Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 38
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981
KA lék sér að FH
ÞAÐ VAR ekki erfitt verk fyrir KA að leggja FH að velli í fyrstu
deildar-keppninni í knattspyrnu á Akureyri á sunnudagskvöldið. Bk*1!
KA-menn léku sér að FH-ingum eins og köttur að mús og gersigruðu KA — FH "
þá með fimm mörkum gegn einu. KA hafði yfir í hálfleik, hafði skorað ■ ■
þrjú mörk en FH ekkert.
Dauf byrjun
Fyrsta hálftímann sýndi hvor-
ugt liðið neitt sem gladdi augað og
fékk minnisbókin að mestu leyti
að vera í friði. KA fékk þó eitt
færi fljótlega í leiknum. Elmar
fékk aukaspyrnu út við hliðarlínu
hægra megin og tók spyrnuna
strax inn í teiginn til Eyjólfs
Ágústssonar sem skaut ágætu
skoti í hliðarnetið. Leikurinn lifn-
aði mikið við eftir að KA tók
forystuna. Það var á 26. mínútu að
Jóhann Jakobsson tók hornspyrnu
og sendi lágan bolta fyrir markið.
Þar fór knötturinn í Magnús
Stefánsson varnarmann FH-inga
og rakleiðis í netið. KA-menn fóru
nú að sækja í sig veðrið og gerðust
ágengir upp við FH markið. Á 32.
mín. fékk Gunnar Blöndal góða
stungusendingu upp vinstri kant-
inn. Hann lék inn í teiginn en
markvörðurinn varði skot hans í
horn.
Glæsimark Jóhanns
KA-menn juku síðan forskotið á
41. mínútu. Tekið var horn frá
vinstri. Boltinn barst út í teiginn
til Gunnars Gíslasonar sem
renndi honum lengra út á Jóhann
Jakobsson og hann skoraði með
þrumuskoti í bláhornið af u.þ.b. 20
metra færi. Stórglæsilegt mark.
Stuttu fyrir leikhlé bættu þeir svo
við þriðja markinu: Enn var Jó-
hann ferðinni, nú með hornspyrnu
inn á markteig FH þar sem
Gunnar Gíslason stökk lang hæst
allra og skallaði glæsilega í netið.
Góður seinni
hálfleikur
Seinni hálfleikurinn var mun
betur leikinn en sá fyrri, þ.e.a.s. af
hálfu KA en sama slenið var yfir
ísland sigraði
DAGANA 26.—31. mai var 14
manna hópur íslenzkra hadmint-
onleikara i Færeyjum. Islenzka
hadmintonlandsliðið lék lands-
leik við heimamenn og tók einnig
þátt í opnu móti ásamt heima-
monnum og öðrum íslenzkum
gestum.
Einstök úrslit í landsleiknum
urðu þessi:
1. Einliðaleikur karla: Broddi
Kristjánsson vann Kára Nielsen
15/8.15/10.
2. Einliðaleikur karla: Guð-
Einkunnagjöfin
Lið KA:
Aðalstcinn Jóhannsson 6
Stcinþór Þórarinsson 5
GUðjón Guðjónsson 6
Haraldur Ilaraldsson 7
Erlingur Kristjánsson 7
Gunnar Gíslason 7
Elmar Gejrsson 6
Eyjólfur Ágústsson 7
Ásbjörn Björnsson 8
Jóhann Jakohsson 8
Gunnar Blöndal 7
Kristján Kristjánsson (vm. lék of
stutt til að fá cinkunn)
Lið FII:
Hreggviður Ágústsson 4
Viðar Halldórsson 4
Magnús Stefánsson 4
Logi ólafsson 5
Helgi Ragnarsson 6
Magnús Tcitsson 5
Ingi Björn Albertsson 4
Ásgcir Arinbjörnsson 3
I’álmi Jónsson 5
Tómas Pálsson 4
Sigurþ<ir Isirólfsson 4
Arnljótur Arnarsson (vm) 4
Gunnar Bjarnason (vm) 3
aðkomumönnum. Hálfleikurinn
var innan við einnar mínútu
gamall er Gunnar Blöndal hafði
bætt fjórða markinu við fyrir KA
og var það enn eitt glæsimarkið.
