Morgunblaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
33
Einar Guðjónsson og ívar Jónsson:
Husnæði er nauðsyn
Gegn frumskógarlögmáli leigumarkaðarins
Ástandið á lcigumarkaðnum
hefur sjaldan verið verra en nú.
Ef til vill verður að leita allt
aftur til striðsáranna til að finna
sambærileKan skort á leiguhús-
næði. Vitað er um fjölmarKar
fjölskyldur sem eru sundraðar og
dreifðar meðal ættingja. Þess eru
jafnvel dæmi að fjölskyldumeð-
limir hýrist i sitthvorum lands-
fjórðungnum. t flestum tilfellum
tekur meira en hálft ár og oftar
en ekki mun lengri tíma. að
komast yfir leiguhúsnæði. Fái
fólk á annað borð húsnæði, er það
oft á tiðum neytt til lögbrota: t>að
er algengt að menn greiði fyrir-
fram i ársleigu og i vissum
tilvikum þurfa menn að greiða i
erlendum gjaldeyri. Oft ganga
húseigendur enn lengra i kröfum
sinum.
Opinberir aðilar hafa ekki og
geta ekki gefið haldgóðar upplýs-
ingar um ástandið á húsnæðis-
markaðnum. Einu vitneskjuna er
að hafa frá Leigjendasamtökun-
um.
Orsakir
Hér á landi er mun minna
hlutfall leiguhúsnæðis en gengur
og gerist víðast hvar í nágranna-
löndunum. Til að mynda er nær
óþekkt fyrirbæri hér, að byggt sé
húsnæði, eingöngu til leigu. Stór-
fyrirtæki sem hirða gróða sinn af
leigusölu á húsnæði eru algeng
erlendis. Á íslandi hefur slík
útleiga hinsvegar aldrei orðið að
sjálfstæðum atvinnurekstri, séu
frá taiin einstök tilfelli.
Það er jákvætt að peningaeig-
endur hafi ekki séð sér hag af né
haft tækifæri til að hafa eina af
frumþörfum mannsins fyrir fé-
þúfu, þörfina fyrir húsnæði. Að-
gerðir ríkis og sveitarfélaga hafa
stefnt að því, að sem flestir gætu
eignast sitt eigið húsnæði. Með
þeirri undantekningu að hið opin-
bera telst bera ábyrgð á þeim sem
einhverra hluta vegna geta ekki
bjargað sér í samkeppninni. Orða-
tiltækið „að fara á bæinn" talar
sínu máli og ber með sér að hér
var um að ræða tiltölulega
fámennan hóp af fólki, þá sem
urðu gjörsamlega undir í slagnum.
Samkvæmt athugun Þjóðhags-
stofnunar er nær yfir síðustu
þrjátíu ár og til þess tíma er
hávaxta- og verðtryggingarstefna
kemur til, þá hefur venjulegur
húsbyggjandi aðeins greitt hluta
af kostnaðarverði íbúðar sinnar.
Hitt hafa aðrir greitt. Þarna hafa
komið til hagstæð lán og skatta-
afsláttur, ásamt fleiru. Á sama
tíma hafa leigjendur enga fyrir-
greiðslu hlotið frá opinberum aðil-
um til að mæta húsnæðiskostnaði.
Fagfélögin eða öllu heldur for-
svarsmenn verkalýðsins fylgdu
einnig sömu stefnu sem í sjálfu
sér er ekkert við að athuga.
Húsnæði byggt á félagslegum
grundvelli var og er byggt til
eignar væntanlegra íbúa. Það væri
að vera vitur eftirá að gagnrýna
opinbera aðila og segja þá hafa
fylgt „rangri" stefnu í húsnæðis-
málum. Viðhorf almennings voru
á svipaða lund. Flestir töldu sér
hag af að byggja sitt eigið hús-
næði, af ástæðum sem flestir
þekkja, s.s. vonin um að græða á
verðbólgunni. Fáir möguleikar
gáfust á að fjárfesta í öðru en
steinsteypu. Jafnvel þeir sem í
upphafi töldu skynsamlegra að
leigja, ráku sig mjög fljótt á
vonleysi þeirrar ákvörðunar. Ör-
yggisleysið var algjört: leigjendur
eiga í fæstum tilfellum kost á að
vera um kyrrt á sama stað, nema
fá ár í senn. Aðeins rúm tvö ár eru
síðan þeir sem í leiguhúsnæði búa
bundust samtökum. Afleiðing
þessarar stefnu eða öllu heldur
þessa stefnuleysis: Flestum skal
komið í eigið húsnæði, en engin
áhersla lögð á leiguhúsnæði. En
þetta þýðir að eiginlegur húsa-
leigumarkaður er ekki til. En það
þýðir ekki, að vandamálið hafi
ekki verið til staðar. Þvert á móti
hefur það verið fyrir hendi allt frá
því að þéttbýliskjarnar tóku að
vaxa fyrir alvöru. En á þenslu-
skeiði í efnahagslífinu eins og
ríkti hér fram á miðjan síðasta
áratug, kemur það ekki upp á
yfirborðið. Þegar samdrátturinn
fer að segja til sín, verður „ís-
lenski" draumurinn" að láta verð-
bólguna byggja yfir sig hús, hin
hræðilegasta martröð. Þeim fer
nú ört fjölgandi sem sjá þann kost
einan að leigja. Sérstaklega er hér
um að ræða ungt fólk. Það hefur
líka komið á daginn að hávaxta-
stefnan og hert lánskjör hafa
komið illa niður á ungu fólki sem
hyggst „eignast sitt eigið". Á
leigumarkaðnum eykst umfram-
eftirspurnin stöðugt eins og við-
skiptafræðingar orða það.
