Morgunblaðið - 21.03.1981, Page 35

Morgunblaðið - 21.03.1981, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981 35 EINAR K. GUÐFINNSSON skrifar frá Bretlandi Gömul hugmynd Á það þarf að leggja áherslu að á Laffers-línuritinu eru engar tölur, nema skattprósenturnar 0 og 100. Þannig markar E punktur- inn engan veginn skattprósentuna 50. Punkturinn E þýðir einfald- lega að jafnt minni og meiri sköttun mun gefa ríkissjóði minni tekjur. Jude Wanniski er skrifaði fyrir nokkru í bandaríska tímaritið Public Interest, sagði: „Hugmynd- in að baki Laffers-línuritinu er eflaust jafn gömul heimsmenning- unni, en því miður hefur það bögglast fyrir stjórnmálamönnum að skilja hana.“ Hvað sem um þessa fullyrðingu má segja þá er það víst að menn hafa fyrr bent á að of mikil skattlagning geti dregið úr þjóðarframleiðslu. Þannig má minna á að sjálfur David Hume skrifaði fræga rit- gerð um skatta árið 1756 og sagði að hóflausir skattar tortímdu at- vinnuvegunum, þar sem þeir leiddu til örvæntingar. Hvar á línu- ritinu er ísland? Um það munu menn sennilega ekki deila að ofsköttun muni á endanum draga úr skatttekjum ríkisins. Slíkt ætti hvert manns- barn að sjá í hendi sér og kúrvan sem Laffer dró á servíettuna forðum ætti að skýra það vel. Um hitt er erfiðara að segja hvar hinar ýmsu þjóðir séu stadd- ar á skattalínuriti Laffers. Erum við íslendingar til dæmis komnir upp fyrir E punktinn, og myndi skattalækkun því gefa ríkissjóði meira í aðra hönd? — Um það má eflaust deila, en ugglaust myndu flestir íslenskir hagfræðingar svara því til að við séum enn fyrir neðan E á línuriti Laffers, enda hafi það sýnt sig að hækkaðir skattar hafi skilað sér í auknum tekjum ríkis og sveitarfélaga. Sjálfur segir Laffer að ástandið sé þannig í Bandaríkjunum að ef ríkisstjórnin hækkaði skatta, þá myndu tekjur hennar minnka. Skattalækkun myndi hins vegar skila sér í auknum tekjum ríkis- ins. Margir vinir Laffers eru nú í áhrifamiklum embættum á vegum Reagans forseta. Fæstir þeirra taka þó undir með honum full- komlega. Enda gera flestir ráð fyrir því að skattalækkanir þær sem boðaðar eru nú í fjárlaga- drögum forsetans muni skila bandarískum ríkissjóði minni tekjum. Hin gamla kenning Frá því í heimskreppunni var það lengst af viðtekinn sannleikur meðal stjórnmálamanna og hag- fræðinga að ríkisstjórnir gætu auðveldlega haft tök á kreppum og ofþenslu í efnahagslífinu með því að hafa áhrif á heildareftirspurn- ina í hagkerfinu. í kreppuástandi væri auðveldast að ríkið yki pen- ingaframboðið, til dæmis með hallarekstri á fjárlögum. Þegar verðbólga þjái hagkerfið ætti ríkisvaldið að hafa forystu um að draga úr eftirspurninni. Árið 1967 og 1968 var þessi kenning gagnrýnd harðlega af hagfræðingunum Phelps og Fried- man og segja má að fylgi hennar hafi dvínað mjög síðasta áratug- inn. Reynsla Vesturlanda af því að hafa samtímis verðbólgu og efna- hagssamdrátt hefur grafið mjög undan þessari gömlu kenningu. „Framboðshliðar- hagíræði“ Þeim hagfræðingum, sem lagt hafa fremur áherslu á framboðs- hliðina, hefur vaxið mjög fiskur um hrygg. Fyrrgreindur Arthur. B. Laffer er einn þessara