Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.06.1981, Blaðsíða 20
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ1981 Dómsmálaráðherra: Kvennadeild við Tunguhálsfangelsi - Verður Krísuvikurskóla breytt í imglingavinnuhæli? - Vistun geðsjúkra fanga óleyst vandamál Hér fara á eftir svör Friöjóns Þórðarsonar, dómsmálaráðherra. við fyrirspurnum Salome Þorkelsdóttur (S) um fangelsismál, er hann flutti skömmu fyrir þing- lausnir. „Að því er varðar almennar úrbætur í fangelsismálum í náinni framtíð skal þess fyrst ■getið að nú er unnið að því að fá fé til þess að halda áfram byggingu gæsluvarðhaldsfang- elsis við Tunguháls sem leysa á af hólmi Hegningarhúsið í Reykjavík og Fangelsið Síðu- múla 28, en bæði þessi hús eru óhentug orðin til þeirrar þjón- ustu sem þau eru ætluð, þ.e.a.s. til vistunar gæsluvarðhalds- fanga og móttöku fanga sem eru að hefja afplánun. Að því er varðar sérstaka þætti fyrirspurnarinnar skal eftirfarandi tekið fram: • a) Stofnun vinnuhælis fyrir unglinga. Skv. 43. gr. alm. hegningarlaga má ákveða með reglugerð að fangar, sem dæmdir hafa verið í fangelsi innan 22 ára aldurs, skuli hafðir sér í fangelsi eða fang- elsisdeild og látnir sæta ann- arri meðferð en aðrir fangar, og skv. lögum um fangelsi og vinnuhæli frá 1973 skal reka sérstakt ungiingavinnuhæli. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um að reisa slíkt unglinga- vinnuhæli enda skiptar skoðan- ir meðal fræðimanna um hversu heppilegt sé að skil- greina fanga sérstaklega eftir aldri. Segja má þó að vísir hafi verið að slíku unglingavinnu- hæli þar sem er vinnuhælið að Kvíabryggju en þar hefur verið reynt að vista þá unglinga sem eru að koma í fyrsta sinn til afplánunar og ekki hafa slíkan brotaferil að baki sér að líklegt sé að þeir verði ekki hafðir í svo opnu fangelsi sem Kvíabryggja er. Á Kvíabryggju hafa reyndar einnig verið vistaðir eldri fang- ar en þá að jafnaði einungis þeir sem eru í fyrstu afplánun og ekki eru taldir harðnaðir síbrotamenn. Ráðuneytið telur að stofnun slíks unglingavinnu- hælis verði að bíða þess að leyst hafi verið önnur brýnni úr- lausnarefni í fangelsismálun- um, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem gera það æskilegt að koma slíku vinnu- hæli á fót eins og t.d. ef Krisuvíkurskólanum yrði breytt í unglingavinnuhæli. • b) Vistun geðsjúkra fanga. Hér er um að ræða óleyst vandamál og segja má í stuttu máli að ráðuneytið telji þá lausn æskilegasta að komið verði upp sérstakri stofnun fyrir geðsjúka fanga í nálægð við sjúkrastofnun og í sam- vinnu við heilbrigðisyfirvöld þannig að slíkri stofnun yrði þjónað bæði af fangelsisyfir- völdum og heilbrigðisyfirvöld- um. Einnig þyrfti að vera aðstaða til þess að vista á slíkri stofnun þá sem eru úrskurðaðir til að sæta geðrannsókn vegna brota og möguleiki á að vista þar hættulega geðsjúklinga sem hin almennu geðsjúkrahús eiga í erfiðleikum með að vista. Ráðuneytið telur þetta með brýnustu úrlausnarefnum á sviði fangelsismálanna. Um vistun geðsjúkra fanga er einn- ig fjallað í þingsályktun um geðheilbrigðismál, skipulag og úrbætur, sem nýverið hefur verið samþykkt. • c) Endurhæfing innan fang- elsanna. Ekki eru önnur áform uppi um endurhæfingu innan fangelsanna en þau að efla kennslu fyrir fanga og þá eink- um á grunnskóla- og iðnskóla- stigi. • d) Kvennafangelsi Þeir kvenfangar, sem nú þurfa að afplána lengri fangelsisdóma, eru nú vistaðir í ríkisfangelsis- deildinni í lögreglustöðinni á Akureyri. Sé um mjög langa dóma að ræða, þ.e.a.s. dóma sem hljóða upp á fangelsi meira en 1 ár, er óæskilegt að hafa ekki annan stað en deildina á Akureyri til vistunar slíkra fanga. Gert er ráð fyrir því að í gæsluvarðhaldsfangelsinu sem reisa á við Tunguháls verði sérstök kvennadeild og má gera ráð fyrir að allir algengir fang- elsisdómar kvenfanga kæmu til afplánunar þar, en til að leysa þau vandamál sem koma upp þegar kvenfangi þarf að af- plána e.t.v. allt að 8 ár í fangelsi, er nauðsynlegt að leita nýrra ráða og kemur þá