Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
121. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Tilræðið verk
atvinnuinanns
Brussel. l.juni. AP.
FULLTRUI Frclsissamtaka Pal-
estínu (PLO) í Briissel, Naim
Khader, var skotinn til bana af
stuttu færi í dag þegar hann fór
frá heimili sínu i háskólahverfinu
ok tilrædismaðurinn komst und-
an.
Khader var skotinn sex sinnum
og morðið er kallað „verk atvinnu-
manns". Khader var forstöðumað-
ur óopinbers sendiráðs PLO í
Briissel og hjá Efnahagsbandalag-
inu. Enginn hefur lýst sig ábyrgan
á tilræðinu, en sovézka fréttastof-
an Tass og PLO fullyrtu að það
væri verk starfsmanna ísraelsku
Átökin í
Beirút
aukast
Beirút. 1. júní. AP.
SÝRLENDINGAR og kristnir
menn börðust með stórskotaliði
i Beirút í dag. annan daginn i
röð, og bardagar brutust út í
kristnu horginni Zahle, þar sem
flestir borgarbúar urðu að leita
hælis í kjöllurum og byrgjum.
Tíu óbreyttir borgarar biðu
bana og 23 særðust í bardögun-
um í Beirút, þannig að alls hafa
30 týnt lífi síðan skothríðin hófst
á miðnætti á laugardag.
Sýrlendingar réðust með fall-
byssum, skriðdrekum og eld-
flaugum á fjögur hverfi kristinna
manna, þar á meðal Hazmieh,
þar sem forsetahöllin er, og
kristnir menn svöruðu með
stórskotaliðsárás á hverfi
múhameðstrúarmanna. ísraelsk-
ar herþotur flugu yfir borginni
og rufu hljóðmúrinn.
Israelskir hermenn beittu tár-
agasi í Nablus og Ramallah á
vesturbakkanum gegn palest-
ínskum unglingum sem kröfðust
afnáms landnáms Gyðinga.
Menachem Begin forsætisráð-
herra sagði í viðtali að ísraels-
menn gætu gert loftvarnaeld-
flaugar Sýrlendinga í Líbanon
óvirkar á tveimur tímum, en
vildu heldur finna friðsamlega
lausn.
í Washington er sagt að
Bandaríkjastjórn hafl haft
óbeint samband við Frelsis-
samtök Palestínu (PLO) út af
Líbanon fyrir milligöngu Kurt
Waldheim, framkvæmdastjóra
SÞ.
A Golan-hæðum voru fimm
kunnir Arabar dæmdir í þriggja
mánaða fangelsi í dag fyrir að
æsa til andstöðu gegn stjórn
ísraelsmanna og dómarnir leiddu
til mótmæla frá Drúsum.
í Suður-Líbanon gerðu kristnir
liðsmenn Saad Haddads majórs
árás á palestínska virkið Nabat-
iyeh, 13 km frá landamærum
ísraels, og einn beið bana en þrír
særðust.
PLO-leiðtoginn Yasser Arafat
sagði að Líbýumenn, sem hefðu
barizt við hlið Palestínumanna,
væru allir „sjálfboðaliðar" og
ekki úr fastaher Moammar
Khadafys ofursta. Arafat sakaði
ísraelsmenn um að undirbúa
aðgerðir gegn skæruliðum „með
vitund Bandaríkjastjórnar".
leyniþjónustunnar, þótt ísraelska
sendiráðið flýtti sér að neita því.
Viðtæk leit er hafin að tilræð-
ismanninum, sem hljóp í burt eftir
árásina. Sjónarvottur sagði að
hann hefði verið „dökkur á hörund
með þykkt yfirskegg". Hann skildi
eftir regnkápu og regnhlíf á flótt-
anum og virðist hafa tekið sér
leigubíl, eða farið upp í bíl er beið
hans, þar sem lögregluhundur
missti af slóðinni.
