Morgunblaðið - 21.03.1981, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
36
Minning:
Sigmundur Sig-
urðsson bóndi
Syðra-Langholti
Það mun hafa verið sumarið
1927 að ungur búfræðingur réðst
til starfa hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands. Hann ferðaðist um
héraðið með hesta sína og plóg og
braut land til ræktunar fyrir
bændur.
Þótt Sunnlendingar fyndu þá
þegar að dugur og kapp fylgdi
hverri athöfn hans í ríkum mæli
þá áttu þeir eftir að kynnast
þessum unga manni nánar eftir að
hann hóf búskap þar eystra. Sig-
mundi í Syðra-Langholti var brátt
skipað í fremstu sveit sunnlenskra
bænda og þar var hann i fylk-
ingarbrjósti um hálfrar aldar
skeið og það með þeim hætti að
eftir var tekið og mun lengi verða
vitnað til starfa hans þar. Aræði
hans og bjartsýni var viðbrugðið
og trú hans á gróður jarðar og
ræktun landsins var sannfærandi
og smitaði frá sér langt út fyrir
næsta nágrenni hans.
Sigmundur Sigurðsson var
fæddur að Litla-Kálfalæk í
Hraunhreppi á Mýrum 8. mars
1903. Hann var því fullra 78 ára er
hann lést 12. þessa mánaðar.
Sigmundur ólst upp með foreldr-
um sínum, Kristjönu Bjarnadótt-
ur og Sigurði Sigmundssyni,
bónda að Miklaholti á Mýrum
ásamt systkinum sínum, sem öll
báru með sér að vera sprottin af
sterkum stofni og starf önnum.
Sigmundur frá Miklaholti iauk
námi á llvanneyri vorið 1926. Þá
kaus hann að hleypa heimdragan-
um og kynnast búskap bænda
víðar en í heimahögum. Strax að
námi loknu hóf hann umferða-
vinnu um Borgarfjörð og síðan á
Suðurlandi, eins og áður er að
vikið.
Oft kom það fram í máli Sig-
mundar að Hvanneyrardvölin og
búnaðarfræðslan, sem hann naut
þar, hafi opnað augu hans fyrir
þeim möguleikum, sem landbún-
aðurinn byggi yfir, þegar sæmileg
ytri skilyrði væru fyrir hendi. Um
leið varð honum ljóst hverjum
erfiðleikum það væri bundið að
hefja ræktunarbúskap á blautum
mýrarjörðum við ríkjandi aðstæð-
ur.
Þau tvö sumur sem hann stund-
aði umferðavinnu í Borgarfirði og
á Suöurlandi, leit hann hýru auga
margt góðbýlið og leitaði eftir
eignarhaldi á ýmsum þeirra. Að
lokum staðnæmdist hann við
Syðra-Langholt í Hrunamanna-
hreppi, keypti þá jörð og hóf þar
búskap vorið 1928 með ungri konu
sinni, Önnu Jóhannesdóttur frá
Fremri-Fitjum í Miðfirði.
Mönnum þótti þau frumbýl-
ingarnir færast mikið i fang að
kaupa slíka stórjörð og hefja þar
búskap. Það kom þó fljótt í ljós að
Sigmundur og Anna voru vandan-
um fyllilega vaxin. Og með hverju
ári sem leið, með nýjum og áður
óþekktum möguleikum og vaxandi
tækja- og tæknibúnaði jukust um-
svif þeirra hjóna. Heimili þeirra
varð strax mannmargt, foreldrar
Sigmundar og systkini fluttu til
þeirra að Langholti og börnin
þeirra fimm uxu úr grasi og
enginn lá á liði sínu. Allir höfðu
verk að vinna við stórfelldar
umbætur á jörðinni, bæði að því er
varðaði byggingar og ræktun.
Fyrr en varði var í Syðra-Lang-
holti eitt stærsta bú í Arnessýslu.
Þar standa reisulegar byggingar
og snyrtilegar á breiðum grósku-
miklum túnum og sjást langt að.
Eins og að líkum lætur voru
Sigmundi fengin í hendur ýmis
störf fyrir sveit sína og hérað.
Hann átti sæti í hreppsnefnd um
langt árabil og var oddviti Hruna-
mannahrepps um 20 ára skeið.