helst í hug að afla húsnæðis til kaups eða leigu einhvers staðar á Suðurlandi til þess að reka slíka kvenfangelsisdeild í. Þar sem fangar í slíkri fangelsis- deild verða væntanlega sárafá- ir þyrfti ekki stórt húsnæði eða fjölmennt starfslið til þess að annast slíka fangelsisdeild. Mætti væntanlega koma slíku fangelsi í rekstur án umtals- verðs stofnkostnaðar og reka það með tiltölulega litlum kostnaði." Ragnhildur Helgadóttir frá Bjargi — sjötug Það væri óafsakanlegt tómlæti að láta merkisafmæli góðrar vin- konu okkar hjóna framhjá sér fara. Þessvegna langar mig til að minnast þess fáum orðum á af- mælisdaginn í Morgunblaðinu. Á sjötugsafmæli Ragnhildar Helgadóttur frá Bjargi á ísafirði er margs að minnast, sem að vísu verður ekki rakið hér. En enginn, sem hana þekkir mun draga það í efa, að þeir eru margir, sem finna til þakkarskuldar, er þeir standa í við þessi góðu hjón, Ragnhildi og Samúel, svo vel og víða komu þau á sínum tíma við sögu í félags- og menningarlífi á ísafirði þá ára- tugi, sem þau bjuggu þar á Bjargi. Ragnhildur er fædd í Ögurnesi við Isafjarðardjúp, sem í fyrri tíð var fjölmennt útróðrarpláss, en nú er líðið þess blómaskeið. Það hefur tekið algerum stakkaskipt- um með breyttum atvinnuháttum. Þá sögu höfum við séð vera að gerast vítt og breitt umhverfis landið. Ragnhildur var skírð í höfuðið á Ragnhildi Jakobsdóttur í Ögri, þeirri stórbrotnu konu, sem rak stórbú ásamt systur sinni Hall- dóru á óðali þeirra, Ögri við ísafjarðardjúp. Var Ragnhildur Helgadóttir í Ögri á sínum bernskudögum og gerðist hand- gengin nöfnu sinni. Síðar, þegar mjög tók að líða á lífsdaginn, reyndist Ragnhildur henni mjög vel af þeirri óbrigðulu trúmennsku og ræktarsemi, sem henni er í blóð borin og þeir geta gerst um vitni borið, sem hana þekkja bezt. Maður Ragnhildar er Samúel Jónsson ættaður úr Álftafirði vestra. Þau voru gefin saman í ísafjarðarkirkju 23. júní 1934. Þau stofnuðu heimili á ísafirði. Lengst bjuggu þau á Bjargi við Selja- landsveg og gerðu garðinn frægan um 40 ár. Afburða rausn og einlæg gestrisni var það, sem fyrst og fremst einkenndi heimili þeirra alla tíð og bar hlýhug þeirra og fyrirgreiðslu glöggt vitni og góða sögu langt út fyrir takmörk kaup- staðarins. Bæði tóku þau hjónin ríkulegan þátt í félagslífi bæjarins og hlífðu sér hvergi til þess að geta orðið góðu málefni og upp- byggilegu starfi að góðu liði. Skal það ekki upptalið hér, enda er sá, sem þetta ritar, ekki kunnugur því efni í smáatriðum. En það má með fullum sanni segja, að fátt lét Ragnhildur sér óviðkomandi, sem til heilla og framfara mátti telja í félagslífi samborgara sinna um margra ára skeið. Þetta gerði hún jafnframt að rækja með ágætum starf og stöðu á sínu stóra heimili. Þau hjón eignuðust 5 börn, öll mesta efnisfólk, og á Bjargi dvöldu foreldrar Ragnhildar á sínum efri árum. Svo fór eins og fyrir mörgum öðrum nú á dögum, að þau Ragn- hildur og Samúel fluttust hingað til Reykjavíkur. Hingað voru flest börn þeirra flutt og heilsu Ragn- hildar hefur verið þannig farið hin síðari ár, að hún hefur þurft á þeirri læknisþjónustu að halda, sem erfitt og kostnaðarsamt var að sækja um svo langan veg. Samúel seldi því atvinnufyrirtæki sitt á ísafirði (Smjörlíkisgerð ísa- fjarðar) og hóf starf hér syðra í Landsbankanum, en hús keyptu þau í Keilufelli 26, þar sem heimili þeirra hefur verið síðan þau flutt- ust suður. Á þessum merkisdegi í lífi Ragnhildar Helgadóttur eru þeir margir, sem minnast hennar með hlýju og þökk fyrir gestrisni þeirra hjóna og höfðingslund. Við þökkum þeim trúfasta vin- áttu, marga góða gjöf, marga glaða stund, um leið og afmælis- barninu eru fluttar hugheilar heillaóskir. G.Br. Sjötug er í dag kær frænka mín að vestan; Inn-Djúpsmanneskja og Vestfirðingur: Ragnhildur Helgadóttir. Hún er fædd 2. júní 1911 að Laugabóli í Ögursveit og átti að foreldrum Helga Jónsson frá Snæfjöllum og Dagbjörtu Kol- beinsdóttur afabróður míns Elí- assonar, frægs formanns og mátt- arstólpa Ögurbúsins. Hann var undraverður