Morgunblaðið - 21.03.1981, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1981
47
• Hinn kunni körfuknattleiksmaður Jón Sigurðsson, KR, er fyrirliði
landsliðsins. Jón hefur leikið i flestum landsleikjum fyrir Islands
hönd, alls 82.
„Þeim síðasta mætti
ég klukkan hálffjögur“
— Agabrotin eru innan-
hússmál HSÍ, segir for-
maðurinn í viðtali
í nýútkomnu íþróttablaði er viðtal við formann HSÍ, Júlíus
Hafstein. bar er fjallað um og reynt að grafast fyrir um ófarir
landsliðsins í handknattleik í Frakklandi. Ýmislegt athyglisvert
kemur fram í viðtalinu. Hér á eftir fara glefsur úr viðtalinu.
— Hvers vegnar var hugarfar-
ið annað en þegar leikið var við
heimsmeistarana og Olympíu
meistarana? Erum við svona
óstöðugir?
— Já, við erum óstöðugir og
margar ástæður hægt að nefna til
þess. Það er t.d. rétt að það þarf
miklu meiri undirbúning fyrir
svona keppni en raun varð á hjá
okkur. Vandamál komu upp, það
er annað mál, þau þarf að fyrir-
byggja, en ég álít þau innan-
hússmál HSI, þau eru ekki alvar-
legri en það.
- Þú heldur því fram, að frá
þvi að þið hélduð utan 19. febrú-
ar og þar til þið lékuð siðasta
leikinn 28. febrúar, hafi ekki
verið um vinneyslu að ræða hjá
leikmönnum?
— Okkur sem stóðum að ferð-
inni er ekki kunnugt um það, og
ekkert bendir til að svo hafi verið.
Ég hafna svona sögusögnum al-
farið.
— Tölum ekki bara um vin-
neyslu leikmanna, en þeir fóru 1
bjórinn?
— Ekki er mér kunnugt um
það.
— Það var sem sagt engum
leikmanni refsað eða hann settur
út úr liðinu vegna neyslu áfengra
drykkja, víns eða bjórs?
— Nei.
— Fullyrðir þú fyrir hönd
HSÍ, að um slikt hafi ekki verið
að ræða?
— Að sjálfsögðu fullyrði ég
það, meðan ég veit ekki annað.
— Ég veit, að það kom fyrir
oftar cn einu sinni, að leikmenn
laumuðust út og laumuðust heim
undir morgun.
— Það er ekki rétt að það hafi
komið fyrir oftar en einu sinni og
að þeir hafi komið heim undir
morgun er heldur ekki rétt. Þetta
vandamál sem ég var að tala um
var á þá leið að nokkrir leikmenn
fóru i gönguferð seint um kvöld
og komu flestir fljótlega heim, en
þeim siðasta mætti ég sjáifur
klukkan hálffjögur.
— Kallar þú ekki hálffjögur
um nótt, rétt fyrir leik, að koma
heim undir morgun?
— Jú vissulega, enda voru þeir
er síðast komu heim ekki með í
leiknum um kvöldið.
— Sást þú vín á þessum
manni?
- Nei.
— Hversu stór hópur átti þátt
í þessu agabroti, sem þú kallar
svo?
— Það voru sex menn.
— Þriðjungur landsliðsins?
- Já.
— Áttu þessi agabrot þátt i
útreiðinni sem við fengum?
— Nei, mér er alveg sama
hversu hátt menn hrópa um það,
ég vísa því algerlega á bug.
— Áður en þú heldur áfram
vil ég fá að koma inn á þjálfara-
málin. Eftir keppnina i Dan-
mörku var mörkuð sú stefna að
ráða einn þjálfara til að sjá um
liðið næstu fjögur ár og var
Jóhann Ingi Gunnarsson ráðinn.
Siðan gerist það i sumar vegna
ágreinings um laun. sem sumir
vilja halda fram að hafi verið
tittlingaskitur, að hann hættir og
Hilmar tekur við?