Samsetning húsa-
leigumarkaðarins
Leiga á húsnæði er vanalega
skammtímaráðstöfun af beggja
hálfu. Á leigumarkaðnum hér
virðist lítil eignasamþjöppun,
flestir leigusalar leigja einungis
út eina íbúð. Sumir leigja út nýju
íbúðina sína áður en þeir flytja
inn. Annað húsnæði kemur til
vegna erfða eða fækkunar í fjöl-
skyldu. Einnig er hugsanlegt að
ýmsir aðilar sem ekki eiga kosta á
annarri fjárfestingu, leggi sparifé
sitt í húsnæði frekar en að leggja
það í banka. í annan stað er svo
um að ræða fáa einstaklinga sem
hafa lifibrauð sitt af að leigja út
húsnæði.
Með hliðsjón af mjög dreifðri
eign á leiguhúsnæði, verður að
hafa það hugfast að þó nokkur
hluti leiguhúsnæðis er utan við
hinn „frjálsa" markað, húsnæði
sem leigt er ættingjum eða nánum
vinum, og þá 'oftar en ekki á lægra
verði en gengur og gerist.
Hvað er til ráða?
Vegna þess ófremdarástands
sem nú ríkir þrífst allra handa
ófögnuður sem gerir jafnvel frum-
skógarleik Flugleiða að hreinum
barnaleik í samanburði: okur,
miklar fyrirframgreiðslur, leigu-
sala á heilsuspillandi húsnæði.
Því fer fjarri að leigusalar séu
samstæður hópur. Það væri því að
skemmta skrattanum að kenna
þeim um ástandið og fáránlegt af
leigutökum (les: leigukaupendum)
að lýsa yfir heilögu stríði á hendur
leigusölum eins og um meiriháttar
stéttaátök væri að ræða, allra síst
við núverandi aðstæður. Of mikil
harka af hálfu leigutaka hefði
einungis það í för með sér að sá
þröngi markaður sem fyrir er,
þrengdist enn meir og væru það
líklega þeir sem leigja út íbúðar-
húsnæði á sanngjörnu verði sem
drægju sig í hlé, þeir sem að öllum
líkindum eru stærsti hópurinn.
Skammtímaverkefni
Mikilvægasta skammtímaverk-
efnið er að lögbinda samband
leiguaðila. Þar eru lög um húsa-
leigusamninga (Stj.tíð nr. 44/
1979) sem Leigjendasamtökin áttu
stóran þátt í að koma á, mikilvæg-
ur áfangi. Enn vantar hinsvegar
lög um leiguverð og húsaleigu-
styrki. Einnig verður að vinna að
því að fyrrnefnd lög verði endur-
skoðuð hið fyrsta þar sem fram
hafa komið í þeim hugsanavillur
og meiriháttar mótsagnir sem
túlkaðar hafa verið leigjendum í
óhag. í þeim efnum hafa bæði
fógetar landsins og húsaleigu-
nefndir brugðist.
Jafnvel þótt reglugerðir um
heilsuspillandi húsnæði hafi verið
endurbættar og skýrt kveðið á um
framkvæmd þeirra, skortir mikið
á að þeim sé framfylgt í reynd.
Sama er einnig hægt að segja um
húsaleigulögin sjálf, hversu vel
sem lög og reglugerðir eru úr
garði gerð, þá gera þau aldrei meir
en að koma í veg fyrir verstu
níðingsverkin, hrikalegustu óhæf-
una. Þau gera að vísu báðum
aðilum mögulegt að mæta á sann-
girnisgrundvelli, en ein og sér
leysa lög og reglugerðir aldrei
neinn vanda.