Hann var athafnasamur oddviti
og kom í heila höfn mikilsverðum
málum fyrir sveitarfélag sitt, svo
sem byggingu félagsheimilis,
byggingu skóla og vatnsveitu-
framkvæmdum. Hann vann að
gerð hitaveitu og skipulagi byggð-
ar á Flúðum, svo nokkuð sé nefnt.
Þegar sjálfstæðismenn stofnuðu
til félagsskapar í ofanverðri Ár-
nessýslu árið 1962 þá var Si-
gmundur kvaddur þar til forustu.
Því formannsstarfi gegndi hann í
15 ár og hélt þannig á málum að
Sjálfstæðisflokknum jókst fylgi á
þeim slóðum. Á vettvangi stjórn-
málanna var áhugi hans vakandi.
Svo var og í hverju því starfi sem
hann fékkst við. Sigmundur var
góður ræðumaður og ræður hans
voru sannfærandi enda spegluðu
þær þann ríka þátt í skapgerð
hans, sem var óvenjulegt fjör í
hugsun og áhugi, við séhvert
viðfangsefni, sem hann vann að.
Sjálfstæðismenn þakka honum
störf hans í þeirra röðum, bæði
heimamenn í Árnessýslu og víðar
um land.
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi
buðu hann fram við kosningar til
Búnaðarþings og var Sigmundur
fulltrúi þeirra þar í 24 ár, eða svo
lengi sem heilsa og kraftar leyfðu.
Arið 1963 var efnt til fasteigna-
mats um allt land. Sigmundur var
þá skipaður formaður fasteigna-
matsnefndar Árnessýslu og starf-
aði við það til 1970. Ég tel mig
hafa haft af því ánægju og gagn
að starfa í fasteignamatsnefnd
þessi ár með þeim ágætis starfs-
félögum sem þar unnu, en auk
Sigmundar, sem leiddi starf
nefndarinnar, starfaði Sigurgrím-
ur í Holti með okkur, en hann var
bæði þaulvanur slíkum störfum,
glöggskyggn og samvinnuþýður.
Nú eru báðir þessir félagar
minir og vinir horfnir sjónum
okkar. Báðum þeim var hollt að
kynnast og þroskandi að vinna
með þessi ár sem matsstörfin
stóðu yfir. Ég á um þá báða góðar
minningar einar, sem ég geymi í
þakklátum huga.
Eins og hér hefur verið drepið á,
þá áttum við Sigmundur í Lang-
holti gott og langt samstarf á
ýmsum vettvangi. Við vorum sam-
tímis oddvitar í nágrannasveitum
og áttum þá oft samleið í mái-
flutningi utan sveitar. Og á vet-
vangi stjórnmálanna lágu leiðir
okkar saman öll okkar bestu ár.
Skyndilega er þetta samstarf rofið
við andlát Sigmundar. Þó verður
ekki sagt að það bæri að fyrir-
varalaust. Um tugi ára átti hann
við erfiðan heilsubrest að stríða,
svo erfiðan að þeir sem til þekktu
undruðust þrek hans og sjálfsögun
að gefast ekki upp í baráttunni við
sjúkdóminn. Lífsvilji hans var
sterkur og áhugamálin mörg og
áleitin. Nú er lífsþráðurinn slitinn
og erfiðri sjúkdómsgöngu lokið
eftir langa og stranga raun.
Að leiðarlokum þökkum við
hjónin Sigmundi langa samfylgd
og vináttu og biðjum þess að
Anna, eftirlifandi kona hans, megi
finna þann styrk í trú sinni og
minningum frá liðnum árum, að
tregi hennar verði henni ekki
óbærilegur.
Börnum þeirra og afkomendum
öllum vottum við innilega samúð
og óskum þess að „sá guð er ræður
himni háum“ leiði Sigmund fyrstu
sporin í nýrri veröld og styrki alla
þá sem mest hafa misst, á erfiðri
skilnaðarstund.
Steinþór Gestsson
Hinn 12. mars sl. andaðist í
Vífilstaðaspítala Sigmundur Sig-
urðsson bóndi í Syðra-Langholti í
Hrunamannahreppi.