manna og títtnefnt línurit hans sýnir það auðvitað ljóslega. Fáir munu efast um að skatta- lækkun muni geta aukið eftir- spurn í þjóðfélaginu og því ýtt undir hagvöxt. Það liggur líka í hlutarins eðli að ef ráðstöfunarfé almennings eykst, eykst líka eftir- spurnin í þjóðfélaginu. En margir hagfræðingar myndu hins vegar halda því fram að slík eftirspurn- araukning myndi á hinn bóginn auka verðbólguna. Nema því að- eins að fylgt yrði strangri pen- ingamálapólitík af hálfu ríkis- stjórnar og Seðlabanka. Framboðshliðar-hagfræðingar líta málin öðrum augum. Þeir halda því fram að stöðugur niður- skurður skatta muni auka fram- leiðsluna í þjóðfélaginu. Og að það muni jafnframt hafa jákvæð áhrif á sparnaðinn í þjóðfélaginu. Þegar þegnarnir geri sér ljóst að aukið ráðstöfunarfé þeirra verði ekki skattlagt, muni þeir leggja sig fram um að vinna meira, þéna meira og geta því eytt meiru, jafnframt því að leggja meira fyrir. Skera, skera ... Laffer og stuðningsmenn hans segja að ríkisstjórnin eigi að skera niður skatta án tillits til verð- bólgustigsins ellegar hallans á fjárlögunum. Skattalækkunin muni hvort eð er auka svo fram- leiðsluna að lítil hætta sé á að eftirspurnaraukningin hafi áhrif á verðbólgustigið. Laffer er hliðholl- ur þeim hagfræðingahópi, er telur að verðbólga myndist þegar pen- ingamagn er aukið meira en nem- ur aukningu þjóðarframleiðslunn- ar. Þar sem þjóðarframleiðslan mun aukast meira vegna skatta- lækkunarinnar, verður auðveldara að stjórna peningamagninu. Auk þess segir Laffer að þegar saman fari verðbólga og efnahagssam- dráttur, eins og í Bandaríkjunum, myndist halli á ríkissjóði og eina leiðin til að útrýma honum sé að auka eftirspurnina með skatta- lækkun. Stenst kenningin? Sú spurning sem hæst rís er auðvitað hvort sú kenning Laffers standist, að skattalækkun muni geta af sér slíka framleiðniaukn- ingu að það nægi til að koma í veg fyrir verðbólguáhrifin af slíkri aðgerð. Ekki liggja fyrir miklar athuganir á þessu. Sjálfur lítur Laffer aftur til ársins 1964 en þá voru skattar lækkaðir. Sú skattalækkun er kennd við forsetana Lyndon B. Johnson og John F. Kennedy. Hinn síðarnefndi nýtur mikils álits hjá Laffer og sagt er að hann vitni gjarnan í ræður hans máli sínu til stuðnings. Bandaríski hagfræðingurinn, Evens, hefur rannsakað áhrif Kennedy-Johnson skattalækkun- arinnar og komist að þeirri niður- stöðu að hún hafi haft áhrif í þá átt, sem Laffer heldur fram. Þá hafa tveir kunnir hagfræðingar, Jerry Hausman við MIT-háskól- ann og Harvey Rosen við Prin- ceton-háskóla, lokið við skýrslu þar sem fram kemur að skatta- lækkun hefur miklu meiri áhrif á vinnugleði manna en hingað til hefur verið haidið fram. Þá er þess að geta að Laffer og Wanniski, sem fyrr er vitnað til, vinna báðir sem efnahagsráðgjaf- ar hjá stjórn Puerto Rico. Að frumkvæði þeirra hafa skattar verið lækkaðir á eyjunni um fimm prósent á ári frá því árið 1977. Samkvæmt upplýsingum banda- ríska fjármálablaðsins Fortune, hafa áhrifin orðið þau að skatt- tekjur Puerto Rico jukust um 17 prósent í fyrra miðað við fjár- hagsárið á undan. Markmiðið lægri rikisútgjöld