Hann fékk sendingu frá nafna
sínum Gíslasyni rétt fyrir innan
vítateiginn og var ekkert að tvi-
nóna við hlutina heldur sendi
knöttinn viðstöðulaust með glæsi-
legu skoti í stöngina og inn. KA
menn léku oft mjög fallega saman
úti á vellinum og réðu FH-ingarn-
ir lítið við þá. Jóhann Jakobsson
var í miklu stuði á miðjunni og þá
var Ásbjörn einnig mjög góður í
framlínunni.
Á 55. mínútu lék Elmar upp
hægri kantinn og gaf góða send-
ingu fyrir markið þar sem Gunnar
Gíslason skaut rétt utan mark-
teigs en skotið var laust og
Hreggviður átti ekki í vandræðum
með að handsama knöttinn.
KA sótti stíft að FH-markinu
en hafði ekki erindi sem erfiði fyrr
en á 73. mínútu. Steinþór Þórar-
insson tók þá langt innkast inn á
markteigshornið, þar sem Ásbjörn
„nikkaði" knettinum skemmtilega
aftur fyrir sig til Gunnars Gísla-
sonar sem var þar einn og óvald-
aður og hann þakkaði fyrir sig
með því að skalla örugglega í
netið. Hans annað mark í leiknum.
FH-ingar fengu sárafá tækifæri
í leiknum og ekkert mjög hættu-
legt. Þeir áttu skyndisóknir af og
til en það var þá aðallega að þeir
reyndu að fara upp miðjuna þar
sem miðverðirnir sterku Erlingur
Kristjánsson og Haraldur Har-
aldsson stöðvuðu það sem stöðva
þurfti. FH náði þó að laga stöðuna
örlítið nokkrum mínútum fyrir
leikslok er Páimi Jónsson skoraði
ódýrt mark af stuttu færi.
Liðin
KA-menn náðu sér ekki á strik í
Færeyjar
mundur Adolfsson vann Hans
Jákup Stenberg 15/4,15/4.
3. Einliðaleikur karla: Sigfús
Ægir Árnason vann Poul Mich-
elsen. 15/4,15/4.
4. Einliðaleikur kvenna: Kristin
Magnúsdóttir vann Marin Sól-
heyg 11/2.11/0.
5. Tviliðaleikur kvenna: Kristin
Magnúsdóttir og Kristín B.
Kristjánsdóttir unnu Margit
Svarrer og Karin Mikkelsen 15/
0, 15/0.
6. Tvenndarleikur: Kristín B.
Kristjánsdóttir og Jóhann Kjart-
ansson unnu Margit Svarrer og
Jóan Petur Midjord 15/7,15/14.
7. Tvíliðaleikur karla: Broddi
Kristjánsson og Jóhann Kjart-
ansson unnu Kára Nielsen og
Jóan Petur Midjord 15/4,15/6.
8. Tvíliðaleikur karla: Guðmund-
ur Adolfsson og Sigfús Árnason
unnu Poul Michelsen og Hans J.
Stenberg, 15/7,15/8.
LIÐ ÞRÓTTAR og Fylkis gerðu
markalaust jafntefli á Mclavell-
inum í gærkvöldi er liðin léku í 2.
deild. Leikurinn var nokkuð jafn
framan af. en i lok leíksins áttu
Þróttarar hvert marktækifærið
af öðru án þess þó að þeim tækist
að skora mark. Liði Þróttar
hefur þvi enn ekki tekist að sigra
í leik það sem af er deildinni og
er aðeins með tvö stig. Lið Fylkis
hlaut sitt fyrsta stig og er nú i
byrjun leiksins en eftir að þeir
komust í gang léku þeir mjög vel
og hefði sigurinn hæglega getað
orðið stærri en hann varð. Þeir
voru nær því að bæta við sínu
sjötta marki en FH að skora sitt
annað.