I dag verður þessi merki heið-
ursmaður jarðsettur að Hrepphól-
um í heimasveit sinni.
Sigmundur var fæddur að
Litla-Kálfalæk í Hraunhreppi í
Mýrasýslu 8. mars 1903, en ólst
upp með foreldrum sínum, Krist-
jönu Bjarnadóttur og Sigurði Sig-
mundssyni bónda, að Miklholti í
sömu sveit.
Kynni okkar Sigmundar hófust
austur í Flóa fyrir tæpum fimmtíu
og fjórum árum. Sigmundur hafði
lært plægingar og önnur jarð-
ræktarstörf hjá Búnaðarsambandi
Borgarfjarðar á árinu 1924 og
stundaði slík störf hin næstu ár í
Borgarfirði og á Suðurlandi.
Ég hafði farið með ömmu minni
í stutta heimsókn, snemma
sumars 1927, að Eyði-Sandvík í
Flóa, en þar bjuggu þá æskuvin-
kona ömmu minnar Guðný
Guðnadóttir og maður hennar
Bjarni Stefánsson. Þau voru for-
eldrar Brynjólfs Bjarnasonar
fyrrv. alþingismanns og ráðherra.
Þar hitti ég Sigmund Sigurðsson í
fyrsta sinn, en hann vann þá að
plægingum í Eyði-Sandvík á veg-
um Búnaðarsambands Suðurlands
ásamt öðrum ungum og vöskum
manni. Ég fékk að sleppa hestum
þeirra og stundum einnig að sækja
þá og líkaði mér sú ráðstöfun
stórvel.
Næst bar fundum okkar Sig-
mundar saman á haustdögum
sama ár, en þá var hann búinn að
ráða sig vetrarlangt hjá Magnúsi
bónda á Kirkjubóli við Laugarnes-
veginn rétt innan við Reykjavík.
Meðal annarra starfa þar keyrði
Sigmundur út mjólk til fastra
kaupenda í Reykjavík. Meðal
þeirra voru foreldrar mínir. Sig-
mundur varð brátt mikill aufúsu-
gestur á heimili þeirra og tókust
fljótlega með þeim og Sigmundi
hin ágætustu kynni og vinátta,
sem entust alla ævi. Þessi vinátta
og samgangur við Sigmund og
fjölskyldu hans gekk svo í erfðir
til fjölskyldu minnar. Sem ungur
drengur dvaldi ég tvö sumur í
Syðra-Langholti og löngu síðar
tvö börn okkar hjóna. Öll minn-
umst við þessara sumardvala á
Syðra-Langholtsheimilinu með
þakklæti í huga.
Meðan Sigmundur var við jarð-
ræktarstörf á Suðurlandi sumarið
1927 var hann öllum stundum að
leita fyrir sér að góðri bújörð.
Loks frétti hann að ekkja, sem
búið hafði á hluta jarðarinnar
Syðra-Langholts í Hrunamanna-
hreppi, vildi selja jarðarpart sinn.
Var Sigmundur þá ekki seinn á sér
að líta á jörðina og síðan að kaupa
hana, en búskap þar hóf hann
vorið 1928. Syðra-Langholt stend-
ur uppi á allháum ási, sem skagar
suður úr Langholtsfjalli. Þarna er
mikil náttúrufegurð og tignarleg
fjallasýn. En Sigmundur hefir
ekki aðeins hrifist af henni heldur
hefur hann einnig séð að þarna
var búsældarlegt og miklir mögu-
leikar fyrir hendi fyrir dugmikinn
og framsækinn bónda.
Með Sigmundi fluttust að
Syðra-Langholti foreldrar hans og
fjögur af fimm systkinum hans.
Ég réðist þetta fyrsta búskapar-
sumar Sigmundar til hans sem
snúningadrengur og dvaidi þar
það sumar og hið næsta í besta
yfirlæti. Þá var nú öldin önnur,
aðeins bílfært að Sandlæk í Gnúp-
verjahreppi og engin brú komin á
Stóru-Laxá.
Þegar ég kom fyrst að Syðra-
Langholti var þar tvíbýli. í svo-
nefndum Vesturbæ bjuggu góð og
elskuleg hjón með börnum sínum.