Khader var sjötti fulltrúi PLO
sem hefur verið myrtur á síðustu
10 árum. Hinir voru vegnir í París,
London og á Kýpur.
Khader var talinn hófsamur, því
að hann lagði áherzlu á að Palest-
ínumálið yrði leyst með samning-
um. Hann var kristinn Palestínu-
maður og fæddur á Vesturbakkan-
um. Gaston Thorn, forseti stjórn-
arnefndar EBE, harmaði fráfall
hans, þar sem hann hefði átt þátt í
því frumkvæði sem bandalagið
hefði tekið í Palestínumálinu.
Fulltrúi PLO í London kvað
tilræðið marka upphaf nýrrar
hryðjuverkabaráttu Israelsmanna í
Evrópu, en sagði að tilræðið yrði
ekki til þess að PLO „færði frels-
isstríð Palestínu út á götur höfuð-
borga Evrópu".
Njósna-
rannsókn .
WashinKton. 1. júní. AP.
Dómsmálaráðuneytið í Was-
hington hóf í dag rannsókn í
máli Christopher M. Cookes.
liðþjálfa úr flughernum. sem er
sakaður um óleyfilegar heim-
sóknir í sovézka sendiráðið. til
að kanna hvort hann hafi gerzt
sekur um njósnir.
Cooke var handtekinn á föstu-
daginn og varnarmálaráðuneytið
vísaði málinu til dómsmálaráðu-
neytisins, sem sagði í gærkvöldi
að ekki væri í ráði að ákæra
Christopher fyrir njósnir. þar
sem ekkert hefði fundizt á hann.
Christopher var annar yfir-
maður fjögurra manna eld-
flaugaráhafnar og mun hafa haft
aðgang að dulmáli eldflaugarinn-
ar Titan II. Hann á yfir höfði sér
tveggja ára fangelsi fyrir heim-
sóknirnar í sendiráðið og allt að
ævilangt fangelsi ef hann verður
fundinn sekur um njósnir.
Vegfarandi í Briissel, sem veitti árásarmönnum fulltrúa PLO í
borginni eftirför lýsir þeim fyrir óeinkennisklæddum lögreglumanni
Nýir ráðherrar
l.issabon. 1. júni. AP.
FRANCISCO Pinto Balseamao, for-
sætisráðherra Portúgals, tilnefndi
þrjá nýja ráðherra í dag í stað
ráðherra sem neyddust til að segja
af sér vegna deilna í stjórninni og
þetta er fyrsta meiriháttar prófraun
nýrrar ríkisstjórnar mið- og hægri-
flokka í landinu.
Óþolinmæði Rússa
að f ærast í aukana
\ * \
Fulltrúi Frelsissamtaka Palest-
inu í Brussel. Naim Khader, sem
var veginn í Brtlssel.
Moskvu. 1. júní. AP.
TASS skýrði í dag itarlega frá
harðorðri ræðu með gagnrýni á
pólska kommúnistaflokkinn
fyrir frávik frá marxisma og
lenínisma og getuleysi til að móta
stefnu til að sigrast á andsósial-
iskum öflum. í ræðunni sagði að
leiðtogar pólskra kommúnista
„yrðu að beita öllum tiltækum
ráðum í baráttunni gegn gagn-
byltingu".
Sú ákvörðun Tass að segja frá
ræðunni sýnir velþóknun Kremlv-
erja á hugmyndunum í ræðunni og
er talin öruggasta vísbendingin til
þessa að Rússar séu að missa
þolinmæðina í garð pólskra leið-
toga og séu ef til vill ákveðnir í að
Harðir bardagar
í lok uppreisnar
Dacca. 1. júní. AP.
STJÓRNIN í Bangla-Desh sagði í
dag að hún hefði bælt niður
tveggja sólarhringa uppreisn
liðsforingja, sem myrtu Ziaur
Rahman forscta á laugardag og
lögðu undir sig setuliðsborgina
Chittagong, og lífið i borginni
hefði færzt i eðiilegt horf.