— Það væri gleðiiegt að þeir
sem nota orðið tittlingaskítur í
þessu sambandi tækju sig saman
um að greiða mismuninn á því
sem við treystum okkur til að
greiða og þeim kröfum sem Jó-
hann Ingi gerði. Sjálfsagt eru þeir
menn til þess. Það voru á milli
„litlar" 7 milljónir gkr.
íslenska landsliðið í körffu valið:
Þrír landsleikir gegn
Finnum í næstu viku
EINS OG ÁÐUR hefur komið fram tekur islenska landsliðið í
körfuknattleik þátt i C-riðli Evrópukeppninnar í körfuknattleik sem
fram fer í Sion í Sviss 12.—16. apríl nk.
í riðli með íslenska landsliðinu eru Portúgal, Sviss. Luxemborg,
Skotland og Alsir. Fyrsti leikur islenska liðsins er gegn Portúgal 12.
apríl. B-riðill keppninnar fer fram i Jersey Englandi og i þeim riðli
eru eftirtaiin lið. England. Austurriki, írland, Noregur. Danmörk og
Lýbía. Fer efsta liðið í hvorum riðli upp í B-riðil.
Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að leika með landsliði
íslands í Evrópukeppni i Sviss 12.—16. apríl nk.
Nafn: Félag: Aldur: Ilæð: Landsl.:
Ágúst Lindal KR 23 180 3
Gisii Gisiason ÍS 25 182 2
Gunnar borvarðarson UMFN 30 190 58
Jón Sigurðsson, fyrirl. KR ^ 30 185 82
Jónas Jóhannesson UMFN 25 202 31
Kristinn Jörundsson ÍR 30 183 54
Kristján Ágústsson Valur 26 192 24
Pétur Guðmundsson Valur 22 218 22
Ríkharður Ilrafnkelsson Valur 23 185 34
Simon óiafsson Fram 24 200 39
Torfi Magnússon Valur 194 49
Valur Ingimundarson UMFN 18 193 1
Þeir borvaldur Geirsson og Jón Jörundsson hafa verið valdir tii
vara ef einhverjir þeirra 12 sem eru í hópnum meiðast.
Islenska landsliðið í körfu-
knattleik hefur æft mjög vel að
undanförnu og undirbúið sig eins
vel fyrir C-keppnina eins og nokk-
ur kostur er. Um þessa helgi
dvelur liðið í æfingabúðum, og
mun æfa af kappi í Borgarnesi. I
næstu viku sækja Norðurlanda-
meistarar Finna í körfuknattleik
okkur heim og leika hér þrjá leiki.
Landsliðið fær því verðugt verk-
efni áður en það heldur utan. En
landsliðshópurinn fer ekki beint í
C-keppnina. Fyrst verður haldið
til Skotlands og þar verða leiknir
þrír landsleikir, gegn Englandi,
Wales og Noregi. Þaðan verður
haldið til Belgíu og leikinn lands-
leikur gegn Belgum. Jafnframt
verður æft þar í nokkra daga.
Síðan verður haldið til Sviss í
sjálfa lokakeppnina. Það er því
alveg ljóst að landsliðshópurinn
fer vel undir lokakeppnina búinn.
Einar Bollason landsliðsþjálf-
ari, sagði á blaðamannafundi í
fyrrakvöld að það væri alveg
raunhæft að gera sér vonir um
sigur gegn Portúgal, Luxemborg
og Alsír. Róðurinn yrði hinsvegar
erfiður gegn Skotlandi og Sviss-
lendingar væru mjög sterkir og
sigruðu sennilega í riðlinum. ís-
lenska landsliðið í körfuknattleik
hefur náð ágætum árangri í síð-
ustu leikjum sínum og greinilega
verið í framför. Vonandi verður
áframhald á því.
- ÞR.
Vorlaukamir, fyrstu vorboðarnir, eru
komnir. Eigum nú mjög gott úrval
allskonartegunda; Dahlíur,
Begoníur, Gladiolur, Amaryllis, Liljur
o. m. fl.
Hafberg Þórisson,
garðyrkjufræðingur, veitir
viðskiptavinum þessa helgi faglega
ráðgjöf um vorlauka og meðferð
þeirra.
Komið við í Blómaval um helgina.
Opið frá kl. 9-21 ____
v *