Þau hétu Gróa Jónsdóttir og
Kristján Magnússon, bróðir Helga
Magnússonar, kaupmanns í
Reykjavík, sem allir eldri Reyk-
víkingar muna vel eftir. Sambýlið
við fólkið í Vesturbænum var eins
gott og best verður á kosið.
I Austurbænum, en svo var
eignarhluti Sigmundar nefndur,
var nú aldeilis hugur itmann-
skapnum á þessum árum. Allir
lögðust þar á eitt að vinna heimil-
inu og jörðinni allt það gagn er
þeir máttu enda stóð ekki á
árangrinum, því brátt risu upp ný
peningshús og íbúðarhús. Túnið
stækkaði óðfluga og kúm, sauðfé
og hrossum fjölgaði ár frá ári.
Enn eru mér minnisstæðar bjart-
ar vornæturnar 1928 og 1929
þegar Sigmundur, laus við allt
tímaskyn, var að plægja og herfa
og stækka tún sin og notaði við
þau störf stólpagripinn Kembing,
sem er stærsti og sterkasti hestur
íslenskur, sem ég hefi nokkurn
tímann augum litið. Sigmundur
var svo kappsfullur við störf sín á
þessum árum, að það var eins og
hann væri alltaf í kapphlaupi við
tímann. Hann hafði ungur ákveðið
að taka daginn snemma og ljúka
miklu dagsverki og það tókst
honum sannarlega.
Eignarjörð sína, Syðra-Lang-
holt, hefur hann gert að einni
bestu bújörð á landinu og rekið
þar stórbú, að segja má alla tíð.
Þegar Sigmundur hóf búskap í
Syðra-Langholti var heyfengur
hans um 200 hestburðir og sex kýr
í fjósi, en fyrir nokkrum árum
síðan var heyfengurinn kominn
yfir 3000 hestburði og um 70
„höfuð" í fjósi. En það var ekki
aðeins hið óvenjulega mikla kapp
og harðfyigi Sigmundar, sem gerði
hann að góðum búmanni. Hann
hafði einnig hlotið mjög haldgóða
menntun á því sviði í Bændaskól-
anum á Hvanneyri, en þar stund-
aði hann nám 1924—1926. Þar
hitti Sigmundur einnig unga og
föngulega stúlku, sem síðar varð
eiginkona hans. Þau Sigmundur
og Anna Jóhannesdóttir, bónda að
Fitjum í Miðfirði, gengu í hjóna-
band 23. maí 1929 og er mér sá
dagur mjög minnisstæður, því þau
bjuggu þá hjá foreldrum mínum
hér í Reykjavík. Með Önnu fékk
Sigmundur þeirrar konu, sem átti
eftir að standa við hlið hans í
blíðu og stríðu í yfir hálfa öld og
reynast honum sá besti lífsföru-
nautur sem hugsast getur. Þau
Anna og Sigmundur eignuðust sex
börn. Hið elsta, Alda, dó á öðru
ári, en hin fimm komust öll upp og
eru, sem vænta mátti, hið mesta
myndarfólk. Elstur er Jóhannes,
bóndi og kennari. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Laugarvatni vorið 1954 og
gerðist bóndi í Syðra-Langholti
það sama ár. Hann er kvæntur
Minning:
Magnús Hjartarson
frá Hellissandi
Fæddur 4. nóv. 1907.
Dáinn 12. mars 1981.
I dag er til moldar borinn í
Ingjaldshólskirkjugarði Magnús
Hjartarson sjómaður frá Hellis-
sandi, en hann lést í Landspítalan-
um fimmtudaginn 12. þessa mán-
aðar.
Það var í desember í fyrra sem
Magnús heitinn fór að finna fyrir
þeim sjúkdómi sem átti eftir að
heltaka hann svo að eftir nokkrar
vikur var hann allur.
Ég sem þessar línur rita var
búinn að þekkja Magnús heitinn í
um tuttugu og fimm ár, en allan
þann tíma unnum við saman á sjó
og við þau störf sem að sjó-
mennsku lúta. Sjómennska var
ævistarf hans. Til marks um
áhuga hans á starfinu má geta
þess að Magnúsi héldu engin bönd
þegar starfið var annars vegar.
Heitekinn þeim sjúkdómi sem
leiddi hann til dauöa fór hann út í
verbúð til að fella þorskanet.
