Morgunblaðið - 21.03.1981, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
ANNA BJARNADÓTTIR skrifar frá Bandaríkjunum
Cronkite hættir
fréttaflutningi
TÍMABILI í sögu bandarískra
sjónvarpsfrétta lýkur, þegar
WALTER CRONKITE hættir
fréttaflutningi. Enn heyrist
stundum sagt, að áramót á
Islandi séu ekki söm, síðan
Vilhjálmur Þ. Gíslason hætti að
óska íslenzku þjóðinni árs og
friðar um miðnættið á gamlárs-
kvöld. Á sama hátt mun stór
hluti bandarísku þjóðarinnar
sakna Walters Cronkite frétta-
stjóra og þular kvöldfrétta
CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, en
hann sagði þjóðinni fréttirnar í
síðasta sinn eftir 19 ára frétta-
flutning á föstudagskvöld. Skoð-
anakönnun, sem tekin var 1973,
útnefndi Cronkite traustverðug-
asta mann Bandaríkjanna, og
aðrar kannanir hafa sýnt, að
hann hefur oft notið meiri virð-
ingar á kosningatímum en nokk-
ur frambjóðenda stjórnmála-
flokkanna. Cronkite hefur verið
kallaður frændi allrar þjóðar-
innar, og segja má, að hann sé
afi allra Ameríkana.
Walter Cronkite gekk til
starfa hjá CBS árið 1950. Hann
starfaði áður sem styrjaldar-
fréttaritari United Press og for-
stöðumaður fréttastofunnar í
Moskvu. 1962 byrjaði hann að
lesa kvöldfréttirnar á CBS, en
þær voru gerðar að hálftíma
þætti árið 1963 og að því tilefni
átti Cronkite viðtal við John F.
Kennedy forseta í fréttunum.
Síðan 1968 hafa vinsældir kvöld-
frétta NBC- og ABC-sjón-
varpsstöðvanna ekki komizt í
hálfkvisti við vinsældir kvöld-
frétta CBS, og mörgum finnst
dagurinn ekki fullkominn, ef
þeir hafa svikizt um að horfa á
Cronkite.
Opinberlega segist Cronkite
vilja hætta störfum nú, svo að
hann verði ekki of gamall í
hettunni og missi tilfinningu
fyrir fréttnæmum atvikum.
Fáum þykir mikil hætta á því á
næstu árum og leggja meiri
merkingu í þá skýringu, að CBS
hafi fórnað Cronkite fyrir Dan
Rather, sem er mun yngri maður
og nýtur vinsælda í fréttaþætt-
inum 60 minutes á CBS. Rather
varð kunnur á Watergate-
árunum, þegar hann var frétta-
maður CBS í Hvíta húsinu og
kvikaði hvergi undir hörðu
augnaráði Richard Nixons for-
seta heldur svaraði honum full-
um hálsi. Sá orðrómur hevrðist á
síðasta ári, að Rather væri að
leita fyrir sér hjá öðrum sjón-
varpsstöðvum, en þá kom CBS
upp með það tilboð, að hann tæki
við af Cronkite mun fyrr en
nokkur hafði álitið Cronkite
vilja láta af fréttaflutningnum.
Rather er virtur fréttamaður i
Washington og var lengi talinn
krónprins Cronkites, en mörgum
finnst CBS hafa farið með minni
hlut úr mannaskiptunum.
Heil kynslóð Bandaríkja-
manna hefur alizt upp við fréttir
Cronkites alla virka daga. Hann
sagði frá fyrstu sporum manns-
ins á tunglinu, dauða Kennedy-
bræðranna, Vietnam, Watergate
og heimkomu bandarisku gísl-
anna. Hann fylgdist með og
greindi frá landsþingum stjórn-
málaflokkanna kosningar eftir
kosningar og var fyrstur til að
frétta, að Anwar Sadat forseti
Egyptalands væri reiðubúinn til
að heimsækja Jerúsalem og
ræða við ísraelsmenn, í viðtali,
sem hann átti við Sadat. Sumir
kvarta undan, að hann hafi
stundað litla fréttamennsku
sjálfur, en aðrir láta sér það í
léttu rúmi liggja og segja, að
hann hafi flutt fréttirnar betur
en nokkur annar.
