þjóðvilinn hefir greint frá þeim tilmælum er hnútukast stjórnar BSRB og svig- urmæli í garð þeirra er undirrit- Opinn fund- ur um bráða- birgðalögin FÉLAG viðskiptafra'ðinema í Háskóla ísland gengst fyrir opnum fundi með fulitrúm stjórnmálaflokkanna. laugar- daginn 21. mars kl. 11.00 í stofu 301. Árnagarði. Fundarefni: Bráðabirgðalögin og efnahagsáætlun ríkisstjórnar- innar. Fulltrúar flokkanna munu kynna viðhorf sinna flokka í örstuttri framsögu. Eftir það verða frjálsar umræður. Áætluð fundarlok eru kl. 16.30. Frummælendur verða frá Al- þýðubandalaginu: Einar Karl Háraldsson ritstjóri. Alþýðu- flokki: Eiður Guðnason alþingis- maður. Framsóknarflokki: Guð- mundur G. Þórarinsson alþingis- maður. Sjálfstæðisflokki: Friðrik Sophusson alþingismaður. Fundurinn er öllum opinn. uðu óskir um almenna atkvæða- greiðslu. Tlvar eru nú „sellurnar" frá árum gerðardómslaga og kaup- bindingar? Eru þær allar lagstar í inflúensu yfirstéttar og horfnar á vit Sýslumannaæva? Ekki hefði Halldór Snorrason unað við „seyrðan mála“ úr hendi Haralds harðráða. Pétur Pétur.sson þulur. Tölvusýning ■ dag kl. 1.00—5.00 Allir velkomnir. TÖLVUDEILO LITASJÓNVÖRP OG HLJÓMT/EKI SKIPHOLTI 19 SlMl 29900 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Njarðvík Glæsilegt einbýlishús úr timbri ásamt bílskúr. Lóö í sérflokki. Verö 780 þús. / 3ja herb. neðri hæö í tvíbýli í mjög góöu ástandi. Sér inngangur. Hentugt fyrir byrjendur. Verö 210 þús. Keflavtk Snoturt endaraöhús á besta staö í bænum. Ræktuö lóö. Verö | 650 þús. / 127 ferm. einbýlishús | ásamt bílskúr. Lóö ræktuö. Úrval aigna á Suöurnesjum. ! Eignamiölun Suöurnesja, l Hafnargötu 57, sími 3868. Kvennadeild Rauda kross íslands Konur athugið Okkur vantar sjálfboöaliöa til starfa fyrir deildina. Uppl. í símum 34703, 37951 og 14909. □ St:. St:. 598103215 — VIII — Sth. kl. 5 □ Gimli 59813237=1. Krossinn Æskulýössamkoma í kvöld kl. 20.30 aö Auöbrekku 34, Kópa- vogl. Alllr hjartanlega velkomnir. Sunnud. 22.3. kl. 13 Básendar, kræklingur, fararstj. dr. Einar Ingi Siggeirsson. Verö 60 kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Fariö frá B.S.I. vestanverðu. (í Hafnarf. v. kirkjugaröinn). Helgarferð 27.-29. marz Páskaferöir: Snæfellsnes, gist á Lýsuhóli, sundlaug. Skiöaferð til Noröur-Svíþjóöar, aöeins 1900 kr. meö feröum, gistingu og morgunveröi. Upp- lýsingar á skrifst. Lækjarg. 6a, sími 14606. Útivist Sálarransóknarfélag Suöurnesja heldur félagsfund þriöjudaginn 24. marz nk. kl. 20.30 í Félags- heimilinu Vík. Keflavík. Erindi /Evar R. Kvaran. Stjórnin Heimatrúboð Óðinsgötu 6A Á morgun hefst vakningarvika. Einkunnarorð vikunnar eru: „Orö trúarinnar". Samkomur hefjast hvern dag kl. 20.30. Spurt mun veröa hvers konar kristniboösárs nytjum viö nú, heföi dauöadómi páfa veriö full- nægt yfir Lúther áriö 1521? Verið velkomin. A M I.I.1SIM, \SIMINS Kll: 1=7%. 22480 kjS1 IHot'O'tt'b’lnbiíi raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar | fundir — mannfagnaöir Hafnfirðingar Vorfagnaður Hrundar verður haldinn í félags- heimili lönaöarmanna Linnetsstíg 3 í dag, laugardaginn 21. mars kl. 21.00. Miðasala frá kl. 2—4 sama dag. Hrókar leika. Skemm tinefndin. Styrktarfélag vangefinna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Bjark- arási við Stjörnugróf laugardaginn 28. marz, nk. kl. 14. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Umræður um sumardvöl vangefinna, framsögumaöur Eggert Jóhannesson for- maður þroskahjálpar. Kaffiveitingar. Stjórnin. SKÍ SKRR Unglingameistaramót íslands 1981 Unglingameistaramót íslands á skíöum verður haldið í Bláfjöllum (ganga, alpagreinar) og við Kolviðarhól (stökk), dagana 4.—6. apríl nk. Þátttökutilkynningar sendist Halldóri Sig- fússyni, Langholtsvegi 126, 104 Reykjavík, fyrir 28. marz. Mótsstjórn. jAV-SJ Wfc,. /zsx 5 OOO w W % Aðalfundur félags starfsfólks í veitingahúsum verður haldinn að Óðinsgötu 7, þriðjudaginn 31. marz kl. 20.00. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. Önnur mál. Stjórnin Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands h.f. veröur haldinn í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík, laugardaginn 28. mars nk., kl. 2 e.h. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Breytingar á reglugerð. 3. Önnur mál. Aögöngumiöar aö fundinum veröa afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í afgreiðslu lögfræðideildar bankans Lækjar- götu 12, dagana 23. mars til 27. mars, að báðum dögum meðtöldum. Reykjavík, 9. mars 1981. Gunnar J. Friöriksson, form. bankaráðs. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUGLYSINGA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.