Þrátt fyrir sjúkleika felldi hann
fjörtíu net. Við línubeitingar stóð
hann og beitti sín átta og níu bjóð
þar til héraðslæknirinn lét hann
fara suður til Reykjavíkur til
rannsóknar núna fyrir jólin.
Magnús Sigurvin Hjartarson
fæddist í Ólafsvík. Þau voru níu
systkinin og misstu föður sinn,
Hjört Gíslason, þegar Magnús var
aðeins sex ára. Hjörtur varð
bráðkvaddur. Það gefur auga leið
að ekki hafa verið bjartir tímar
framundan fyrir móður hans og
systkinin. En Sigríður heitin Páls-
dóttir, móðir þeirra systkina, var
þannig af guði gerð að það var
ekki nema eitt sem gilti. Ein og
óstudd skyldi hún koma barna-
hópnum upp og stóð hún svo
sannarlega við heit sitt.
Lífsviðhorf Magnúsar og þeirra
systkina markaðist af því sem
móðir þeirra kenndi þeim um
mikilvægi þess að standa á eigin
fótum og vera engum háður. Sá
skóli var þeim sjálfum og landi og
þjóð ekki síðri en langskólanám.
Það hvarflaði ekki að þeim systk-
inum að heimta allt af þjóðfélag-
inu. Þau treystu á eigin afl og
getu. Magnúsi var kennt í æsku að
þiggja ekki af öðrum og það sóttist
seint að fá hann til að taka á móti
eliilífeyri. Slíkt þótti honum vera
ölmusa.
Þeim fer nú ört fækkandi þess-
um stórmennum lítils þjóðfélags
með þennan hugsunarhátt. En vel
mætti ungt fólk reyna að skilja þá
og meta.
Móðir þeirra systkina, Sigríður
Pálsdóttir, fluttist 1918 tii Hellis-
sands og þar var heimabyggð
Magnúsar Hjartarsonar til ævi-
loka.
Sjórinn, sjósóknin og sjóvinnan
tók hug Magnúsar allan frá því
fyrst að hann man eftir sér og þar
til yfir lauk. Magnús sótti sjóinn
fast úr Krossavík og var hann
formaður á árabátum og trillubát-
um.
Magnús stofnaði heimili með
Kristínu Oddsdóttur 1930 og eign-
uðust þau eina dóttur, Valdísi,
sem er fædd 1931. Kristín dó í
blóma lífsins árið 1951 og varð
banamein hennar svipaður sjúk-
dómur og Magnús varð að lúta í
lægra haldi fyrir.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Magnúsi og Val-
dísi dóttur hans um það leyti sem
ég hóf formennsku í Ólafsvík 1952
og hefur samvera okkar staðið
síðan. Við Valdís gengum í hjóna-
band 1958. Þau eru orðin mörg
dagsverkin hans Magnúsar,
tengdaföður míns, við Skarðsvík-
urútgerðina og verða seint metin
til fjár. Ekki hugsaði hann um
hvað mikið fengist fyrir hverja
vinnustund heldur var honum
mest í mun að útgerðin gengi sem
best. Ósérhlífnari maður við vinnu
var vandfundinn.
Fyrir okkur sem stöndum að
Skarðsvíkurútgerðinni er fráfall
Magnúsar sár missir og er erfitt
að trúa því að Magnús skuli
horfinn okkur. Við viljum af alhug
þakka honum alla fórnfýsi hans í
tuttugu og fimm ár. en þetta er
leiðin okkar allra. Þótt sárt sé til
þess að hugsa að sjá ekki Magnús
framar þá þakka ég guði fyrir að
hafa átt svo marga daga með
honum. Það er bjart yfir samferð-
inni með Magnúsi. Heilsteyptari
mann er varla unnt að hugsa sér.
Hjá Magnúsi varð alltað vera á
hreinu, engum mátti skulda,
hvorki í orði né verki. Þannig var
lífsviðhorf hans, það sem hann
lærði ungur í endingargóðum
skóla móður sinnar.
Nú þegar leiðir skilja í bili vil ég
þakka honum fyrir öll yndislegu
samveruárin. Blessuð sé minning
hans.
Sigurður Kristjónsson