Cronkite mun halda áfram
störfum hjá CBS við gerð tækni-
og vísindaþátta og einhverra
annarra þátta, en hann mun
ekki koma framar fram í kvöld-
fréttum. Hinar sjónvarpsstöðv-
arnar vonast nú til, að vinsældir
kvöldfrétta þeirra aukist og
samkeppnin við CBS verði jafn-
ari í framtíöinni. Mikil athygli
mun beinast næstu vikur og
mánuði að vinsældatölum kvöld-
frétta sjónvarpsstöðvanna
þriggja og fróðlegt verður að sjá,
hvort einhver fréttaþulanna get-
ur tekið við hlutverki Cronkites,
eða hvort hann sé einn þeirra
manna, sem aldrei munu eiga
sinn líka.
AB
Veldur
skattalækkun
auknum tekjum
ríkissjóðs?
Um hagfræði framboðshliðarinnar
og kenningar Arthurs B. Laffers
Það er ekki sjaldan að þjóðsögur
myndist í kring um mikilvæga
atburði og uppgötvanir. Sam-
kvæmt þjóðsögunni uppgötvaði
Isaac Newton þyngdarlögmálið
þannig, að hann sat undir eplatré
einn sólríkan sumardag, þegar
epli féll í höfuð honum. Þessi
atburður varð til þess að hann fór
að velta fyrir sér skýringunni og
setti fram kenningu um þyngdar-
lögmálið.
Álíka er þjóðsagan, sem nú
gengur ljósum logum um Arthur
B. Laffer, hagfræðiprófessor við
viðskiptaháskólann í Suður-Kali-
forníu í Bandaríkjunum. Sam-
kvæmt henni sat Laffer dag einn á
veitingahúsi í Washington, þegar
honum flaug í hug hugmynd.
Hugmyndina setti hann fram í
formi línurits sem hann teiknaði á
servíettu. Það nefnist Laffers-
línuritið í daglegu tali og hefur
haft mikil áhrif á efnahagslegan
þankagang Reagan-stjórnarinnar
í Bandaríkjunum og gengur
reyndar sem rauður þráður í gegn
um allar efnahagsmálaumræður
þar í landi og víða annars staðar,
nú.
Hvað er Laffers-línurit?
En hvað er þá þetta Laffers-
línurit?
Hugmyndin er einföld. Sjálfur
hefur Laffer orðað hana þannig:
„Tvær mismunandi skattapró-
sentur hljóta alltaf að gefa sömu
skattgjaldstekjur í aðra hönd.“
Ef ríkið (eða einhverjir aðrir)
innheimta 100 prósent skatta af
tekjum fólks og fyrirtækja, hættir
öll framleiðsla í hagkerfinu, segir
Laffer og fylgismenn hans. Fólk
vill ekki vinna þegar það veit að
afrakstur erfiðis þess rennur allur
til einhvers annars en þess sjálfs.
Og þegar framleiðslan hættir,
myndast engin verðmæti, engar
tekjur og ekki er hægt að inn-
heimta neina skatta.
Á hinn bóginn ef skattaprósent-
an er 0, það er ef engir skattar eru
innheimtir, getur fólk haldið eftir
öllum sínum tekjum og ríkið
hamlar ekki framleiðslunni. Við
þessar aðstæður er framleiðsla í
hámarki. En vegna þess að skattar
eru engir, eru skattgjaldstekjur
ríkisins engar og þar af leiðandi
verður ekki til neitt eiginlegt
ríkisvald.
Á milli skattprósentunnar 0 og
skattprósentunnar 100 er línurit
(sjá hér að neðan). Ef við segjum
að skattarnir séu lækkaðir úr 100
prósentum og niður að punktinum
A (sjá línuritið) er ljóst að nokkur
framleiðsla mun hefjast að nýju.
Fólk mun þéna og ríkið getur farið
að innheimta skatta að nýju. Með
því að lækka skattana, munu því
skattgjaldstekjur ríkisins aukast,
samkvæmt þessari kenningu Laff-
ers. Hið sama á við á hinum enda
línuritsins.
Við 0-punkt eru engir skattar
innheimtir. Sé þeim hins vegar
komið að markinu B (sjá línurit),
innheimtir ríkið skatttekjur. Það
má því segja að við punktinn A á
línuritinu séu skattar háir, fram-
leiðsla lítil og ríkið fái því litlar
skattgjaldstekjur. Við punktinn B
er mikil framleiðsla, skattar litlir
og skatttekjur ríkisins litlar.
Skattprósenta A og B gefa ríkinu
því sömu tekjur í aðra hönd.
Nákvæmlega hið sama á við um
punkta C og D á línuritinu. Með
því að lækka skattprósentuna úr
A í C mun ríkið fá meiri skatttekj-
ur , þar sem framleiðsla mun
aukast. Skatttekjur ríkisins munu
sömuleiðis aukast við það að
hækka skattprósentuna úr B til D.
