Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 32
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 9-n „ SETURÐU SEKJT PRÁtTAC VA^N ? ER UM JOOMETRA IKIWI í LTOKJA" ÖAR€>IWUM.“ Hjónahand þeirra er nokkurs- konar hatfsmuna-hjónaband Konan skrapp í hraA-þvottahús- þannig: Hann á fjallabíl, en hún ió. rekur sjoppu og bensinsolu! ást er... ... aö fella niöur fólskutal. TM Reg U S P«t Of! — nghts resarved • 1978 Los Angetes Times Syndicef HÖGNI HREKKVÍSI Óskiljanlegt tillitsleysi: Fóru í æfingaflug þrátt fyrir 2 V2 tíma seinkun Ijalldór Sigurðsson skrifar: „í síðastliðinni viku þurfti ég að bregða mér í viðskiptaerindum til Akureyrar, sem eitt út af fyrir sig er nú ekki í frásögur færandi. A miðvikudagskvöld var ég bókaður í flug 05 frá Akureyri til Reykja- víkur og var brottför ákveðin kl. 19.30. Síðla dags hafði skrifstofa Flugleiða nyrðra samband við mig og tjáði mér að seinkun yrði á fluginu vegna æfingaflugs og brottför yrði því ekki fyrr en kl. 22.30. Brottför kl. 23.45 Þegar ég kom út á flugvöll um kl. 21.30 var þota Flugleiða að renna sér niður á flugbrautina. Nú skyldi maður halda, að auðvett hefði átt að vera að halda síðari flugáætluninni, um brottför kl. 22.30. eða jafnvel bæta farþegum seinkunina upp og fara í loftið kl. 22.00. En því var ekki að heilsa. Þrátt fyrir tveggja og hálfs tíma seinkun, var nú haldið í æfinga- flug og lent hvað eftir annað á flugvellinum. Og ekki fórum við, 48 farþegar, í loftið fyrr en kl. 23.45 eða korter fyrir tólf, segi og skrifa. Margir biðu í u.þ.b. sex tíma Ekki voru þó allir eins heppnir og ég, að hafa ekki beðið á flugvellinum nema í u.þ.b. tvo og hálfan tíma, því að þeir voru margir, sem ekki hafði náðst í um daginn og biðu því á flugvellinum frá kl. 18.30 eða jafnvel lengur, í u.þ.b. sex klukkutíma, sumir með börn á handleggjunum. En auðvit- að voru það ekki einungis farþeg- arnir 48 sem fyrir óþægindum urðu við þetta brambolt allt sam- an, heldur ættingjar og vinir bæði fyrir norðan og sunnan, sem ýmist höfðu fylgt farþegum út á flugvöll eða ætlað að taka á móti þeim í Reykjavík. Það eru því nokkuð margir, þegar allt er talið, sem þarna hafa mátt taka á þolinmæð- inni. Lái mér hver sem vill Ég vil taka það fram, áður en lengra er haldið, að fram að þessu „ævintýri" hafði ég aldrei kynnst öðru en góðri þjónustu af hálfu Flugleiða. Þess vegna kom það mér enn meira á óvart, að svo óskiljanlegt tillitsleysi skyldi vera til í dæminu af hálfu félagsins, — að ekki skyldi t.d. hætt við marg- nefnt æfingaflug, vegna þess að þegar var orðin tveggja og hálfs tíma seinkun á áætlun. Lái mér hver sem vill. En ekki var þolraunin á enda fyrir þessum viðskiptavinum Flugleiða, sem margir voru orðnir heldur framlágir og argir. Flogið var til Keflavíkur og komið þang- að langt gengin í eitt. Nú beið okkar rútuferð til Reykjavíkur, og því verður ekki neitað að þar fengum við fyrir ferðina. I rútunni var kófdrukkinn farþegi og lét hann öllum illum látum, strax við flugstöðina, hnuðlaðist utan í öðr- um farþegum, æpti og gólaði hástöfum innan um sofandi börn- in og settist meira að segja ofan á konu eina, sem þarna var með barn sitt. Og þetta hélst honum uppi allar götur heim á Loftleiða- hótel, en þangað komum við um kl. 01.30, hálftvö, um nóttina. Auðvitað átti bílstjórinn að skilja mann þennan eftir uppi á flugvelli, því að þar var þegar séð, hvert stefndi með hegðan hans — eða jafnvel losa sig við hann á miðri léið, þegar hann ætlaði að ganga af göflunum. En hvorugt var gert. Það kom í hlut farþeg- anna að gera hvað þeir gátu til að lækka í honum rostann vegna barnanna. Ég þarf víst ekki að lýsa því með mörgum orðum, hvernig fólkinu leið, þegar það loksins losnaði úr prísundinni eftir flug 05 frá Akur- eyri.“ Skagfirska söngsveitin: Ánægjulegir tónleik- ar f yrir vesturf ör María Markan skrifar: „Laugardaginn 30. maí söng Skagfirska söngsveitin í Austur- bæjarbíói fyrir fullu húsi, að venju mér og öllum öðrum við- stöddum til mikillar ánægju. Það ríkir afar mikil sönggleði hjá kórnum, sem er sérlega smitandi, enda gefur söngstjórinn, Snæ- björg Snæbjarnardóttir, sig alla af lífi og sál, hvenær sem hún stjórnar. Sérlega fannst mér skemmti- lega sungið „Litla kvæðið um litlu hjónin", eftir Pál ísólfsson og Davíð Stefánsson; sömuleiðis „A Sprengisandi", gamalt þjóðlag, út- sett af Sigursveini D. Kristins- syni, kvæði Gríms Thomsens. Ég saknaði á þessum tónleikum lags- ins „Lestin brunar" eftir Maríu Brynjólfsdóttur. Ég þakka kór og stjórnanda, allar ánægjustundirnar og óska þeim fararheilla í Kanadaferðinni. Ég veit að þeim verður vel fagnað af vinum okkar vestanhafs. Gott er að þau fá að njóta ólafs Vignis ágætu aðstoðar. Athugasemd til eig- enda Austurbæjarbíós Mig langar, úr því að ég er komin á blað, að skjóta einni athugasemd að eigendum Austur- bæjarbíós. Væri nú ekki hægt, á ári fatlaðra, að setja handrið á vegginn við tröppurnar inn í salinn. Tröppurnar hafa í mörg ár verið mínum veiku hnjám erfiðar, og býst ég við, að svo hafi verið um marga fleiri. Með vinsemd og virðingu." Skagfirska söngsveitin syngur undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnar- dóttur. Við pianóið er óiafur Vignir Albertsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.