maður; einhvers kon- ar sambland af saklausu barni og grimmum víkingi. Kolbeinn vildi helzt hvorki gras né hey sjá, en var listasjómaður á þeirrar tíðar mælikvarða — afburða stjórnari og aflakló, enda mynduðust um hann þegar í lifanda lífi skemmti- legar þjóðsögur, einkum tengdar dugnaði hans, vínhneigð og kvennamennsku. Kolbeinn kvænt- ist aldrei, en átti mörg börn og þótti þó ekki á vísan að róa. Og ef segja mætti um nokkurn mann, að hann neytti víns sjálfum sér og öðrum til einnar saman gleði, þá var það Kolbeinn; Dagbjört móðir Ragnhildar var alin upp í Ögri með börnum Þuríðar Ólafsdóttur og Jakobs Rósinkarssonar, þeim Ragnhildi, Halldóru og Árna, og frá fyrrnefndu systurinni er nafn afmælisbarnsins komið. Ragnhild- ur yngri dvaldist frá 6 ára aldri einhvern tíma á ári hverju hjá nöfnu sinni í Ögri, unz hún fluttist til ísafjarðar, þar sem hún lærði og lagði stund á kjólasaum. Varð hún brátt meistari í þeirri iðn og hélt ótal námskeið í henni víðs- vegar um Vestfirði, en þá tíðkaðist ekki að hlaupa í búðir eftir hverri flík, enda peningarnir til hvers konar kaupa einatt litlir eða engir. Það þótti því mikill kostur á ungum stúlkum, að þær væru „vel að sér í höndunum". Var Ragn- hildur á þeim árum stundum kölluð „konan á Öllum fjörðun- um“! Það var einmitt á fyrstu ísa- fjarðarárum Ragnhildar sem hún mátti heita heimagangur hjá móð- ur minni, Halldóru Finnbjörns- dóttur og tókst strax einlæg vin- átta milli þeirra frænknanna, sem aldrei sofnaði og hélzt fölskvalaus meðan báðar lifðu. Þá þegar voru þeir margir, sem litu þessa óvenju glæsilegu sveitastúlku hýru auga, en hlutskarpastur varð strax í “startinu" sá, er brátt átti eftir að verða eiginmaður Ragnhildar, sem hún enn þá býr með ástríku og farsælu hjónabandi: Samúel Jónsson Bjarnasonar smiðs úr Álftafirði, fjörmanns mikils, sem lék sér að því að spila á harmón- iku fyrir aftan bakið á dömunni um leið og hann svifléttur dansaði við hana! Samúel þótti þá með myndarlegustu piltum; fríður sýn- um, bjartur yfirlitum, söngvinn og músíkalskur. Hann vann aðal lífs- starf sitt frá unga aldri hjá Smjörlíkisgerð ísafjarðar, full 50 ár, í náinni samvinnu og vináttu við heiðursmanninn Elías Pálsson kaupmann, sem hélt mikið af Samúel, enda varð hann eftirmað- ur Elías sem eigandi og stjórnandi fyrirtækisins. ' Þau Adda og Elli — eins og voru og eru vina- og kunningjanöfn þeirra, og svo nátengd, að vart verður annað tekið sér í munn án hins — reistu strax heimii sitt á Bjargi; húsi við hliðina á æsku- stöðvum Samúels á hinum feg- ursta stað við Hlíðarveginn á Isafirði. Bjarg var „garður um þjóðbraut þvera“, og þangað lágu leiðir margra er nutu gestrisni og eðlislægrar elskusemi hjónanna beggja og síðar myndarlegra og aðlaðandi barna þeirra. Þar var umgengni öll til fyrirmyndar, bæði utan húss og innan, enda þau hjón listræn í sér, smekkvís og hugkvæm. Veit ég fyrir víst, að þaðan hafa margir góðra stunda að minnast og eru þakklátir fyrir þær. Á Bjargi var sannarlega oft glatt á hjalla í söng og gáska, enda húsmóðirin ættrækin með af- brigðum og heldur auk þess vel til haga, væmnislaust og án alls tepruskapar, en gamansemi í aðra röndina öllu því, er segja má um ættingjana, bæði þeim til heiðurs og hróss eða hins gagnstæða, ef því er að skipta! Já, sannarlega blómstraði lífið á Bjargi. Þeim hjónum varð fimm barna auðið: Elst er Selma, gift Katli Jenssyni óperusöngvara, þá Lára, gift Stefáni Þórarinssyni starfsmannastjóra Seðlabankans, Brynjólfur húsasmíðameistari á Isafirði, kvæntur Þorbjörgu Bjarnadóttur frá Vigur, skóla- stjóra Húsmæðraskólans, Frið- gerður, kennari, gift Einari Gísla- syni flugstjóra og Samúel Jón, læknir, kvæntur Þórhöllu Gísla- dóttur. Barnabörn Öddu og Ella eru þegar orðin 16 og barnabarna- börnin 2, svo ágætar líkur eru á myndarlegum frændgarði! Að loknu lífsstarfinu fyrir vest- an, fluttu þau hjón hingað til Reykjavíkur fyrir 6 árum, og hafa síðan verið búsett að keilufelli 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.