Það er við punktinn E, sem bæði
framleiðslan og skatttekjur eru í
hámarki. Ef skattprósentan er
lækkuð niður fyrir punktinn E,
mun framleiðsla aukast, en tekjur
ríkisins hins vegar lækka. Og ef
skattar eru auknir umfram
punktinn E, mun framleiðsla og
tekjur ríkisins af skattheimtu
lækka.
Opið bréf til þín
„Opið bréf til þín“ er heiti á
plötu sem kemur á markaðinn
innan skamms. Á plötunni er
fjölbreytt popptónlist. country,
rokk og reggae svo eitthvað sé
nefnt, en textarnir fjalla allir um
trúarleg málefni. Flytjendur eru
sex ungmenni úr Hvítasunnu-
söfnuðinum Betel i Vestmanna-
eyjum, Rakel Þórisdóttir, Hrefna
Brynja Gisladóttir og tvenn hjón,
Helga Jónsdóttir og Arnór Her-
mannsson og Unnur Ólafsdóttir
og Sigmundur Einarsson. Auk
þess syngur Hermann Ingi Her-
mannsson, Ingi í Logum, eitt
laganna.
Tónlistin að mestu og allir
textarnir utan einn eru eftir
meðlimi sextettsins.
„Platan er, eins og nafnið gefur
til kynna, vitnisburður okkar til
fólksins í landinu," sagði Sig-
mundur Einarsson í spjalli við
Mbl. „Til dæmis fylgja henni
Ný íslensk
„gospelu-plata
væntanleg á
markað innan
skamms
textar með tilvísunum í ritningar-
staði. Þráðurinn í gegnum plötuna
er hinn syndugi maður án vitund-
ar um Guð, frelsið í Jesú Kristi og
tilvonandi heimferð. Þetta er
opinn vitnisburður okkar af
reynslu okkar með Guði.“
— Lítið hefur verið um að
poppplötur með kristilegum text-
um, svokallaðar „gospel-plötur"
hafi verið gefnar út hérlendis.
Hvers vegna?
„I fyrsta lagi er kostnaðurinn
gífurlegur. Kristnir menn á ís-
landi stunda yfirleitt mikið fórn-
arstarf. Allt kristniboð er rekið af
söfnuðum eða einstaklingum. Það
er heldur ekki langt síðan farið
var að hljóðrita plötur hér á landi.
Áður fyrr var slíkt gert erlendis
og það geysilegt fyrirtæki.
Það spilar lfka mikið inn í að
fólk sem leikur „gospel-tónlist" er
ungt fólk og hefur ekki efni á aö
standa í plötuútgáfum. Það spilar
ekki á böllum, það gefur vinnu
sína og kaupir hljóðfærin yfirleitt
sjálft. Ekkert fé rennur inn.“
— Hvað kemur þá til að þið
hafið farið út í plötuútgáfu?
„Sextettinn var stofnaður fyrir
ári síðan. Ég flutti til Vestmanna-
eyja ásamt konunni minni haustið
Sigmundur Einarsson
1979. Þar kynntumst við hjónum
sem, eins og við, hafa áhuga á
tónlist og við fengum þá hugmynd
að stofna hljómsveit, „gospel-
hljómsveit". Þetta var í október
svo það leið langur tími þar til
hugmyndin varð að veruleika.
En þá var eins og við værum
kölluð saman. Við fórum að æfa
ásamt tveimur stúlkum, Rakel og
Hrefnu Brynju. En við sáum
engan tilgang með hljómsveitinni
sem slíkri fyrr en við höfðum æft í
u.þ.b. mánuð. Þá var ákveðið að
hafa hér herferð, „ísland fyrir
Krist 1980“. Þá loksins sáum við
tilganginn með starfi okkar. Við
vorum oft kölluð upp á land það
sumar og þjónusta okkar var
mikil.
Þegar svo sumarmóti Hvíta-
sunnumanna lauk ákváðum við að
hvíla okkur í tvo mánuði. Ég vildi
helst að við hvíldum hljómsveitina
fram yfir áramótin og æfðum þá
fram að herferðinni sem verður á
vegum Hvítasunnumanna í ár.
En þá var hringt í okkur frá
Akureyri og við vorum beðin um
að syngja inn á snældu sem gefin
yrði út til styrktar byggingu
nýrrar kirkju Hvítasunnumanna
þar. En umræðurnar um snæld-
una fóru að snúast um plötuupp-
töku. Bóka- og blaðaútgáfa Hvíta-
sunnumanna ákvað að fjármagna
útgáfuna svo við ákváðum að
hefjast handa."