Núverandi ráðamenn og ríkis-
stjórn hafa ekki sýnt meiri hug-
myndaauðgi en forverar þeirra.
Þeir viðhalda ófremdarástandinu
svo lengi sem framboð og eftir-
spurn á frjálsum markaði eru
lausnarorð þeirra. En það er
aðeins aukið framboð á leiguhús-
næði í félagslegri eign sem kemur
í veg fyrir endaleysu núverandi
ástands. Gamalmenni búa í stór-
hýsum sem þau eygja ekki
minnstu möguleika á að nýta,
hvað þá að þau komist yfir að
þrífa. Um leið kúldra barnmargar
fjölskyldur í skonsum undir súð, á
meðan stritað er fyrir drauma-
íbúðinni, reynt að gera hinn ís-
lenska draum að veruleika, en
oftar en ekki verður hann að
martröð, í svefni sem völ?u: ef
draumurinn rætist, þá er það ekki
fyrr en væntanlegir erfingjar eru
farnir að leita sér að sinni elgin
tveggja herbergja íbúð með að-
gangi að eldhúsi — 3 herbergja
o.s.frv. Sagan endurtekur sig,
kaldhæðnin skín í gegn.
P.8.: í dag kl. 14.30 gangast
Leigjendasamtökin fyrir almenn-
um borgarafundi að Hótel Borg,
þar sem ástandið á leigumarkaðn-
um verður tekið til umfjöllunar.
Framsögumenn verða: Gunnar
Þorláksson, húsnæðisfulltrúi og
Sigurður E. Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Húsnæðisstofnun-
ar. Leigjendur eru hvattir til að
fjölmenna og reyna að knýja fram
svör um þær reglur er liggja að
baki frumskógalögmáli leigu-
markaðarins.
Einar Guðjónsson,
starfsmaður Leigjenda-
samtakanna.
Ivar Jónsson,
stjórnarmaður Leigjenda-
samtakanna.
i fs <>g óavíia.
Haldið þessarl stöðu höíuðsins á me'ðan lífgunaraðferð
fer fram.
\ SJýSíiff tieftci: á
tdvikiím txíQ.á* ötuíim iHituf
biásii»aí>ðtefSi»ní «f
tíifi böffj s t»* R'ygja varimer t>éii
yiir mcnn Sieitfá 03 n«i. &iá*ið
t«il 03 V3>»i<K}«
ftur * {>« tii nujifts
Btóíiið mt tyfc öí srw-öfri i
n:#•:>* unijif ft&kvffá itg öfrnrii tipj.- é vift
t anf'.ig. að jtrunnut Ufms -itMié v«rfÖi«^»>
avn að :oft:S Jei*s éKKÍ \f9X i;t> öpniö
ýta$tG diiiii--. Étvtof** o? Ufí&
v&rirnaf nðt vei yt-r ret «ttiv:iftrj?ie*;
t.»i8í>»5 «f
þvs' 8?! f,*crtB w; nða verif.
Lærið og þjállíð skynöihjálp.
Lílgunardagur JC
Junior Chamber-hreyfingin á Islandi hefur valið daginn í dag, laugardag, sem sérstakan lifgunardag
til að kynna blástursaðferðina. í því augnamiði hefur JC leitað til SVFÍ, deilda þess og björgunarsveita.
„Þar sem þessi fræðsla hefur verið eitt af markmiðum SVFÍ um fjölda ára er félaginu bæði ljúft og
skylt að verða við þessum tilmælum JC og vill leggja þessu málefni sem mest og best lið þannig að það
nái til sem flestra og verði sameign allra aldurshópa," segir í bréfi frá framkvæmdastjóra SVFI. — Eru
hér birtar leiðbeiningar SVFÍ um blástursaðferðina.
MYNDAMOT HF.
PRENTMYNDAGERÐ
AÐALSTRÆTI • SlMAR: 17152-173S5
INNKAUP HE
ÆGISGÖTU 7, SIMI 22000 REYKJAVÍK
1
KTNNIN6 A ÁLKLÆÐNINGU
Ein vörnin gegn alkalískemmdum í steinsteypu er aö álklæöa húsiö.
Einnig gefur álklæöning möguleika á aukinni einangrun.
Komiö og kynnist A-klæöningunni, fylgihlutum og möguleikum sem
hún býöur upp á.
í Byggingaþjónustunni. Iðnaöarmannahúsinu
Hallveigarstíg l.milli kl.2 og 6