Margir valdamiklir menn í bandarískum stjórnmálum nú hafa orðið fyrir áhrifum af kenn- ingum Arthurs B. Laffers, þó varla séu þeir margir sem gleypi þær hráar. David Stockman yfir- maður fjárlagagerðar er einn þeirra sem þekkja kenningarnar gjörla og örugglega sér þess merki í fjárlagafrumvarpi Reagans nú. Margir kunnir hagfræðingar eru þó efins um þessa nýju kenningu sem fer nú sem hvítur stormsveipur um bandarískt stjórnmálalíf. Einn þeirra er nób- elsverðlaunahafinn í hagfræði, Bandaríkjamaðurinn Milton Friedman, sem margir þekkja. Hann sagði nýlega í fréttatímarit- inu Newsweek: „Sumir talsmenn skattalækkunar hafa haldið því fram að lægri skattar myndu gefa af sér meiri skatttekjur ... En markmiðið ætti ekki að vera hærri skattgjaldstekjur, heldur lægri, og jafnframt lægri ríkisútgjöld. Ef skattalækkun myndi auka tekjur ríkissjóðs, væri einfaldlega ljóst að skattarnir hefðu verið lækkaðir nægjanlega." Heimildir: Bandarísku tímaritin Public Interest og Fortune. Fréttatímaritió Newsweek. „Þöríin fyrir lofsöng jafn mikil og á dögum Davíðs konungs“ — Þú talaðir áðan um að ungt fólk léki „gospel-tónlist". Hvers vegna finnur það þörf hjá sér til að tjá sig á þennan hátt? „Ég trúi því að það sé reynsla þess með Jesú Kristi, lifandi reynsla, hinn kristni tónlistar- maður tjáir sig með textanum. Og ég held að þörfin fyrir að lof- syngja Guð sé jafn mikil núna og á dögum Davíðs konungs. Þegar Sálmur 150 er lesinn, sér maður hvernig þeir lofsungu Guð í þá daga. — Er mikið um það að ungt fólk starfi að kristnum málefn- um? „Nú þessa stundina þekki ég best til í Vestmannaeyjum. Þar er mikil vakning meðal ungs fólks. Eins og það tel ég að Jesús Kristur sé eina svarið fyrir þann Islending sem leitar að innri friði. Ég tel að öll íslenska þjóðin þurfi að vakna upp til meðvitundar um Jesúm Sextettinn við upptöku plötunnar. Talið frá vinstri: Sigmundur Einarsson, Rakei Þórisdóttir, Hrefna sem lifand' frelsara en ekki dauð- Brynja Gísladóttir, Unnur Olafsdóttir, Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson. an Guð. Fólk er byrjað að tala um Jesúm Krist við hina kristnu. Það er ekki lengur hrætt við að tjá sig. Menn eru ekki lengur hræddir við náungann í þessum efnum. Þeir finna að þeir hafa þörf fyrir Guð. Sumir leita í eiturlyfjum eða spíritisma, aðrir leita að friði með sefjun. En þeir finna hann ekki, finna ekki þann frið sem Jesús gefur. Það er trú mín og reynsla að Hann sé sá eini sem gefur frið. — Popptónlist og Krist fá sum- ir ekki til að passa saman. Hefur þú fundið fyrir því að fólk sé ekki hrifið af slíku, vilji heldur hafa sálmana með hefðbundnum hætti og takti? „Alls staðar þar sem við höfum sungið, hefur fólk þakkað okkur fyrir tónlistina, enginn hefur beð- ið okkur um að breyta henni. Við berum tónlistina fram frjálst og óþvingað. Á þann hátt þökkum við Guði fyrir lífið í Honum. Fólk finnur að við erum einlæg. Því eins og titillag plötunnar byrjar, „Þér eruð opið bréf, þekkt og lesið af öllum“, þannig held ég að líf hins kristna manns eigi að vera,“ sagði Sigmundur að lokum. — rmn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.