Bestu menn liðsins voru Jóhann
Jakobsson sem lék mjög vel á
miðjunni, en hann var að byrja
aftur eftir meiðsli sem hann hlaut
í fyrsta leik liðsins í deildinni
gegn ÍA og Ásbjörn Björnsson
sem gerði varnarmönnum FH lífið
mjög leitt með mikilli baráttu og
skemmtilegum sendingum. Flest
allir leikmenn liðsins stóðu sig vel.
Miðverðirnir Haraldur og Erling-
ur áttu góðan leik.
Gunnar Gíslason gerði tvö fal-
leg mörk og átti góða kafla en datt
niður þess á milli og einnig voru
Eyjólfur og Gunnar Blöndal
sprækir.
Um FH-liðið er best að hafa
sem fæst orð. Það var ekki til
barátta nema í örfáum leik-
mönnum liðsins og satt að segja
var furðulegt að sjá hve þeir
virtust áhugalausir. Þeir eru
komnir í erfiða stöðu í deildinni og
ættu því að berjast fyrir hlutun-
um. Þeir áttu ekki möguleika í
leiknum og það er ljóst að þeir
verða að fara að taka sig saman í
andlitinu ef ekki á illa að fara.
í stuttu máli. Sanavöllur 1.
deild. Sunnudagur 31. ágúst 1981.
KA:FH 5-1 (3-0). Mörk KA:
Gunnar Gíslason (45. og 73. mín.),
Jóhann Jakobsson (41. mín.),
Gunnar Blöndal (46. mín.) og
sjálfsmark Magnús Jónsson (82.
mín.).
Áminningar: Viðar Halldórsson
FH og Eyjólfur Ágústsson KA
fengu gult spjald.
Dómari var Hreiðar Jónsson.
Sigur
IBK
Lið Keflavíkur sigraði lið
Völsunga 3—1 í 2. deild um
helgina. Þrátt fyrir sigur
átti lið Keflavíkur lengst af i
basli með hina spræku Hús-
víkinga. í hálfleik var stað-
an 1—0 fyrir Völsung sem
leikið hafði mun betur.
Mark Völsunga skoraði 16
ára gamall bráðefnilegur
leikmaður. Sigurgeir Stef-
ánsson. t síðari hálfleik
snérist dæmið við. Þá tókst
Keflvíkingum að skora þrjú
mörk og sigra. Það var
Einar Ásbjörn sem nú lék
sinn fvrsta leik i sumar sem
kom IBK á hragðið. Siðan
skoraði Ómar og Steinar
Jóhannsson átti siðasta orð-
ið.
næstneðsta sæti i deildinni með
eitt stig. þr.
IIDrdHirl
Þróttur og Fylkir
gerðu jafntefli
KA-MENN sækja að marki FH, eins og svo oft i leiknum. Hér
bjargaði þó markvörður FH naumlega. Ljósm. sor.
Tvö sjálfsmörk er
ÍBÍ sigraði Þrótt
LEIKMENN Þróttar frá Nes-
kaupstað létu hendur standa
fram úr ermum í hjálpsemi sinni
við leikmenn ÍBÍ. sem sóttu þá
heim i 2. deildar keppninni i
knattspyrnu um helgina. ÍBÍ
sigraði 4—2 eftir að staðan i
hálflcik hafði verið 2—1 fyrir
liðið. Og tvö marka ÍBÍ voru
sjálfsmörk. Með þessum sigri
hefur ÍBÍ fengið 5 stig úr 3
fyrstu leikjum sinum.