Harðir bardagar geisuðu milli
uppreisnarmanna og hermanna,
sem voru hollir ríkisstjórninni
áður en uppreisnin var brotin á
bak aftur, og minnst 50 féllu að
sögn indverskra fréttastofnana.
Fréttastofan UNI sagði að her-
menn og óbreyttir borgarar hefðu
handtekið Muhammad Abul
Manzur hershöfðingja, foringja
uppreisnarinnar, á frumskóga-
svæði nálægt landamærum
Burma. Manzur reyndi að flýja
yfir landamaerin ásamt konu
sinni, tveimur börnum og 120
uppreisnarmönnum. Rúmlega
30.000 dollarar höfðu verið settir
til höfuðs honum.
Samkvæmt fréttum í kvöld var
Manzur sviptur yfirmannsstöðu
sinni daginn áður en forsetinn var
myrtur og margir telja að upp-
reisnin hafi verið dæmd til að
mistakast.
Manzur var yfirmaður 24. her-
fylkisins í Chittagong og virðist
ekki hafa getað fengið aðrar
deildir úr hernum til liðs við sig,
þótt mörgum áskorunum væri
útvarpað. Uppreisnin virðist hafa
einskorðazt við Chittagong.
Uppreisnarmenn lögðu undir sig
herstöðina í borginni, útvarps-
stöðina og tvær mikilvægar brýr.
Yfirmaður sjóhersins, Mahmood
Ali Khan aðmíráll, sagði að sjó-
herinn hefði haldið tryggð við
stjórnina og flotastöðin í Chitta-
gong væri á valdi hans.
Forsetinn og sjö aðstoðarmenn
hans biðu bana þegar uppreisn-
armenn sprengdu upp stjórnar-
byggingu, en voru ekki skotnir
eins og fyrst var talið.
Abdus Sattar varaforseti veitti
uppreisnarmönnum þrívegis frest
í gær til að gefast upp. I síðasta
skiptið sagði hann að annar frest-
ur yrði ekki veittur og fréttir
hermdu að herlið hollt stjórninni
sækti til Chittagong.
koma í veg fyrir umbætur sem
búizt er við að verði samþykktar á
þingi pólska kommúnistaflokksins
í næsta mánuði.
Vestrænir sérfræðingar í
Moskvu hafa talið líklegt að Rúss-
ar gerðu innrás í Pólland fyrir
flokksþingið 14. til 18. júlí, ef þeir
velja þá leið á annað borð til að
koma í veg fyrir lýðræðislegar
breytingar. Innrásin í Tékkósló-
vakíu var gerð fyrir fyrirhugað
flokksþing, sem átti að samþykkja
svipaðar umbætur.
Ræðan, sem Tass vitnar í, er
eftir S. Owczar, sem enginn virðist
kannast við í Varsjá og er sagður
starfsmaður rannsóknarstofnunar
í Slésíu, og var flutt á fundj í
Katowice.
Verkalýðshreyfingin Samstaða
og nokkur samtök kommúnista í
Póllandi hafa fordæmt fundinn í
Katowice, þar sem tilgangur hans
hafi verið sá að kljúfa kommún-
istaflokkinn og hefta umbótabar-
áttuna. Katowice-yfirlýsingin hef-
ur að geyma sams konar fuilyrð-
ingar og ásakanir og fjölmiðlar í
Sovétríkjunum og öðrum grann-
ríkjum hafa haft í frammi.
„Það er hræðilegt að þurfa að
segja það, en Rússar lýstu ástand-
inu 1956 í Ungverjalandi og 1968 í
Tékkóslóvakíu eins og ástandinu
nú er lýst í Katowice-yfirlýsing-
unni,“ segir í fréttablaði Sam-
stöðu.
Aðstoðarforsætisráðherra Pól-
lands, Mieczyslaw Jagielski, kom
til Moskvu í dag til þriggja daga
viðræðna við sovézka ráðamenn.