Það var ekki langt liðið á
leikinn, er einn varnarmanna
Þróttar sendi knöttinn í eigið net
og nokkru síðar jók Haraldur
Leifsson forystu IBÍ með ágætu
marki. Rétt fyrir leikhlé fékk
heimaliðið hins vegar vítaspyrnu
og tókst að rétta aðeins úr kútnum
með því að nýta hana vel, Þórhall-
ur Jónasson skoraði. Enn gerðu
Þróttur N. O a
—ÍBÍ £mm
leikmenn Þróttar sjálfum sér
skráveifur, einn varnarmanna
liðsins breytti stefnu knattarins,
er Haraldur Ólafsson hafði spyrnt
að marki, með þeim afleiðingum,
að knötturinn hafnaði í netinu,
3—1 fyrir ÍBÍ. Heimamenn neit-
uðu að gefa sinn hlut, sóttu fram
og Bjarna Jóhannessyni tókst að
minnka muninn um miðjan síðari
hálfleik. En allt kom fyrir ekki,
áður en upp var staðið tókst
Örnólfi Oddssyni að gulltryggja
sigur ÍBÍ, 4—2.
íslandsmóllð 2. delld
v ..... ~ ... .... .. ....J
Ætlar Skalla-Grímur
upp í 1. deild?
Borgnesingar ætla greinilega
ekki að staldra lengi við i 2.
deildinni i knattspyrnu. Liðið
vann sig þangað upp á siðasta
keppnistímabili, i fyrsta skiptið i
sögu félagsins, og hefur hreppt
fimm stig af fyrstu sex möguleg-
um. Á föstudagskvöldið fékk liðið
Hauka i heimsókn og sigraði
Skallagrimur með eina marki
lciksins. Skallagrimur hefur ekki
fengið á sig mark i þremur
fyrstu leikjunum. að visu skorað
aðeins 2 mörk, en engu að síður
fengið 5 stig.
Það var Björn Jónsson sem
skoraði sigurmark Skallagrims
úr vítaspyrnu sem hann fiskaði
sjálfur i fyrri hálfleik. Hann
skallaði þá að marki Hauka, en
knötturinn hrökk i höndina á
3. deildin á
fulla ferð
NOKKRIR ieikir íóru fram i 3.
deild íslandsmótsins i knatt-
spyrnu um helgina. Úrslit þeirra
urðu sem hér segir:
A-riðill:
Óðinn — Grindavík 1—4
ÍK - Grótta 2-1
ÍR-Viðir 1-4
B-riðill:
Leiknir — Þór Þorlákshöfn 3—0
Stjarnan — Njarðvik 1—4
C-rHMIl:
Reynir Hell. — Grundarfj. 1 — 2
Bolungarvik — Reynír Hn. 4—0
HV — Snæfell 2—0
Skalla-Gr.
—Haukar
varnarmanni. Úr vitinu skoraði
hann síðan. en markvörður
Ilauka var þó nærri þvi að verja.
Annars voru heimamenn ívið
sterkari aðilinn á vellinum og
hurð skall nærri hælum við
Haukamarkið oftar en við mark
heimaliðsins. Aldrei þó eins og
þegar Hafnfirðingarnir björguðu
af marklinu i siðari hálfleik. Sem
sagt, sanngjarn sigur, og fróð-
legt verður að fylgjast með liði
Borgnesinga í nastu leikjum.
Ileimamenn hyggjast velja mann
leiksins á heimaleikjum sinum,
að þessu sinni var það marka-
skorarinn Björn Jónsson sem var
útnefndur. S/—gg.
Enn tapar
Selfoss
LIÐ REYNIS frá Sandgerði vann
sanngjarnan og öruggan sigur á
liði Selfoss um helgina 3—0.
Leikurinn fór fram á Selfossi.
Mörk Reynis skoruðu ómar
Björnsson, Sigurjón Sveinsson og
Jón Pétursson. Lið Reynis lék
þennan leik allvel og virðist vera
i góðri æfingu. Lið Selfoss hefur
tapað ollum leikjum snum i
deildinni og leikur illa. K/þr.